Tíminn - 24.02.1968, Blaðsíða 7
'•F
. r T «-
LAUGARDAGUR 24. febrúar 1968.
VETTVANGUR TÍMINN t m
Umræður um þjóðfélagsmál hérlendis hafa á síðustu áratug-
um snúizt óhóflega mikið um efnahagsmálin, og stafar það vit-
anlega af þeiin efnaliagsvandræðum, sem sífellt hafa steðjað
að. Önnur vandamál ístenzka þjóðfélagsins hafa á þessu
bernskuskeiði lýðveldisins legið að ýmsu leyti í láginni lang-
tímum saman. Til dæmis má segja þetta um skólamálin.
Á allra síðustu tímum hafa þó hafizt nokkrar umræður um
skólamálin á opinberum vettvangi hér, og er það vel. Rétt er
að benda á, að Framsóknarflokkurinn samþykkti á síðasta flokks
þingi sínu s. 1. vor mjög ítarlega stefnuskrá í menntamálum, og
höfðu fjölmargar nefndir fjallað um einstaka hluta liennar mán-
uðina fyrir flokksþingið. í þessum ncfndum eða málefnaráðum
áttu einkum sæti menn af yngri kynslóðinni, nýkomnir í gegn-
um skólakerfið og kannski síðan starfandi við það og því öll-
um hnútum þaulkunnugir. Eni óneitanlega margar tillögur að
finna í þessari ályktun.
Bent er þar á, að gera þurfi stórátak í skólabyggingum, ekki
sízt vanti fleiri héraðsskóla. I,agt er til, að skólaliúsnæði í sveit-
um verði nýtt til sumardvalar bæjarbarna, svo sem unnt reynist.
I>á er lagt til, að gerð verði áætlun urn framtíðarstaðsetningu
hinna ýmsu sérskóla og annarra menningarstofnana og stefnt
að því að reisa menntamiðstöðvar í öllum landslilutum.
Lagt er til, að þeim, sem lokið hafa gagnfræðaprófi en ekki
landsprófi, verðí opnuð leið til stúdentsprófs með sérstöku við-
bótarnámi. I>á verði komið á fót námskeiðum í ýmsum grein-
um fyrir þá, sem lokið hafa gagnfræðaprófi. Jafnframt þurfi að
endurnýja fræðslukerfi gagnfræðasU"'r'”
að þessar breytingar þarf að gera í sambandi hverja við aðra
og með heildarsamræmi í huga.
Bent er á, að gefa þurfi meiri kost á valgreinum í mennta-
skólunum og efla þurfi Tækniskólann.Samvinnuskólann og ýmsa
aðra sérskóla.
Sérstaklega er vikið að kennaramenntuninni, enda er þar
um algert undirstöðuatriði að ræða. Sagt er í samþykktinni, að
menntun kennaraefna skuli jafnan miðast við auknar kröfur
og breyttar þarfir menntakerfisins. Ennfremur verði launamál
kennara á öllum stigum tekin til rækilegrar athugunar.
I>á er lögð áherzla á, að haldið verði uppi stöðugu tilrauna-
og rannsóknastarfi á sviði skólamála yfirleitt.
Síðar í þessari stefnuskrá Framsóknarflokksins í mennta-
málum er m. a. vikið að nauðsyn þess, að hafizt verði lianda
nm byggingu ríkisbókhlöðu og tekið fram að gera verði gang-
skör að því að rituð verði samfelld vísindaleg saga íslenzku
þjóðarinnar, m. a. byggð á nýjustu fornleifarannsóknum.
Valdaár Framsóknarflokksins um og eftir 1930 voru mikill
framfaratími í skólamálum hérlendis. Sýnt er, að flokkurinn
myndi enn kosta mjög kapps um framfarir í þessum efnum, ef
hann fengi ráðið.
Og það er vonandi flestum Ijóst, að á þessum sviðum megum
við sízt við því að dragast meira aftur úr nágrannaþjóðunum
en orðið er.
Því þarf að gera verulegar, rækilega undirbúnar breytingar
í skólamálum okkar alveg á næstu árum.
Bj. T.
Jón Eiríksson
formaður FFS
Aðalfundur Félags frjálslyndra
stúdenta var haldinn í loik nóvem
Jón Eiríksson
ber s. I. Þar fóru fram venjuieg
aðalfundarstörf, og kom fram í
skýrslu fráfarandi formanns, Þor
steins Skúlasonar, stud. jur. að
starfið hafði verið með venjuleg
um hætti. Nokkrir almennir fé-
lagsfundir höfðu verið haldnir og
m.a. hafði félagið tekið verulegan
þátt í samvinnu B-lista-samtak-
anna, sem farið hafa með meiri
hlutavöld í Stúdéntafélagi Há-
skóla íslands þessi fyrstu tvö ár
eftir endurreisn félagsins.
Kjörin var ný stjórn fólagsins
fyrir árið 1967—1968 Hana skipa:
Jón Eiríksson stud. jur. formaður,
Finnbogi Alexandersson stud. jur.
ritari, Gísli Magnússon stud.
Philol, gjaldkeri, Jón Friðjóms-
son stud. polyt, meðstjórnandi.
