Tíminn - 28.02.1968, Page 9

Tíminn - 28.02.1968, Page 9
MIÐVIKUDAGUR 28. febrúar 1968. MKW Útgefandi: FRAMSOKNARFUOKKURINN Pramkvæmdastjóri: Kristján Benedilctsson Kitstjórar Þórarmn Þórarinsson (áb) Andrés Krlstjánsson Jón Helgason og Indriðl G. Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aue lýsingastjóri: Steingrimui Gíslason Ritstl.skrtfstofui > Eddu búsinu, simai 18300—18305 Skrifsofur- Bankastræti 7 Ai- greiðs'ustmi: 12323 Auglýsingasimi- 19523 Aðrai skrifstofur s£mi 18300. Áskriftargjald kr 120.00 á mán Innanlands - í lausasölu Ict 7 00 eint - Prentsmiðjan EDDA b. f Kjarni deilunnar Hver er kjarni þeirrar deilu, sem nú er háð um kaupgjaldsmálin? Kjarni hennar er í stuttu máli þessi: Dagkaup meginþorra félagsmanna þeirra verkalýðs- félaga, sern hafa boðað verkföll, nemur frá 110—150 þús. kr. á ári. Á undanförnum árum hefur verið mikil eftirvinna og aukavinna, og því hafa rauntekjur þessara manna orðið verulega hærri. Sumir hafa unnið svo lang- an vinnudag, að þeir hafa jafnvel allt að því tvöfaldað dagkaupið. í>ess hafa lfka verið fjölmörg dæmi, að at- vinnurekendur greiddu mun hærra kaup en kauptaxtar mæltu fyrir um. Nú er atvinnuástandið hins vegar orðið þannig, bæði vegna óhagstæðs verðlags og rangrar stjórnarstefnu, að eftirvinna og yfirborganir eru að mestu horfnar úr sög- unni. Menn hafa ekki á annað að treysta en dagvinnuna, og jafnvel ekki einu sinni það. Og dagvinnukaupið er ekki hærra en það, að árs- launin verða frá 110—150 þús. kr. á ári, eins og áður segir. En hér er ekki öll sagan sögð. Af völdum gengis- lækkunarinnar mun verðlag hækka um '10%. Þessar hækkanir eru nú fyrst fyrir alvöru að koma til sögunnar og munu segja til sín í sívaxandi mæli næstu mánuðina. Er hægt að ætlast til þess með sanngirni, að menn með 110—150 þús. kr. árstekjur geti tekið á sig 10% kjaraskerðjngu? Það, sem verkalýðssamtökin fara nú fram á, er að launafólkið haldi svipuðum dýrtíðaruppbótum og það hefur haft síðan 1939, að árunum 1960—’64 undanskild- um, en þau ár voru einn mesti verðbólgu- og verkfalls- tíminn í sögu þjóðarinnar. Er hægt með gildum og góðum rökum að svipta menn með 110—150 þús. kr. árstekjum þessum rétti, sem þeir eru búnir að hafa um nær 30 ára skeið? Það er ekki hægt og það er ekki hægt að beita þekn rökum, að atvinnuvegirnir geti ekki risið undir þessu kaupi, meðan þeim er haldið niðri með lánsfjárhöftum, vaxtaokri og gífurlegum opinberum álögum. Það er ekki hægt að láta láglaunafólkið gjalda þannig rangrar stjórn- arstefnu. Þess vegna hafa verkalýðssamtökin samúð þjóðar- innar í hinni hófsömu baráttu fyrir því, að láglauna- fólkið verði ekki svipt sjálfsögðum rétti sínum. Eggert og Gylfi Það er vitanlegt, að Alþýðuflokksmenn í verkalýðs- hreyfingunni styðja heilshugar kröfur hennar um verð- tryggingu kaupgjalds. Hvers vegna er þá ekki verðtrygging kaupgjaldsins lögfest, þar sem vitað er um fylgi Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins við þá stefnu? Samanlagt hafa þessir tveir flokkar, ásamt Alþýðuflokknum, öruggan meirihluta á Alþingi. Það íftrandar á því, að ráðherrar Alþýðuflokksins, Eggert Þorsteinsson og Gylfi Þ. Gíslason sitja hinum megin við borðið. við hliðina á foringjum Sjálfstæð- isflokksins. Þeirra verður því ábyrgðin, ef til verkfalls kemur. TfMINN ? Taka Irar upp eimnenningskjör- dæmi í stað hlutf atlskosninga ? Irska stjórnin reynir aS koma þeirri breytingu fram Jack Lynch í ÞBSSARI viku mun for- sætisráðtoerra írlands, Jack Lynoh, leggja fyrir irska þing ið frumvarp til laga um breyt- ingar á stjórnarskrá ríkisins. Aðalefni frunwarpsins mun fjalla um breytingar á kjör- dæmaskipun og kosningafyrir- komulagi. Nú er kosningafyrir komulagið að mörgu leyti líkt og hér, þ.e. hlutfallskosningar í stórum kjördæmum. Hins veg í') ar eru þar engin uppbótar- sæti. en kjördæmin eru líka jafnari að kjósendatölu en hér, svo að þingmannatala floikk- anna verður nokkurn veginn í samræmi við heildaratkvæ:ða magn þeirra. Þá er einnig sú tilbögun í frlandi, að þar kjósa menn flokk og frambjóðanda sérstaklega, þ.e. menn merkja í fyrsta lagi við nafn flofcks- ins og í öðru lagi við þá fram- bjóðendur hans, sem