Alþýðublaðið - 19.09.1989, Side 1

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Side 1
Þingmannanefnd um Almannatryggingakerfid: Tekjutengdur ellilífeyrir og eftirlaunaaldur í 70 dr Samkvæmt áreiðan- legum heimildum Al- þýðublaðsins verða í næstu viku lögð fyrir stjórnarflokkana fullbú- in drög að lögum um al- mannatryggingakerfi landsmanna. Drög þessi eru enn trúnaðarmál en Alþýðublaðinu er kunn- ugt um ao meðal ákvæða í því er að tekjutengja líf- eyri, í því skyni að skerða lífeyri þeirra sem hafa tekjur yfir ákveð- inni upphæð og hækka við þá ser.i minnstu tekj- urnar hafa. Ekki er með öllu ljóst hvort þingmannanefnd sú sem tekið hefur frum- varpsdrögin saman hugsi sér að tekjutengja allar líf- eyrisgreiðslur eða einungis ellilífeyrinn. Hátt á annan tug þúsunda landsmanna fá nú ellilífeyrir, fasta upp- hæð um 10 þúsund krónur. Fólk sem engar aðrar bæt- ur fá hafa að auki tekju- tryggingu. Að auki greiðir viðkomandi deild heimilis- uppbót, vasapeninga og fleira. Miðað við framreikn- aðar tölur frá 1987 fara um 7,6 miiljarðar króna í ellilíf- eyrinn í heild, þar af tæp- lega 3 milljarðar í „flatan" ellilífeyrir og ríflega 3 millj- arðar til viðbótar í tekju- tryggingu. Ekki síður er athyglisvert i drögunum að lagt er til að eftirlaunaaldurinn hækki úr 67 árum í 70 ár og á sú breyting að ganga yfir með 10 ára aðlögunartíma. Þessi þróun yrði þá í þver- öfuga átt við það sem er að gerast á hinum Norður- löndunum, þar sem eftir- launaaldur fer lækkandi, meðal annars vegna glím- unnar við atvinnuleysið. Loks má nefna þá hug- mynd frumvarpssmiða í þingmannanefndinni að breyta stjórnkerfi Trygg- ingastofnunar ríkisins, meðal annars með því að leggja af pólitískt kjörið Tryggingaráð og setja á stofn óháða nefnd sem úr- skurðaraðila. Þess má geta að lífeyris- greiðslur voru tekjutengd- ar í upphafi, en í byrjun Við- reisnartímabilsins voru teknar upp „flatar" bætur og tekjutrygging hugsuð sem viðbót fyrir hinna tekjulægstu. Nú er því verið að leggja til að hvetfa aftur til fyrri hátta. í undirbúningi að fleiri bæjarveitur tarseta <rihem tengist Landsvirkjun friðarverðlaun Vigdís Finnbogadóttir veitir viðtöku friðarverðlaunum frá „Together for peace foundation.' A-mynd/E.ÓI. Frumuarp um Listaháskóla mótaö: Kjötiðnaðarstöð SS keypt undir nýjan listaháskóla? Tillögur um að taka fleiri bæjarveitur í við- skipti við Landsvirkjun eru í undirbúningi. Þetta felur í sér fleiri sölustaði í kerfi Landsvirkjunar, en að sama skapi færri staði fyrir Rafmagnsveitur rík- isins. Kjaradeilur hjá Ríkissáttasemjara: Hófleg bjart- sýni Ekki var útlit fyrir sam- komulag á fundum deilu- aðila hjá sáttasemjara í gærkvöldi. Fram eftir kvöldi átti fundur að standa með flugvirkjum og mjólkurfræðingum og viðsemjendum þeirra. Fundi í Álversdeilunni var frestað, en verður fram haldið í dag. Þegar Alþýðublaðið ræddi við sáttasemjara í gærkvöldi sagðist hann hóflega bjart- sýnn um framhaldið, áður en boðuð verföll ættu að hefjast. Verkfall mjólkurfræðinga hjá Mjólkurbúi Flóámanna átti að hefjast í nótt, en því er ætlað að standa í tvo daga. Mjólkurfræðingar í Reykjavík og á Akureyri hafa hins vegar boðað vericfall á fimmtudag