Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 19.09.1989, Blaðsíða 6
6 Þriðjudagur 19. sept. 1989 SMAFRETTIR w Islendingur formaður nor- rænna endur- skoðenda Á fundi norræna endurskoð- endasambandsins, NRF, sem haldinn var í Vadstena í Svíþjóð 19. og 20. ágúst sl. var Gunnar Sigurðsson, löggiltur endurskoð- andi, kjörinn formaður sam- bandsins til eins árs. Tveir ís- lenskir endurskoðendur hafa áð- ur verið kjörnir formenn þessara samtaka, þ.e. þeir Svavar Pálsson 1968 og 1969 og Halldór V. Sig- urðsson, ríkisendurskoðandi 1978 og 1979. Norræna endurskoðendasam- bandið NRF, er samstarfsvett- vangur norrænna endurskoð- enda og hafa fulltrúar frá Félagi löggiltra endurskoðenda sótt fundi þess af íslands hálfu. Margvísleg starfsemi fer fram á vegum NRF. Gefnar eru upplýs- ingar um stöðu og þróun í mál- um, sem snerta endurskoðendur á Norðurlöndunum. Ræddar eru hugmyndir í menntunarmálum endurskoðends, framþróun í gæðaeftirliti með stadsemi þeirra og skipst á fræðsluefni. Á 4ra ára fresti skipuleggja sam- tökin og standa fyrir faglegri ráð- stefnu endurskoðenda, og er fyr- irhugað að halda næstu ráð- stefnu í Bergen 1991. Gunnar Sigurðsson, löggiltur endurskoðandi. í gegnum NRF taka Norður- löndin sameiginlega þátt í al- þjóðlegu starfi endurskoðenda og eiga fulltrúa í IFAC — Al- þjóðasambandi endurskoðenda, IÁSC — Alþjóða reikningsskila- nefndinni og FEE — Evrópusam- bandi endurskoðenda. „... sungið um veginn" Út er komin Ijóðabókin Steiktir svanir eftir Ólaf Pál. Hún hefur að geyma Ijóð og texta, tekin saman úr röð handrita sem urðu til á árunum 1975—1981 og er m.a. nokkurs konar úttekt á því tímabili. Eða eins og segir í kynningu á bókarkápu: „Ljóð þessi og texta má skoða sem gegnumlýsingu ákveðins tímabils, einskonar þroskasögu. Hér er sungið um veginn þar sem logandi gullinn leiðinn lýsir leið allt frá bernsku ívars, sem er eins og bið eftir viðgerð, ofur- seld kerlingum með Góðverka- Garúnu í fylkingarbrjósti. Áfram á leigubílum gelgjunnar frá inn- brotum í Arnarnesinu í sjúklegri leit að píunum sem þekkja bóa bronkó og mumma sem vann í hástökki, kidda sem spilar í star- dust, gubba, snúlla og villu sem dó í klúbbnum, í veikri von um að kalli killer hleypi þeim inn — von sem brestur með allt of auðveldri inngöngu í fangaklef- ann. Við kynnumst nábylgju- dömunni í litræpta dúllusjalinu og forfeðrum hennar í gensíunni — mannlegasta fólkinu í bænum — nýbylgjuprinsinum sem lang- ar inn í hlýjuna og sjóaranum sem þyrstir í hafið, nemum óhugnað Örfirirseyjar og brot- lendum loks í beinahrúgu Steiktra svana." Ólafur Páll er fæddur í Reykja- Ólafur Páll, höfundur Steiktra svana. vík 1960. Efniviður Steiktra svana í núverandi mynd er tek- inn saman árið 1982 og hefur ekki birst áður á prenti. Fyrri hluta þessa áratugar einbeítti höfundur sér að margvíslegum tilraunum með orð og hljóð á pappír og segulböndum. Undan- farin ár hefur hann snúið sér á ný að hefðbundnari vinnubrögð- um með Ijóð og prósa. Auk þess hefur hann unnið við kvik- myndagerð, útvarpsþætti og þýðingar. Námskeið í efnisþreytu Iðntæknistofnun Islands og Endurmenntunarstjóri H.í. halda námskeið, sem ætlað er verk- fræðingum og tæknifræðingum, í efnisþreytu. Námskeiðið verður haldið kl. 9—17 dagana 18. 