Tíminn - 06.02.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.02.1968, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 6. febrúar 1968 TÍMINN 3 SNJÓFLÓD OG SKAÐAR! hlíðinni og varð fólkiö' að vera í þeim, þaar sem þeir voru. o:g haiði hita meðan benzínið entist. Kl. 9 á sunnudag fór hjálparsveit skáta með teppi og kaffi á hitabrúsum til fólksins. Eftir hádegi var fólk ið sótt af hjáiparsveitinni og varð að draga sumt á sleðum til byggða. BS-Hvammstanga. Hér var veðrið aidrei eins aftaka slæmt og víða annars staðar, og hefur gengið niður ög er nú bjart og stillt. Engin tjón hafa orðið hér, en smárafmagnstruflanir. JJ-Skagaströnd. Hér hefur verið mikið hvass- viðri að undanförnu. í nótt var af takahríð. Aðfaranótt suniiudags var hópur skáta í skíðaskála í Spákonufellsborg, skall þá á mesta illviðri, og sneru beir heim og komust heilu og höldnu. GÓ-Sauðárkróki. Hér í nágrenni hefur hvergi verið ofsaveður nema í Blöndu- dal. Ekki hefur heyrzt um tjón af veðri. NH-Hofsósi. Hér er nú fremur gott veður og færð sæmileg. Þó eru mikil svella lög og jarðlaust. Undanfarna tvo daga hefur verið hvassviðri og austanátt, engin snjókoma og bloti. Á bænum Nýlendu í Deildardal í Skagafirði fauk hluti af þaki íbúðarbússins. Er unnið að bráða birgðaviðgerð á þakinu í dag. BS-Ólafsfirði, Hér er nú norðaustan bleytu- hríð og ekki mjög hvasst. Ekki hef ur verið um fárviðri að ræða hér undanfarna daga mest orðið 7—8 vindstig. Þó er mikill sjógangur og útlit fyrir að vont veður sé úti á firðinum. Ekki hefur heyrzt um tjón af veðri. Framhald af bls. 16. sunnudagsins brast veðrið á hér og má sega, að það hafi verið rofa litið siðan, og er hér versta veður ennþá, og mikill skafrenningur. Ég fór út um hálf sjö, á sunnu dagsmorgun, og tei ég það hinn versta veðurofsa, sem ég hef kom ið út í. Mestallt járn befur fokið af þakinu á byggingu, sem er hér norðan við hótelbygginguna, að- eins nokkrar plötur eru eftir. Fjögur börn okkar og tengdason ur voru á þorrablótinu að Hreða- vatni, sem haldið var s. 1. laugar dagskvö'ld. Komust þau fyrst heim nú á miðjum mánudegi. Hér hafa engir skaðar orðið af völdum fárvirðisins, enda er hér yifirleitt liygnt í þessari vindiátt. Umferð tepptist í þorpinu og flest ir vegir eru lokaðir. á varð raf- magnslaust í hálftíma í gœr vegna bilunar en varastöðin var sett á, og engin vandræði hafa hlotizt af. En vegna ísingar á símalínum, var sambandslaust við nærsveitirn ar í gær og í morgun. Ekki er vit að um neina skaða í sveitunum hér í kring. GT-Bíldudal. Hér var fáxviðri í gær, ofsabylur og 6—7 stiga frost. Vegurinn til Patreksfjarðar, sem nýlega hafði verið ruddur lokaðist aftur um helgina vegna snjókomu. Veðrið Unglingaklúbbur FUF í Reykjavík og Kópavogi hefur starfsemi sína með skemmt un í Glaumbæ miðvikudaginn 7. febrúar kl. 8,30. Aðgangur miðast við 16 ára, og þarf að sýna nafn. skírteini við innganginn. Aðg.m. afhentir þriðjudag og miðvikudag að Hringbraut 30 og við inngang inn. Framsóknarfélag Reykjavíkur Framsóknarfélag Reykjavíkur heldur fund í Framsóknarhúsinu við Fríkirkjuveg, í kvöld, þriðju dagskvöld kl. 8.30 síðdegis. Fundar efni: Verðlagsmálin og verzlunar álagning. Frummælendur Stefán Jónsson prentsmiðjustjóri og Jón Bjamason starfsmaður ASÍ. Jón dundi mjög skyndilega yfir undir morgun. Engar skemmdir urðu á mannvirkjum utan járnplötur fulcu af þökum nokkurra húsa. Bátar voru allir í höfn og sakaði ekki. Ekki mun heldur fólk hafa orðið fyrir slysum eða lent í hrakn ingum í þessu óveðri. í