Endurskoðendur voru kjörnir
Pétur Kjerulf stud. jur. og Rúnar
Guðjónsson stud. jur.
Norræni lýSháskólinn í Biskops-Arnö.
Sigurður Geirdal, varaformaður SUF:
Norræn samvinna í brennipunkti
í desember síðastliðnum barst
Norræna félaginu á íslandi boð
um að senda þátttakanda á ráð-
stefnu um norræn málefni, eink
um félagsmál, sem haldin skyldi
að Biskops-Arnö í Svílþjóð dag
ana 2.—8. janúar li968. Þau titmæli
fylgdu boðinu,, að íslenzki þátt-
takandinn skyldi vera úr samtök
um ungra Framsóknarmanna og
ætti hann að flytja erindi um
floikk sinn á t.ilteknum degi ráð-
stefnunnar, en sá dagur mundi
helgaður stjórnmálasamtökum
ungra manna á Norðurlöndum.
Það varð að ráði að ég undirrit
aður tækist þessa ferð á hendur,
og vil ég koma hér á framfæri
beztu þökkum til Norræna félags
ins og þó einkum til framkvæmda
stjórans Einars Pálssonar, fyrir
ágæta fyrirgreiðslu og aðstoð við
undirbúning fararinnar.
Ferðir féllu þannig, að ég kom
degi of seint á ráðstefnuna, og
mætti þann 3. janúar, eftir að
hafa skipt um flugvél í Kaup
mannahöfn, en þvi fylgdi dálítil
töf.
BiskoPs-Arnö er menntasefur
Nor.ræmi félaganna sænsku og
er ca. 85 km. utan við Stokkiholm.
Það er fornt biskupssetur í fögru
um'hverfi sögufrægs staðar. Þar
dvaldi meðal annars Jón biskup
Gerreiksson, og þótti Svíum greini
lega litið til um gestrisni íslend
inga þegar ég sagði þeim frá af-
'drifum hans á Fróni.
Skólinn að Biskops-Arnö er vel
búinn húsum bæði hvað snertir
kennsluihúsnæði og nemenda-
Ritstjóri: Björn T eitsson
Sigurður Geirdal
bústaði, enda er þarna í gangi
einhver starfsemi allt árið, ráð-
stefnur, fundir og námskeið auk
skólans sjálfs.
Þarna voru mættir rúmlega
iþrjátíu fulltrúar' frá öllum Norður
ilöndunum nema Færeyjum, og
jþeir kynntu hin ólíkustu félög s.
Is. ílþróttafélög, skáta. bindindis
j og stúdentafélög auk stjórnmála-
| félaganna, enda komið víða við í
: dagskránni.
! Fyrsta daginn var norræn sam
Ivinna í viðtækri merkingu á dag
skrá. Þar fluttu erindi þeir Rune
Johansson, ritari Norræna félags
ins í Stokikihókni og þingmaðurinn
Niels Kéllgren. Okkur var síðan
skipt í fjóra hópa og fékk hver
hópur fyrir sig ákveðnar spurning
ar til þess að svara og leggja út
af í umrasðunum scinni hluta dags
ins, en jþaer umræður urðu hinar
fjörugustu/ Þar varð mér brátt
ljóst að hugtakið norræn sam-
vinna er miklu meira brennandi
spursmá] hjá hinum Norðurlanda
þjóðunum en það er hjá okkur,
það kom til dæmis í ljós að flestir
ef ekki allir fulltrúanna, sem
mættu fyrir hin ýmsu félög, voru
efnnig meðlimir í Norrænu félög
unum hver á sínum stað, og talar
það sinu máli. Hcma kannast
menn að vísu vpl við hugtakið
norræn samvinna, en félögin
þekkja þeir ekki. enda mun starf
semi þeirra fremur dauf hér á
landi.
Næsta dag höfðum við nóg að
gera. því þá hlustuðum við á
þrjár framsöguræður, þá fyrstu
iflutta af Gunnari Olsson, en
j’hann er mjög kunnur fyrir rann-
sóknir sínar á þessu sviði og hef
ur meðal annars skrifað fjölda
bækiinga og flutt ótal erindi í
sænska útvarpið og sjónvarpið um
Iþessi mál. I-Ieldur fannst mér
1 hann mikið sæns'kur og sagði
hann meðal annars, að það væri
ekki nóg að á su-mum sænskum
vinnustöðum væru fleiri Finnar
en Svíar, heldur hefðu þeir einnig
Framliald á bls. 12.
MÁLFUNDA-
NÁMSKEIÐ
Kjördaimissamband ungra
Framsóknarnianna í Reykjanes-
kjördæmi heldur málfuudanám-
skeið í dag, laugardag, og verð-
ur það haldið á Strandgötu 38
(uppi), í Hafnarfirði og liefst
kl. 15.
Rætt verður uin þjóðfrelsi
íslendinga og saniskipti þeirra
við önnur lönd. Framsögu-
menn: Hannes I>. Jónsson og
Bergsveinn Auðunsson.
Hannes Þ. Jónsson
Bergsveinn Auðunsson
i Tunri meinmgu