Tíminn - 06.02.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 06.02.1968, Blaðsíða 16
'ar <£■ 30. tbl. — ÞriSjudagur 6. febr. 1968. — 52. árg. VEORID FB-Reykjavík, mánuidag. Óvenjulegur veðurofsi gekk yfir Vestfjarðakjálkann, vestan vert Norðurland og nokkuð suð ur eftir Vesturlandinu nú um helgina. 'Komst vindhraðinn víða upp i 12 vindstig, en það er það mesta, sem Veðurstofan mælir nú orðið. Telja sumir, að á stöku stað hafi vindhraðinn jafnvel orðið enn meiri. Sam- kvæmt upplýsingum veðurstof- unnar varð hvassviðrið mest á Vestfjörðum og állt austur f Skagafjörð, og náði það há- marki um miðjan dag í gær. 12 vindstig mældust m. a. á Galtarvita, Grímsey, Kjörvogi, Hvallátrum, Æðey og í Vest- mannaeyjum. Á Vesturlandi v'ar frá 5 til Framihald á bls. 15. SNJ0FL0Ð 0G SKADAR! SJ-GÞE-FB-Reykjavík, mánudag. Hvaðanæfa að af Vesturlandi, Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi berast nú fréttir af skemmdum, sem orðið hafa í veðurofsanum, sem gekk yfir þessa landshlufa á sunnudag- inn og í morgun. Veðurhæðin komst í 12 vindstig á mörgum stöðum, og má segja að skemmdir hafi orðið minni, en bú- ast hefði mátt við, af þeim sökum. Snjóflóð féllu á tveimur stöðum, í Hvammssveit og á Siglufirði, en ekki sakaði fólk, þótt hús og eigur manna eyðilegðust. Bátar slitnuðu upp og rak á land eða þeir sukku í hafnirnar, rúður brotnuðu, þök fuku af húsum og skemmdir urðu bæði á rafmagns og síma- línum. í dag hafði blaðið samband við ýmsa fréttaritara sína, sem segja hér á eftir frá því helzta, sem aflaga fór í heima- byggðum þeirra. Snjóskriða féll — fann jepp- ann í þrem hlutum í flæðar- málinu EK-Laugu.m. Mjög mikið tjón hetur orðið af völdum snjóskriðufalla á bænum KptiiífnSiim «eni stendur af- skekkt við Hvammsfjörð innanverð an. Skriða, sem féll á þæinn í gær, tók af geymsluskúr, sem áfastur var viTi íhúðarhúsið, og í voru mikil verðmæti, m. a. nýlegur jeppi, dráttarvél, heyvinnutæki, fóðurvörur, áhurður og Ijósavél heimilisins. Allt þetta er senni- lega ónýtt, en ekkert hefur fund- ist utan jeppinn, sem bóndinn á bænum fann í þremur hlutum við flæðarmálið. Líklega hefur hitt skolazt út í sjó. og mun tjón þetta nema hundruðum þúsunda króna. Mikil mitdi var. að skriðan rann ekki á íbúðarhúsið. sem er nýlegt og úr steini, en stórir skaflar lentu beint framan við útgöngu dyrnar, og hefur heimilisfóilk þurft að skríða út og inn um glueea til að geta sinnt skepnum og öðrum störfum. f nótt féll önnur skriða á Ketil staði, laskaði hún heyhlöðuna nokkuð, en annað tjón hlauzt ekki af. Skriður þessar hafa hlaupið úr hárri hlið rétt ofan við bæinn, en engin eru áður dæmi skriðu falla á þessum slóðum. Hefur fólk ið nú afráðið að flýja bæinn af ótta við fleiri skriður. og hefur þeirn verið boðin vist á Teigi, sem er næsti bær við Á Ketilsstöðum búa hjón á sjö tugsaldri. Magnús Halldórsson oé Lára Ólafsdóttir Annað fólk er ekki á bænum. I 7 bátar