Alþýðublaðið - 24.10.1989, Side 3
Þriðjudagur 24. okt. 1989
3
FRÉTTIN BAK VIÐ FRÉTTINA
Utlendingar halda hér gjarnan
stuttar helgar-rádstefnur eöa
fundi yfir veturinn en einmitt
um helgar er Reykjavík afskap-
lega leiöinlegt pláss.
Ráðstefnur i leiðindaborg
Reykjavíkurborg hefur hafið átak tii að kynna borg-
ina á erlendum vettvangi sem heppilegan ráðstefnu-
stað og er þetta gert í samvinnu við Flugleiðir og Arnar-
flug. Hér er um þarft framtak áð ræða sem vonandi skil-
ar góðum árangri því þótt allnokkuð hafi verið gert til
að kynna Reykjavík sem ráðstefnuborg má alltaf gera
meira og veitir ekki af í þeirri hörðu samkeppni sem rík-
ir um ráðstefnuhald. Og kannski sá vinningur fylgi í
kjölfarið, ef vel tekst til, að borgin verði skemmtilegri
fyrir íbúana.
Staðreyndin er nefnilega
sú að það er leitun að jafn
leiðinlegri borg og Reykja-
vík um helgar. Það sem
einkum lyftir laugardagslífi
borgarinnar um þessar
mundir er markaðurinn í
Kolaporti enda hafa borg-
arbúar kunnað vel að meta
þá tilbreytni.
Slegist um ráðstefnur
A síðustu árum hafa æ
fleiri borgir í Evrópu lagt
áherslu á að laða til sín
hvers konar ráðstefnur og
fundi. Enda vitað mál að
slíkar samkomur skila
miklum tekjum til viðkom-
andi borga. Ekki síst er lögð
áhersla á ráðstefnur utan
hins hefðbundna ferða-
mannatíma til að nýta
húsakost, samgöngutæki
og vinnuafl þegar hinn al-
menni ferðamaður er
minna á stjái.
Reykjavík hefur ýmsa
kosti og galla þegar rætt er
um hana sem ráðstefnu-
borg fyrir útlendinga. Kost-
irnir eru meðal annars þeir
að ísland er ekki hefðbund-
ið ferðamannaland í þeim
skilningi sem útlendingar
leggja í orðið og því er það
í augum margra meiri við-
burður að koma til íslands
en þeirra landa sem fjöld-
inn hefur komið til og
þekkir. Samgöngur við
landið eru góðar, og að-
staða til ráðstefnuhalds
orðin allgóð. Hér er hægt
að bjóða uppá stuttar ferðir
til að skoða náttúruundur
sem ekki eru á hverju strái.
Gallarnir eru meðal ann-
ars þeir að veðurfar, sér-
staklega hér á suðvestur-
horninu er leiðinlegt, verð-
lag er hátt og við höfum
vart bolmagn til að hýsa
stórar ráðstefnur svo vel
sé. Skemmtanalíf er ein-
hæft og hér eru hvorki
næturklúbbar né spilavíti.
En við eigum góð hótel
og matsölustaði. Útlend--
ingar halda hér gjarnan
stuttar helgarráðstefnur
eða fundi yfir veturinn
einmitt um helgar er
Reykjavík afskaplega
leiðinlegt pláss.
LeSðlnleg borg___________
um helgar
Við höfum gjarnan kynnt
Reykjavík sem borg fulla af
lífi og athafnasemi á sem
flestum sviðum. Og vissu-
lega er fólk á ferð og flugi
virka daga meðan verslanir
eru opnar og önnur fyrir-
tæki. A kvöldin og um helg-
ar dofnar hins vegar yfir
opinberu mannlífi. Að vísu
eru veitinga- og skemmti-
staðir vel sóttir eitt til tvö
kvöld um helgar en þar er
fátt öðruvísi en gerist með
öðrum þjóðum nema þá að
ennþá er drykkja inn-
fæddra sótt fastar en geng-
ur og gerist í öðrum lönd-
um.
Yfir sumarmánuðina er
götulífið um helgar í
Reykjavik ekki uppá marga
fiska. Verslanir flestra lok-
aðar og fáir á ferli nema út-
lendir túristar í regngöllum
sem ráfa um auðar götur.
Borgarbúar sjálfir aka
þennan venjulega Þing-
vallahring eða flýja í sum-
arbústaðinn meðan þeir
sem ekkert komast dunda
heimavið. Þetta er litlu
skárra yfir veturinn þótt þá
séu flestar verslanir opnar
fram eftir degi á laugardög-
um. Við ökum í stórmark-
aðina og kaupum nauð-
synjar og flýtum okkur svo
heim aftur. Enda ekkert
fengið með því að „fara í
bæinn" eins og stundum
var sagt.
