Tíminn - 30.01.1968, Page 8
B
ÞRIÐJUDAGUR 30. janúar 1968.
ÓLAFUR RAGNAR GRlMSSON
Samtök fólksins
Á þessari öld hafa tvær fjölda
hrfeyfiingax markað djúp spor
í ípenzkt þj óðlíf og verið meg-
in tækin í hinni víðtæku lífs-
kjarabaráttu almennings til
sjávar og sveita; hreyfingar
samvinnu og verkalýðs. Þær
uxu upp hlið við hiið og voru
boðberar nýrra viðihorfa og
nýrra þjóðfélagshátta á íslandi.
Ærið snemma myndaðist með
þeim hugsjónalegt bræðralag,
enda urðu margir menn sam-
tímis forystumenn þeirra
beggja og festu þær í séssi með
allsfaerjar skipulagi og stofnun
stjórnmálasamtaka, sem styrkja
skyldu hreyfingarnar og knýja
fram hagsmunamál fólksins
með stjórnmálajegu samstarfi,
þótt formlega væru' flokkar
þessara hreyfinga, Framsóknar
flokkurinn og Alþýðuflokkur-
inn, aðskildir.
Það var gæfa íslendinga,
launiþega og bænda, sem búið
höfðu við kröpp kjör, að stjórn
málasamtök þessara tveggja
fjöldahreyfinga megnuðu með
harðri og samvirkri baráttu á
þriðja og fjórða tug aldari-nn
ar að hrinda í framkvæmd svo
róttækum og umífangsmiklum
þjóð'félagsbreytingum, - áð ÖM
framfarasókn fólksiní í land-
inu hefur síðan verið á þeim'
gruindvölluð. Þau öfluðu laga
legrar viðurkenningar á fié-
lagslegum réttindum launþega
og bænda, j.uku kaupmiátt með
lægra vöruiverði og bættum
launum, innleiddu víðtæka og
almenna. menntun, en umfram
allt eflidu svo mátt þessara
hreyfinga, að þær urðu sterk
ustu fiélagisstoðir íslenzks sam
tíma, óbiifanlegir hagismuna-
verðir tugþúsunda landsmanna.
Þegar hinum byltingarsinn-
uðu heimskommúnistum tókst
með pólitískri' herferð sinni og
samstarfi við íhaldsöflin, að
sundra verkalýðshreyfingunni,
var fyrsti skipulagsfleinninn
rekinn í samstöðu samvinnu-
hreyfinear 'op verkalýðs.
þótt á eftir færi ýmislegt
óheillavænlegt af öðrum toga,
sem veikti í verki mátt bræðra
lagshugsjónarinnar. Pólitísk
hringiða þess samsteypustjórná
kerfis, "sem • hófst í síðara
heimsstríðinu, hefur einnig
smátt og smátt síðasta aldar
fjórðung dregið úr samstöðu
þessara hreyfinga. þótt sú sasa
sé bæði of löng og of rnare-
brotin tii að vera rakin her
Á fyrstu áratugum ferils slns
gættu samvinuuhreyfingin og
verkalýðsihreyfingin að aoKitrj
leyti hagsmuna mismunandi
hópa, þar eð stór hluti sam-
vinnumanna voru bændur.
Verkamenn mynduðu þó víða
sterk kaupfélög í bæjum. Þessi
dálítið frábrugðni hagsmuma-
grundvöllur var talinn höfuð-
réttlæting stjórnmálalagrar að-
greiningar hreyfinganna, þótt
sú réttlæting hafi aldrei verið
Studd nægilegum rökum. Hin
gífurlega byggðabreyting serr.
orðið hefur í landimu, hmn
mikli vöxtur dreifbýlis 03 at-
vinnuvega þess, sijávarút-
vegs, iðnaðar og verzlunar, hef-
ur æ meir þokað saman félags
hópum samvinnuhreyfingar og
verkalýðs. Þótt bændur verði
ávallt mikilvægir þátttakendur
samvinnustarfs, hlýtur megin-
vöxtur samvinnuhreyfimgarinn-
ar í nánustu framtíð að eiga
sér stað í þéttbýlinu, þa_ eð
slíkt er í eðlilegu samræmi við
þróun þjóðfélagsins. Samvinnu-
hreyfingin og launþegahreyfing
in gæta því í æ ríkara mæli
hagsmuna sama fólksins og
starfsemi þeirra beggja miðar
að bættum lífskjörum þess 03
blómlegum efnahag. Aðgerðir *
hvorrar um sig, jafnt vöru
dreifing og vinnusköpun sarn
vinnuhreyfingarinnar og kaup-
gjaldsbarátta iaunbe'gahreyfimg
arinnar. verka í ríkum mæli á
árangur hinnar. Þannig gætu
deilur og stundarstríð þessara
tveggja hreyfinga leitt til löm-
unar á framfarasókn þeirra tug
þúsunda, sem þeim tilheyra og
árangurinn af starfi þeirra
beggja, fólkinu til hagsþóta
orðið næsta lítill. Á hinn bóg-
inn myndi samhæfð banátta
þeinra, heilshugar og raun-
hæft samstarf, færa fóilkinu í
landinu stærri björg í bú en
það ella ætti kost á. Hiri ofur
einfalda staðreynd, að sameJn-
aðir stöndum vér en sundraðir
föllum vér, gildir einmig um
hinar tvær fjöldahreyfingar ab.
mennings á fslandi.
