Alþýðublaðið - 24.10.1989, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 24.10.1989, Qupperneq 5
Þriðjudagur 24. okt. 1989 5 UMRÆÐA „Mannkyniö viröist ekki vilja hverfa frá þessari striðsöld inn í nýja öld, hugsjónalaust, dópaö og ekki bætt öðrum anda en frjálsum verslunaranda. Að minnsta kosti bendir ýmislegt til að vestræn, evrópsk menning spyrji í dyragættinni: Er ekki sú skoöun rétt, að kristindómur og trú yfirleitt séu eiturlyf almennings, en eru þau þá ekki skárra dóp en kókaín og kommúnismi?' spyr Guðbergur Bergsson rithöfundur m.a. í umræðugrein sinni. Það sem við köllum líf, þótt við vitum ekki hvað það kunni að vera, hefur í sjálfu sér engan ákveðinn tilgang. Það er þess vegna ekki þess virði að lifa því, eins og það er okkur gefið í sinni upprunalegu og ósnortnu mynd. Listin að lifa er einkum fólgin í því, að gefa því margvís- legt gildi, sem hefur kannski ekkert, og jafnframt tilgang sem tilgangslaust er og við vitum ekki einu sinni hvað kunni að hafa verið, þegar upp er staðið. Að gefa jörðinni merkingu Eins og lífið blasir oftast við okk- ur er það aðeins völt niðurstaða af hegðun okkar og hugsunum. Það er hægt að segja eitthvað svipað um jörðina, sem við lifum á: í eðli sínu og gerð er hún til- gangslaus, en hún er góð ef við gefum henni merkingu með lífi okkar. Öll gæði jarðar eru undir okkur sjálfum komin. Þau eru fyrir okk- ur ein, sem getum gefið þeim merkingu og notið unaðar vegna þeirra og gert aðra að sameigin- legum þátttakendum í unaði okk- ar. Engum öðrum en manninum er unnt að gera hið sama. Ef mannkynið dæi út væru að vísu til möguleikar, bæði til lysti- semda og þess að gefa hlutunum gildi. En hvort tveggja yrði aldrei að skynjanlegum raunveruleika án mannsins. Dýrin héldu að vísu áfram að lifa, fjölga sér, næra sig og deyja, en það væri ekkert ann- að en vélræn framrás eða endur- tekning. Við vitum ekkert um veruleika- skyn dýranna eða mat þeirra á ýmsum þáttum lífs og jarðar. Rökin fyrir lífinu_____________ Það er hægt að útrýma mönn- um og dýrum, en það er ekki hægt að útrýma hreyfingunni og ljós- inu. En hvers virði er hreyfing og ljós jarðar, ef hvorki menn né dýr eru í tengslum við þau? í þessu felast helstu rök fyrir lífi. Það er ekki nóg að eiga sér draum, draum um mann sjálfan, aðra, lífið og jörðina. Maður verð- ur líka helst að geta gert hann að sýnilegum eða áþreifanlegum veruleika. Besta myndin af draumum okk- ar er það samfélag sem við sköp- um og búum við á hverjum tíma. Ekkert þjóðfélag er sprottið upp úr vöku mannsins einni saman eða rökvissri skynjun hennar. Þjóðfé- . lagið er skapað úr samblandi af harðri vöku og hverfulum draum- um. Enginn getur lifað aðeins við hverfula drauma. Enginn getur lif- að á hörku vöku nnar einni saman. Það veit enginn með vissu hvað listin er. Það veit heldur enginn með vissu hvað lífið er að öllu leyti. Lífshamingja okkar fer þess vegna hverju sinni að miklu leyti eftir hæfileikum hvers og eins til að lifa í einhverri sátt við hið óþekkta. Að lifa við hið óþekkta Eg hef ekki fundið þessa niður- stöðu í bókum eða við það að hlusta á vitringa, heldur spratt hún af minni eigin reynslu og at- hugun á hræðslu almennings, sem kemur fram í stöðugum spurning- um um hið óþekkta og ásókn manna í svör, helst rétt svör. En ég segi: því færari sem mað- ,urinn er í þeirri list að lifa við hið óþekkta (með kannski stöku inn- rás á svið þess í leit að þekkingu) þeim mun meiri líkur eru á að hann geti búið við andlega heilsu og kannski lífsgleði. Stærsta listaverk hverrar þjóðar er þjóðfélagið, sem hún hefur tyllt saman og heldur að myndi heild og