Tíminn - 30.01.1968, Page 13
ÞRIÐJUDAGUR 30. janúar 1968.
ÍÞRÓTTIR TÍMINN
Bikarkeppnin á Englandi og Skotlandi:
Tottenham jafn-
aði á 11. stundu
Á Skotlandi voru Evrópubikar meistararnir slegnir út.
Hsím., mánudag. — Þriðja um- lið komust í mikla hættu gegn
ferð ensku bikarkeppninnar var liðum úr lægri deildunum. Þann-
háð á laugardag og var mikið um ig náði Liverpool aðeins jafntefli
óvænt úrslit og nokkur 1. deildar í Boumemouth 0:0 og mátti reynd
ar þakka fyrir það, því Bourne-
mouth var betri aðilinn í geysi-!
spennandi leik, og Manch. City;
tókst ekki að skora gegn Reading
á heimavelli ,og lauk þeim leik
mmmmsmmi
Guðjón I. Sverrisson
einnig 0:0. City lék sinn lakasta
leik í vetur og Coleman misnotaði
vítaspyrnu.
Þá gekk Southampton ekki bet-
ur og gerði jafntefli á heimavelli
gegn 4. deildarliðinu Newport.
Arsenal náði einnig aðeins jafn-
tefli í Shrews'bury, og WBA í Coic
hester. Óvæntustu úrslitin urðu
Þegar KR sigraði Þór fyrir norðan:
Ávallt einn maður
settur til höfuðs
Einari Bollasyni
Keppni í 1. d. körfuknattleik var
haldið áfram síðastliðmn lauga1-
dag, þá Ieiddu saman hesta sína
KR og Þór Alcureyri, leikurinn
fór fram í íþróttaskemmunni á
Akureyri. Þetta var seinni leikur
liðanna, þann fyrri í Rvík, vann
Sælkerinn sigraii
— í firmakeppni Skíðaráðs Reykjavíkur
Hin árlega firmakeppni Skíða-
ráðs Reykjavíkur var haldin við
skíðaskáilann í Hveradölum s. 1.
sunnudag. Á sunnudagsimorgun
var slæmt veður efra, en úm há-
degið birti til, og komið gott
veður þegar keppnin hófst.
Að mótinu loknu var verðlauna
afhending í skíðaskálanum. Sigur-
jón Þórðarson mótsstjóri, sagðist
fyrir hönd Skíðaráðs Reykjavíkur,
Leikir í kvöld
1. deildar keppninni í handknatt
leik verður haldið áfram í kvöld
í Laugardalshöllinpi og fara þá!
tveir leikir fram. í fyrri leiknum |
mætast Fram og KR (dómari Ósk-;
ar Einarsson), en í síðari leiknum j
FH og Valur (dómari Björn Krist- j
jánsson). Báðir leikirnir ættu að j
geta orðið spennandi. Sá fyrri j
hefst kl. 8,15. I
og 'skíðadeíidar Reykjavíkurfélag-
anna, vilja þakka 100 firmum fyr-
ir þá velvild að taka þátt 1 þess
ari keppni. Á síðasta ári gerði
þessi ómetanlega aðstoð SKRR
kleift að senda keppendur á mót
út á land, og ennfremur að styrkja
unga og efnilega skíðamenn til
þjálfúnar. Firmakeppnin var for
gjafarkeppni, þar sem bætt er við
tíma S'njöllustu skíðamanna. Þess
vegna hafa allir keppendur sama
möguleika tiil að vinna sigur.
Helztu úrslit:
1. Sælkerinn, Hafnarstræti
Guðjón I. Sverrisson Á 30,4
2. Ljósm.st. Jóns Kaldal
Þórarinn Harðarson ÍR 31,4
3. Sauna, Hátúni 8,
Þorvaldur Þorsteinsson Á 32,4
4. Skeljungur,
Hrafnhildur Helgad. Á 33,5
5. Skósalan, Laugavegi 1.
Óli J. Ólason ÍR 33,6
6. Samvinnutryggingar,
Sig. Guðmundsson Á. 34,6
þó í Newcastle, þar sern, Carlisle
sigraði, og er það fyrsti tapleikur
Newcastie á heimavolli á þessu
leiktímábilii Og í þeim leik mis-
notaði' Newcastle vítasþyrnu. Þá
tapaði QPR mjög óvænt fyrir
Preston.