skemmdust KBG-Stykishólmi. Talsvert tjón hefur orðið hér af völdum veðurofsans. Skemmdir hafa orðið á 7 bátum, sem lágu við hafskipabryggjuna, þegar ó- veðrið dundi yfir Tveir slitnuðu upp frá bryggjunni og rak þá upp i fjöru í gær. en þeir náðust út á flóðinu um kvöldið og voru lít- ið skemmdir eftir atvikum. Járn- þök losnuðu og fuku að einhverju leyti af nokkrum húsum, m. a. vöruskemmu Kaupfélagsins, Tré- smiðjunni Ösp, o. fl. Hjallur og geymsluskúr við Reitarveg fauk, og ennfremur nýbyggð timbur- geymsla hjá Skipavík h. f. Þá urðu nokkrar truflanir á rafmagnslínum og því straumlaust með köflum, og slokknaði á götu ljósum. Allir vegir eru lokaðir m. a. komst mjólkurbíllinn ekki frá Grundairfirði í dag. Eikki er þó vitað um hrakninga á fólki. f gærkvöldi rak ís í höfnina inn af Gilsfirði og er hún því slétt og kyrr langt út fyrir Súgandisey. Mun íshroði sem var við land í gær hafa hlíft bátunum, sem rak upo á fjörur í gætr- Rokið hefur sennilega farið upp í 10—12 vindstig, þegar verst lét i gær, en upp úr hádegi lygndi nokkuð í dag er ennþá talsvert hvassviðri. íbúöarhús stórskemmist í sn jóflóði. BJ-Siglufirði, Hér á Siglufirði hefur verið af takaveður undanfarna tvo sólar- hringa o eer slæmt enn, norðaust an hvassviðri og slydda. Mikið hef ur snjóað og snemma á sunnudags morgun féll snjóflóð á húsið Suð urgötu 56. Snjóflóðið kom vestan megin á húsið úr Strengsgili. fór inn um glugga. fyllti stofur og braut allt lauslegt. þá sprengdi bað uno b'ikbrún hússins og fyllti loft.ið Það vildi heimilisfólki til happs. að svefnherbergin eru fram an til í húsinu og sakaði því eng an. Þetta er nvlegt einlyft. steinhús og urðu miklar skemmdir á því af völdum snjóflóðsins. Einnig féll nokkur snjór á þak næsta húss Suðurgötu 58. Ekki varð þó um alvarlegt tjón að ræða. Færð er sæmileg hér í grennd. Strákagöng voru opnuð á fimmtu dag en lokuðust síðan aftur í gær. Trilla sökk í höfninni. ÞJ-Húsavík, mánudag. Stórviðrið olli tjóni hér á Húsavík. Trilluibáturinn Sigurpáll sökk í höfninni. Báturinn er rúmar þrjár lestir á stærð, og er eigandi hans Karl Pálsson sjómaður. Mikill, krapi og íshröngl var I höfninni, og mun ísinn hafa lagzt á bátinn og þrýzt honum niður. Margir aðr ir bátar voru í höíninni, en þeir stóðu óveðrið af sér án skemmda. Allmikið af legufærum báta sökk i höfninni, en skemmdir á þeim eru ekki kannaðar ennþá. Þá má geta þess, að hurðir í birgðaskemmu Kísiliðunnar brotn uðu. Skemman var reist í sumar, og stendur hún á uppfyllingu við Húsavíkurhöfn. f örfáum húsum losnaði um þakplötur, en stór'/íón hlauzt ekki af því. Ein stór rúða í Járn- og glervöruverzlun Kaup- félags Þingeyinga brot>—^i einnig. Hér á Húsavík varð veðrið mest milli kiukkan 5:30 og 6 á sunnudagsmorguninn, en þá fór að draga úr þvf. Þó var mjög hvasst allan sunnudaginn og fram yfir hádegi í dag. Rafmagnslaust í heilan sólarhring Á.T-Rifi. Símastaurar hafa brotnað og all