Tíminn - 24.02.1968, Síða 9

Tíminn - 24.02.1968, Síða 9
LAUGARDAGUR 24. febrúar 1968. TIMINN mmnt Otgefandl: FRAMSOKNARFLOKKURINN FramJrvæmdastjóri Kristján Benedlktsson Ritstjórar: Pórarlnn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. )ón Helgason og tndriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastlóri: Steingrtmui Gislason Ritstj.skrifstofui i Eddu húslnu. simar 18300—18305 Skrifsofur Bankastrætl 7 Af- greiðsiuslml: 12323 Augiýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur sími 18300 Askriftargjald kr 120 00 í mán Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint - Prentsmiðjan EUDA fc. f Nátttröllið Á sama tíma og Mbl. vinnur kappsamlega að því að espa atvinnurekendur gegn verkalýðshreyfingunni, þykist það öðru hvoru bera hag launafólks fyrir brjósti. Þannig farast t.d. Mbl. orð í forustugrein í gær: „Morgunblaðið hefur jafnan barizt fyrir raunhæfri og skynsamlegri kjarabaráttu af hálfu verkalýðssam- takanna og hefur dyggilega stutt þá kjarastefnu. sem verkalýðssamtökin tóku upp í júnímánuði 1964 og hafa ^fylgt að mestu fram á þennan dag með þeim árangri að hagur láglaunamanna hefur batnað mun meira á þessu tímabili friðar og sátta á vinnumarkaðinum, heldur en á árunum á undan, þegar verkföll voru svo til daglegt brauð". Kjarastefnan, sem samið var um 1964, var í höfuð- atriðum sú, að tekin var upp lögbundin kauptrygging launa í stað þess, að hún hafði verið bönnuð í „við- reisnar“-lögunum 1960. Hér var í raun og veru ekki um neina nýja stefnu að ræða, því að verðtrygging launa hafði ýmist verið í lögum eða kjarasamningum á árun- um 1939—’59. Undantekning frá þessu gilti aðeins á árunum 1960—’63, vegna bannsins í „viðreisnarlögun- um“, en afleiðingarnar urðu þær, eins og Mbl. réttilega segir, að þá voru „verkföll svo til daglegt brauð.” Því fer hins vegar fjarri, að Mbl. styðji nú stefnuna frá 1964, sem byggist á verðtryggingu launa. Hlu heilli felldi ríkisstjórnin niður lögin um verðtryggingu launa rétt fyrir seinustu áramót og því er nú aftur komið sama ástandið og var fyrir 1964, á árunum 1960—’63. í stað þess að styðja stefnuna frá 1964, vinnur Mbl. nú að því öllum árum, að atvinnurekendur hafni því að verð- trygging sé tekin upp í kaupsamninga. Hér hafa menn glöggt dæmi um málflutning Mbl. Það þykist styðja stefnuna frá 1964, en vinnur svo að því eftir megni, að atvinnurekendur hafni henni! Það skrifar forustugreinar dag eftir dag, þar sem það segir, að allt fari á hausinn, ef fylgt verður stefnunni frá 1964! En það er ekki kaupgjaldið, sem er mun lægra hér en í nágrannalöndunum, sem er að setja allt á hausinn, heldur röng stefna í efnahagsmálum, lánsfjárhöft, opin berar álögur og háir vextir. Þetta allt vill Mbl. halda í dauðahaldi, en rýi-a kaupmátt launanna. Svona boðskapur gat átt við fyrir 40—50 árum, þegar stéttabaráttan var í algleymingi. En hún er úrelt nú, þegar unnið er að því að draga úr stéttabaráttu og efla gagnkvæman skilning milli stéttanna. Þess vegna á úr- lausnarefnið í dag að vera það að treysta svo aðstöðu atvinnuveganna, að þeir geti fullnægt réttmætri kröfu verkalýðssamtakanna um verðtryggingu launa. Þessu berst Mbl. á móti. Það vill stéttastríðið, — verkföllin. Það er enn við