Tíminn - 03.03.1968, Page 3

Tíminn - 03.03.1968, Page 3
15 SUNNUDAGUR 3. marz 1968. TÍMINN m » N0TQNDJH Hér höfum viS þaS svart á hvítu. Forsíðufrétt The People, sem raett er ítarlega um í þættinum í dag. Hljómplotukaupendur blekktir í hiira vitfurkemiida brezka vikublaði Tlhe People, 18. febr. kl., var foxisíSugrem, sem marg ur brezkur æskumaðurinn hef- ur öruggíega lesið furðu lost- inin. í þessari stórmerkilegu grein var flett ofan af því, sem gerist á bak við tjöldin í „pop“ heiminum í dag. Höfundur greinarinnar, Pe't- er Oakes, segir frá því að nú Iiggi ljóst fyrir, að ýmsar vin- sælar og mikiis metnar hljóm- sveitir hafi heldur betur farið á bak við aðdáendur sina með því að láta aðra aðila syngja fyrir þá inn & plötur, eða ann- ast undirleikinn, eða jafnvel hvort tveggja. Bkki er hægt að segja, að þetta sé einsdæmi í m'úsíkheiminum. Monkees hafa t. d. viðurkennt, að þeir hafi hvergi komið nærri undirleikn- um í fyrstu plötum sínum, og er „Pm a believer" ein þeirra. Slíkt baktjaldamakk hefur einnig náð til íslenzkrar hljóm- plötuútgáfu. 1966 kom út fyrsta hljómplata DÁTA; hún varð mjög vinsæl, en brátt fór það að kvisast út, að Dátarnir væru ekki einir á ferð á hljómplöt- unni. Þetta reyndist rétt og liðs aukinn var ekki af verri end- anum, því hér var kominn Þór- ir Baldursson og lék hann á orgel og söng millirödd. Snúum oikkur að The People aftur og gluggum nánar í áður- nefnda grein. Þegar ein af plötum Herma-n Hermit's var hljóðrituð í Lon- don, voru þeir í Bandaríkjun- um. Útilokað, segir vafalaust einlhver ,,Hermit‘s-aðdáandinn. Staðreyndin er sú, að þeir fé- Iagar sungu inn á plötuna í þessari Bandaríkjaför, síðan var upptakan send express til London, þar sem staðgenglar Herman Hermit's voru í óða önn að flytja undirleikinn. Síð an.var þessu sullað saman eftir kúnstarinnar reglum. Opinber- lega voru þau boð látin út ganga, að Herman Hermit's hefðu sungið og leik'ð inn á mýja hljómplötu. Sl. sumar komst ,,Let‘s go to San Francisoo“ upp í annað sæti brezka vinsældarlistans, flutt af Flower Pot Men, en þrír af fjórum meðlimum hljómsveitarinnar komu hvergi nærri upptökunni. Fyrsta plata „New Vaude- ville Band“, „Winehester Cat- hedral", fór upp í þriðja sætið í Bretlandi, en náði aftur á móti efsta sætinu í Bandaríkj- unum. Þeir spiluðu ekki nótu á þessari plötu og hljómsveitin var ekki formlega stofnuð, fyrr en ljóst var, að platan myndi slá í gegn. Fyrir nokkrum árum náði bráðskemmtilegt lag miklum vinsældum, „It‘s a good news week“, flutt af The Hedge- hoppers Anonymous. Þetta var fyrsta plata hljómsveitarinnar og var hún fyrst kynnt hér heima í útvarpsþættinum Á nót um æskunnar. Enginn meðlim- ur hljómsveitarinnar kom ná- lægt upptöku plötunnar. Hér áður fyrr sungu Freddie and the Dreamers og léku sjálf ir inn á sínar plötur. Nú láta þeir aðra sjá um undirleikinn. „I was Kaiser ilTs Batman“ var einkar vinsælt hér heima og víðar sl. ár. Lagið er flaut- að út í gegn og voru margir hrifnir af snilli whistling Jack Smiths. En hér var heldur bet ur svindlað á hljómplötukaup- endum eins og eftirfarandi orð Jacks gefa opinsbátt til kynna: „Ég flaulaði alls ekki neitt á þessari plötu, en ég mun gera það á þeirri næstu.