Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 19. sept. 1989 MÞYMÍBLMÐ Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. STÖÐNUN HEFÐBUNDINNA STJÓRNMÁLAFLOKKA r Urslit þingkosninganna í Noregi þar sem sigurvegararnir voru flókkarnir yst til hægri og vinstri, minna okkur á þær hættur sem heföbgndnir stjórnmálaflokkar veröa aö varast. Hvorki Framfara- flokkurinn norski eöa Sósíalíski vinstriflokkurinn byggja á hefð- bundinni hugmyndafræöi. Þeir eru báöir afsprengi þess flokka- kerfis sem fyrir var; Framfaraflokkurinn er byggður á óánægöum frjálshyggjumönnum í Hægriflokknum og Sósíalíski vinstriflokk- urinn, sem upphaflega hét Sósíalíski þjóðarflokkurinn, klauf sig úr Verkamannaflokknum á sjötta áratugnum. Bæöi Framfara- flokkurinn og Sósíalíski vinstriflokkurinn uröu til vegna stöönun- ar stóru flokkanna og tregöu þeirra aö aðlagast nýjum hug- myndastraumum. Sömu sögu má segja um stórveldið Venstre, sem klofnaöi niöur í miðflokkana norsku og upphafsflokkurinn er aðeins smáflokkur í dag. Ihaldssemi hins hefðbundna flokkakerfis og lítill endurnýjunar- hæfileiki hefur orðið þess valdandi að almenningur hefur oröiö þreyttur á sömu tuggunni; flokkarnir hafa ekkert nýtt fram aö færa. Þessi þreyta er oröin skeinuhætt flokkakerfinu. Carl I. Hag- en, formaður Framfaraflokksins vann kosningarnar á því aö selja þá ímynd af sjálfum sér og flokknum að Framfaraflokkurinn væri andstjórnmálaflokkur: Kjósiö mig gegn stjórnmálamönnunum, var eitt af slagorðum Hagens í norsku kosningabaráttunni. Sömu tilhneigingar gætir hérlendis. íslenskir smáflokkar hafa sprottið upp og þrifist tímabundiö á óánægju og þreytu almenn- ings á hefðbundnu flokkunum. Hins vegar hefur sagan sýnt, aö slíkir smáflokkar eiga skamma ævi og hverfa yfirleitt fljótlega af sviöinu. Eini nýi flokkurinn sem viröist ætla aö hasla sér völl til frambúðar er Kvennalistinn, en þar má segja aö ríki ákveðin hug- myndafræði aö baki; hugsjónir um jafnrétti kynjanna og því hafi flokkurinn ákveöinn hugmyndafræðilegan kjarna og sé ekki skyndi- eða tískuhugmyndaflokkur. Hins vegar er erfitt að sjá hvernig einsmálsflokkur eins og Kvennalistinn getur tekist á við fjölbreytt, stjórnmálaleg verkefni. Urslit norsku kosninganna sýna og sanna, aö til þess aö hefö- bundnir flokkar haldi velli, verða þeir að aðlaga stefnu sína breyttum aðstæöum hverju sinni og endurnýja áhersiur sínar. Þetta hafa jafnaðarmannaflokkar um heim allan skilið, einkum þó í V-Þýskalandi, Svíþjóö og Bretlandi en í þessum löndum fer fram róttæk endurskoðun og umbreyting á stefnumálum flokksins án þess aö vikið sé frá kjarna jafnaðarstefnunnar um jafnrétti og lýð- ræði. Þaö sama hefur gerst á íslandi. Alþýðuflokkurinn hefur undir formennsku Jóns Baldvins Hannibalssonar tekið umtals- verðum breytingum og sem ríkisstjórnarflokkur undanfarin tvö ár haft forystu um að knýja í gegn veigamiklar breytingar í þjóð- félaginu. Dæmi: Samruni fjögurra viðskiptabanka í einn, öflugan hlutafélagsbanka, framkvæmd staðgreiðslukerfis skatta, lög- festing virðisaukaskatts, verkaskipting ríkis og sveitarfélaga, stórefling húsnæðiskerfis með tilkomu kaupleigu- og húsbréfa- kerfis, aukið sjálfstæði ríkisstofnana, lögfestur aðskilnaður dómsvalds og framkvæmdavalds í héraði. Og nú hefur Alþýðu- flokkurinn hafið nýja framrás: Á vegum Jóns Sigurðssonar iðn- aðarráðherra fer nú fram viðamikil stefnumótun um framtíðar- uppbyggingu virkjana og orkufreks iðnaðar; stórmál sem getur skipt sköpum fyrir íslenskt þjóðfélag á næstu árum og áratugum. Einnig má nefna hugmyndir Jóns Baldvins Hannibalssonarutan- ríkisráðherra um mengunarvarnir í höfunum, áform um aukin viðskipta- og menningartengsl við Evrópu og virk sókn á nýja markaði í austri og vestri. Alþýðuflokkurinn hefur einn íslenskra stjórnmálaflokka endurnýjað stefnumál sín og sótt fram með nýjar hugmyndir á ný mið. Hins vegar er það miður að stefnumál Alþýðuflokksins