Tíminn - 03.02.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 03.02.1968, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 3. febrúar 1968 9 TÍMINN ■tnmm Cltgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN F'ramkvæmdastjórl Krlstján Benediktsson Ritstjórar: Þórartnn ÞórarinssoD (ábi Andrés Kristlánsson. Jón Releason og Lndrið) G. Þorstelnsson Fulltrú) ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- týsingastjórl: Steingrtmur Gislason Ritstj.skrifstofur i Eddu búslnu. símar 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti 7 Af- greiðsiusimi 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300. Áskriftargjald kr 120 00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint - Prentsmiðjan EDDA h. f. Ályktanír Alþýðu- sambandsþingsins Aukaþing Alþýðusambands íslands, sem háð var í þessari viku, hafði það verkefni fyrst og fremst að ræða urn skipulagsmál sambandsins sjálfs. Fyrir þingið voru lagðar tillögur um víðtækar breytingar á samband- inu, samdar af sérstakri milliþinganefnd. Nefndin hafði klofnað um tillögurnar og bar minnihlutinn fram sér- stakar tillögur. Það var áreiðanlega rétt ráðið af auka- þinginu að vísa þessum tillögum öllum frá til nýrrar athugunar í félögunum. Nýkjörið Alþýðusambandsþing, sem kemur saman að hausti, mun svo fjalla um málið, en þangað til verður vafalaust reynt að samræma hin mis- munandi sjónarmið svo að fullt samkomulag geti fengist að lokum. Það var ekki ætlun þessa þings sérstaklega að ræða um kjaramálin, en breyttar aðstæður í efnahagsmálum urðu þess valdandi, að þau urðu aðalmál þingsins. Því réðu einkum tvær ástæður. önnur var hið sívaxandi atvinnuleysi, sem ekki er sýnt að hverfi, þótt útgerðin hefjist af fullum krafti. Hitt var sú lagasetning ríkis- stjórnarinnar að fella verðtryggingu launa úr gildi. Aukaþingið markaði einróma mjög ákveðna stefnu í kjaramálum. Þar er það sett fram sem höfuðtakmark, að öllum verði tryggð atvinna og að dagvinna nægi til að tryggja sæmilega afkomu. Sem fyrstu áfangar að þessu marki, var tvennt einkum nefnt: Að útrýma núverandi atvinnuleysi og að verðtryggja launin að nýju. Um þetta síðastnefnda atriði segir svo í ályktup þingsins: „Löggjöfin um vísitölubætur fyrir verðhækkanir hefur verið grundvöllur allra kjarasamninga á undan- förnum árum, í senn fólagslegt réttlætismál og mikil- vægt öryggi fyrir allt launafólk og alþýðusamtökin munu ekki una því, að sá árangur verði tekin af verkafólki með einhliða aðgerðum stjórnarvalda. Því ítrekar þingið og leggur megináherzlu á þá stefnu samtakanna, að verðtrygging launa verði að haldast óslitið. Þingið skorar á öll verkalýðsfélög að búa sig undir það að tryggja fullar vísitölubætur á kaup 1. marz n.k., því slíkar vísi- tölubætur voru forsenda þeirra samninga, sem seinast voru gerðir við atvinnurekendur. Þingið samþykkir því að fela miðstjórn það verkefni að tryggja sem bezt samstöðu verkalýðsfélaganna í þeirri baráttu og skipu- leggja sameiginlegar aðgerðir þeirra, ef þessi réttlætis- krafa nær ekki fram að ganga átakalaust“. Þá ályktaði þingið, að verkalýðsfélögin gætu ekki lengur unað því ástandi, að kjarasamningar séu lausir og telur því sjálfsagt að leitað verði nú þegar víðtækrar samstöðu um endumýjun kjarasamninga. Ljóst er af þessu, að innan skamms tíma hljóta að hefjast samningar milli launþega og atvinnurekenda um nýja kjarasamninga. Þar mun það verða ein aðalkrafa launþega, að. verðtryggingin verði ákveðin í samningum, eins og var um langt skeið. Mikilvægt er fyrir alla aðila, að samkomulag geti náðst án stórátaka. Eitt frumskilyrði þess er það, að atvinnurekendur og launamenn takí höndum saman um að knýja stjórnarvöldin til að gera þá breytingu á högum atvinnuveganna, að þeir geti vel risið un»ir kjarabótum. í því sambandi ber ekki sízt að nefna breytta stefnu í peningamálum, lækkun tolla á vélum og efni til atvinnuveganna og afnám ýmsra álaga, sem nú hvíla á þeim með miklum þunga. J. W. Fulbright, öldungadeildarþingmaður: Voldugar þjóðir hafa jafnau hneigst að heimsveldisstefnu Tekst Bandaríkjamönnum að flýja sömu örlög? í ORÐAFORÐA þeim, sem netaður er í umræðum um stjórnmál stórvelda, er orðið „veldi“ látið tákna hin stóru ríki. Með þessu er vitaskuld út frá því gengið, að mikil- vægasta hlutverk ríkis sé ekki í raun og veru að viðhalda lögum og reglu, né að efla mannlega velferð innan landa mæra þess, heldur beiting áhrifavalds og efling þess utan landamæranna, — og þessi beiting og efling áhrifavaldsins hlýtur óhjákvæmilega að koma niður á öðrum þjóðum. f augum þess hóps stjórn- málahugsuða, sem telur sig „raunsæismenn", er óviðeig- andi