Tíminn - 30.01.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.01.1968, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 30. janúar 1968. Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN PramKvæmdastjóri: Kristjá« Benediktsson Ritstjórar Pórarmn Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson Jón Belsason og Indriðl G. Þorsteínsson Fulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrímui Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu- búsinu. símai 18300—18305 Skrifsofur Bankastræti 7 Af- greiðsiusimi: 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrai skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — lausasölu kr 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA b. f. Forskot á sæluna Borgardómarinn í Reykjavík birti í dagblöðunum fyrir nokkrum dögum athyglisverðar tölur um það, að „fjölgun þingfestra mála“ hjá embættinu s.l. ár hefði verið um 20%. Fjölgun þessa sagði hann mesta í skulda- og víxlamálum. „Þessi fjölgun muni stafa að nokkru leyti af of mikilli bjartsýni almennings um greiðslugetu sína“, hefur stjórnarblað eftir borgardómaranum. Þá er þess og sérstaklega getið í þessum fréttum, að mál vegna þess að menn fóru í ferðalög án þess að eiga fyrir fargjaldinu, og tóku þann veg út „forskot á sæluna“, eins og segir í gamansömu kvæði, voru alls 77 á árinu. Einnig fjölgaði mjög málum vegna innstæðulausra ávís- ana og vangoldinna víxla. Þessi þróun bendir á uggvænlegar staðreyndir í efna- hagslífi, fjármálasiðgæði og viðs'kiptalífi. Hún er vísi- tala upplausnar, óðaverðbólgu og stjórnleysis, þar sem allt er á hverfandi hveli. Borgardómarinn lét þess einnig getið, að síðan 1961 he-fðu einkamál þessi tvöfaldazt, og mundu erlendar hliðstæður um þetta vandfundnar. Að sjálfsögðu ber engan veginn að sýkna einstakling- inn alveg af hirðuleysi og siðhrörnun á þessum vettvangi, en þó væri enn ranglátara að varpa allri sök á hann. Hitt mundi sanni nær, að meginorsökina væri að finna í almennu stjórnarfari og lausung þess. Eins og tvöföld- unartala þessara mála frá 1961 ber greinilega með sér, hefur svonefnt „viðreisnar“-tímabil síður en svo verið ganga til góðs í þessum efnum. Það hefur þvert á móti verið uggvænleg gróðrarstía þessa illgresis. Almenningur hefur ekki getað litið til stjórnarráð- stafana sem góðrar fjármálafyrirmyndar, heldur miklu fremur fundið þar margvíslega kvatningu til ógætni og tæpitafls, jafnvel ljósar fyrirmyndir þess. Ef litið er til málflutnings stjórnarflokkanna fyrh' kosningarnar s.l. vor, verður hann varla betur auðkennd- ur með öðrum orðum en „forskoti á sæluna", eða eins og auglýst er „far strax, greiðsla fargjalds síðar“. — Stjórnin hamaðist við að fela allan vanda fyrir mönnum og falsa staðreyndir með ærnum tilkostnaði. Kosning- arnar skyldu verða „far strax“ fyrir stjórnarflokkana og „greiðsla fargjalds síðar“, en þeir ætluðu að láta þjóð- ina borga það far, og gerðu það svikalaust. Mönnum var sagt, að allt væri \ góðu gengi, og smávegis verðfall eða aflatregða hættulaust, svo væri stjórnvizku stjórnar- ílokkanna fyrir að þakka. Al-lur málatilbúnaður, niður- greiðslurnar og feluleikurinn með dýrtíðina var „for- skot á sæluna“. Ríkisstjórnin pantaði sér hiklaust far á bezta farrými inn í stjórnarráðið aftur, þótt hún ætti ekkert fyrir fargjaldinu. Það var hennar pólitíska sið- gæði. Öll kosningaloforðin voru innistæðulausar ávísanir. Hver þarf þá að undrast, þótt ýmsir^ borgarar teldu sér fært að gera kaup af mikilli bjartsýni um góða greiðslugetu síðar á árinu? Ríkisstjórnin hafði marg- sagt, að allt væri í góðu gengi og óhætt að tefla djarft. Lýsti hún ekki alla daga fyrir kosningarnar lífskjörun- um, sem hún hefði tryggt, og væru svo góð og traust, að líki þeirra fyndist vart annars staðar 1 heiminum? En eftir kosningarnar féllu víxlarnir, bæði hjá ríkis- stjórninni og öðrum. Blekkingar hennar