hafa ekki hlotið þá kynningu sem með þarf. Slæm kynning er jafn skeinuhætt stjórnmálaflokki og stöðnuð stefna. Ur þessu þarf að bæta. ÖNNUR SJONARMIÐ AUMINGJANS sjálfstæðismenn. Þeir eiga mjög bágt í Landsbanka- málinu. Stór hluti þeirra er ekki beinlínis hallur undir SÍS og þykir þeim sjálfstæðismönnum ekki sínir menn í bankaráði eða bankastjór- inn sinn, hann Sverrir, hafa staðið sig vel í því að afhenda Sambandinu svimandi upphæðir á silfurfati við kaup Samvinnubankans. En svo eru það náttúrlega fram- sóknarmennirnir í Sjálfstæðis- flokknum sem alltaf hafa verið hlynntir ríkisforsjá og pilsfalda- kapítalisma og hata hagnað af upp- gangi SIS. Þeir eru kampakátir yfir þessum bissness í Landsbankanum. Milli þessara arma sveiflast síðan flokksforystan eina ferðina enn og veit ekkert í hvort fótinn á að stíga í viðtölum við forystumenn Sjálf- stæðisflokksins sem birtust í laugar- dagsblaði Alþýðublaðsins, fóru þeir á flótta með skottið milli lappanna í máli þessu og sögðu það prívatmál bankans! Þeir hefðu ekki kynnt sér málið o.s.frv. EN viti menn! Ritstjórakandidat Morgunblaðsins (samkvæmt frétt- um Ríkissjónvarpsins), Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðis- flokksins og varaleiðarahöfundur Morgunblaðsins á laugardögum, ríkur upp í allri sinni stærð um helg- ina í pistli sínum og hefur skoðun á málinu. Það er frétt í sjálfu sér. Enn stærri frétt er að formaðurinn tekur afstöðu. Eða eins mikla af- stöðu og hægt er að ætlast til af Þor- steini. Lesum afstöðu Þorsteins: „Hvað þýðir það þegar Lands- bankinn kaupir hlutabréf í Sam- vinnubankanum á yfirverði? Svarið er einfalt. Það er verið að færa eignir skattborgaranna yf- ir til Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Og þá vaknar önn- ur spurning. Eru einhver rök fyrir því? Enn sem komið er hafa þau ekki verið færð fram af hálfu þeirra sem í hlut eiga. Menn velta eðlilega fyrir sér spurningum af því tagi, hvort þessi ráðstöfun hafi verið óhjá- kvæmileg til að bjarga Sambandi íslenskra samvinnufélaga. Menn velta því ennfremur fyrir sér hvort Sambandið haf i verið kom- ið í svo erfiða fjárhagsstöðu að Landsbankinn hefði getað orðið fyrir alvarlegum skakkaföllum ef hann hefði ekki gefið því um- talsverðan hlut af eignum skatt- borgaranna sem hann hefur tek- ið að sér að ávaxta. Það liggur þó fyrir að hvorki talsmenn Sam- bandsins né Landsbankans hafa nefnt ástæður af þessu tagi til stuðnings þeim ásetningi að þessi kaup fari fram. Þeir menn sem Þorsteinn réði til Landsbankans, Sverrir Hermanns- son bankastjóri (tveir hæfir menn • þurftu að hrökklast frá bankanum þegar Þorsteinn hafði vilja sinn fram, þeir Tryggvi Pálsson núver- andi bankastjóri Verslunarbankans og bankaráðsmaðurinn Árni Vil- hjálmsson), og bankaráðsmenn Sjálfstæðisflokksins eru sem sagt að færa eignir skattborgaranna yfir til SÍS. Fyrst þetta er skoðun formanns Sjálfstæðisflokksins, hvað ætlar þá Þorsteinn Pálsson að gera við þessa menn sína? Svarið er einfalt: Ekki neitt. Þorsteinn Pálsson ætlar nefnilega að ráðast á viðskiptaráðherra í stað- inn, eða eins og Þorsteinn segir síð- ar í grein sinni: „Að öllu þessu athuguðu virð- ist augljóst að ekki verður hjá þvi komist að viðskiptaráðherra verði krafinn um nákvæma skýrslu um þetta mál á Alþingi, þannig að þingmenn fái tæki- færi til þess að fjalla um það og ef til vill álykta um það. Þetta er glæsilegt: Þorsteinn Páls- son setur bankastjóra og bankaráðs- menn Sjálfstæðisflokksins í Lands- bankann og þeir félagar færa pen- inga skattgreiðenda til SÍS. í stað þess að taka þessa menn sína á bein- ið, ætlar Þorsteinn að bíða eftir að þing komi saman og krefja þá við- skiptaráðherra um svör!! REYKJAVÍKURBRÉF Moggans sl. sunnudag endurspeglar mjög hina loðnu afstöðu sjálfstæðismanna tiL Landsbankamálsins. Menn engjast einfaldlega fram og aftur eins og Reykjavíkurbréfspenni Moggans sem bullar í „selvfölgeligheder" fram