Þess vegna sagði ég að
það væri Kolaportið sem
lyfti laugardagslífi borgar-
innar um þessar mundir.
Þar er fjölbreyttur markað-
ur sem borgarbúar flykkj-
ast á til að gera góð kaup
eða bara til að koma innan
um annað fólk. Eitthvað
sem fjölskyldur geta gert
saman. Að vísu er þessi
bílageymsla ekki sérlega
skemmtilegt húsnæði und-
ir þessa starfsemi en eflaust
er ekki í mörg hús að venda
og vonlaust að hafa úti-
markaði í þessum veðra-
rassi sem við lifum í. Yfir
veturinn fara svo margir á
'skíði í Bláfjöllin, ef það er
snjór.
Hvað er til ráða?
Margir hafa velt því fyrir
sér hvernig megi lífga uppá
bæjarbraginn í Reykjavík.
Fram hafa komið hug-
myndir um að byggja gler-
þak yfir Austurstræti, að
minnsta kosti að hluta.
Einnig að byggja yfir Hótel
íslands-planið og koma þar
upp ýmissi starfsemi til að
hafa ofan af fyrir fólki. Enn
sem komið er hafa undir-
tektir verið daufar, að
minnsta kosti meðal ráða-
manna. Bent hefur verið á
hin og þessi útivistarsvæði í
borginni og vissulega er
nóg af þeim. En það er sam-
merkt með þessum svæð-
um að þar er yfirleitt ekki
kjaftur á ferli nema þessa
fáu góðviðrisdaga sem
okkur hlotnast á ári. Meira
að segja þetta undarlega
fólk sem stundar trimm
virðist sneiða hjá þessum
opnu, grænu svæðum.
Auðvitað er ekki hægt að
byggja yfir þessi svæði og
raunar væri það útí hött að
ræða það. En það mætti
kannski hafa uppi ein-
hverja tilburði til að búa
svo um hnútana að fólk
hefði þangað eitthvað að
sækja. Félagasamtök í ei-
lífu peningahallæri gætu
slegið þar upp samkomu-
tjöldum um helgar og boð-
ið fram heimatilbúin
skemmtiatriði, basara og
hópgrill fyrir utan. Þannig
mætti lengi telja.
Vissulega er hér margt
góðra safna og við höfum
kvikmyndahús, leikhús og
ölkrár. En þessi fyrirtæki
skapa ekki fjörugt bæjarlíf
utandyra. Það er ekki að-
eins að borgarbúar fögn-
uðu framtaki á þessu sviði
heldur kæmi meiri fjöl-
breytni sér vel fyrir erlenda
ferðamenn eða ráðstefnu-
gesti sem hingað sækja.
Þorpsbragurinn á útivist
Reykvíkinga innan borgar-
markanna er alltof mikill.
Það hefur oft verið bent á
þann mikla fjölda sem sæk-
ir í Kringluna og þá ekki
eingöngu til að versla held-
ur ekki síður til að eigra þar
um og sýna sig og sjá aðra.
Þetta sýnir þörf fólks til að
finna fjölbreytni í götulífi
jafnvel þó innandyra sé
verslunarmiðstöð sem hef-
ur uppá lítið annað að
bjóða en búð við búð.
Ekki einu sinni Tívolí
Þegar ég er að tala um
til fjölbreyttari aðstöðu til
að verja frítímum er ég
ekki að ræða um einhvers
konar 17. júní sirkus sem
er orðinn léleg stæling á
erlendum uppákomum af
allt öðrum toga en þjóðhá-
tíðarhöld. Einu sinni höfðu
Reykvíkingar vísi að Tívolíi
í Vatnsmýrinni en það eru
áratugir síðan. Nú aka
borgarbúar til Hveragerðis
um heigar til að ráfa um í
Eden og kaupa þar veiting-
ar á verði fyrsta flokks
vertshúsa i útlöndum og til
að lyfta sér upp í Tívolíinu
þar á móti.
Það væri þakkarvert ef
einhverjir framtakssamir
menn drifu í því að koma
upp góðu tívolíi í Reykjavík
í stað þess að fjölga stöðugt
billjardstofum. Hér er hægt
að byggja ráðhús, veitinga-
hús á hitaveitutanki,
íþróttahallir til að ala upp
sportidíóta og krafist er
tónlistarhallar. Má þá ekki
bæta svo sem einu tívolíi
við?