Tíminn - 24.02.1968, Side 5
LAUGARDAGUR 24. febrúar 1968.
5
TSMINN
Er hægt að bæta veður
þjónustuna fyrir
Vestfirði?
Vest'/irzkur sjómaSur hefur
sent Landfara athyglisvert
öréf. Hann segir:
„Landfari, Timanum. Þetta
hefur verið erfiður vetur vest
firzkum sjómönnum. Tíðarfar
með eindæmum erfitt, og hin
miklu sjóslys, sem orðið hafa
hér um slóðir, hafa skilið eftir
djúp sár, sem seint gróa, ekki
. aðeins hér um slóðir, heldur
og víða annars staðar, innan-
landis sem utan.
Að vonurn hefur mikið verið
um þessi sjóslys rætt manna
á meðal, og það fer ekki hjá
því, að vestfirzkir sjómenn
hafa veitt því athygli, að undan
farin tvö til þrjú ár, hafa sjó-
*lys, sem átt hafa sér stað við
fslandsstrendur, flest orðið hér
á fjörðunum. Hver er orsökin
fyrir hinum tíðu og miklu
slysum á þessum slóðum?
Þetta er náttúrlega spurning,
sem margir velta fyrir sér, en
fáir eiga svar við. Það kann
að vera, að veðrahreyting sé
sneggri á Vestfjörðum en ann
ars staðar á landinu og í kring
um það og veðurhamur meiri.
Ég þori þó ekkert að fullyrða
um þetta atriði, þar sem ég
hef nær eingöngu stundað sjó
frá Vestfjörðum, og þekki því
lítið. nema af afspurn veður-
far í öðrum landshlutum. En
sé svo, er ástæða til þess, að
upplýsingar, sem Veðurstofan
fær frá Vestfjörðum, séu eins
öruggar og frekast er kostur,
en það er rætt hér á milli sjó-
manna, að einhver misbrestur
kunni að vera á því. án þess þó
að nokkru sé dróttað að Veður-
stofunni.
Það eru því tilmæli mín —
og ég veit ég mæli fyrir munn
margra — að ekkert sé til spar
að af háífu hins opinbera til
þess að þessi mál séu í sem
fullkomnustu lagi, og Vestfirð
ingar geti treyst veðurspám að
svo miklu leyti, sem það er
hægt. Auðvitað getur , alltaf
orðið einhver misbrestur á
því, því veðurfregnir eru ekki
fullkomnar frekar en annað
hér í heimi, en fetir því sem
betur er að þessum málum
unnið, með fullkomnum tækj-
um og öðru sem með þarf, eru
minni líkur til að einhver mis-
tök verði.“
Olíuóhreinkun sjávar
Fyrir nokkru flutti skipaskoð.
unarstjóri, Hjálmar R. Bárðar-
son, fréttaauka í útvarpið, en
oliuóhreinkun sjávar og fugla
dauða af hennar völdum var þá
mjög ofarlega á baugi hér á
landi. Vegna tilmæla verður
hér birtur kafli úr fréttaaukan
um. Skipaskoðunarstjóri sagði
meðal annars:
„Nú undanfarið hefur olíu-
óhreinkun sjávar og fugladauði
af hennar völdum verið rædd
töluvert hér á landi. Ein megin
ástæðan er olíuóihreinkunin í
Axarfirði, á Tjörnesi og á
Melrakkasléttu vestanverðri.
Talið er sennilegt að olía þessi
hafi komið úr brezkum togara,
sem talið er líklegt að farizt
hafi einhvers staðar nálægt
Mánareyjum.
Togari þessi var olíukynntur
gufutogari, og olía sú, sem þeir
nota, er yfirleitt þykk svört
brennsluolía. Diesel-skip nota
þynnri brennisluolíu. Dies/l-olía
er þó nokkuð. mismunandi, og
þung dieselolía getur einmg
valdið fugladauða, auk óþrifa.
Olíuóhreinkun sjávar er vax-
andi heimsvandamál. Árið 1954
var gerð alþjóðasamþykkt um
varnir gegn oMuólhreinkun sjáv
ar og þessi samþykkt var endur
skoðuð á alþjóðaráðstefnu sem
haldin var í London árið 1962.
ísland hefur undirritað og stað
fest þessa samþykkt, og lög
nr. 77 frá 1966 eru um þetta
efni. Reglur um varnir gegn
óhneinbtm sjávar af Völdum
olu voru settar 16. ágúst 1966,
og er skipaskoðun arstj óra falin
frambvæmd þessara ákvæða.
Samkvæmt alþjóðasamþykkt-
inni er bannað að losa oliu eða
olíukennda blöndu í sjó innan
nánar tilgreindra bannsvæða.
Við ísland nær þetta bann-
svæði 100 mílur á haf út. Und-
antekningar frá banni þessu
eru þó þær, að losun olíu eða
oMukenndrar blöndu úr skipi
er heimil, ef losunin er nauðsyn
leg vegna öryggis skips eða
framkvæmd í þeim tilgangj að
koma í veg fyrir skemmdir á
skipi eða farmi, eða til þess
að bjarga Ufi þeirra, sem eru
í sjávarháska.