Aðalieikúr umferðarinnar, milli
deildar- og híkafm.,. Manch.
Utd. og Totteniham, var mjög
spennandi. Chivers skoraði þegar
í byrjun fyrir Tottenham, en
Best jafnaði aðeins síðar. f síðari
íhálfleik skoraði Bobby Oharlton
og leit út fyrir, að það yrði sigur
markið, en á síðustu mínútunn.i
jafnaði Chivers fyrir Tottenham,
og þau eru því ekki svo fá sterl,-
pu-ndin, sem hann hefur náð í fyrir
féiag sitt með þessum úrslitum.
Liðin leika aftur á morguri.
En þó úrslit hafi verið óvænt
á Englandi------þá var það nú
lítið á við Skotland, en þar var
fyrsta umferð bikarkeppninnar
háð. Celtic, Evrópumiestararnir og
bikarmeistarar Skotlands, féll úr
Framnaio . í i4
KR með litlum mun. Er leikur-
inn hófst var skemman þéttset-
in áhorfendum, sem flykktust að
og hvöttu sína menn óspart til
dáða. Fyrri ieikurinn gaf góðar
vonir um jafnan og spennandi
leik og það brást ekki, því að
nær aUan tímann skiptust liðin
á um að skora og var munurinn
ahirei meiri en 6 stig.
Bæði liðin léku svæðisvörn, KR-
imgar settu þó ávallt einn mann
til höfuðs sínum „gamla féilaga“
Eimari Biollasyni og skiptust þeir
á um það Kristinn Stefánsson og
Gutitormur Ólafsson. Einar stoor-
aði þess vegna venju fremur litið,
13 stig. Einar átti emgu að síður
góðan leito og hirti mörg fráköst
bæði í vörn og sókn.
Leikurinn var rólegur í byrj-
un og báðir aðilar leituðu að veil-
um í vörn andstæðinganna. KR
byrjaði vel og skoraði Hjörtur
Hansson 8 stig á fyrstu mínútun-
um, þar af 4 úr fallegum hrað-
upphlaupum. Liðin skiptust síðan
á að skora og um miðjan hálif-
leitoinn var staðan 12 gegn 7 KR
í yiL, Þá tóku Þórsmenn, góðan
sp.rett og skoruðu 10 stig án þess;
að.KR fengi röndivið reist. VegnaJ.
þess .þve KR-ingar gættu Éinars l
ved, opinaðist vörn þeirra, þegar;
hann fór út á kantana. Þórsarar i
notfærðu sér þetta og gáfu á
Æ>var, sem fékto oft góð tækifæfi'
og nótaði þau vel, því að hann
skoraði fjórar körfur úr fjórum
tilraunum í fyrri hálfleik. í hálif-
Framtiald á bls 14
sigur Armanns
Ármenningar unnu þýðingarmik
inn sigur í 2. deild á sunnudag-
inn, en þá léku þeir gegn ÍR og
sigruðu með 3ja marka mun, 26:23
Leikurinn var æsispennandi,., sér-
staklega undir lokin, þegar ÍR
tokst að jafna. En með góðum
enda'spretti unnu Ármenningar.
Mesta athygli í leiknum vakti
Sveinbjörn Björnsson í Ármanns-
markinu (tvíburabróðir Þorsteins)
en hann varði m.a. 3 vítaköst.
Akureyringár stóðu í ströngu
um helgina. Léku fyrst gegn Þrótti
á laugardag og sigruðu með 2ja
marka mun, 22:20, en töpuðu hins
vegar fyrir Keflavík á sunnudag
með eins marks mun, 16:17. Dóm
arar í þessurn leik voru . Birgir
Björnsson og Sveinn Kristjáns-
son og dæmdu yfirleitt vel. Enn.