tiLfinningasemi að draga í efa ágæti „valdastefnu", vega og meta kostnað, tilgang og mannlegan ábata. Stórþjóð — segja þeir — helgar áhrifavald inu meginhluta orku sinnar vegn.a þess, að innsta eðli henn ar krefst þess. Að spyrja „hvers vegna“ sé viðlíka til- gangslaust og að spyrja, hví asninn hríni eða hvers vegna kötturinn éti mýs en ekki kál. IÐKUN valdastefnu gengur undir ýmsum nöfnum. Bretar nefna þetta „byrði hvíta kyn- stofnsins“ (white man’s burd- en), Frakkar kalla það „menn. ingarboðun" („civilizing missi on“), Bandaríkjamenn á nítj- ándu öldinni nefndu þetta „aug ijós örlög“. Nú nefnist þetta „ábyrgð aflsins". Öllum þessum nöfnum er sameiginleg sú útilokun sjálf viljans, sem þau gera ráð fyrir. „Raunsæismennirnir" kynnu að nefna þetta „lögmál stjórn- málanna", en draumlyndir menn kynnu aftur á móti að nefna það „köllun“ sína. Báðir álitu það standa utan sviðs hins skynsamlega vals. Sagan sýnist renna stoðum undir þessar skoðauir. Öflugar og voldugar þjóðir hafa ævin- lega varið meginhluta afla síns og orku til uppbyggingar heims veldis. Fáeinar smáþjóðir ein- ar — svo sem Norðurlandaþjóð irnar — hafa helgað mann- legri velferð meginhluta orku sinnar. — að því að ætlað er vegna þess, að þær hafi ekki átt aunars kost. HIN miklu heimsveldi stækk uðu og stækkuðu og hlutu á sama hátt óhjákvæmilega að dragast saman aftur Samdrátt- urinn hlaut annað bvort að enda með algerri upplausn, eins og hjá Rómaveldi hinu forna og Austurríki Habsborgar anna, eða með langvarandi, hægfara hnignun. eins og hjá Spánverjum. Ekkert heimsveldi hefur verið gætt jafn miklum styrk og stolti og Bretaveldi fyrir hundrað árum. Nú erum við sjónarvottar að hinu dapur lega, hinnsta sólarlag’ þess Geta Bandaríkin umflúið þessi sömu örlög? Ef við látum núverandi stefnumótenduT okk- ar telja okkur trú um, að við getum það ekki, ef við göngum inri á kenninguna um „ábyrgð ........... .. ................ .......... ....................................... 'í.. . L. í FULBRIGHT aflsins" (responsibilities of power). VELGENGNI okkar á sjálf að dæma okkur til að eyða lífi sona okkar í fjarlægum frum- skógum, sóa efnum okkar í rán dýra viðurstyggð nútíma víg- búnaðar og glitrandi hégóma- skap tunglferðanna og hálofta- flugfara. Eg álít ekki að við séum óhjákvæmilega dæmdir til þess ara örlaga. Sagan, sálfræðin og trúin segja okkur, að við eigum kost á n.okkru vali, þrátt fyrir alla okkar mannlegu við kvæmni. Reyns’lan bendir til, að hollt væri að leita sameigin legra ráða — með tilstyrk Sam einuðu þjóðanna og bandaþjóða okkar — til þess að koma í veg fyrir gjörræði óleyfilegrar til- hlutunar hverrar einstakrar þjóðar um málefni annarrar þjóðar. Auk þess er okkur frjálst að verja hinum miklu efnum okk ar til þess að gera lífið sjálft fyllra, bæta hvað eina og njóta þess betur en áður, og vera umheiminum á bann ves ‘il fyrirmyndar um menningu, ef okkur sýnist svo. ÞJÓÐIR eiga óneitanlega nokkurt yalfrelsi, engu síður en einstaklingar Bandarikjamenn ættu framar öllum öðrum þjóð- um að vera þess umkomnir. að fylgja því fram í verki. Sjálf myndun þjóðarinar var byggð á vali. Flest erum við afkom endur fólks sem kaus sjálft að fara til Ameríku. Að þvi leyti stendur öðru vísi á um okkur en allar aðrar stórþjóðir. sem sögur fara af, að við búum við auðuga, samsetta menningu, sem hvorki kynþáttur né trú hefur mótað, heldur það frjálsa val að gerast Amerikani. Hafi nokkur þjóð nokkurn tíma verið frjáls að þvi að rjúfa vítahring stórveldisins þá eru það Bandaríkjamenn Ef við látum það undir höfuð leggj ast, er ekki þvi um að kenna. að sagan hafi falið okkur hlut- verk heimsveldisins Það gæti einungis orðið fyrir þá sök, að við kysum að trúa þessu íburðar mikla þvaðri — af þvi að aflið og valdið stigi okkur til höf íðs eins og risaskammtur af LSD. og ginnti okkur til að svíkja sögu okkar sjálfra og tilgang- inn með stofnun ríkis okkar. MIG grunar, að af þessu stafi öll ópin og köllin. Út af þessu er öll óánægjan og gegn bví er andmælunum beint. Leiðtogar okkar tala um forlög okkar og þá sáru, þungu raun, sem „ábyrgð aflsins“ legei okkur óhjákyæniilega á herðar. En í þessu efni er æskufólk okkar vitrara en hinir fuil- orðnu. Það veit. að stjórnmála lögmál. sem ekki eru *il ríiða ekki úrslitum um framtíð okk- ar. heldur mannlegt vai og viðurkenning. Æskan sér þjóð sína 'áta undan og hrekjast i átt til heimsveldisörlaga og hún and- mælir þessu hástöfum Hún hrópar á bandarísku bióðina að snúa aftur til söjru sinnar og fyrirheits. og i hrópum ieansr felst vonin um, að svo fari. (Lausl- þýtt úr N.Y. Times)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.