Fyrir aöeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðlaða
eldhúsinnréttingu f 2 — 4 herbergja Ibúðir, með öilu tll-
heyrandi — passa f flestar blokkaríbýftir,
Innifalið i verðinu er:
$ eldhúsinnrétting, klædd vönduðu plasti, efri
pg neðri skápar, ásamt kústaskáp (vínnupláss tæpir 4 m).
^ ISSkápUr, hæfilega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I
kaupstaö.
^uppþvottavél, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski.
Uppþvottavélin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota
hana til minníháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi).
$ eldarvélasamstæða með 3 hellum, tvefm
ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur
nýtízku hjálpartæki.
@ lofthrelnsari, sem með nýrri aðferð heldur eld-
húsinu lausu við reyk og lykt. Englnn kanall — Vinnuljós.
Ailt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur
innifalinn) Ef stöðluð innrétting hentar yður ékki gerum viö
yður fast verðtilboð á hlutfallslegu verði. Gerum ókeypis
verötilboð j éldhúsinnréttingar f ný og gömul hús.
Höfum einnig fataskápa, staðlaða.
- HAGKVÆMIR GREIÐSLUSKlLMÁLAR -
K I RKJUHVOLl
REYKJAVfK
S i M I 2 17 18
Einangrunargíer
Húseigendur — Byggingameistarar!
Otvegum tvöfalt einangrunargler með mjög stutt-
um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og alls konar
breytingu á gluggum. tJtvegum tvöfalt gler i laus
fög og sjáum um máltöku.
Sendum gegn póstkröfu um allt land.
Gerið svo vel og leitið tilboða. Sími 51139 og 52620
Alltaf fer eitthvað
magn í sjóinn
Nánari ákvæði eru í sam-
þykktinni varðandi móttökuskil
yrði í höfnum og oliustöðvuim
fyrir oMusora úr skipum og á
olíukenndri blöndu. En þrátt
fyrir öll ákvæði alþjóðasam-
þykktarinnar fer alltaf nokkurt
magn af olíu í sjóinn, þótt utan
bannsvæða sé, einkanlega þeg-
ar olíuflutningaskip hreinsa
geyma. sem þau nota ýmist
fyrir sjó eða olíu. Sömuleiðis
eiga sjóslys sinn þátt í oliu-
ohreinkun sjávar. eins og mun
hafa orðið í Axarfirðinum. Eias
og fram hefur komið í fréttum, ®
fór ég ásamt dr. Finni Guð-
mundssyni fuglafræðingi þang-
að norður til að kynnast nánar
þeim mikla fugladauða sem þar
varð. Var lauslega áætlað að
alls gætu hafa farizt á þessu
svæði milli 20 og 30.000 fuglar.
Aberandi mikill fjöldi af Stutt
nefju virðist hafa farizt, og
telur dr. Finnur að það gefi ra
bendingu um að olían hafi upp B
haflega verið allfjarri landi,
þar sem þessi fugl heldur sig.
Eins og kunnugt er deyfir
olian öldurót, og fuglinn sækir
í lygnari svæðin, einmitt þar
sem olían er. Þegar olian sezt
í ’fjaðrirnar kléessast þær sam
an, einangrunin hverfur, og
fuglinn flýr til lands. Hann
skriður helzt upp s'andfjörur,
fremur en við grýtta strönd,
en hann getur enga björg sér
veitt, er dauðadæmdur á strönd
inni. Fuglinn getur þannig kom
■ið dauðvona upp á ströndina,
áður en olíublettirnir sjálfir
hafa náð landi. Ég er sannfærð
ur um það, að þeir sem einu
sinni hafa séð sand.strönd þétt
setna af dauðum fugli, munu
ávallt gera sitt til þess að
hindra af fremsta megni olíu-
óhreinkun sjávar“.
Nauðsynlegt að gæta
ýtrustu varúðar
Þá ræddi skipaskoðunarstjóri
um þá reynslu, sem fékkst, þeg
ar olíuflutningaskipið Torrey
Canyon strandaði við suðvestur
strönd Englands og sagði síðan:
„Það væri fróðlegt að skýra
meira frá reynslunni af olíu-
óhreinkun stranda Bretlands og
Frakklands eftir Torrey Cany-
on slysið, en hér verður staðar
numið að sinni. Með geysilegri
vinnu þúsunda manna, her,
flota og einkaaðila og með mikl
um fjárframlögum til tækja og
efnis tókst að lokum að hreinsa
nokkurn veginn þessar strend-
ur. — Hins vegar var skaðinn
á dýraríkinu óskaplegur. Sjáv-
ardýr eins' og skeldýr og krabba
dýr voru gjörsamlega eydd á
öllu svæðinu vegna notkunar
á uppleysandi efnum, og gróð-
urinn drapst einnig að veru-
legu leyti. Mikið drapst líka af
fiski á þessu svæði málægt
ströndinni.
