Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 19. sept. 1989 Minning Aðalsteinn Halldórsson Frá Litlu-Skógum Fæddur lö.júní 1907 — Dáinn 30. ágúst 1989 Því miður gat ég ekki komið því við að fylgja til grafar gömium vini mínum, Aðalsteini Halldórssyni tollverði. En ég vil ekki láta hjá líða að minnast hans með fáeinum orðum. Þegar ég byrjaði að taka þátt í störfum Alþýðuflokksins í Reykja- vík, í upphafi fimmta áratugarins eða fyrir naerfellt hálfri öld, veitti ég fijótlega athygli manni, sem aldrei brást að sækti fundi og sam- komur. Hann kvaddi sér oft hljóðs, talaði hægt og stillilega, yfirvegað og greindarlega. Það hafði engin áhrif á orðfæri hans né raddblæ, hvort hann var að ræða félagsmái, sem lítill eða enginn ágreiningur var um, eða viðkvæm deilumál í stjórnmálum, sem gerðu öðrum mjög heitt í hamsi. Að baki þeirra orða, sem hann sagði, var jafnan hófsöm sannfæring. Hann gerði athugasemd við tölu í ársreikning- um flokksfélagsins með sama hætti og hann ræddi dæmi, sem hann taldi vera um ógætilega meðferð ríkisfjár eða rangláta skattheimtu. Þessi maður var Aðalsteinn Halldórsson. Mér þótti vænt um það og þótti heiður að því, er hann vék sér æ oftar að mér og ræddi við mig um flokksmál, stjórnmál og efnahagsmál. Og ekki leið á löngu áður en ég komst að raun um, að hann hafði áhuga á fleiru en þjóðmálum. Hann var skáld- mæltur og mikill smekkmaður á ljóð og bókmenntir. Við urðum góðvinir og héldust ánægjuleg kynni okkar alla tíð. Öllum áhangendum lýðræðis er Ijóst, að það hlýtur að styðjast við starf stjórnmálaflokka. En stjórn- málaflokkur er miklu meira en sá hópur forystumanna, sem túlkar málstað hans í eyru alþjóðar. Að baki þeirra þarf að vera vösk og vinnufús sveit, sem er reiðubúin til að fórna starfi fyrir flokkinn. Þá myndast sá fjöldi manna og kvenna, sem stuðlar að því, að hugsjónir rætist og stefnumál nái fram að ganga. Aðalsteinn Hall- dórsson var í meira en hálfa öld framarlega í þeirri baksveit for- ystu Alþýðuflokksins, sem jafnan var reiðubúin til fórnfúss starfs og aflaði stuðnings margs góðs fólks, sem hugsaði líkt og hann og lærði að meta þá einlægni og þann mannkærleika, sem mótaði orð hans og æði. í Aðalsteini Halldórssyni átti jafnaðarstefnan og mannúðar- stefna á íslandi traustan og góðan liðsmann. Gylfi Þ. Gíslason Endurskoöandi Sambandsins gerir athugasemd vegna ummœla Ludvíks: Skuldir SÍS rösklega einum milljarði lægri í ■ii ití w Næstu sýningar! Oliver Oliver Oliver Oliver Oliver Oliver Oliver Oliver Oliver Oliver 23/9 24/9 28/9 29/9 30/9 1/10 5/10 6/10 7/10 8/10 frumsýning 2. sýning 3. sýning 4. sýning 5. sýning 6. sýning 7. sýning 8. sýning 9. sýning 10. sýning Bílanotkun á höfuöborgarsvœöinu: 87% heimila með 1 bíl eða fleiri Af niðurstöðum í notenda- könnun Neytendasamtakanna að dæma er einn bíll eða fleiri á 87% heimila á Stór-Reykja- víkursvæðinu. Á tæplega 70% heimilanna var um einn bíl að ræða, en tveir bílar á fimmta hverju heimili. Á 12.8% heimilanna var enginn bíll. Á tæplega 60% heimilanna voru tveir einstaklingar með bíl- próf, en í 16,3% tilfella var einn með bílpróf. Þá kom meðal annars í Ijós í könnuninni að 53,2% aðspurðra aka um á kraft-bensíni, 98 oktan. 41,2% notuðu 92 oktan blýlaust og 5,6% notuðu ýmist. Alþýðublaðinu barst eftirfarandi yfirlýsing frá Sambandi íslenskra samvinnufélaga: Vegna ummæla eins af banka- ráðsmönnum Landsbanka íslands í fjölmiðlum um skuldir Sambands ísl. samvinnufélaga við Landsbank- ann vill undirritaður löggiltur end- urskoðandi Sambandsins hér með staðfesta að raunverulegar skuldir Sambandsins við bankann námu verulega lægri fjárhæðum en kom- ið hafa fram í fullyrðingum banka- ráðsmannsins. Það sem á milli ber nemur rösk- lega einum milljarði króna og virð- ist þetta misræmi stafa af orðalagi í yfirliti því sem bankaráðsmaðurinn hefur haft undir höndum um fyrir- greiðslu Landsbankans til Sam- bandsins, ellegar misskilningi hans á einstckum liðum þar í. Sem dæmi um fyrirgreiðslu sem hvorki er eðlilegt né venjulegt að telja til skulda hjá Sambandinu eru víxlar og viðskiptaskuldabréf sem gefin eru út af þriðja aðila í venju- legum viðskiptum og Sambandið framselur bankanum. í slíkum til- fellum er útgefandinn að sjálfsögðu aðalskuldari en ekki framseljand- inn. Þá virðist bankaráðsmaðurinn innifela í meintri skuld Sambands- ins framleiðslulán til hlutafélags sem er að hálfu leyti í eigu sam- vinnuhreyfingarinnar og að hálfu í eigu stjórnvalda en Sambandið hef- ur ítrekað við bankann að það telji sér þessa skuld óviðkomandil. Loks skal nefna fyrirgreiðsíu vegna flýtigreiðslulána til frysti- húsa. Andvirði þessara lána rennur til fiskvinnslustöðvanna til að þess að flýta greiðslu seldra afurða en trygging bankans liggur í ógreidd- um útflutningsreikningum vegna þessara sömu aðila. Hliðstæður við þessa sérstöku fyrirgreiðslu eru til staðar í bankakerfinu. Reykjavík, 15. september, 1989 Geir Geirsson, löggiltur endurskoðandi. Sýningum lýkur 29. október n.k. Áskriftarkort Þú færð 20% afslátt af almennú sýningarverði kaupir þú áskriftarkort. Fáðu þér áskriftarkort og tryggðu þér fast sæti. Salan stendur yfir og kosta þau kr. 6.720- fyrir 6 sýningar (20% afsl.) Kort fyrir 67 ára og eldri kosta kr. 5.400- Miðasalan er opin aila daga nema mánudaga frá kl. 13-18. Símapantanir einnig alla daga frá kl. 10-12 i síma 11200. Nú getur þú pantað verkefnaskrána senda heim. Greiðslukort. ÞJÓDLEIKHÚSÍÐ KRATAKAFFI Jón Sigurðsson viðskipta- og iðn- aðarráðherra fjallar um ástand og horfur í atvinnumálum og um virkjana- og iðnaðaráform miðviku- daginn 20. september kl. 20.30. Fundurinn verður í glæsilegri fé- lagsmiðstöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8—10. Sýnum samstöðu og mætum öll! Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.