sögðu víðar til sín en í ríkisbúskap og utanríkisviðskiptum. „Viðreisnar“- stjórnin á því sinn ríflega hlut í helmingsfjölgun einka- mála fyrir dómi í stjórnartíð kennar, því að siðgæði stjórnarfarsins í landinu er eins og segull á fjármála- siðgæði almennings. Það er ekki nýtt máltækið, „hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það“. í \ lngvar GísBason, alþm. Fiskirækt-ný atvinnugrein Einn kaldan vetrardag fyrir um það bil tveimur árum hitt ust sjö áhugamenn um fisk- eldismál niðri í Alþingishúsi við Austurvöll, settu þar form legan fund og ræddu þetta áhugamál sitt lengi kvölds. Þar stakk hinn áhugasamasti allra áhugasamra, Gísli Indriðason, upp á því, að þessir sjömenning ar beittust fyrir stofnun félags skapar í því skyni að auka al- mennan áhuga landsmanna á mikilvægi fiskeldismálanna. Fékk hugmyndin góðar undir- tektir. Voru allir sammála um, að fiskeldi gæti orðið mikilvæg ur framtíðaratvinnuvegm', ef rétt væri á lialdið. Eitt af því sem kom mjög skýrt fram á fundi þessum, var sammæli manna um nauðsyn þess að kynna þetta mál sem bezt með al þjóðarinnar, vekja umræður um það, fá áhrifamenn í at- vinnu- og stjórnmáliun til þess að gefa því gaum og fylgja því eftir í ræðu og riti og beinum athöfnum. Þi'emur vikum eftír þennan fyrsta fund sjömenninganna var efnt til nýs fundar um fé- lagsstofnunina og var hann sýnu fjölmennari, og umræður hnigu í sömu átt. Nefnd var kosin til þess að undirbúa stofn fund félagsins, og hinn 6. júní 1966 var félagið formlega stofnað og hlaut í skírninni nafnið ,,FéIag áhugamanna um fiskrækt“. Félagið er því nú rúmlega IV2 árs gamalt. Um árangur af störfum þess verð ur ekkert sagt að sinni, en starfsemi þess hefur beinzt að því fyrst og fremst að vekja áhuga þjóðarinnar á fiskeldis- málum og kynna almenningi merkilegt málefni, sem satt að segja er meiri nýlunda hér en menn skyldu lialda. Fél. hef- ur þegar gengizt fyrir tveim- ur almennum útbreiðslu. eða kynningarfundum. Á hinum fyrri ræddi Þór Guðjónsson veiðimálastjóri um laxfiska rækt og sýndi litskuggamyndir eriendar og innlendar máli sínu til skýringar, en á hinum síðari talaði Aðalsteinn Si^urðs son fiskifræðingur um erlend ar tilraunir með klak og eldi sjávarfiska, m. a. skarkola (rauðsprettu). Loks er svo þess að geta, að félagið hefur gefið út sína fyrstu „Árbók“, hið vandaðasta og ágætasta rit, sem eitt sér réttlætir tilveru félagSins og gæti orðið upp- haf langrar og gagnlegrar út- gáfustarfsemi, ef ekki verður slakað á þeim kröfum, seni út- gefendur hafa sett sér. „Árbók 1967“ xer fjölbreytt að efni og læsileg. Þar er að finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar um árangur, sem þegar hefur feng izt af fiskeldi hér á landi, og a.m.k. tvær veigamiklar fræði- legar ritgerðir eru í árbókinni: Um erfanlega eiginleika ís- lenzka lax-stofnsins og hagnýt ingu þeirra eftir dr. Björn Jóhannesson og Laxveiðar og laxrækt á íslandi eftir Kristin Zimsen cand. oecon. Óþrotleg auðlind. Um það mun enginn efast, sem nokkuð kynnir sér þessi ' mál, að náttúruleg skilyrði til fiskræktar og fiskeldis eru Ingvar Gíslason hin ákjósanlegustu hér á landi Vatnasvæði íslands, ár, stöðu- vötn og sjávarlón, óþrjót- andi auí'liiui, sem bíður þess að verða nytjað á arðbæran hátt. Hér kann að vera um að ræöa eina mikilvægustu stoð undir nýjan og heilbrigðan at- vinnurekstur og árvissa fram- leiðslustarfsemi. Hér er einn ig um sérlega skemmtilega og þroskandi atvinnugrein að ræða, þar sem byggt er á marg víslegri náttúrufræðilegrj þekk ingu, verkmenningu og ræktun í stað rányrkju, blindrar baráttu við náttúruöflin. Þeir, sem bezt hafa kynnt sér þessi mál, hafa leitt að því margvísleg rök, að hægt væri að framleiða hér inn an tiltölulega skamms tíma ný verðmæti til útflutnings svo skiptir mörgum hundruðum eða þúsundum milljóna króna. Hér skal látið liggja á milli hluta að geta sér