dag er ennþá stinningskaldi, en fcefur þó lægt talsvert. Frost laust er orðið, en engir bátar eru á sjó. Togarar leituðu vars Brezkir togarar og einn íslenzk ur hafa leitað hér hafnar í ofviðr inu sem geisað hefur siðan í fyrri nótt. í dag hafa mælzt hér rúm 5 vindstig og er það nokkuð minna en í gær, en hér er yfirleitt frem ur stillt í austan og norðaustan átt. Samgöngutruflanir eru hér ekki meiri en svo, að mjólkurflutning ar gengu greiðlega í morgun. Ekki hafa orðið neinir teljandi skaðar hér um slóðir vegna veðurs ins, en rafmagnslaust- varð tvíveg is í gær, og erum við núna á vara stöð, sem er nógu aflmikil, en engin stórvandræði hafa af hlotizt. Krújl-Bolungarvík.' FólkiS komst ekki Heim af þorrablótum Það hefur verið fcér óskaplegt veðurfar síðan á laugardagskvöld. Síðari hluta laugardags fór héðan margt manna bæði til Hnífsdals og ísafjarðar á skipi og í bílum ög sótti þangað Þorrablót, þorrablót Grunnvíkinga i Hnífsdal og Strandamanna á ísafirði. Eins og gengur fékk fólk fyrir sig ungl- inga til þess að gæta heimilanna, á meðan það var í burtu, en fólk- ið var allt innlyksa í hríðinni, og er það enn. Er því slæmt ástand á sumum heimilum núna. Meðai þeirra, sem í burtu fóru, voru bæði læknir og ljósmóðir staðar- ins’, og þykir það mjög bagalegt undir svona kringumstæðum. Er þetta mjög áhættusamt, og nær því vítavert, að bæði læknir og ljósmóðir skuli taka sér það leyfi að yfirgefa staðinn í einu„ þegar veðurspá og veðurútlit eru eins og það var á laugardaginn. f dag fór svo jarðýta á undan björgunar- leiðangri, sem fór til þess að leita að Heiðrúnu II og einnig var búizt við að önn-ur ýta komi á móti frá ísafirði. Ef slóðirnar ná saman, má búast við a, fóikið kom ist heim í dag. í kvöld skýrði fréttaritari Tím ans í Bolungarvík frá að þak hafi fokið af íbúðarhúsi s. 1. nótt. í dag og gær hefur verið meira og minna raímagnslaust og fjöldi manns hefur þurft að yfirgefa hús sín vegna kulda og fengið inni hjá þeim sem ekki eru upp á rafmagn komnir með upphitun húsa sinna. í dag fór Hallur Sigurbjartsson rennismiður áleiðis til fsafjarðar á vélsleða Slysavarnarfélagsins til j að sækja iæknirinn og ljósmóðurl ina sem fóru á þorrablót s. 1. laug ardag og hafa verið veðurteppt síð- an. Tepptust í skíðaskálanum GS-fsafirði. Á laugardag var hér prýðiveður og fór þá fjöld'i manna á skíði í þá fjöldi manna á skíði í Seljalandsdal í Harðarskála. Voru það 30 unglingar, sem fóru í skál ann. í veðurofsanum á sunnudag fór hjálparsveit skáta í skálann, en ómögulegt var að koma ungl ingunum til ísafjarðar aftur vegna ofsans. Veðurofsinn var svo mikill, að meðlimir hjálparsveitarinnar urðu að fleys'ja sér niður hvað eftir annað. í dag fór svo sveitin upp eftir aftur og sótti alla sem voru í Harðarskála. Skýilið, sem stjörn tæki skíðalyftunnar eru í, tættust í sundur og var það þó sterkbyggt. Var það áður notað sem slysavarna skýli og hafði staðið af sér marg ar hryðjur. Skemmdir á stjórn- tækjunum eru ókannaðar. Á laugardag héldu brottfluttir Grunnvíkingar þorrablót í Hnífs- dal. Var það sótt af Grunnvíking um í Bolungavík og ísafirði. Var því lokið kl. 3 um nóttina, var þá komið vitlaust veður. Fóru þá nokkrir bilar inn Eyrarhlíð til fsa fjarðar. Allmargir urðu fastir í Engir skaðar haifa orðið af völd um veðursins. Lauslegar fregnir hafa borizt um að tveir bátar hafi sokkið við brýggju á Hólmavík, Víkingur og Kópur, og báturinn Flugaldan hafi slitnað upp og rekið upp á fjörur á Djúpavík, en símasambandslaust er við þessa