Tíminn - 31.01.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 31.01.1968, Blaðsíða 1
GÓLfTEPN FASTEIGNASALAN HÚS&EIGNIR BANNASTRÆTI * Sfrnar 16637 — 18828. 25. tbl. — Miðvikudagur 31. jan. 1968. — 52. árg. oanaariK|amenn vinna Kapp samlega að þvi að leita að sprengjunum, sem lentu á ísnum í nánd við Thule á Grænlandi, en leitin <hefur ekki borið tilætlaðan árang- ur ennpa, prarr Tyrir sprengjubr.pt hafi fundizt. Myndin er frá leitinni á ísn- um, og sjást hundar og menn, sem taka þátt í leitinni. í bak sýn eru hús þau, sem reist sveitirnar. Myrkur er fnestan hluta sólarhringsins á þess- um slóðum ,og gerir það leit- arflokkunum mjög erfitt fyrir um leitina. LEITAÐ % Á ÍSNUM Laugavegi 31 - Simi 11822- FRANSKI KAFBÁT- URINN Ó- FUNDINN NTB-Toulon, þriðjudag. Nú er varla nokkur von um að áhöfn franska kafbátsins Mínervu verði bjargað. í gær gerðu menn sér vonir um að tækist að finna kafbátinn, og köfunarsérfræðingurinn Jacq- ues Yves Cousteau leitaði báts ins í dag í köfunarkúlu sinni en án árangurs. f kvöld var tilkynnt í París að súrefnis birgðir kafbátsins yrðu á þrot um innan 15 klukkutíma. Tals maður flotans sagði, að nær engar líkur væru til að takast mætti að bjarga áhöfninni jafnvel þótt báturinn kynni að finnast í kvöld. Leitinni verður samt haldið áfram á morgun við suður Strönd Frakklands, þar sem Framhald á bls. 15. Jónssoii, Akureyri, á ASI-þingi í gær: ÓLÍKLEGT AD FRUMVARPIÐ VERÐI SAMÞYKKT ÓBREYTT EJ-Reykjavík, þriðjudag, ★ Eftir hádegi í dag héldu um- ræður um skipulagsmálin áfram á framhaldsþingi Alþýðusambands fslands. Stóð fundur til kvöld- matarleytis, en hófst aU nýju kl. 21,00. ★ Athyglisverðustu ræðuna í dag Björn Jónsson | flutti Björn Jónsson á Akureyri. Gagnrýndi hann harðlega bæði frumvarp það, er frá nefndinni kom, og eins vinnuaðferð alla. Kvað liann ófyrirsjáanlegt livaða afleiðingar þetta hefði ef sam- I þykkt væri, og taldi ólíklegt að frumvarpið yrði samþykkt, nema á því yrðu gerðar verulegar breyt- ingar. ★ Þá benti hann á, að rangt í væri að nefna frumvarpið meiri. j hlutaálit Laga- og skipulagsnefnd ! arinnar. Það hefði einungis verið samþykkt í nefndinni, að leggja fruinvarp þetta fram á þinginu sem umræðugrundvöll; cnginn meirihluti nefndarinnar stæði að því. ★ í kvöld var stefnt að þvi að ljúka fyrri umræðu um málið, og fer það síðan væntanlega í nefnd. Má ætla, að síðari umræða hefjist á morgun, en þingið mun í fyrsta lagi ljúka stiirfum sínum á fimmtu dag. í gær voru, eins og frá sagði í blaðinu í dag, fluttar framsögu- ræður með tillögum um skipulags málin, en þær fluttu Sveinn Gam- alielsson og Eðvarð Sigurðsson. Kl. 14 í dag hófust svo umræð- urnar. Margrét Auðunsdóttir tók fyrst til máls, og kvaðst ekki geta mælt með samþykkt frumvarpsins. Vitn aði hún í samþykkt félags síns í því sambandi. og kvað þetta frumvarp ekki leysa þann vanda. sem verkalýðshreyfingin ætti við að glíma. Ræddi hún síðan vmsa þætti frumvarpsins, og sagði: „Þetta getum við ekki samþykkt“. Sigfinnur Karlsson á Norðfirði sagðist geta fellt sig við frum- varpið í meginatriðum, ef fjórð- ungssamböndunum væri tryggt brautargengi, en svo væri ekki í frumvarpinu nú. Væri það eink- um fjárhagsgrundvöllur fjórðungs sambandanna, er tryggja yrði; þeir sem í þessum samböndum væru á Austurlandi, Norðurlandi og Vestfjörðum, myndu aldrei fallast á að þau legðust niður. Þetta væri því meginatriði. Björn Jónsson, Akureyri tók næstur til máls, og sagðist hafa haft sérstöðu í Laga- og skipu- lagsnefndinni eins og fleiri. Hann kvað frumvarpið illa unnið, og verra væri þó að fél. hefðu ekki fengið heildarmyndina, sem í frumvarpinu fælist til umræðu og athugunar. Jafnvel nefndarmenn- irnir í Laga- og skipulagsnefnd- inni hefðu ekki séð frumvarpið í heild sinni fyrr en því var út- býtt á þinginu í gær; en fjórum nefndarmanna hefði verið falið að ganga frá því á laugardag, eftir tveggja daga fund nefndarinnar, sem þá var komin í mikla tíma- j þröng. Hann sagði nefndina hafa orðið ásátta um að leggja þetta fyrir þingið sem umræðugrundvöll; meirihlutaálit væri þetta ekki. Þingfulltrúar væru því að sjálf- sögðu ekki vel undir það búnir, að taka afstöðu til þessa máls, þar sem hvorki þeir, né félög þeirra, hefðu séð frumvarpið, eða heild armynd þess, fyrir þingið. Full- trúarnir yrðu þvi að taka ákvörð- un án vitundar félaganna sjálfra. Þetta væri kannski ekki erfitt, j ef fyrir hendi væri vandað verk, j þar sem öll ákvæði væru Ijós og greinileg. Svo væri þó ekki. Taldi hann allar afleiðingar af sam- þykkt fruipvarpsins óljésar, og ekki væri líklegt að fram- kvæmdin yrði auðveld eða átaka- laus. Hann gagnrýndi mjög uppsetn- Framhald 6 bls. 3. FJOLDAMORÐ FRAMIN I BANDARÍSKU FANGELSI? NTR-Little Rock, þriðjudag Á mánudag fundust þrjú lík grafin í jörðu á lands>væðinu umhverfis Cummins-íangelsið í Little Rock. Haft er eftir fangelsislækninum, að þarna geti legið grafin allt að 100 Iík. Lögreglan hefur nú með hönd um umfangsmiklar rannsóknir á þessu máli, vegna þeSs að rfangar í Cummins-fangelsinsu hafa haldið því fram, að fanga verðir hafi drepið hina látnu og grafið þá með leynd úti á landareign fangelsins. í fangelisisskýrslum segir, að 213 fangar hafi flúið úr Cummins fangelsinu og Tuck er fangelsinu frá síðustu alda mótum Fangi einn skýrði fangelsis- lækninum frá einu morði fang.avarðanna, kivaðst hann sjálfur hafa tekið. þáitt í að grafa líkið. Það er þó óSannað að líkin þrjú séu raunverulega Hk fyrr verandi fanga. Fangelsislæknir inn saigði einnig, að vel gæti verið ið þarna hefði verið full komlesa iöglegur kirkjugarð ur. Ekki hefur tekizt að fá sann- anir fyrir því i fangelsinu, að Framhald á bls. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.