19 og 20. sept. í Háskóla íslands. Kennari verður Hans Andersson, tækniforstjóri við Sænsku próf- unarstofnunina (Statens Prov- ingsanstalt) og prófessor við Chalmers tækniháskóla í Gauta- borg. Námskeiðið verður haldið á ensku, en námsgögn eru á sænsku. Að námskeiðinu loknu eiga þátttakendur að geta reiknað og hannað m.t.t. þreytu í flestum tilvikum, og geta upp á eigin spýtur tileinkað sér fræði og að- ferðir við sérhæfðar aðstæður. Ekki er gert ráð fyrir að þátttak- endur hafi reynslu úr starfi af þreytusviðinu, en þeir sem hana hafa eru beðnir að taka með sér dæmi úr eigin starfi til skoðunar á námskeiðinu. • Krossgátan □ 1 2 3 n 4 5 □ 6 n 7 é 9 10 □ 11 □ 12 13 □ . □ Lárétt: 1 sívalninga, 5 einstigi, 6 forfeður, 7 fóðraði, 8 vanrækja, 10 klaki, 11 svardaga, 12 staki, 13 fæddur. Lóörétt: 1 hests, 2 hlífa, 3 eins, 4 veiddi, 5 gleði, 7 mynnið, 9 síð- búin, 12 ekki. Lausn á síöustu krossgátu. Lárétt: 1 ósatt, 5 ultu, 6 mær, 7 ee, 8 stýrði, 10 vi. 11 ein, 12 sina, 13 fríðu. Lóörétt: 1 ólæti, 2 strý, 3 au, 4 treina, 5 umsvif, 7 eðinu, 9 reið, 12 sí. t Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför föður okkar tengdaföður afa og langafa. Aðalsteins Halldórssonar Sérstakar þakkir til starfsfólks Héraðshælisins á Blönduósi. Dætur, tengdasynir, barnahörn og barnabarnabörn. RAÐAUGLÝSINGAR Den kongelige danske Ambassade S0ger to medarbejdere, fortrinsvis omkring 35-45 ár, til tiltrædelse henholdsvis den 15. oktober 1989 og den 1. november 1989, eller eventu- elt efter nærmere aftale. Arbejdsomrádet, som iovrigt er fleksibelt, kræver selvstændighed og omfatter bog- holderi, arkiv-, sekretariats-, og receptions- funktioner. Der fordres godt kendskab i skrift og tale til dansk og islandsk samt kendskab til eng- elsk og maskinskrivning. Kendskab til steno- grafi og til elektronisk tekstbehandling (Word Perfect) vil være en fordel. Skriftlig ansogning pá dansk indeholdende personlige data, oplysninger om uddannelse samt tidligere og eventuel nuværende be- skæftigelse bedes være. KGL. DANSKAMBASSADE Hverfisgata 29 Postboks 1540 121 Reykjavik i hænde senest mandag den 25. september 1989. Ansogningerne behandles i fortrolighed. Konunglega danska sendiráðið óskarað ráða 2 starfsmenn, einkanlega milli 35-45 ára, til starfa 15. október 1989 og 1. nóvember 1989, eða eftir samkomulagi. Starfsviðið, sem er breytilegt og þarf sjálf- stæði, er m.a. fólgið í bókhaldi, skjalasöfnun, ritara- og afgreiðslustörfum. Krafist er góðrar kunnáttu í vélritun, skrif- og talmáli, bæði íslensku og dönsku ásamt þekkingu á ensku. Þekking á hraðritun og tölvukunnáttu (Word Perfect) væri æskileg. Skrifleg umsókn á dönsku með upplýsingum um fæðingardag og -ár, menntun og fyrri störf ásamt núverandi starfi, sendist til: KGL. DANSKAMBASSADE Hverfisgötu 29 Póstbox 1540 121 Reykjavík í síðasta lagi fyrir mánudaginn 25. september 1989. Með allar umsóknir er farið sem trúnaðarmál. TÓNUSMRSKOLJ KÓPPNOGS Tónlsitarskóli Kópavogs verður settur miðvikudag- inn 20. september kl. 17.00 í Kópavogskirkju. Skólastjóri Laus staða Hagþjónusta landbúnaðarins, sem stofnuð var með lögum nr. 63/1989, auglýsir stöðu forstöðu- manns lausa til umsóknar. Staðan verður veitt til 5 ára. Um er að ræða nýtt starf, sem í fyrstu mun einkum felast í uppbyggingu Hagþjónustunnar. Háskóla- menntun í búnaðarhagfræði, hagfræði eða við- skiptafræði nauðsynleg. Laun samkvæmt launa- kerfi starfsmanna ríkisins. Stofnunin hefur aðsetur að Hvanneyri í Borgarfirði. Nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður, Magn- ús B. Jónsson, Hvanneyri, sími 93-70000. Umsóknir er greini námsferil og fyrri störf sendist landbúnaðarráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík. Umsóknarfrestur er til 10. október 1989. Landbúnaöarráðuneytið, 15. september 1989. Vestlendingar Kjördæmisráðsfundur Alþýðuflokksins í Vestur- landskjördæmi verður haldinn í RÖST, Akranesi, laugardaginn 30. sept. nk. Fundurinn hefst kl. 10.00. Dagskrá fundarins verður auglýst nánar í næstu viku. Kjördæmisráð Aiþýðuflokksins

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.