Tíminn - 03.02.1968, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 3. febrúar 1968
ÍÞRÓTTIR
TÍMINN
ÍÞRÓTTIR
13
í þættinum „Á vítateigi", sem birtast mun í sunnudagsblaðinu, er m.a. rætt um
þátttöku íslands í heimsmeistarakeppninni í handknattleik, stórleikinn á sunnudags-
kvöld á milli FH og Fram í handknattleik, hið óvi'ðunandi ástand, sem ríkir um mál-
efni innanhússknattspyrnu hér á landi og loks er grein úndir fyrirsögninni: „Að slá
dómara í höfuðð".
FH-ingar mega ekki við að
tapa fyrir Fram annað kvöld
- ef þeir ætla að gera sér vonir um að hljóta íslandsmeistaratitilinn í ár
*
Alf.—Reykjavík. — Sá leikur
1. deildar keppninnar í handknatt
leik, sem beðið hefur verið eftir
með hvað mestri eftirvæntingu,
Körfubolti
um helgina
íslandismótið í körfuknattleik
heldur áfram í kvöld á tveim
stöðum.
Klukkan 19,00 leika ÍKF og ÍR
Framihaid a bLs. 15
fyrri leik erfðafjendanna, FH og
Fram, fer fram í Laitgardalshöll-
inni annað kvöld. Þessi leikur þýð
ir í rauninni líf eða dauða fyrir
FH, sem þegar hefur tapað 3 stig
um í mótinu og þyrfti vart að tapa
leiknum ananð kvöld, ef liðið ætl-
ar að gera sér vonir um að hljóta
íslandsmeistaratitilinn í ár.
Þegar þetta er skrifað, er ekki
Ijóst, hvort Geir Hallsteinsson, get
ur leikið með FH annað kvöld,
en FH-ingar gera sér þó voriir
uim, að þessi sterkasti leikmaður
þeirra geti leikið með. Það sýndi
sig í leiknum gegn Val s.l. þriðju
dag, að FH getur ekki verið án
Geirs. En hvað gerir FH, treysti
Geir sér ekki að vera með? Leitar
FH til Ragnars Jónssonar, sem
verið hefur í „útlegð“ á þessu
keppnistáimaibiU? Ravnar hefur að
vísu ekkert æft með FH, en mun
þó vera í sæmilegri þjálfun, en
sem þjálfari Vals hefur hann tek-
ið þátt í æfingum Valsmanna. —
Ragnar sýndi það á s.l. hausti
þegar blaðamenn völdu hann ó-
vænt í pressu-lið, hvað í honum
býr. Sjálfsagt gæti Ragnar endur-
tekið sitthvað af þvi í leik gegn
Fram. Annars eru FH-ingar í klípu
gagnvart. Ragnari. Auðvitað er
erfitt að velja mann 1 lið, sem
ekkert hefur æft hjá félaginu. En
hvað er ekki hægt að leyfa sér
á neyðarstundu?
Fram-liðið er í g'óðri' æfingu
um þessar mundir og á í engu
stríði við Asiu-inflúensuná eins ög
FH-ingar. Þótt. flestir álíti Fram-
ara sigurstranglegri í íeiknum
annað kvöld, má á það benda, að
leíkir Fram og FH á undanförnum
árum hafa alltaf verið jafnir, þótt
annað hvont liðið hafi fyrirfxam
verið álitið sterkara.
Framhald á bls. 14.
Harójaxlar
sigruðu
Harðjaxlamir úr KR og
Bragðarefimir í Fram —
öldungaliðin frá þessum fé-
lögum — sýndu góða knatt-
spyrnu í Laugardalshöllinni
í fyrrakvöld. Leikurinn var
jafn og spennandi og oft brá
fyrir verulega góðum sam-
leiksköflum.