Árangur hinnar víðtæku lífs
kjarabaráttu á næstu árum er
einkum undir því kominn, að
þessi samtök fólksins beri gæfu
tiil að starfa saman, að kleift
verði í reynd að samstilla átök
þeirra. Þótt samvinnuhreyfing-
in og launþegaihreyfingin hafi á
síðUstu áratugum að nokkru
leyti þokazt fijær hvor annarri
í baráttunni fyrir hagsmunum
sama fólksins, bendir ýmislegt
til að nú sé tækifæri til að
spyrna við fótum og snúa við,
halda á ný í átt til samvirkrar
starfsemi þeirra og feta þauni'g
farsælasta stíginn að auknum
og raunverulegum kjarabótum
almennings á íslandi. Slík
ganga er svo mikilvæg að
vanda verður vel til undirbúci-
ings hennar, tryggja árangur-
inn með hæfilegum aðdrag-
anda.
Samstarfsmö'guleikar hreyf-
inganna eru ærið margir, þótt
fræðsla og félagsleg þjálfun sé
eðlilegur upphafsvettvangur,
enda gerðist Alþýðusambandið
fyrir fáeinum árum þátttakandi
1 rekstri bréfaskóla samvinnu-
hreyfingarinnar óg hefur sú
starfsemi gefizt vel. Enn skort-
ir hreyfingarnar þó tilfinnan-
lega unga forystumenn í félags
málum og almenmri starfsemi,
og eru vandamál þeirra á þessu
sviði svipuð. Nánara samstarf
þeirra að skipulegri menntun
starfskrafta sinna væri eðlilegt
framhald breytingarinnar á
bréfaskólanum. Með tiltölulega
lítilli fyrirhöfn má gera mennta
setrið að Bifröst að samvinmu-
og verkalýðsskóla, sem þjónaði
jafnt báðum hreyfimgunum.
Slík tilhögun myndi þegar til
lengdar léti koma samvinnu-
hreyfingunni betur en núver-
andi fyrirkomu'lag skólains og
launþegaihreyfingin fengi ákjós
anlega og langþráða aðstöðu tjl
þjálfunar á starfskröftum sín-
um.
Einnig væri eðlilegt, að við-
ræður hæfust um aukinn þátt
launþega í rekstri samvhmu-
hreyfimgarinnar til að stuðla að
gagnkvæmum skilningi á vanda
málum og verkefnum. Tilrsun
um atvinnulýðræði á hvergi bet
ur heima en í samvinnuhreyf-
ingunni. Enn fremur væri
mögulegt samstarf þessara
hreyfimga um ákveðnar fram-
kvæmdir, sem taldar væru til
hagsbóta meðlimum þeirra á
ákveðnum svæðum, bæði með
tiUiti til atvinnu og bættra lífs
kjara. Bygging stórs vöruhúss
í Reykjavík, sem byði til muna
lægra verð, væri tiltölulega
auðu-nnim, ef samvinnuhreyfing
in og launþegahreyfingin tækju
'hér höndum samam og stæðu
báðar að framkvæmdinni.
Ofangreind atriði eru að
eins fáeinar ábendingar inn
hina miklu möguleika á sam-
starfi þessara hreyfinga báðum
til hagsbóta. Sé viljinn á annað
borð fyrir hendi bíða ótal önn
ur verkefni. Raunhæf samræm-
ing á baráttu þessara samtaka
fólksins fyrir bættum hag og
lilómlegra lífi, er meginskilyrði
þess, að mögulegt verði að
knýja fram hinar óhjákvæmi-
legu breytingar á íslenzku þjóð
féíagí, bæði efnahagslegar og
félagslegar. Öngþveitið og
hringiðan eru orðin svo mögn
uð, að eimungis máttur sam-
eiginlegs átaks þessara samtaka
fólksins er nægilega sterkur
til að brjótast í gegn og leggja
nýjan grunn að árangursríku
starfi. Án traustrar samstöðu
samvinnuhreyfingaxinnar og
lauuiþega getur aldrei myndazt
óbifanlegur bakhjarl hinnar
víðtæku þjóðfélagslegu umsköp
unar, sem nauðsynleg er fram-
tíðarheill og sjálfstæði hinnar
íslenzku þjóðar.
JON GUÐNASON
TRÉSMIÐUR
Jlón Guðnason, trésmiður, Lang
ho'ltsvegi 67 andaðist hinn 23.
þ.m. og er útför hans gerð í dag
frá Lágafellskirkju.
Jón var fæddur hinn 26. júli
1889 að Kröggólfsstöðum í Ölfusi;
sonur Guðna Símonarsonar,
bónda þar og barnakennara, og
konu hans Sólveigar Sigurðardótt
ur.
