Alþýðublaðið - 24.10.1989, Side 8
Félag
íréttamanna:
Verkstjórn
ekkií
verkahring
Útvarpsróðs
Félag fréttamanna mót-
mælir afskiptum Utvarps-
ráðs af störfum þingfrétta-
ritara sjónvarpsins. Félag-
ið sendi formanni útvarps-
ráðs, Ingu Jónu Þórðar-
dóttur, bréf þessa efnis í
gær. Útvarpsráð sam-
þykkti einróma fyrir
nokkrum vikum tilmæli til
fréttastjóra sjónvarpsins
þess efnis, að annar frétta-
maður yrði settur við hlið
Ingimars Ingimarssonar í
fréttaflutningi af Alþingi.
Bogi Ágústsson, frétta-
stjóri, sjónvarpsins, sendi út-
varpsráði þau skilaboð til
baka að hann bæri fullt traust
til Ingimars. Tveir fulltrúar í
ráðinu, þeir Magnús Erlends-
son, Sjálfstæðisflokki og Rún-
ar Birgisson, Borgaraflokki,
létu þá bóka að þeir teldu
„óviðunandi" að Ingimar
Ingimarsson sæi áfram einn
um þingfréttir sjónvarpsins.
Yfirlýsing sú sem stjórn Fé-
lags fréttamanna sendi for-
manni Útvarpsráðs í gær var
svohljóðandi:
„Vegna afskipta útvarps-
ráðs af störfum þingfréttarit-
ara sjónvarps vill stjórn Fé-
lags fréttamanna taka fram:
Stjórnin telur það ekki í
verkahring Útvarpsráðs að
hlutast til um verkstjórn í ein-
stökum deildum Ríkisút-
varpsins. Stjórn FF mótmælir
framgöngu Útvarpsráðs í
þessu máli og varar við for-
dæmi sem með henni er sett.“
Þriðjudagur 24. okt. 1989
Fólk
Eggjakvóti leigður út
Norðurlandaráð hefur
gefið út bókina „Mamma
fer á þing“ eftir Steinunni
Jóhannesdóttur og er
hún þessa dagana að fara
í dreifingu, en hana ann-
ast hér á landi Bjallan hf.
í bókinni er að finna
teikningar eftir Ib Rab-
hek Clausen.
★
Ný plata er komin út frá
Lýö Ægissyni, hans þriðja
plata til þessa. Að vanda
fjalla lögin um hin ýmsu
efni. T.d. fjallar lagið
„Landið mitt“ um íslend-
ing sem Lýður hitti og
hafði verið víða erlendis
að leita að iífshamingj-
unni en það var ekki fyrr
en hann kom heim aftur
að hann áttaði sig á að
„við byggjum besta, fal-
legasta og Ijúfasta land í
heimi“, eins og hann orð-
aði það. Annað lag er t.d.
Bjórdagurinn, sem fjallar
um einn af ölkunum sem
sprakk á B-daginn, „en
eins og oft vill verða með
okkur alkana sér hann
ekkert athugavert við
ástandið og því síður tek-
ur hann eftir því að hann
er kominn með buxurnar
á hælana."
Þeir félagar Fridrik Þór
Fridriksson kvikmynda-
gerðarmaður og Ivar
Gissurarson, hafa nýlokið
við gerð heimildarmynd:
ar um Reykjavíkurhöfn. í
stuttu spjalli við Alþýðu-
blaðið sagði lvar að þessi
mynd hefði verið nokkuð
lengi í smíðum, hug-
myndina hefðu þeir félag-
ar fengið fyrir einu og
hálfu ári og borið undir
hafnarstjórn sem sam-
þykkti hana. Myndin seg-
ir sögu gömlu hafnarinn-
ar allt frá landnámi,
reyndar segir ívar að
hratt sé farið yfir sögu þar
til eiginleg hafnargerð
hafi hafist í Reykjavík.
Myndin einskorðar sig að
mestu við görmlu höfn-
ina en einnig er nokkur
grein gerð fyrir nýrri
höfnum sem heyra undir
hafnarstjórn. Myndin er
40 mínútur að lengd og
byggir töluvert á gömlum
teikningum, ljósmyndum
og kvikmyndum. Einnig
eru í myndinni viðtöl við
nokkrar aldnar kempur
sem ívar sagði að verið
hefðu hafsjór af fróðleik.
ívar Gissurarson skrifaði
handrit og texta að mynd-
inni en Friðrik Þór stjórn-
aði kvikmyndatöku,
klippingu og öðrum
tækniatriðum.