og föstudag. Hafi ekki samist fyrir mið- nætti á morgun, miðvikudag, hefst verkfall í Álverinu í Straumsvík. Að sögn Jóns Sigurðsson iðnaðarráðherra er málið í at- hugun. Nokkur bæjarfélög hafa síðustu ár lagt þunga áherslu á að ná fram þessari breytingu, sum þeirra til þess að sleppa við milliliðakostn- að hjá Rarik. Iðnaðarráðherra sagði í samtali við blaðið að afstöðu yrði líklega ekki að vænta fyrr en í haust. Nokkuð hefur verið deilt um þetta mál síð- ustu ár, en Jón Sigurðsson sagðist vilja leysa málið hæg- um skrefum á næstu árum. Meðal sveitarfélaga sem knúið hafa á um þessa breyt- ingu eru eru Sauðárkrókur, Húsavík, Reyðarfjörður og nokkur sveitarfélög á Suður- landi. Fullbúin drög að frum- varpi til laga um Listahá- skóla Islands liggja nú fyr- ir og eru til umsagnar hjá hinum ýmsu aðilum. Við- ræður eru nú í gangi um hugsanleg kaup ríkissjóðs á hinni liýju kjötiðnaðar- stöð Sláturfélags Suður- lands að Laugarnesvegi undir starfsemi Listahá- skólans. Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir því að Listaháskólinn I ráðherrabústaðnum í gær afhenti Mariapia Fanfani forseta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur friðarverðlaun frá friðarsamtökum sem nefnast „Together For Piece Foundation.” í ár er þremur konum veitt þessi friðarverðlaun, það er auk Vigdísar þær, Raisa Gorbatsjova og Nancy Reagan. „Together For Peace Foundation” er stofnun sem hefur aðsetur sitt í New York og er Mariapia Fanfani forstöðumaður stofnunarinnar. Ein- kunnarorð stofnuninnar eru: „Börnin eru framtíð heimsins.” skiptist í þrjár tiltölulega sjálf- stæðar einingar, tónlistar- skóla, myndlistarskóla og leiklistarskóla. Miðað við samþykkt frumvarpsins myndu leggjast af Tónlista- skólinn í Reykjavík, Mynd- lista- og handíðaskólinn og Leiklistarskólinn. Markmiðið er að fjöiga menntunarkost- um á sviði lista og að um nána samvinnu verði um að ræða milli deildanna, þótt sjálfstæði þeirra verði nokk- urt. Inn í þessar umræður hafa spunnist tillögur um framtíð- arhúsnæði fyrir skólann og er húsnæði SS við Laugarnes- veg efst á baugi. Húsið er nýtt og með stórum opnum söl- um, mitt á milli þess að vera fokhelt og tilbúið undir tré-. verk. Það er um það bil 10 þúsund fermetrar að stærð á tveimur og hálfri hæð. Við- mælendur blaðsins treystu sér ekki til að fjölyðra um hugsanlegt kaupverð, en fyrir liggur að kostnaður SS til þessa vegna hússins er á bil- inu 400—500 milljónir króna og rætt er um að leggja þyrfti 300—400 milljónir króna til viðbótar í innréttingar. Páll Lýðsson stjórnarfor- maður SS staðfesti að viðræð- ur hefðu átt sér stað um kaup þessi og að kostnaður SS til þessa væri riflega 400 millj- ónir króna. „Þessi bygging er hönnuð með mun meiri fram- leiðslu í huga. Það má spyrja hvort þetta hús er ekki of stórt fyrir okkur og teljum víð okkur geta komist af með 6 þúsund fermetra hús. Við stöndum frammi fyrir því að- eiga enn eftir að leggja jafn- vel nokkur hundruð milljónir króna til að fullklára húsið til að uppfylla allar heilbrigðis- kröfur, en vegna ýmissa áfalla treystum við okkur ekki til þessa dæmis nú“ sagði Páll.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.