Fuglalífið varð fyrir óskap-
legum skaða af olíu-óhreinkun
inni. Af þeim 8000 fuglum, sem
sjálfboðaliðar björguðu ötuðum
í olíu og teknir voru til með-
ferðar í sérstökum hreinsunar-
stöðvum fyrsta mánuðinn eftir
strand Torrey Canyon, virtust
aðeins nokkur hundruð fugl-
anna ætla að lifa. og nú er
talið vafasamt hvort nokkur
þessara fugla verður nokkurn
tíman fær um að sjá um sig
sjálfa í náttúrunni.
Eftir Torrey Canyon slysið
hefur þetta vandamál uim sigl-
ingar risa-olíuskipanna og olíu-
óhreinkun sjávar verið tekið
upp að nýju innan Alþjóðasigl-
ingamálastofnunarinnar IMCO.
Reynt verður að kanna hvað
hægt er að gera til að hindra
slys sem þetta.
Augljóst er að algert bann
við að setja olíu i sjó á öllum
höfum verður nauðsynlegt. Þótt
risa-olíuflutningaskipin sigM
ekki nálægt fslands-ströndum,
þá sýnir olíuóhreinkun Axar-
fjarðar okkur hver vandi er hér
á ferðum.
Mætti það verða öllum þeim,
ér’ hlut eiga að máli hvatning
til að gæta ýtrustu varúðar í
meðferð olíu á eða við sjó. Að
sleppa aldrei olíu í sjó nema
brýn nauðsyn sé“.
Á VÍÐAVANGI
MælikvarSi
réttlætisins
f grein, sem Jóliannes Helgi,
rithöfundur skrifaði hér í blað
ið s. 1. miðvikudag, féllu þessi
eftirtektarverðu orð:
„Ríkisstjómir, jafnvel vel-
viljaðar, í þjóðfélagi á kross-
götum þar sem nálega allir
hlutir og öil gildi eru á floti
og þjóðlífið einkennist öðru
fremur af pólitísku þvargi og
endalausum slagsmálum út af
verði á nauðþurftum, gefur
skiljaniega engu máli gaum-
fyrr en það er orðið bráður
vandi. Bænakvak og réttinda-
betl (og skammir) er gagns-
laust eins- og dæmin sanna.
Sóknarþunginn er og verður
mælikvarði valdhafans á rétt
mæti hverrar kröfu.“
f þessum orðum er fólgin
býsna snjöU lýsing í fáum
orðum á ástandinu í stjómar
háttum okkar um þessar mund
ir.
Beðið um skynsemi
Vísir birtir í gær Ieiðara um
verkfallsspá, og lýkur honum
með þessum orðum:
,,í þessum efnum togast á
hið jákvæða og neikvæða eins
og svo oft áður. Með rökum er
hægt að halda því fram, að
þjóðin eigi í vændum verk-
fall, lokun fyrirtækja, almenn
an samdrátt og atvinnuieysi —
og raunverulega kreppu. Því
er einnig bægt að halda fram
með rökum, að skynsemin og
ábyrgðartilfinningin verði of-
an á og samkomulag náist.
Næstu tvær vikur skera úr
um, hvor spáin reynist hin
rétta.“
Vísir biður sem sagt um
skynsemi og ábyrgðartilfinn-
ingu, og ættu sem flestir góð
ir menn að sameinast í þeirri
bæn. Að vísu er óþarfi af
Vísi að ,,spá“ því að þjóðin
eigi í vændum ,,lokun fyrir-
tækja, samdrátt, atvinnuleysi
og kreppu“. Þetta hefur hún
allt saman nú þegar sem afleið
ingar hörjnulega rangrar stjórn
arstcfnu, sem ófær reyndist til
þess að taka nokkra ágjöf. Þjóð
in hefur áður fengið slíkar á-
gjafir en ekki orðið að tjóni,
vegna þess að hún hafði betri
stjórn. Það sem sköpum skiptir
nú er að hún liefur lélega ríkis
stjórn á rangri leið, einmitt þeg
ar hún þurfti á góðri stjórn að
halda til þess að stýra krappan
sjó.
En hvern á þá að biðja um
skynsemi og ábyrgðartilfinn-
ingu? Vafalaust fyrst verka-
lýðsfélögin og launafólkið. Eng
um ríður á eins og því að
beita skynsemi og ábyrgðartil
finningu. Hefur það gert það?
Það hefur ekki farið fram á
neina kauphækkun síðan 1964.
Það gaf eftir kaupbót fyrir
hiuta verðhækkunar fyrir jól
in. Það verður að sætta sig við
niðurfall eftir- og næturvinnu,
sem verið hefur verulegur hluti
tekna síðustu ár. Það hefur þeg
ar orðið fyrir stórfelldri
kjararýrnun og sumir þola nú
atvinnuleysi. Þetta er mikil
fórn. Er það þá óskynsamlegt
og óábyrgt að krefjast nokk-
urrar verðtryggingar á þau
laun sem eftir eru? Sem betur
fer munu þeir ekki margir,
sem halda því fram, heldur
hinu, að það sé einmitt hið eina
Framhald a bls. 15.