Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 19. sept. 1989 7 UTLOND Fyrsti bananinn: Benjamín frá Eberswalde í Austur-Þýskalandi, bragðar banana í fyrsta sinn á ævinni. Foreldrar hans komust burt, í gegnum landamæri miili Ungverjalands og Austurríkis INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR Hépflutningar frá Austur-Þýskalandi hugsa til þess að skiptingin verði úr sögunni. 1 gömlu þjóðríkjunum eins og Póllandi og Ungverjalandi ræöa menn um að endurbæta rík- isstjórnina. í Austur-Þýskalandi óttast menn hreinlega um tilveru ríkisins. Þegar menn hafa í huga umræð- ur þær, sem fara fram í Vestur- Þýskalandi um sameinað Þýska- land er uggur ráðamanna t Austur- Þýskalandi skiljanlegur. Þessi sam- eining er þó ótrúleg og flestir reikna með að Austur-Þýskaland sé komið til að vera um ófyrirsjá- anlega framtíð. Valdamenn í Aust- ur-Þýskalandl eru vel flestir komn- ir til ára sinna. Honecker er nýorð- inn 77 ára og nánustu samstarfs- menn hans eru á svipuðum aldri. Flestir þeirra hafa verið í flokks- forustunni þann tíma sem Austur- Þýskaland hefur verið sjálfstætt rtki. Landsfundi flokksins hefur ver- ið flýtt um eitt ár og verður hann haldinn í maí 1990 og fátt bendir til þess að meiningin sé að yngja upp í forystunni. (Arbeiderbladet, stytt.) Ungverjaland vill ekki stööva hina miklu flutninga um landamærin með höröum aðgerðum. Ríkisstjórn landsins vill ekki varpa skugga á þá góðu ímynd sem landið hefur tryggt sér á Vesturlöndum. Efnahagsástandið í Ungverja- landi er reyndar einnig erfitt þann- ig, að Austur-Þjóðverjar hafa það á sumum sviðum betra en Ungverj- ar. Sá er munurinn að í Ungverja- landi eygja menn vonir um endur- bætur, aukið frelsi og meira lýð- ræði. í Austur-Þýskalandi aftur á móti virðast yfirvöld herða á háls- takinu. Valdhafar í Austur-Berlín líta með tortryggni og ótta á umbæt- urnar í Ungverjalandi, Póllandi og Tékkóslóvakíu. Þeir sem völdin hafa í Austur-Berlín hafa á gamlan Stalískan hátt gefið í skyn, að þar verður ekki um neinar umbætur að ræða. Þeir fara fram á enn meiri stuðning við kommúnista- flokkinn sem leiðandi afl í land- inu. Neues Deutschland, flokks- blað kommúnista skrifaði á dög- unum: Nú eru allir þeir sem hafa gamla baráttukraftinn og hug- sjónaeldinn hvattir til að sýna póli- tískan stöðugleika og samvinnu og helst meiri en nokkurn tíma áð- ur . .. Þýska Alþýðulýðveldið sem sjálfstætt ríki er afleiðing kalda stríðsins og byggir tilveru sína á skiptingu Evrópu. Það þarf því engan að undra að Honecker og hans menn fái hroll þegar þeir Á þessu ári hafa um 65 þús. manns flúiö frá Austur-Þýska- landi, löglega eða ólöglega. Þessi flótti uirðist hálförvænt- ingarfullur. Fólkið reynir að komast burt, áður en Stalín- istarnir í Austur-Ber- lín fylla upp í gatið á múrnum. SJÓNVÁRP Sjónvarpið kl. 22.05 STEFNAN TIL STYRJALDAR Fjallað verður um Japan, en þessir þættir eru breskir og fjalla um heimsstyrjöldina síðari og upphaf hennar. Þetta þriðji þáttur af átta. Stöð 2 kl. 21.30 UNDIR REGNBOGANUM (Chasing Rainbows) Kanadísk þáttaröö Adalhlutverk: Paul Gross, Michael Riley, Julie A. Stewart, og Booth Savage Ný kanadísk þáttaröð sem gerist frá lokum heimsstyrjaldarinnar fyrri til kreppuára þriðja áratugarins. Aðal- hetjur myndarinnar eru tvær ungar stríðshetjur, ungur metnaðarfullur braskari og óróaseggur af aðalsætt- um, en þeir etja kappi saman um að ná ástum vafasamrar glæsipíu. Sá fyrrneffndi er staðráðinn i flýja fá- tækrahverfin en flóttinn leiðir hann á vit undirheimalífs þar sem hann gerist eigandi ræfilslegs hóruhúss. Með óvæntri hjálp tekst honum hins vegar að breyta húsinu í vinsælasta næturklúbb bæjarins. Hin aðalpers- ónan, þótt fædd sé með silfurskeið í munni, fær hins vegar að kenna á því sökum vafasams nautnalífs og ólöglegrar sprúttsölu. Stöð 2 kl. 23.15 KÚBA í DAG í þessum þætti verður fjallað um manninn sem vildi ekki verða for- seti en átti eftir að lifa fimm Sovét- leiðtoga og sjö Bandaríkjaforseta. Maðurinn heitir Fidel Castro og fjall- að verður um valdatíma hans og hvaða afleiðingar seta hans i for- setastól hefur á umheiminn í dag, rúmum 30 árum eftir að hann náði völdum. Stöð 2 kl. 00.10 MÚMÍAN **•, (The Mummy) Bandarísk Leikstjóri: Terence Fisher Adalhlutverk: Peter Cushin, Cristo- pher Lee, Yvonne Furneaux og Edd- ie Byrne. Myndin fjallar um fornleifafræðinga sem þrátt fyrir aðvaranir fara til Egyptalands leit að fjögurra þúsund ára gömlu grafhýsi prinsessunnar Ananka. 0 STÖÐ 2 17.50 Múmíndalur- inn 15.25 Hertogaynjan og bragðarefurinn 17.05 Santa Barbara 17.55 Elsku Hobo 1800 18.15 Kalli kanína 18.20 Ferðir Róberts frœnda 1850 Táknmálsfréttir 1855 Fagri-Blakkur 1R20 Veröld — Sag- an í sjónvarpi 18.50 Klemens og Klementína 1900 19.20 Barði Hamar 20.00 Fréttir og veð- ur 20.30 Pétur og úlfur- inn 21.00 Nick Knattert- on — Seinni hluti 21.15 Eyöing (Wipe Out) — Lokaþáttur 22.05 Stefnan til styrjaldar — Þriðji þáttur — Japan \ 19.19 19.19 20.30 Visa-sport 21.30 Undir regn- boganum 2300 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok 23.15 Kúba í dag 00.10 Múmían 01.35 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.