þess tU ná, kvæmlega hversu skjóts og mik ils fjárhagslegs ávinnings er að vænta, en það er hvorki trúar altriði né draumsýn, þótt full yrt sé, að íslendingar eigi mik inn varasjóð og uppsprettu auðs og framfara geymda í vatna- svæði sínu og fiskræktarmögu- leikum. Það er eitt af brýn- ustu verkefnum þjóðarinnar að búa sig sem bezt undir að nýta þessa auðlind. Þó að arðurinn sé ekkj skjóttekinn og þó að það taki nokkurn tíma að ná tökum á verkefninu, þó má það ekki dragast lengur, að farið sé að vinna skipulega og mark visst í þágu þessa málefnis. Mál á frumstigi. Þó að íslendingar hafi stund að veiðiskap í ám og vötnum allt frá landnámstíð og oft haft drjúgan arð ag veiðihlupn- indum, og þó að fiskrækt sé ævaforn búgrein víða erlendis og sé komin á hátt stig á nú- tímavísu í mörgum löndum, þá eru þessi mál hér á landi á algeru frumstigi. Hér skortir enn ýmsar helztu forsendur þess, að fiskeldi verði rekið sem sá stóratvinnuvegur, sem það ætti að vera og gæti orðið. í fyrsta Iagj vantar menn með sérþekkingu á fiskræktarmál- um, ekki aðeins vísindamenn, heldur einnig sérþjálfaða verka menn og fiskeldisfræðinga til daglegra starfa og þjónustu í atvinnugreininni. I öðru lagi er enn af eðlilegum ástæðum skortur innlendrar reynslu, sem ekki fæst fyrr en eftir all- langan tíma. f þriðja lagi er fjármagnsskortur mikil hindr- un þeim tiltölulega fáu mönn um, sem sýnt hafa áhuga og kunnáttu og mikilsverðan ár- angur í rekstri fiskræktar- stöðva. f fjórða lagi vantar hér almennar undirstöðurannsóknir í vatna- og fiskifræði ásamt sér athugunum af ýmsu tagi og kortagerð yfir vötn og veiði- staði, sem vitanlega er eitt mikilvægasta skilyrði þess, að hægt sé að gera sér viðhlítandi grein fyrir möguleikum í fiski rækt. Meira fjármagn. Þetta eru þau verkefni, sem mest að kalla. Að þessum verk- efnum ber þjóðinni að snúa sér og leitast við að leysa þau svo fljótt og vel sem kostur er. Eitt af því fyrsta, sem ætti að gera, er að sjá þeim aðilum, sem nú eru að brjótast í fisk ræktartilraunum, fyrir meiri fjárhagsaðstoð. Ég hygg, að í flestum eða öllum tilfellum sé hér um svo merkilega starf semi að ræða, — starfsemi sem síðar kann að verða talin ó- metanleg vegna þeirrar reynslu sem hún veitir, — að hún eigi skilið allan þann fjárhagsstuðn ing, sem framast er kostur að veita. Einnig þarf að stuðla að því, að fleiri ungir menn en nú gerist læri fiskeldisfræði og fái sérþjálfun í þeim störfum, sem unnin eru á fiskeldisstöðv- um. Og augljóst er, hversu gagn J.egt væri að beina áhuga vís- indamanna í auknum mæli að rannsóknum á sviði vatna fræði, og fiskakynbóta og skyldra vísindagreina. Ánægjulegt er til þess að vita, hversu margir bændur og forystumenn í búnaðarmálum hafa sýnt mikinn skilning og áhuga í þessu sambandi. Vil ég sérstaklega minnast búnaðar- málastjóra, Ilalldórs Pálssonar, sem varla sleppir nokkru tæki færi til þess að minna menn á mikilvægi fiskræktarinnar fyr ir bændastéttina og farmtíð sveitanna. Enda er engin fjar- stæða að halda því fram, að bændastéttin og landeigendur eigi liér mikilla hagsmuna að gæta og er vandséð, hvernig hægt er að byggja hér upp fisk rækt í stórum stíl og sem fram tíðar atvinnuveg án þess að fulls skilnings njóti við af hálfu bændasaintaka og forystu manna í búnaðarmálum. Þetta mál er enn á því stigi, að mikils er um vert að vekja á því almennan áhuga og kynna það sem hvert annað nýmæli. Félag áhugamanna um fisk rækt, sem ég minntist á í upp hafi þessarar greinar, hefur ein mitt þann megintilgang að efla áhuga almennings á þessu at- hyglisverða máli og vinna a'ð því að kynna þaíí meðal þjó'ðar innar og ráðamanna hennar. Er þess vissulega vænzt, að margir verði til þess að leggja málstað félagsins lið og sú góða ósk er færð félaginu, að starfi þess megi ætíð fylgja heill og gifta. ÞRIÐJUDAGSGREININ >

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.