Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 31. okt. 1989 5 Sóknarmarkið aflagt? í gær var fiskiþing sett í húsi Fiskifélagsins, Höfn viö Ing- ólfsstræti. Að lokinni setningu þess flutti Halldór Ásgríms- son sjávarútvegsráðherra ávarp. Því næst hélt Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri SÍF, ræðu um Evrópu- bandalagið og íslenskan sjávarútveg og Þórður Friöjóns- son, forstjóri Þjóðhagsstofnunar, um sjávarútveginn og gengi krónunnar. Þá flutti Einar K. Guðfinnsson framsögu um stjórnun fiskveiða og kynnti tilögur fjórðungsþinga. Sagði Einar að Ijóst væri að menn fyndu fiskveiðistefnunni ýmislegt til foráttu og eins væri greinlegur ágreiningur milli hinna ýmsu deilda Fiskifélagsins í ýmsum málum. Hér verða kynntar nokkrar þær helsu hugmyndir sem fyrir þing- inu lágu frá hinnum einstöku deildum. Aflamark — sóknarmark Vestmannaeyjadeildin lagði fram eftirfarandi tillögu um nýtt aflamark fyrir árið 1991: Öllum togurum verði skipt í flokka. Frystitogarar, 1. flokkur Stóru togararnir, 2. flokkur Minni togararnir, 3. flokkur Fiskiskip 39 metrar > að 26 metrum, 4. flokkur Fiskiskip 25.99 metrar að 100 tonnum, 5. flokkur Fiskiskip 99.9 tonn að 30 tonn- um, 6. flokkur Fiskiskip 29.9 tonn að 10 tonn- um, 7. flokkur. Fundinn verði út meðalafli síð- ustu þrjú árin á viðkomandi skip og einnig verði fundinn út meðal- afli á sóknarmarksskip á svæði 1 og 2. Skipum verði gefinn kostur á áunnu aflamarki eða meðaltali síðustu þriggja ára. Skip sem hafa verið á aflamarki eða flust á milli svæða fái að velja um áunnið afla- mark eða meðal aflamark á við- komandi svæði sem er fundið út frá sóknarmarki. Á það skal bent að skip sem höfðu lélegt aflamark í upphafi kvótalaga var gefinn kostur á að velja um aflamark eða sóknar- mark, var það gert meðal annars til að gefa skipum kost á að auka afla sinn, þar sem að misjafnlega stóð á hjá hinum ýmsu skipum og enginn vissi fyrirfram að þessi þrjú ár yrðu jafn heilög og þau hafa orðið. Suðurlandsdeildin hafði eftirfar- andi fram að færa um kvótakerfið: Fjórðungsþing Sunnlendinga leggur til að lög um stjórnun fisk- veiða verði ótímabundin og byggt verði á aflamarksleiðinni. Sóknar- mark verði aflagt og hin svokall- aða Norður-Suðurlína í kvótaút- hlutun verði lögð niður. Þeim skip- um sem verða við það fyrir veru- legri aflaskerðingu vegna lélegs aflamarks og hafa þess vegna ver- ið á sóknarmarki, fái það bætt með 90% af sóknarmarki síns flokks sem aflamark. Allt að 50% á milli ára Fiskideild Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar og nágrennis vill að ein- göngu verði veiðiheimildir bundn- ar við aflamark: Fiskideild Reykjavíkur, Hafnar- fjarðar og nágrennis leggur til að lög um stjórnun fiskveiða verði ótímabundin og veiðiheimildir verði alfarið bundnar við afla- mark á hvert skip. Við ákvörðun aflamarks þeirra togara, sem eru í sóknarmarki verði ekki miðað við svokaliaða Norður-Suðurlínu og sú viðmiðun aflögð. Skip fái að velja sér afla- mark meðalsóknarmarkskvóta Norður-Suðursvæðisins eða eigið aflamark, en