sama heygarðshornið og fyrir 40—50 árum, það er nátttröll íslenzkra stjórnmála. Lofsvert framtak Það er lofsvert framtak, að sjávarútvegsmálaráð- herra hefur gefið út reglugerð um takmörkun síldveiða til verndar íslenzka síldarstofninum. íslendingar þurfa að vera vel á verði í þessum efn- um, ekki aðeins várðandi síldina, heldur einnig aðrar fisktegundir. Sú hætta er rík, að stundarhagsmunir megi sín meira en friðunarviðleitnin, því að menn hugsa oftast meira um afkomuna í ár en afkomuna í fram- tíðinni. Það hefur oft hefnt sín illa. U. S. New & World Report: Þyngri ölvunarsektir fækka umferðarsiysum í Bretlandi „Andardráttarsiáin" hefur gefið góða raun. MEÐAN Bandaríkjamenn reyna að gera akstur hættu- minni en áður með því að auka öryggi ökutækjanna með tækni legurn breytingum, hafa Bretar fækkað slysum á þjóðvegum til mikilla muna með ströng- um lögum, sem beinast að öku- mönnunum sjálfum. iSamkvsamt lögum þessum eru hámarksviðurl. við sannaðri ölvun við akstur 240 sterlings- punda sekt (um 3300 krónur) og fjögurra mánaða fangelsi, auk þess sem hinn seki missir ökuleyfi sitt sjálfkrafa í heilt ár. f Þessi lög hafa verið í gildi í fjóra mánuði og á þeim tíma hafa orðið mun færri slys en áður, einkum dauðaslys. Dauðs föllum af slysum hefur sums staðar í landinu fækkað um fjórðung frá því, sem áður gerð ist. En áhrifa hinnar nýju lög- gjafar gætir í fleiru. Bretar hafa frá fornu fari drukkið fastar en flestar aðrir þjóðir í heimi, en drekka nú mun minna en áður, bæði af sterkum drykkjum og bjór. Að sókn hefur mjög rénað úti á landsbyggðinni að þeim krám, sem naumast verða sóttar að ráði nema akandi. „Andardráttarsijáin“ er það vopn, sem mest er beitt við framkvæmd hinna nýju laga í Bretlandi. Lögregluiþjónum er heimiit að stöðva bvern þann öku- mann, sem þeir gruna um ölv- un við akstur. og krefjast að hann láti kanna sig. Andadráct arsjáin er plastbelgur, sem and að er í gegnum glerrör. f oelgn um eru gulir kristallar og verði þeir grænir þegar í belg inn er andað er talið, að sá, sem andað hefur, sé ölvaður, og er hann þá fluttur í lögreglu stöð til blóð- eða'- þvagrann- sóknar. Sekta má ökumenn fyr- ir að neita að nota andardráttar sjána eða ganga undir blóð- eða þvagrannsókn. sem emar eru taldar fullgild sönnun ölvunar. Samkvæmt lögunum telst ökumaður ölvaður ef meira er en 80 milligrömm af vínanda eru í 100 millilítrum af blóði hans. Sumri geta drukkið rneira en aðrir án þess að yfir bessi mörk fari, en hámark þess, sem meðalstór maður er talinn mega drekka að ósekju em þrjár merkur af bjór eða þrjú staup af whisky. f BRETLANDI er mikil mergð bíla i notkun, eða um 10 milljónir talisins. Hin nýju lög virðast hafa haft mjög góð álhrif. Undir eins eftir að þau gengu í gildi fækkaði dauða- slysum í umferðinni i London um 40 af hundraði á tímanum frá klukkan tíu að kvöldi til klukkan eitt að nóttu, — en flestum kránum er lokað klukk an ellefu á kvöldin. — f 'jós kom, að í borgum eins og Liver pool og Birmingham dró svo úr umferðaslysum eftir gildistöku laganna, að slösuðum fækkaði um 20—30 af hundraði. Um jólin í vetur eða dag- ana fimm 22.