býr við með ýmsu móti. Þjóðfélagið er unnið sem vinnu- stofulist. Að því er unnið bæði í vöku og svefni. Og þjóðfélagið þarf að geta þolað bæði vöku og svefn og það að leyfa sér að dotta stöku sinnum og geta gleymt sér eða velt sér niður í hálfgleymsku leirugs svaðsins, sem mætti kannski kenna við sál eða þjóðar- sálina. Vegna þess að hún er alltaf nær mold en himni. Vinnustofa Irfsins_______________ Ekkert þjóðfélag getur verið sí- vakandi, iðið og á verði. Eymdin og það að geta velt sér upp úr svaðinu og sjálfum sér er lika lífs- þörf. Aftur á móti má veltingurinn aldrei vera til lengdar nema menn þrái jarðsungið líf og legstein að bera. Við þekkjum öll samfélag okkar, að minnsta kosti að einhverju leyti. Samt erum við stundum svo stolt eða lasburða að við byrgjum sjálf fyrir augun i okkur, til þess að við þurfum ekki að sjá með fullri sjón það sem við höfum séð allt of vel. Er íslenskt samfélag af listrænni gerð? Því ætla ég ekki að svara hér, vegna þess eilífa skorts á tíma og rúmi, sem við búum við bæði í ræðu, riti og starfi. Svo fæst ekkert borgað í eftirvinnu fyrir þá iðju að hugsa. Hugsunin býr við vondan aðbúnað á vinnustað, kaupið við hana er lágt og maður kemur sér út úr húsi með henni í þokkabót, og kannski samfélaginu iíka. Aftur á móti segi ég: samfélag okkar verður aldrei listrænna eða ólistrænna en geta okkar til list- rænnar sköpunar leyfir. En geta til listsköpunar er eitt, annað er sú krafa sem við gerum hverju sinni til getunnar við það að fullnýta möguleika hennar í okkur og sam- félagi okkar. Það er hægt að segja eitthvað svipað um allan heiminn og þjóð- félög hans. Þau verða stöðugt meir og meir eins konar sameigin- legur árangur eða niðurstaða af starfi mannkynsins í vinnustofu lífsins. Kókaín og kristindómur Mér finnst vera líklegt að störf okkar mótist af viðhorfum okkar til fegurðarinnar, að þau séu nið- urstaðan af getu til að nálgast feg- urðarskynið eftir siðfræðilegu mati. Viðhorf til fegurðar í listum í Kína er ekki það sama og á Is- landi. Og í Kongó hafa menn ekki sama listasmekk og í New York. Þetta á við um fegurð hlutanna sem mennirnir skapa, einnig við orðin, tónana og listina. Aftur á móti virðist svipað við- horf ríkja til mannlegrar fegurðar og samfélags jafnt í Kongó, á ís- landi, í Japan og í New York. Þótt fegurðarsamkeppnir kvenna séu lítilsmetnar af mörg- um, virðast þær samt hafa sannað eitt sem er afar merkilegt: fegurð- arsmekkur ólíkra þjóða og kyn- stofna er svipaður hvað varðar fegurð mannsmyndarinnar, líkam- ans og framkomu hans. Sama virðist vera uppi á ten- ingnum hvað varðar hegðun þess- arar myndar, bæði í andlegum og efnislegum málum. Þetta sýnir sig í sameiginlegri baráttu heimsins gegn eiturlyfjum og öðrum félags- legum meinum, sem eru sprottin úr eðli mannsins og færð yfir á þjóðarlíkamann. Mannkynið virðist ekki vilja hverfa frá þessari striðsöld inn á nýja öld, hugsjónalaust, dópað og ekki gætt öðrum anda en frjálsum verslunaranda. Að minnsta kosti bendir ýmislegt til að vestræn, evrópsk menning spyrji í dyra- gættinni: Ef sú skoðun er rétt að kristin- dómur og trú yfirleitt séu eiturlyf almennings, eru þau þá ekki skárra dóp en kókaín og kommún- ismi? Þá gátu, hvort mannkynið nær mjög langt inn á nýja öld með þessa einu brennandi spurningu á vör til hins óþekkta, reyni ég ekki að leysa hér. Hún verður að vera rúnirnar sem ráðast hinum megin — við aldamótin. (Greinin er byggð á ræðu sém höf- undurflutti á ráðstefnu sem samtök- in Líf og land efndu til um síðustu helgi.) Gudbergur Bergsson skrifar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.