Tíminn - 31.01.1968, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 31. janúar 1968,
TÍSVISPi&I
9
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
P'ramkvæmdastjórj: Kristján Benediktsson Ritstjórar Þórarinn
Þórarinsson (áb) Andrés Kristiánsson. .lón Hetgason og tndriði
G. Þorsteinsson FulltrúJ ritstjórnar' Tómas Karlsson Aug-
lýsingastjóri: Steingrímur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu
búsinu. símar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti 7 Af-
greiðsiusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur
sími 18300. Ásikriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í
laUsasölu kr 7 00 eint - Prentsmiðjan EDDA h. f.
Tillögur Gylfa
og atvinnuleysið
Síðastliðinn fimmtudag skýrði Aiþýðublaðið frá því,
aC haldinn hefði verið fundur í Alþýðuflokksfélagi Reykja
víkur, þar sem rætt tefði verið um iðnaðarmál. Á fund-
inum hefði m.a. komið fram gagnrýni á verzlunarfrelsið,
er orðið hefði iðnaðinum þungt í skauti, þar sem hann
hefði þurft að keppa við erlendan iðnvarning, án þess að
vera undir það búinn.
Þetta verzlunarfrelsi átti sinn málsvara á fundinum,
þar sem var Gylfi Þ. Gíslason viðskiptamálaráðherra
og væntanlegur formaður Alþýðuflokksins. Alþýðublað-
ið segir svo frá:
„Gylfi varði verzlunarfrelsið og taldi, að íslend-
ingar ættu að leggja niður allar atvinnugreinar, sem
njóta verndar eins og tollverndar eða innflutnings-
hafta".
Hér hafa menn í fáum orðum stefnu Alþýðuflokksins
í þessum málum — þá stefnu, sem raunverulega hefur
mótað viðhorfið til atvinnuveganna á undanförnum árum.
Allar atvinnugreinar, sem eru ekki samkeppnisfærar við
það, sem bezt er erlendis, skulu víkja úr sessi og inn-
flutningur erlendra vara koma í staðinn. Vegna þessarar
stefnu, er hinn mikli gjaldeyrisforði, sem hefði átt að
geta safnazt í góðærinu, horfinn og fjöldi manna atvinnu-
laus vegna samdráttar í þeim atvinnugreinum, sem
dregizt hafa saman eða alveg lagzt niður af þessum
ástæðum. Samt finnst Gylfa og flokksbræðrum hans ekki
nóg að gert. Allar atvinnugreinar, sem þarfnast ein-
hverrar verndar, skulu víkja. Undir það heyrir svo að
segja allur landbúnaðurinn og allur eða mestallur iðnað-
urinn. Vafasamt er hvort sjávarútvegurinn b-eyrir ekki
undir þetta líka, eins og nú er ástatt í málum hans.
Það má auðveldlega hugsa sér hvernig tollalækkun-
in verður, — verði hún þá nokkur — ef þetta viðhorf
Gylfa og Alþýðuflokksinsj fær að móta hana. Það verður
a.m.k. ekki stefnt að því, að hún verndi iðnaðinn.
Svo er Alþýðuflokkurinn að láta miðstjórn sína sam-
þykkja ályktun um, að flo'kkurinn vilji vinna gegn at-
vinnuleysinu! Hver trúir því, að það sé leiðin til að vinna
gegn atvinnuleysi að leggja „niður allar atvinnugreinar,
sem njóta.verndar eins og tollverndar eða innflutnings-
hafta“. Þessi stefna Alþýðuflokksins er, eins og nú er
háttað, vísasti vegurinn til að bjóða allsherjaratvinnu-
leysi heim..
Menn brostu
Furðuleg misnotkun var það á hljóðvarpinu að láta
Eggert Þorsteinsson flytja ræðu í fréttatíma þess í fyrra-
kvöld. Ríkisstjórnin finnst hagur sinn bersýnilega ekki
góður, þegar slíkum áróðursbrögðum er beitt.