—26. desember, voru dauðaslys í umferðinni 55 af hundraði færri e i sömu daga árið áður, eða fækkaði úr 20 I 9. AndardráUarsjáin hefur ekki verið tekin i notkun í Norður-frlandi og þar voru dauðaslys í umferðinni um jól- in í vetur næstum tvöfalt fleiri en árið áður. HAPT er eftir frú Barböru Castle menntamjálaráðhenra Breta: „Ég held, að fólkið í landinu hafi orðið fegið þessum lögum og mér virðist allt benda tii, að það ætli að láta þau ná til- gangi sínum. Brezkir ökumenn eru ábyrgari en áður“. Þess verður þó vart, að öku- menn kvarti undan þvl, að of mikilli hörku sé beitt við fram kvæmd laganna. Maður einn bar fyrir rétti. að hann hefði verið neyddur til að nota andar dráttarsjána að afstöðnu slysi áður en hann var „almennilega kominn til meðvitundar“, og lá enn á skurðarborði í sjúkra húsi, þar sem níu spor höfðu verið tekin í skurði á höfði hans. Yfirleitt mun þó litið svo á, að framkvæmd laganna hafi verið réttlát. Um fjórðungur þeirra öku- manna, sem beðnir voru að nota andardráttarsjána í nóv- ember í vetur, þurftu að mæta fyrir rétti vegna málsins. 3106 . ökumenn önduðu i andardrátt- arsjána og af þeim voru 795 úrskurðaðir ölvaðir að afstað inni blóð- eða þvagrannsókn. MÖRGUM Bretum kemur þó einna mest á óvart sú breytine. sem orðið hefur á 'élagslífinu yfirleitt eftir tilkomu laganna. Miklu algengara er en áður að fólk bjóði kunningjum sín um heim og krárnar á lands- byggðinni, sem áður voru sam- komustaðir fólks af ölium stéttum. mega nú heita tómar á rúmhelgum dögum. En í borg um er aðsókn að þeim krám 'ií&iiýsú}i&íiil Andardráttarsjáin reynd í viSurvist frú Barböru Castle samgöngu- málaráðherra. v sem gangandi menn geca sótt, víðlíka mikil og áður. í veizlum og gestaboðum er mjög algengt. að eiginmaður- inn neyti áfengis en eiginkon- an snerti það ekki, þar sem hún veit, að hún þarf að aka beim. MARGIR þeirra, sem hafa akstur að atvinnu, eru hættir að drekka. Velta kránna f nárr, unda við Covent Garden þar sem umfangsmesti grænmetis- og ávaxtamarkaðurinn í Lond- on'er. getur ekki talizt nema lítið brot af því, sem áður var. Á kaffisölustöðum í nágranninu skipa vörubílstjórarnir aftur á móti nálega hvert sæti. Hermönnum og opinberurn starfsmönnum hefur ver:ð gei ið til kynna. bæði opinberlega og á, annan hátt. að dómur fyrir ölvun við akstur kunni að skerða framamöguleika þeirra verulega. Frá vamamála ráðuneytniu hafa borizt þær fregnir. að á dóm fyrir ölvun yrði litið sem ..alvarlegt brot“. Hegningin er ekki nánar til- greind. en herinn á sjalfur að kveða á um hana að gengrium dómi i borgaralegum -étti. ÞEIR, sem krár eiga. eru mjög andvígir hinum nýiu ’ög- um og halda fram. að þau skerði ekki aðeins tekjumögu- leika þeirra siálfra heldur vofi eyðilegging yfir brezkum lífs- venjum af þeirra völdum Haft er til dæmis eftir Vincent Parson. sem á „Svaninn" í West- Drayton, í nágrenni London: ,.Vitið þér hvað þessi vit- leysa er á góðri leið með atS gera? Hún er að eyða göml'im vinát.tuböndum og eftir verður ófyllt skarð í daglegu lífi fölks ins. Góð krá er einna líkust öryggisventli“. En yfirleitt má segja. að lög unum hafi verið vel tekið. N'ð- urstöður skoðanakannana sem fram fór fvrir skömmu. leiddu í ljós. að brír af hverjum 'jór- um, sem spurðir voru, reynd- ust meðmæltir lögunum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.