og aftur. Eða hvað segja menn um lokanið- urstöðu hins „afdráttarlausa" Reykjavíkurbréfs Moggans: „Meðal Sjálfstæðismanna er mjög hörð andstaða gegn kaup- unum. Þar eru menn, sem sjá ekkert athugavert við það, að Sambandið verði gjaldþrota, þótt þeir gangi ekki svo langt að segja, að það beri að stuðla að því. Þar eru líka aðrir, sem telja, að þ jóðarbúið standi ekki undir slíku falli samvinnuhreyfingar- innar og þess vegna beri að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir það. Er nú bara ekki betra að skrifa ekkert um málið? Einn með kaffinu Svo var það kvikmyndaleikar- inn sem neitaði að leika eigin- manninn sem hafði verið giftur í 35 ár. Leikarinn sagðist ekki leika í þöglum kvikmyndum. DAGATAL * I beinni meö Stefáni Jóhanni Eg kveikti á útvarpinu síðdegis og datt inn í þáttinn ÞJÓÐARVILJ- INN, þar sem hlustendur geta hringt beint inn í stúdíó til stjórn- andans Stefáns Jóhanns Hafbergs. Stefán: —■ Halló, er einhver á lín- unni? Halló, góðan daginn, já??! Hlustandi: — Halló? Stefán: — Halló! já, þú ert kominn í ÞJÓÐARVILJANN? Hvað viltu? Hlustandi: — Ég ætlaði að panta afmælislag . . . Stefán: — Þetta er enginn andskot- ans óskalagaþáttur, heldur bráð- merkur þjóðlífsþáttur í beinni út- sendingu. Vertu blessaður, næsti gjöriðsvovel... Hlustandi: — Já, halló, góðan dag- inn . . . Stefán: — Komdu þér beint að efn- inu! Hlustandi: — Ég ætlaði nú bara að fá að segja að mér finnst tónlistin ekki nógu góð hjá ýkkur .. . Stefán: — Blessaður, segðu það við einhvern annan! Næsti . . Hlustandi: — Já, er þetta ÞJÓÐ- ARVILJINN? Stefán: — Hvað heldurðu maður? Hélstu að þú værir að hringja í upp- lýsingar! (Rosahlátur í stúdíó). Hlustandi: — Mig langaði að spyrja hvort að Ólafur Ragnar ætl- aði að leggja á nýja skatta ... Stefán: — Jú, hann ætlar örugg- lega að gera það. Viltu vita eitt- hvað annað? Hlustandi: — Nei, ekki svoleið- is .. . Stefán: — Komdu þér þá af lín- unni! Áður en við tökum næsta, þá kemur hérna lag ... f*egar síbylgjulagið var búió heyrðist rödd stjórnandans aftur: — Þetta er Stefán Jóhann Haf- berg og þið eruð að hlusta á ÞJÓÐ- ARVILJÁNN. Síminn hingað er þekktur, það er bara að hringja og rabba um hvað sem er. Við erum málsvarar lýðræðisins í beinni. Og það er kominn hlustandi á lín- una . . . Hlustandi: — Halló? Stefán: — Hver er þar? Hlustandi: — Er þetta Stefán Jó- hann? Stefán: —■ Jesssör. Ðatts ðe man! Hlustandi: — Ha? Stefán: — Já, já, sá er maðurinn! Þekkirðu ekki röddina mína, eða hvað? Hlustandi: — Jú, jú, en þekkir þú mína? Stefán (dæsir): — Er þetta Siggi í Holtunum? Hlustandi: — Já, einmitt, ég hringdi í gær . .. Stefán: — Já, og í fyrradag, og dag- inn þar áður og í síðustu viku og undanfarna mánuði á hverjum degi. Hvern andskotann viltu? Hlustandi: — Það var það sama og í gær, mér finnst sprittið alltof dýrt í apótekunum . .. Stefán: — Hvern djöfulinn viltu að ég geri í því? Hlustandi: — Er þetta ekki ÞJÓÐ- ARVILJINN? Átt þú ekki að hafa áhrif á ráðamenn? Stefán: — Heyrðu, ertu með ein- hvern kjaft? Hlustandi: — Ja, ég vildi nú bara segja . . . Stefán: — Já, þú ert búinn að koma þínum sjónarmiðum á framfæri. Vertu blessaður! Næsti! Hlustandi: — Halló? Stefán: — Þetta er ÞJÓÐARVILJ- INN. Ég heiti Stefán Jóhann Haf- berg og klukkuna vantar fimm mínútur í fimm. Það er gott veður úti og allir að keyra heim úr vinn- unni, nema ég sem þarf að sitja hér í stúdíói og hlusta á helvítis ruglið í ykkur. Hlustandi: Halló, já? Stefán: — Nú koma auglýsingar, en fyrst skulum við hlusta á eitt þrælhresst lag. Hlustandi: — Halló, er þetta Um- ferðarmiðstöðin? Tveimur tímum síðar var stjórn- andinn enn að bölsótast í hringj- andi hlustendum. Ég skipti yfir á gömlu gufuna þar sem var verið að leika sígilda tónlist að hætti tónlistarstjórans. — Mikið getur lýðræðið verið krefjandi, hugsaði ég og sofnaði á sóffanum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.