Tíminn - 03.03.1968, Síða 3

Tíminn - 03.03.1968, Síða 3
f i. \» f v • SUNNUDAGUR 3. marz 1968. TÍMINN 3 I SPEGLITIMANS Sextíu og tveggja ára göm- ul kennslukona í Bretlandi hef ur barizt í þrjátíu og átta ár til þess að setja heimsmet og heimsmetið er það að rnæla tuttugu og einn sentimetra um mittið. Kennslukonan segir frá því með miklu stolti, að hún hafi náð þessu marki með því að hora sig og ýmsum æfingum. Er nú svo komið, að hún getur hvergi keypt á sig tilbúinn fatnað og er því farin að sauma á sig sjálf. ★ Kona nokkur í Saloniki í Grikklandi, Miriathi Nyfli, held ur því fram, að hún sé hundrað þrjátíu og tveggja ára gömul. Þegar hún var spurð af hverju hún áliti að hún hefði náð þess um háa aldri svaraði hún því til, að það vœri ekki nokkur vafi á því, að það væri vegna þess að hún hefði aldrei komið nálægt karlmönnum, ★ Les Skinner tók þátt í kapp- áti í AuoMand á Nýja-Sjáfandi. Hann vann keppnina, þar sem hann borðaði átta pies, átta pylsur, átta ostasamlokur og átta harðsoðin egg. Þegar keppninni var lokið og hann hafði fengið að vita að hann hefði sigrað, bað hann forráða menn keppninnar að segja ekki konu sinni frá því, því að þá fengi hann engan hádegisverS heima hjá sér. •¥■ Kvikmyndaleikarinn frægi Marlon Brando hetja allra kvenna víðs vegar um heim hef ur sinn drösul að draga — kvenfólk. Það eru hvorki fleiri né færri en fimm konur, sem halda því fram, að hann sé faðir að börnum þeirra, tvær kínverskar konur, tvær konur frá Thahiti, og ein frá Mexikó. Auk allra þessara harna á hann einn son með fyrrver- andi eiginkonu sinni Anna Kahfsi. -¥ Dóttir fyrrverandi forsætis- ráðlherra Libanons kom fyrir nokkru til Beirut. Hún er nú prinisessa og heitir Eerial og er tuttugu og fimm ára gömul. Og hún hafði sannarlega sögu að segja, sem mörgum kom á óvart nú á atómöld. Þegar hún var seytján ára gömul giftist hún Kaled prinsi syni Ibn Saud konungs. Heim anmundur hennar voru tuttugu og fimm milljónir franka og þegar prinsinn sem auðvitað var Múihameðstrúar giftist henni skildi hann við hinar kon urnar sínar þrjár. En hann hafði eftir sem áður kvenna- búr sitt með átta konum. Þegar eftir brúðkaupið fluttu þau hjónin í konungshiöllina og höfðu til afnota tuttugu og tvö herbergi. Þar var haldin veizla í nokkra daga og þegar prins essunni þóknaðist að fá sér bað var helt út í baðvatnið nokkrum flöskum af Clhanel númer fimm iimvatni. En þeg ar veizlunni var lokið vaknaði Ferial upp af draumi. Veru- leikinn var annað en að baða sig upp úr ilmvatni. Hún var lokuð inni í kvennabúrinu á- samt hinum konunum átta og í átta ár mátti hún dúsa þar undir umsjón gamallar kerling ar frá Núbíu. Loks kom þar að Ferial fékk taugaáfail, og það var ákveðið að senda hana til Beirut til þess að heimsækja ættingja sína. Þegar þangað kom hefur hún reynt allf sem hún hefur getað til þess að fá skilmað og fór svo að eiginmað urinn fékkst til þess að veita henni skilnað og borgaði henni helmingi meiri fjárhæð, en hann hafði fengið með henni, þegar hann giftist henni. ★ Það eru færðar fram ýmsar ástæður fyrir hjónaskilnuðum. Fyrir nokkru fékik kona nokk- ur í Svíþjóð skilnað frá manni sínum af þvi að hann hafði neytt hana til þess að hjálpa sér að semja ástarljlóð til einka- ritara hans. í Kanada fór kona nokkur fram á skilnað við mann sinn af því að allar vinbonuir henn- ar höfðu fengið skilnað frá mönnum sínum. Henni var ekki veittur skilnaðurinn, hins vegar var manni hennar sagt að hann gæti fengið skilnað við konu sína þegar í stað, þar sem hún virti ekiki hjónabandið meira en raun var á. ★ Fyrir nokkru voru haldnir hátíðartónleikar í Vín til heið- urs minningu íohanns Strauss. Þessir tónleikar u:rðu heldur endasleppir því að í miðjum tónleiikuinum stökk mús út úr sellói eins hljóðfæraleikarans, sem var kona. Hún rak upp skaðræðisöskur og innan skamms tæmdist hljómileikasal urinn. Fólkið hélt nefnilega að óp konunnar væri brunavarna- mierki. ★ Kona nokkur í Brazilíu eign aðist þritugasta og annað barn ið sitt. Hún er fjörutíu og fimm ára, en eiginmaður hennar er fimmtíu og tveggja ára og hafa þau verið gift í þrjátíu og tvö ár. Þau eiga nú tuttugu og sex börn á lífi og voru himinlifandi, þegar þau eignuðust það síðasta og sögðu, að þau væru eins ánægð og þau væru að eignast fyrsta barnið. ★ Um þessar mundir er verið að sýna í Þýzkalandi kvikmynd, sem nefnist Helga. Hún er þýzk og er meðal annars sýnd í henni barnsfæðing og er það atriði tekið á fæðingarheimili í Þýzkalandi. Sýningin á þessu atriði hefur orsakað það, að orðið hefur að setja upp sér staka læknavakt í þeim borg- um, sem myndin er sýnd þar sem oft vill brenna við að það líði yfir fíleflda karlmenn. Til dæmis leið yfir þrjátíu og tvo karlmenn í smáibæ einum í Þýzkalandi. * Það hefur lengi gengið sá orðrómur, að Jacqueline Kenne dy og Harleoh lávarður hyggist ganga í hjónaband. Eitt er víst, að þau eru miklir kunningjar, og nú fyrir skemmstu voru þau saman í fríi í Georgíu og í móvember sl. fóru þau saman til Kambodíu. Þessi mynd er •* tekin af þeim Harleoh og Jackie í New York, þegar þau eru að koma inn í Plaza-hótelið. Annars er þrálátur orðrómur um það að þau hyggist ganga í hjónaband í o'któber n. k. •¥ Pierre- Beck var fyrir nokkru sektaður um 10 þúsund krónur fyrir rétti í Kanada. Var þetta vegna lyftuskemmda. Pierre hafði átta sinnum orðið þess valdandi, að lyftan, sem hann var í stöðvaðist milli hæða, og hafði hann gert þetta til þess að sjá nafn sitt í dagblöðunum. •¥ Japanskur tannlæknir, sem starfað hefur sem tannlæknir í tuttugu ár, hefur alls dregið sextíu þúsund tennur á starfs- ferli sínum- Af þessum sextíu þúsund tönnum hefur hann grafið fimmtíu og fjögur þús- und í jörðu og látið gera yfir þær minnismerki, sem líkist risatönn. ¥ Skíðaíiþróttin nýtur mikilla vinsælda um þessar mundir víðs vegar um heim. Hér á myndinni sjáum við nokkra skíðaáhugamenn, sem margir kannast við. Það eru þau John Glenn ofursti, Andy Williams, leikari og Ethel og Bobert Kennedy. i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.