Annars þarf ekki að kvarta undan þessari ræðu vegna
þess, að hún hafi bætt hlut ríkisstjórnarinnar. Þvert á
móti munu margir hafa brosað, þegar Eggert fór að
tala um, að niðurstöður ríkisstjórnarinnar væru „fengnar
eftir vandlega og nákvæma athugun, sem byggist á traust-
ari grunni en nokkurn tíma áður hefur verið mögulegt
að finna“! Og ekki bætti það úr skák, að menn vita, að
ekki eru margir íslendingar fáfróðari um sjávarútvegs-
mál en núverandi sjávarútvegsmálaráðherra.
ERLENT YFIRLIT
Pueblomálið sannar glögglega
mikilvægi Sameinuöu þjóðanna
MálskotiS til Öryggisráðsins veitir tíma til að vinna að friðsamlegri lausn
Johnson forseti
— Mansfield, foringi demókrata í öldungadeildinni, telur Johnson
alderi hafa sýnt betur hæfileika sína sem stjórnmálamaður en í
sambandl við Pueblomálið. Mansfield og Fulbright hafa mjög hvatt
til varfærni í máliriu.
ENN einu sinni hafa Sam-
einuðu þjóðirnar orðið til þess
að koma á ró í deilumáli, sem
virtist vera að setja allt
í blossa, og geta orðið upphaf
nýrrar heimsstyrjaJdar. Fram-
vindan í hinu nýja Kóreumáli
hefði getað orðið allt önnur,
ef Öryggisráðið hefði ekki
verið til og Johnson forseti
getað skotið málinu þangað,
þegar hann hefði sennilega að
öðrum kosti, þurft að grípa til
harðfengari ráða. f þessu sam-
bandi skiptir það ekki aðal-
máli, hvort Öryggisráðinu tekst
að leysa málið eða ekki. Aðal-
atriðið er það, að Örygg.sráðið
hefur málið til meðferðar með-
an öldurnar eru að hjaðna og
deiluaðilum gefst tækifæri til
að vinna að friðsamlegri lausn
málsins, sennilega utan ramma
Sameinuðu þjóðanna.
EINS OG KUNNUGT er,
hófst þetta deilumál á þann
veg, að Norður-Kóreumenn her-
tóku bandaríska njósnaskipið
Pueblo 23. þ.m. Skipið, sem
var með, 83 manna áhöfn, var
flutt, til bæjarins Wonsap og
hefur ■ því og áhöfninni verið
haldið þar síðan. Bandarikjn
brugðu í fyrstu hart við, sendu
öflugan flota á vettvang og
buðu út varaliði flughersin';
Rusk utanríkisráðherra sagði
við fréttamenn. að þessi verkr
aður Norður-Kóreumnana náig-
aðist styrjaldaraðgerð. Af hálfu
margra bandarískra blaða var
krafizt hernaðaraðgerða. John-
son forseti tók málin hins
veg.ar með rósemi, og er haft
eftir Mansfield öldungadei’.dar
þingmanni, að hann hafí aldrei
dáðst meira að Johnson en i
sambandi við þetta mál. Hann
beindi málinu fljótt inn á þá
braut að reyna að leita sátta.
Fyrst voru Rússar beðnir um
miHigöngu um sð f ’ skioinu o?
áhöfninni sleppt. Rússar neit-
uðu þessu, sennilega m.a. af
ótta við gagnrýni Kínverja.
Svar þeirra var á þá leið, að
þetta mál yrðu stjórnir Banda-
ríkjanna og Norður-Kóreu sjálf
ar að leysa. Þegar milliganga
Rússa brást, sneri Johnson sér
til Öryggisráðsins og hélt það
fytsta fund sinn um málið á
föstudaginn var. Síðan hefur
fundum þess verið frestað, og
er vafalítið unnið að iausn
málsins að tjaldabaki.
FYRST eftir að frétust um
þennan atburð, risu æsingaöld-
ur hátt i Bandaríkjunum Eftir
að frá leið, fóru menn hins
vegar að íhuga málið betur
Norður-Kóreumenn héidu því
fram, að Pueblo hafi verið að
njósna innan landhelgi No^ður-
Kóreu, sem er tólf mílur. Banda
ríkjastjórn mótmælti þessu og
segir skipið hafa verið 3—4
mílur utan hennar, þegar það
var tekið. Því til sönnunar hef
ur hún birt skeyti frá Pueblo.