þeir vHja helzt kjósa. Höfuðbreytingin, sem stjórn in leggur til að gerð verði á kjördæmaskipuninni og kosn- ingafyrirkomulaginu. er sú, að tekin verði upp einmennings- kjördæmi. Jafnfram-t er latgt til, að Mutir dreifbýlisilis verði gerðir heldur betri en hann er nú, einkum þó hérað- anna í ve'sturhluta landsins, en þar hefur fólki fækkað undan- farið, en reynt er að hamia gegn fólksstraumnum þaðan. RÖKIN, sem st.jórnin færir fvrir breytingunni, eru einkum tvenns konar. f fyrsta lagi er því haldið fram, að núverandi fyrirkomulag ýti undir smiá- fiokka og glundroða og standi í vegi þess, að nógu traustur þingmeirihluti myndist. Núver andi ríkisstjórn er t.d. hálfgerð minnihlutastjórn. en flokkur hennar, Fianna Gael. hefur 72 þingmenn af 144 alls. eða rétt- an helming þingmanna. Tilvera hennar veltur á stuðningi þriggja utanflokkamanna. — St j órn ar and stöðuflokkar n ir tveir, Fine Gael og Verka- mannaflokkurinn, hafa saman- lagt 69 þinssæti. sá fyrrnefndi 47 og sá síðarnefndi 22. f að- eins fjórum af fjórtán sein- ustu þingkosningum hefur einn flokkur fengið hreinan meirihluta. f öðru lagi er breytingin rök studd með þvi, að það sé mjög erfitt fyrir þingmenn að gegna þingmennsku fyrir jafnstór kjördæmi og þau, sem nú eru í írlandi. Þeir geti ekki haft nægilega náið samband við kjósendur sína. Jafnframt leiði þetta fyrirkomulag til óeðli- legra og leiðinlegra deilna og keppni milli flokksmanna inn- byrðis. RÖKIN gegn breytingunni eru fyrst og 'remst þau, að einmenningskjördæmin muni ■■annHinaflHHH leiða til yfirráða eins flokks, Fianna Gael, um alla fyrir- sjáanlega framtíð. Seinust.u 25 árin hefur Fianna Gael fengið frá 42—49% af greiddum at- kvæðum í þeim kosningum. sem hafa farið fram á þessum tíma. Fylgi flokfcsins skiptist nokkurn veginn jafnt um allt landið. Miðað við seinustu kosningar, myndi Fianna Gael fá 97 þingsæti, samkvæmt hinni fyrirhuguðu breytingu í fnv. stjórnarinnar, en Fine Gael 37 og Verkamannaflokkur inn 7. Þrír utanflokkamenn myndu ná kosningu. Verka- mannaflokkurinn myndi tapa mestu á breytingunnL Bæði Fine Gael og Verka- mannaflokkurinn beita sér harðlega gegn breytingunni. Innan hins fyrrnefnda er bó minnibluti. sem styður breyt- inguna, og byggist afstaða hans á því. að breytingin myndi draga úr fylgi Verkamanna- flokksins og tryggja Fine Gael stöðu sem annars aðalfiokks ' landsins. Yfirgnæfandi meiri- hluti fylgismanna Fine Gael er þó á móti breytingunni. Ýmsir liðsmenn Fianna Gael eru einnig tregir til að fylgja breytingunni, þvi að þeir telja langvarandi yfirráð sama flokks vafasöm, jafnvel þótt um eigin flokk sé að ræða. Sein- ustu 36 árin hefur Fianna Gael farið með völd í 31 ár, svo að stjórnarseta hans er þegar orð- in nokkuð löng. Það er sagt ýta undir það. að forustumenn flokksins beita sér nú fyrir þessari breytingu, að þeir ótt- ist að samstarf kunni að tak- ast milli Fine Gael og Verka- mannaflokksins. ÞAÐ þykir nokkurn veginn víst, að frumvarp ríkisstjórnar innar um kjördæmabreyting- una, verði samþykkt í þinginu. Það nægir ekki til að koma málinu í höfn. Breytingin þarf einnig að hljóta meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðelu,. ef hún á að fá gildi. Úrslitin í þjóðar- atkvæðagreiðslunni eru talin mjög tvísýn. Þegar de Valera bauð sig fyrst fram í forseta- kosningum. árið 1959, reyndi hann einnig að fá slíka stjórn arskrárbreytingu samþykkta. Honum mistókst það. Stjórnar skrárbreytingin um að taka upp einmerfningskjördæmi var felld með 33 þús. atkvæða mun, enda þótt de Valera væri kosinn forseti með rúmlega 100 þús. atkvæða mun. Þrátt fyrir þennan ósigur í þjóðaratkvæðagreiðslunni 1959 vill írska stjórnin nú reyna á nýjan leik. Á þeim tima sem hefur liðið síðan. hefur þeirri stefnu víða aukizt fylgi, að ein menningskjördæmin séu hyggi legasta kosningafyrirkomulag- ið. T.d. eru Vestur-Þjóðverjar að breyta kosningafyrirkomu- laginu í það horf. Sviar, sem einnig eru að breyta stjórnar- skrá sinni. fara hins vegar aðra leið, en þeir ætla að taka upp uppbótarsæti, jafnhliða þri sem þeir halda áfram hlutfalls- kosningum í stórum kjördæm- um.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.