“ Þá skulum við fara dálítið aftur í tímann, eða til ársins 1963. Þetta ár var hinn kunni gítarleikari Jet Harris heiðr- aður sérstaklega fyrir flutning sinn á „Diamonds“ og „Scarlet 0‘Hara“. Nú hefur Hr. Harris Ijóstrað því upp við höfund þessarar greinar, sem skrif min eru byggð á, að hann hafi alls ekki snert gitarinn í „Scarlet 0‘Hara“. ,,Við fengum annan, sem var miklu betri." Þessi grein hefur vakið mikla athygli í Bretlandi, enda er hér um stórkostlega upp- Ijóstrun að ræða og það af við urkenndu fréttablaði, sem slær ekki svona nokkru upp á for- síðú, án þess að hafa fyrir því óvéfengjanlegar sannanir. Nú fara hljómplötukaupend- ur sennilega að ígrunda það ná kvæmlega næst, þegar þeir kaupa plötu, t. d. með Herman Hermit's, hve mikinn þátt þeir eiga í raun og veru sjálfir i plötunni. Hljómleikunum frestað. í síðasta þætti kom það fram, að hljómleikar þeir, er Óðmenn, Flowers og Hljómar standa fyrir, yrðu 6. marz n.k. Vegna ófyrirsjáanlegra örðug- leika verður að fresta þessum merkiskonsert um viku. Benedikt Viggósson. Trúin flytur fjoll. — Víð flyíjum allt annaS SENPíBfLASTÖÐIN HF. BlLSTJÓRARNIR aostoða Fyrir aðeins kr. 68.500.oo getið þér fengið staðlaða eldhúsinnréttingu í 2 — 4 herbergja ibúðir, meö öllu tll- heyrandi — passa I ílcstar blokkarlbg&ir, Innifalið i verðiftu er: @ cldhúsinnrétting, klædd vönduðu plasti, efri og neðri skápar, ásamt kústaskáp (vinnupláss tæpir 4 m). 0 ísskápur, hæfiiega stór fyrir 5 manna fjölskyldu I kaupstaö. ^uppþvotftavéf, (Sink-a-matic) ásamt eldhúsvaski. Uppþvottavéiin þvær upp fyrir 5 manns og að auki má nota hana tii minniháttar tauþvotta. (Nýtt einkaleyfi). $ eldarvélasamstæða með 3 hellum, tveim ofnum, grillofni og steikar- og bökunarofni. Timer og önnur nýtízku hjálpartæki. @ lofthreinsari, sem með nýrri aðferð heldur eld- húsinu lausu við reyk og Iykt. Enginn kanall — Vinnuljós. Allt þetta fyrir kr. 68.500.oo. (söluskattur innifalinn) Éf stöðluð innrétting hentar yður ékki gerum viö yður fast vcrðtilboð á hlutfallslegu verði. Gerum ókeypis verðtiiboð f éldhúsihnréttingar f ný og gömul hús. Höfum cihnfg fataskápa, staðlaða. - HAOKVÆMIR GREIÐSLUSKlLMÁLAR - # KIRKJUHVOLI REYKJAVfK SÍMt 2 17 18 E inangrunargler Húseigendur — Byggingameistarar! Crtvegnm tvöfalt einangrunargler með mjög stutt- um fyrirvara. Sjáum um ísetningu og alls konar breytingu á gluggum. tJtvegum tvöfalt gler 1 laus fög og sjáum um máltöku. Sendum gegn póstkröfu um allt land. Gerið svo vel og leitið tilboða. Sími 51139 og 52620 Saltsteinninn ROCKIES inniheldur öll nauðsynleg steinefni fyrir nautgripi og sauðfé. ROCKIES þolir veður og vind og leysist ekki ekki upp f rigningu. ROCKIES vegur 25 ensk pund og má auðveldlega hengja hann upp. SEÐJIÐ 'althungur búfjárins með því að hafa ROCKIES i húsi og i haga. INNFLUTNINGSDEILD „ROCKIES

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.