EFTA-EB:
Aðilar sammála um
jákvæðan árangur
A fundi stjórnarnefnda
EFTA og EB sl. föstudag
náðist sameiginleg niður-
staða um jákvætt mat á að
vinna undirnefnda hefð'v
náð árangri og haldið
áætlun í þeim könnunar-
viðræðum sem staðið hafa
yfir að undanförnu.
Nefndarálitiö hefur verið
þýtt á íslensku og sent ríkis-
stjórninni og utanríkismála-
nefnd Alþingis. Um nefndar-
álitið verður fjallað á ríkis-
stjórnarfundi næstkomandi
sunnudag.
„Þessi fundur markaði
ákveðin þáttaskil eftir alla þá
vinnu sem á undan hefur
gengið, því báðir urðu sam-
mála um að árangur hefði
náðst og um að halda áfram
þessum könnunarviðræðum
um hvort taka eigi upp form-
legar samningaviðræður á
næsta ári. Þá má ljóst vera að
ríki EFTA lala einni röddu
frammi fyrir EB“ sagði Jón
Baldvin Hannibalsson í sam-
tali við Alþýðublaðið.
Þriöja stœrsta eggja-
búid hœtt fram-
leiöslu og rekur nú
bara leigustarfsemi.
Tvö hænsnabú, Nesbúið
og búið á Vallá á Kjalarnesi,
hafa á leigu eggjakvóta
hins þriðja, Holtabúsins á
Ásmundarstöðum. Á Ás-
mundarstöðum er nú ekki í
gangi nein framleiðsla á
vegum Holtabúsins en hús-
in eru að hluta til leigð
kjúklingafyrirtækinu
Reykjagarði. Ekki hefur
fengist upp gefið hversu há
leiga greiðist fyrir eggja-
kvótann. Jón Jóhannsson,
einn Ásmundarstaða-
bræðra staðfesti í samtali
við Alþýðubiaðið að Holta-
búið hefði ekki rekið neina
framleiðslu síðan
seinni-partinn i vetur en
vildi ekki gefa frekari upp-
lýsingar.
Jóhannes Gunnarsson,
formaður Neytendasam-
takanna, sagðist í samtali
við Alþýðublaðið sjálfur
hafa fengið það staðfest að
Vallárbúið og Nesbúið
leigðu eggjakvóta Holta-
búsins. Hann bætti því við
að það sýndi afar vel fárán-
leika kvótakerfis í fram-
leiðslunni að menn sem
ekki væru í framleiðslu
skyldu samt geta fengið
peninga út úr henni.
Upplýsingar um þetta
Leigugjald eggjakvóta fæst ekki gefið upp, en ef gengið er út frá leigu framl eiðslurettar í hefö-
bundnum búgreinum, má reikna með að leigugjaldið kunni aö vera 25—30 krónur fyrir kílóið
eða um tiundi hiuti heildsöluverðs.
mál liggja raunar alls ekki á
lausu og engu líkara en
mikill þagnarmúr hafi ver-
ið reistur kringum fram-
leiðslurétt eggjabænda yf-
irleitt. Þannig er t.d. bann-
að samkvæmt úrskurði
tölvunefndar að birta upp-
lýsingar um framleiðslurétt
einstakra eggjabænda.
Holtabúið mun hins vegar
hafa verið þriðji stærsti
eggjaframleiðandinn og
samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins mun ekki allt-
of fjarri lagi að áætla að
kvóti Holtabúsins sé á bil-
inu 250—350 tonn á ári.
Félag eggjabænda er um
þessar mundir að velta fyr-
ir sér að kaupa upp 120
tonna framleiðslurétt
Reykjagarðs í Mosfellsbæ
og hefur verðið 30 milljónir
króna verið nefnt í því sam-
bandi. Ef reiknað er með að
svipuð hlutföll milli sölu og
leigu gildi um eggjakvóta
og í gildi eru í hinum hefð-
bundnu búgreinum mun
láta nærri að leigugjaldið
sé á bilinu 25—30 krónur
fyrir hvert kíló framleiðslu-
réttar. Þetta er nálægt því
að vera tíundi hluti heild-
söluverðs en það er nú
275,70 kr.
Þessar tölur hafa vissu-
lega ekki fengist staðfestar,
en munu þó samkvæmt
heimildum blaðsins ekki
vera mjög fjarri réttu lagi.
Samkvæmt þessu gæti
heildarleigugjald fyrir
eggjaframleiðslurétt Holta-
búsins verið á bilinu 6—10
milljónir króna.
ÍSLAND
Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag
Hitastig
iborgum
Evrópu
kl. 12
i gær
að islenskum
tíma.