sem greinir staðsetningu bess
þegar það var hertekið oj>
einnig staðsetningarskeyt- frá
kóreönsku herskipunum, sem
tóku Pueblo, sem hún telur
njósnara sána hafa náð. Þetta
sannar þó ekki afdráttanaust,
að Pueblo hafi ekki áður verið
innan landhelginnar, þvi að
skipið sendi ekki frá sér stað-
setningarskeyti meðan njósna-
tæki þess voru í gangi. Skipið
getur því hafa verið innar land
helginnar, þótt það væri komið
úr henni, þegar það var tekið
Bandaríkjastjórn færir það
gegn þessari ásökun, að s.úp-
herrann hafi haft ákveðin fyrir
mæli um að fara ekki nær Landi
en svaraði 13 mílum.
Af hálfu Bandaríkjanna hef
ur því aldrei verið mótmælt,
að Pueblo væri njósnaskip, búið
hinum fullkomnustu tækjum
SÍÐAN farið var að ræða
þetta mál nánara í Bandaríkj-
unum, hefur stjórnin mætt vax
andi gagnrýni fyrir að láfa
njósnaskip fara svo nálægt
ströndum Norður-Kóreu, ’ án
þess að hægt væri að veita því
nauðsynlega vernd, ef þörf
krefði. Með slíku háttalagi væri
verið að bjóða hættunni heim.
Meðal þeirra, sem hafa gagn-
rýnt þetta mjög harðlega, eru
tveir haukar í öldungadeiWinn*
Karl E. Mundt frá South Da-
kota og Strom Thurmond frá
South Carolina og einn helzti
fyrirliði dúfnanna, John Kenn-
eth Galbraith prófessor. Jocob
K. Javits öldungadeildannaður
frá New York hefur krafizt
þess að þetta mál yrði tekið
til sérstakrar meðferðar h.iá
utanríkismálanefnd þingsins.
Margt bendir til þess að
Pueblo-málið verði til þess. að
starfsemi bandarískra mósna-
skipa verði endurskoðuð frá
rótum, og sennilega verður
þetta mál tiJ þess að Banda-
ríkjamenn sýna meiri varkárni
á ýmsum sviðum eftir an áður.
ÚR ÞVÍ fæst sennilega aldrei
fuUkomlega skorið, hvort Pue-
blo hafi villzt inn fyrir 12 míl-
urnar eða skipherrann teflt á
tæpasta vað. Hitt virðist hins-
vegar víst, að skipið hafi erið
utan 12 mílnanna, þegar það
var hertekið. Af því má araga
þá ályktun, að Norður-Kóreu-
menn tefla hér á tæpasta vað
Ýmsir telja, að það hafi vakið
fyrir Norður-Kóreumönnum
með þessu að beina athygíi
Bandaríkjamanna frá Vietnam
og dreifa þannig kröffcim
þeirra. Stjórn Norður-Kóreu er
það mikill þyrnir í augum, að
fjölmennt herlið frá Suður-
Kóreu berst nú í Suður-Viet-
nam gegn Vietcong. Hún vill að
sjálfsögðu hindra þetta og tel-
ur vænlegt til þess, að
auka viðsjár milli Norður- og
Suður-Kóreu. Stjórn Suður-
Kóreu mun bá síður þora að
senda herlið að heiman.
Stjórn Norður-Kóreu teflir
vafálitið djarflegar en ella
vegna þess, að Norður-Kórea
hefur varnarsamning við Sovét-
ríkin. Árás á Norður-Kóreu er
því sama og árás á Sovétríkin.
Þessi staðreynd er líkleg til
þess, að bæði Bandarikin og
Sovétríkin telja heppilegast að
Pueblo-málið leysist friðsam-
lega og leiði ekki til styrjaldar
milli þeirra, en vel getur farið
svo, að þetta verði þeim ekki
auðvelt Bandaríkin hafa á
vissan hátt metnað sinn að
verja, en Rússar vilja ekki
styggja Norðor-Kóreumenn, er
ella kynnu að snúast til fylgis
við Kinverja. Þrátt fyrir þetta
eru horfurnar nú stórum frið-
samlegri en fyrir viku og má
ekki sizt þakka það því, að
hægt var að skapa hlé með
visun málsins til Öryggis-'
ráðsins. Þ. Þ.