Jón var næstelztur fimm barna
þeirra hjóna, sem upp komust.
Hann fluttist um fermingara-ldur
með foreldrum sínum að Bredð-
holti við Reykjavík og var oft
kenndur við þana stað löngu eft-
ir að hann og alt hans fólk var
horfið þaðan.
Ungur lærði Jón trésmíði hjá
Guðmundi Brynjólfssyni. síðar
bónda að Miðdal í Kjós. Hann
stundaði þa íðn í nokkur ár að
námá Lokuu en hvarf hetm til föð-
urhúsa aftur og vann foreldrum
sínum, þar til hann giftist eftir-
lifandi konu sinni, Jónu Þorbjarn
ardóttur frá Ártúnum f Mosfells-
sveit um jól 1920. Stofriaði heira-
ili í Reykjavik og stundaði húsa-
smíðar og aðra trésmíð í sex áT.'
Þá festi hann kaup á jörðinni Úlf-
arsá í Mosfelllssveit og bjó þar í
17 ár en fluttist þá afbur til
Reykjavíkur 1944, þar sem hann
hefúr stundað iðnina síðan og allt
fram á síðasta ár.
ÍÞriu hjón,: Jóna og Jón eign-
uðust 5 'rnannvænleg börn, ‘sém
öll éru uppfcomin,- gift-ög góðir
bórgarar, öll búsett í Reykjavík
og nágrenhi.
Jón Guðnasoa var drengur góð
ur í þess orðs beztu merkingu.
Hann var karlmenni að burðum
og talinn með sterkustu mönnum
á yngriyarum Hann var þá ein-
ig glæsilegur maður að vallarsýn,
scíá hvarvetna vakti athygli sam-
ferðamanaa. Hann var alla aevi
léttur í lund svo að af bar. hvað
sem að höndum bar, traustur og
raungóður, og því vel liðinn af
öllum, sem hann hafði samskipti
við.
Eðnaðarmaður var Jón ágætur
og til fyrirmyndar yngri mönn-
um. Hann umgekkst öll sín verk-
færi með virðingu og nærgætni.
vandaði öll sin störf og leitaðist
við að inna þau þannig aí hendi.
að þau væri iðninni til sóma og
hagnýt og varanleg eigenduim.
Jón mun af fæstum hafa verið
talian trúmaður. Sótti litt kirkju
•"Igiathafnir. Þó vissu
þeir, sem bezt þekktu han.n, að
undir glensi og gríni um andleg
mál, sem stundum gat villt möna
um sýn, bjió alvara og trú á höf-
und lífsins.
Jón var bókamaður mikili og
fylgdist vel með öllu, sem var að
gerast í kringum hann á langri
dagleið, jafat í heimsmálum sem
bókmenntum. og því alltaf reiðu-
búinn að rökræða ým,is vanda- og
dægurmál við hvern sem var.
Eins og fram riefur komið hér
að framan, skiptist ævistarf Jóns
nokkurn vegirin að jöfnu milli
iðngreinar rians og sveitabúskap-
ar. Líkur benda til þess, að bú-
skapur hafi átt öllu sterkari ítök
í huga hans en iðnaðurinn, eada
þótt hann hafi metið hann mik-
ils og fórnað houm siðustu kröft
um. Á hinum 17 árum, sem hann
bjó á ÚLfarsá, eignaðist hann og
þau hjónin bæði marga trygga og
góða vini, og að leiðarlokum er
hann jarðsettur að Lágafelli eft-
ir eigin ósk, og talar það sínu
mi^Ii.
Um leið og ég kveð Jóa, mág
minn, með þessum fátæklegu orð
um, votta ég konu hans, börnum
og barnabörnum systkinum hans
og öðruim vinum og ættingjum
innilega samúð okkar hjóna oa
bið Jóni velfarnaðar í hinum nýju
heimkynnum, þar sem við eigum
öl eftir að hitta hann aftur glað-
an og reifan.
Guðfinnur Þorbjörnsson.
Tómas Árnason mælti í gær fyrir fnimvarpi Framsóknarmanna um
að ríkið beiti sér fyrir seríubyggingu fiskiskipa innanlands. Nánar
verður greint frá þessu máli síðar- Lúðvík Jósefsson lagði fram á
þingi í dag nær samhljóða frumvarp.
Þórarinn Þórarinsson mælti fyrir frumvai-pi um að afnumin verði
vísitöluákvæði húsnæðisstjórnariána.
Vegna þrengsla í blaðinu verða fráságnir af þessum málum að bíða.
Frímerki
1 Norskur frímerkjasafnari "ill
j láta 250 frímerki frá hinum
1 Norðurlöndunum, i skiptum
fyrir 75 tslenzk frímerki.
Ragnar Olsen, Smedgateri .3.8,
. Osló, Norge.
Ráðskona
Ung kona með tvö börn,
óskar eftir ráðskonustöðu á
Suðurlandi. Upplýsingar á
súnstöðinni, Hveragerði.