Tíminn - 06.02.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 06.02.1968, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 6. febrúar 1968 Teljið þér, að réttar sé talið fram til skatts nú en áður? Flestir hafa nú lokið við að gera skattframtöl sín, og tekur þá við að bíða í þolinmæði til sum- ars eftir álagningarscðlinum, hversu skemmtilegur sem mönn- um kann að þykja hann. Við þetta tækifæri þótti okkur fróð- legt að spyrja fólk þess hvort það áliti, að memi væru nú al- mennt heiðarlegri hvað skattfram tali við kemur en verið hefur á liðnum árum. Það hefur áreiðan lega ekki verið fjarri lagi á undan förnum árum að miklum hluta fs lendinga hafi fundizt sjálfsagt að svíkja undan skatti. Hefur þetta breytzt? Hafliði Jónsson, gjaldkeri. Ég mundi álíta það- Það sem einna helzt veldur því, tel ég vera aukið skattaeftirlit og einnig það, að starfismönnum skattayfirvalda hefur verið fjölgað að undanförnu og hafa þeir því aukin tæikifæri til að fylgjast með að rétt sé tal ið fram og veita meira að'hald í þessum málum almennt. Guðmundur Vignir Jósefsson, hæstaréttarlögmaður. Ég held að tvímælalaust sé rétt talið fram til skatts eftir að farið var að herða á eftirliti með fram tölum og skattrannsóknir tekn- ar upp. Kristján Thorlacius, deildarstjóri: Þegar rætt er um framtöl ti’l skatts, verður að hafa í huga, að skattar hér á landi eru mjög háir og þungbærir. Veldur þetta auk inni tilhneigingu til þess að draga undan við framtal. Vafalalust er það rétt, að stór- felldur undandráttur frá sköttum eigi sér stað, og dreg ég í efa, að það hafi lagazt nokkuð sem heitir undanfarið. Mín skoðun er sú, að skatta, út- svör og tolla eigi að læklka veru lega, jafnframt því sem skattheimt an sé bætt og það tryggt, að skatt- ar og önunr opinber gjöld komi ekki óeðlilega þungt niður á sum um þegnum þjóðfélagsins, vegna þess að öðrum tekst að skjóta sér undan lögmætum álögum. Halldór Jónsson, arkitekt. Já, ég mundi hiklaust segja það. Helztu orsök þess tel ég vera þá, að tíðarandinn hafi breyzt þannig, að mönnum finnist það eðldegra nú en áður fyrr að greiða sinn hluta af opinberum kostnaði. Sigurbjörn Þorbjörnsson, ríkisskattstjóri. Já. Ég tel, að breyting hafi á orðið í rétta átt hvað það snertir. Guðmundur Vignir Jósefsson Og álít ég það m. a. árangur af þeim aðgerðum, sem gerðar bafa verið í því skyni, t. d. stofnun Rannsóknardeildar ríkisskattstjóra nú fyrir noikkrum árum og því aðhaldi sem starfsemi hennar veit ir- Bjöm Hallgrímsson, forstjóri. Tvímælalaust. Halldór Jónsson Sigurbjörn Þorbjörnsson Björn Hallgrímsson Krlstján Thorlacíus Hafliði Jónsson Til sölu er íbúð á jarðhæð við Vesturbrún, 140 ferm. að stærð 4 herbergi og eldhús. Tilboðum sé skilað til Axels Kristjánssonar, lög- fræðings, Útvegsbanka íslands, sem gefur nánari upplýsingar. Húseign við Laufásveg 3ja íbúðahús við Laufásveg, jarðhæð, 2 hæðir og ris, er til sölu. Grunnflötur húss 114 ferm. Á 1. hæð 4ra herb. íbúð. Á 2. hæð 4ra herb. íbúð með nýjum innréttingum og teppalögð. Hæðinni fylgir rishæðin, sem nú er í endurbyggignu fyrir íbúðarherbergi. Á jarðhæðinni getur verið góð 2ja herb. íbúð. Húsið getur selst í þremur eigriarhlut- um. Upplýsingar á skrifstofunni. Fasteignasalan HÚS & EIGNIR Bankastræti 6 Símar 16637 — 18828. VOGIR og varahlutir 1 vogir avallt fyrirliggjandi. Rit og reiknivélar Stmf 82380. .. *. TRULOFUNARHRINGAR Fljót afgreiðsla Sendurr gegn póstkröfu. GUOM PORSTEINSSON gullsmiður Bankastræti 12. I6nnemar - Atvinnu- leysisskráning Iðnemasamband íslands vill hvetja þá iðnnema sem eru atvinnulausir að láta skrá sig atvinnu- lausa á skrifstofu Iðnemasambands íslands að Skólavörðustíg 16. Skrifstofan er opin á þriðju- dags- og fimmtudagskvöldum milli kl. 7,30 og 8,30 Einnig getur skráning farið fram í síma 14410 ofangreind kvöld á sama tíma. Iðnemasambandið mun veita nauðsynlega aðstoð, svo sem lögfræðiaðstoð. Iðnnemasamband ísland. Bifreiöaeigendur fyrirliggjandi startari í Fíat 1100, verð aðeins 1,980,00, einnig anker, spólur, bendixar, segulrof- ar, cut-out í sama módel. Einnig dínamó-anker í Benz-vörubíla Opel, Taunus, Cortina, og margar fleiri tegundir. BÍLARAF s. f. Borgartúni 19, sími 24700.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.