staði. ED-Akureyri. Hér hefur ekki verið óveður, sem heitið geti. Þó hefur verið hvassviðri af austan af og til sið- ustu tvo daga. Snjór er lítill og nú er krapahríð og sæmilegt veð ur. Éngar skemmdir hafa orðið hér svo vitað sé. Færð er sæmileg og var flogið framan af degi. MIKIÐ VAR UM SÍMABILANIR GÞE-Reykjavík, miáinudag. Miklar bilanir hafa orðið á Minningarsjóður Þórarins Björnsson ar, skólameistara Stofnaður hefur verið minning- arsjóður Þórarins Björinssonar skólameistara. Framlögum til sjóðsins er veitt viðtaka á Akur- eyri hjá húsverði Menntaskólans þar, en í Reykjavík í bókaverzlun S. Eymundssonar, í Austurstræti, í Bóksölu stúdenta I Háskólanum og í aðalumboði Happdrættis Há- skólans, Tjarnargötu 4. Minningar- spjöld fást á sömu stöðum. símakerfinu vegna veðurofsans. Staurar hafa brotnað og ifnur slitnað, einnig ísing verið á síma- línum, og torveldað mjög símasam band víða um land. Viðgerðar- menn vinna nú sleitulaust að því að lagfæra skemmdir, og eru nokkrar stöðvar komnar í lag, sem áður var sambandslaust við. Hins vegar er sambandslaust mjög ví®a og samkvæmt upplýsingum, sem Tíminn fékk frá Landsíman- um, hefur verið algerlega sam- bandslaust við Þórshöfn og Rauf- arhöfn frá því snemma í gær. Einnig hefur verið sambandslaust við Súðavík, Flateyri og Króks- fjarðarnes og fleiri staði á Vest- fjörðum. Fjarsíminn milli Hólma- víkur og fsafjarðar er óvirkur, svo og milli Hólmavíkur og Brúar í Hrútafirði, Borgamess og Ólafs- víkur, Grafamess og Stykkishólms. Vindhraðinn komst í 12 vind- stig bæði í Grímsey og í Vesf mannaeyjum, en samkvæmt upp lýsingum fréttaritaranna á þess- um stöðum urðu engar skemmdir þar, og tóku menn vart eftir ó- veðrinu, því við erum þessu svo vanir, sagði fréttaritari biaðsins í Vestmannaeyjum. Mikill snjór er nú í Eyjum, og færð á götum bæjarins erfið. Þjóðleik- húsferð Framsóknarfélag Reyikja- víkur og Félag ungra Fram sóknarmanna gangast fyrir leikhúsför í Þjóðleikhúsið, 15. þ. m., en þá verður ís landsiklukka Halldórs Kiljan Laxness sýnd í leikhúsinu. Fóilki verður gefinn kostur á að borða kvöldimat í Þjóð leikihúskjallaranum og S'kal þá mæta þar kl. 5.45. Með þeim hópi verður skáldið, Halldór Laxness, sem mun tala um leikritið, og sömu- leiðis verða þarna leikstjór- inn, Baldvin Halldórsson, þjóð'leilkhússtjóri Guðlaugur Rósinkranz og leiktjaldamál arinn Gunnar Bjarnason. Þeir, sem þess óska geta komið beint á leiksýninguna kl. 8. Þátttöku verður að til kynna á skrifstofu Fram- sóknarflokksiniS, Hringbraut 30, eða í síma 2-44-80. og HKÍ gangast fyrir blóðgjöfum Sbúdentaráð Háskóla íslainds og Rauði kross íslands gangast fyrir söfnun blóðgjaifa hjá háskóiastúd- enturn þriðj-udaginn 6. febrúar n. k. Tekið verður á móti blóðgjöf- um í norðurálmu kjiaililara hiásfcól- ans frá ki. 9 árdegis til kl. 16,30 síðdeigis. Framsóknar vist á Hótel Sögu Framsóknarfélag Reykja víkur heldur framsóknar vist að Hótel Sögu fimmtudaginn 8. febr. næstkomandi. Er þetta annað kvöldið í fjögurra kvölda keppni, en aðal- vinningarnir eru flugför til Evrópu fyrir þá tvo einstaklinga, sem hæstir verða i allri keppninni. Auk þess eru veitt sér- stök kvöldverðlaun fyrir hverja vist. Halldór E. Sigurðsson alþm. flytur ávarp, en stjórnandi vist arinnar er Markús Stef- ánsson. Aðgöngumiða er vissast að panta sem fyrst í síma 24480 á skrif stofu Framsóknarflokks- ins, Hringbraut 30 eða á afgreiðslu Tímans Banka stræti 7, sími 12323. Markús Halldór

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.