þá betri var frammistaða Óla
Ólsen og Óskars Einarssonar í
hinum leiknum. Verður ekki ann
að sagt en tveggja dómara kerfið
hafi reynzt vel í þetta skiptið.
ÍR og KFR
sigruðu
Á sunnudagskvöidið fóru fram
tveir leikir í 1. deild í körfuknatt
leik. í fyrri leiknum sigraði KFR
Ármann með 3ja stiga mun, 50:47,
en Ármenningar höfðu yfir í hálf.
leik 25:19.
,J síðari leiknum mættust ÍR
og ÍKF og. var talsvérð harká í
þeim leik, girikum af ( b.álfu‘ ÍKÉ;'
Svo fóru leikar, a$ ÍR sjgrgði
57:43.' Þrátt fyrir aðj IKF sýndi
meiri hörku,. yar frariikoma ÍR-
inga ekki til neihnar fyrirriíyhd
ar, síklagandi í dómarana og Iétu
dólgslcga á skiptimannabekkjum.
Sló dómarann í höfuði
Það bar við eftir 2. deildar
Ieik í handknattleik núna um
helgina, að leikmaður gekk að
öðrum dómara leiksins og sló
hann í böfuðið. Hefur dómar-
inn, sem hlut átti að máli, nú
kært viðkomandi leikmann.
Þetta er ekki í fyrsta sinn,
sem leikmenn láta reiði sína
bitna á dómara eftir tapleik,
eins og þarna skeði. Hins vegar
hafa leikmenn yfirleitt látið
nægja að ausa úr skálum reiði
sinnar, en sleppt líkamsmeiðing
um. , .
Sem betur fer, var ekki úm
fast högg að ræða. En með þess
ari framkomu sýnir leikmaður
dómaranum svo takmarkalaust
virðingarleysi, að víta-
vert er. Verður fróðlegt að
vita, hvernig handknattleiks-
forustan meðhöndlar þetta mál.
Atburður eins og þessi má ekki
endurtaka sig — og það er
lítil afsökun fyrir viðkomandi
ieikmann, þótt hann hafi fram
kvæmt verknað sinn eftir æs-
andi leik. Það eru dómararnir,
sem dæma — og við það verða
menn að sætta sig, hvort sem
þeim líkar betur eða verr. -Alf.
13
Magnús Jónatansson
Meö sjúkra-
fiugvél suöur
— og lék 3 leiki um
sömu helgina
, Hinn góðkunni íþróttamaður,
frá Akureyri, Magnús Jónatans-
son, stóð í ströngu um helgina.
Á laugardag eftir hádegi lék
hann með 1. deildarliði Þórs í
körfuknattleik gegn KR á Akur-
eyri. Strax eftir þann leik flaug
hann með sjúkraflugvél Tryggva
Helgasonar tii Reykjavíkur ásamt
Matthíasi Ásgeirssyni og tók þátt
í leik Akureyrar í 2. deild í hand-
knattleik gegn Þrótti um kvöíd-
ið. Daginn eftir, sunnudag, lék
Magnús sinn þriðja meist-
araflokksleik um helgina — í
þetta sinn gegn Keflavík í hand-
knattleik. — Það er dugnaður í
Magnúsi, en er þetta ekki of mik-
ið af því góða?
Reynir þjálíar
í Keflavík
Keflvíkingar hafa komið á ó-
vart í byrjun 2. deildar keppn-
ilinar í handknattleik og eru nú
í; efsta sæti ásamt Ármanni með
3 stig. Hvort áframhaldið verður
í svipuðum dúr, skal látið ósagt
en þess má geta, að Reynir Ólafs-
son, hinn góðkunni handknatt-
leiksmaður úr KR, þjálfar nú
Keflavíkurliðið — og seg>r það
e.t.v. sína sögu.
Reynir Ólafsson