miklar skemmdir hafa orðið á raf línum hér af völdum ofviðrisins, sem geisað hefur. Rafmagnslaust varð um hádegi í gær og hélzt svo í heilan sólarhring eða til há- degis i dag. Hlauzt vitaskuld slæmt ástand af, en þó bætti úr skák að frostlaust var. Ekki urðu teljandi skemmdir á mannvirkjum í ofviðrinu en vindur hefur áreiðanlega farið upp í 12 stig, þegar verst gengdi. Girðingar og staurar brotnuðu. og annað inn- siglingamerkið við Rifshöfn slitn aði upp og er horfið, en hitt hefur færzt úr stað. Bátar sem í höfninni voru, skemmdust ekki. Næstum allir vegir eru ófærir en þó er hægt að þrælast til Ólafsvikur með erfiðismunum. Járnið fauk af þakinu GG-Fornahvammi. Um þrjúleytið, aðfaranótt Framihald á bls. 3 y ; ■ Þessl mynd var tekin á Falkagotunni í Reykjavik á sunnudagsmorguninn, en mönnum brá heldur en ekki í brún, þcgar þcir sáu bíla sína á kafi • snjó. (Tímamynd: GE). ÓFÆRÐ MIKIL Á VEGUM ÚTI Fyrirhyggju vantar hjá ferðalöngum FB-Reykjavík, miánudag. Mjög mikið kraðak var í gær af litlum bflum, sérstak lega á Suðurlandsvegi, og oUu þeir Vegagerðarmönn- um töluvert miklum erfið- leikum. Mikið af fólki var i skíðaskálum, og fór það betur en áhorfðist í fyrstu, því að í gærkvöldi gerði bezta veður, öfugt við það, sem veðurstofan spáði. Varð lítið eitt að aðstoða við að ná fólki úr Jósepsdal, en þaðan gekk fólkið mest til bílanna, því að veðrið var það gott. Eins náðist fólk ofam frá Kolviðarhóli og Skíðaskálanum í Hveradöl- um. En einna erfiðast gekk að ná fólkinu úr skíðaskál- anum í Skálafelli. Þar þurfti þó ekki að aðstoða, því að sendir voru kraftmiklir fjallabflar, og þeir komust með fólkið í bæinn um mið nættið. Það virðist vera ótrúlega mikið um það, að fólflt fari af stað á litlum. bílum og iíLla bún.um út í óvissuna, þrátit fiyrir veðurspár og til- kynningar um ófærð. Hjá vegagerðiinni fengum við t. d. þær upplýsingar, að þeg- acr gripið hefði verið til þess ráðs, að tilkynna Suðurlands vegiinn ófæran, svona rétt á meðan verið væri að iosa bíla, sem þar voru fastir, swo að ekki færi allit i sama hiorf jafnharðan, þá hefði drifið að jeppabíla, sem ekki hefðu annað markmið en komast í ófærðina, svo að hægt væri að sýna, hvað bílarnir geta. Er þetta mjög óæskilegt. Er allt of mikið af því, að fóllk meti ekki rétt akstursaðstæður á vegum og ani að þarflausu og geri með þvi öðrum og sjólfum sér óþarflega erfitt fyrir. Er, mikill kostnaður við að koma þessu fólki aftur til byggða, og ekki er þá talið erfiðið. sem þeir. sem til aðstoðar eru kallaðir hafa af slíku flani. Austur í Vík varð ófært upp úr Víkinni i morgun, en síðar var rutt. em austur yfir Mýrdalssand er orðifi afar þungfært oa ekki fært nema kraftmestu bílum, og er þar nú skafrenningur. í sveitum austan sands er mikill lausasnjór. Suður- landsvegurinn frá Vík og að Selfossi var sæmil-ega Framhald á bls. 15. 'i i’ ív'! r, ( f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.