Svo fóru leikar, að Harð-
jaxlarnir úr KR báru sigur
úr býtum, 6:4, en þeir voru
greinilega sterkari á enda-
sprettinum. Vonandi gefst
tækifæri síðar til að sjá
þessi lið leika aftur saman
e.t.v. í alvöruleik annað
hvprt á Melavellinum eða
Laugardalsvelli næsta sum-
DREGIÐ I HM
Næsta heimsmeistarakeppni íj
knattspymu (lokakeppni) fer!
fram í Mexico 1970 ,en keppni,!
í undanrásum á að vera lokið fyr j
ir 31. desember 1968. f gær voru |
lið dregin saman, en löndunum
er skipt í fjóra aðalfiðla, Evrópu-
Ameríku, Afríku og Asíu-riðla, en
síðan er þeim skipt í smærri riðla
innan þeirra.
Evrópuriðillinn er þannig:
1. Portúgal, Sviss, Rúmenía og I
Grikkland.
2. Ungverjaland, Tékkóslóvakía, ír j
land og Danmörk. i
8.
9.
Ítalía, Austur-Þýzkaland og ,
Wales.
Sovétríkin, Norður-írland og !
Tyrkland.
Frakkland, Svíþjóð og Noregur.
Spánn, Júgóslavía, Belgíu og !
Finnland. i
Vestur-Þýzkaland, .Skotland,
Austurríki og Kýpur.
Búlgaría, Holland, Pólland og
Luxemburg.
England (heimsmeistararnir
koma í lokakeppnina).
Hið sigursæla KR-lið. Fremri röð frá v.: Eyleifur Hafsteinsson, Gunn-
ar Felixson og Jón Sigurðsson. Aftari röð: Guðmundur Haraldsson,
í Ameríku-riðlinum eru m.a. Þórður Jónsson, Ársæll Iíjartansson og Jóhann. (Tímamynd Gunnar)
saman í riðli Brazilía, Venezuela,
Perú og Paraguay.
KR stendur við
stéru orðin!
Bragðarefurinn Reynh' Karlsson á þarna í höggi við tvo
Felixson.
Harðjaxla, þá Gunnar Guðmannsson
Hörð
Alf—Reykjavík, — Mörgum
þótti sem KR-ingar væru nokkuð
stórorðir, þegar þeir boðúðu blaða
menn á sinn fund fyrir skemmstu
og gáfu til kynna, að þeir ætluðu
að afla vel á knattspymuvertíð-
inni á þessu ári. En eins og kunn
ugt er, þá er auðveldara að segja
stóru orðin en efna þau.
En KR-ingar virðast ætla að
standa við stóru orðin Lið þeirra
stóð sig vel í innanhúss knatt-
spyrnumóti Fram, sem haldið var
í fyrrakvöld. og unnu með miklum
yfirburðum. Úrslitaleikinn léku
þeir gegn Keflvíkingum og unnu
hann 5:1. Annars urðu úrslit í
leikjunum eins og hér segir:
Valur — KR 2—9
Víkingur — Fram b 9—3
Keflavík — Þróttur 3—1
Fram a — Akranes 3—4
Undanúrslit:
KR — Akranes Í—4
Keflavík — Víkingur 6—2
Úrslit:
' KR — Keflavík 5—1
Að keppninni lokinni affhenti
Hilmar Svavarsson, form. Knatt-
spyrnudeildar Fram, KR-ingum
fagra styttu, sem keppt var um.
Grænjaxlar
- dýrlingar
Úrvalslið íþróttafréttamanna
mátti bíta í það súra epli að
tapa fyrir aðalstjórn Fram í
innanhúss knattspyrnunni i
fyrrakvöld, 1:4. Þetta er í fyrsta
sinn i sögunni, sem iið íþrótta
fréttamanna — eða dýrling-
i anna — tapar í leik og voru
þeir satt að segja vonsviknir,
þegar þeir gengu af leikvelli
í hinum grænu peysum sínum.
Einhverjir gamansamir náung-
ar voru svo ósvífnir að kalla
þá grænjaxla, en hæpið er,
að það nafn festist við liðið.