aflamark skips gildi á þeim tegundum sem ekki eru í sóknarmarki. Þá segir og: Framsal veiðiheimilda verði frjálst á öllum tegundum sem kvóti verður á. Heimilt verði að færa allt að 50% af úthlutuðum afla einstakra tegunda til næsta árs. Vestlendingar vilja kvótakerfi burt. Frá þeim lá fyrir þinginu eft- irfarandi: Fiskideild Snæfellsness telur að leggja eigi niður núverandi kvóta- kerfi sem mismunað hefur mönn- um í sjávarútvegi og með sama áframhaldi er fyrirsjáanleg veru- leg byggðaröskun. Deildin bendir á: 1. Hámarksafli hefur aldrei stað- ist. 2. Stærð fiskiskipastólsins er kom- in úr böndunum. 3. Sókn í smáfisk hefur aldrei ver- ið meiri. 4. Viðmiðunarár kvótakerfisins (81-83) voru mjög óhagstæð fyr- ir Breiðafjarðarbáta. 5. Mismunun á milli manna og héraða er óþoiandi. 6. Byggðalög sem áttu allt sitt undir þorskveiðum þegar nú- verandi kvótakerfi var sett á hafa orðið verst úti. Tækist ekki að leggja kvótakerfi af lögðu Vestlendingar áherslu á eftirfarandi: 1. Endurskoðun fari fram á síld- veiðiheimildum til skipa við Breiðafjörð sem hafa stundað síldveiði áður, vegna vaxandi útbreiðslu síldarstofna við Vest- ur- eða Suðvesturland. 2. Fiskiþing mótmælir alfarið hug- mynd um aukna gjaldtöku vegna sölu veiðileyfa. 3. Núverandi úthlutun rækjukvót- ans verði tekin til gagngerðrar endurskoðunar. 4. Sú tilhögun sem verið hefur á línuveiðum í nóvember, desem- ber, janúar og febrúar verði óbreytt. 5. Heimild til að flytja allt að 10% af aflamarki hverrar botnfisk- tegundar frá einu ári yfir á það næsta, verði aukin upp í 50%. Þetta dragi úr kvótatilfærslu og er um leið fiskverndun. 6. Nú þegar verði afnumin heim- ild til flutnings á varanlegum aflakvóta frá bátum yfir á tog- ara. 7. Ef á að bæta sóknarmarksskip- um lélegt aflamark og auka hlutdeild smábáta frá upphaf- legu úthlutuninni þá er eðlilegt að þeir aðilar sem fóru illa út úr upphaflegu úthlutuninni og borið hafa skarðan hlut frá borði við sérveiðar, fái sínar leiðréttingar líka. Vestfirðingar mjög ósáttir Vestfirðingar telja sig hafa borið skarðan hlut frá borði við úthlutun veiðheimilda. Frá þeim lá eftirfar- andi fyrir þinginu: Um skerðingu á veiðiheimildum Vestfirðinga: 49. Fjórðungsþing Fiskideild- anna á Vestfjörðum, haldið á Isa- firði 23. september 1989, fordæm- ir þá útfærslu fiskveiðistefnunnar sem leitt hefur til þeirrar skeröing- ar sem orðið hefur á veiðiheimild- um Vestfirðinga. Þingið fagnar þeirri ýtarlega skýrslu sem Kristj- án Jóakimsson vann um áhrif kvótakerfisins á afla og aflamögu- leika vestfirskra skipa. Skýrslan leiðir í Ijós með óyggjandi hætti að kvótakerfið hefur verið gríðarlega óhagstætt vestfirskum hagsmun- um. Með þessari skýrslu hefur verið sköpuð ómetanleg undirstaða til frekari baráttu Vestfirðinga fyrir því að ná aftur rétti sínum. Nú er því nauðsynlegt að herða enn baráttuna gegn því kerfi fisk- veiðistjórnunar, sem skert hefur lífskjör Vestfirðinga langt umfram það sem almenn skerðing fiskafla landsmanna hefur haft í för með sér. Vestfirðingar eru sem aðrir reiðubúnir að taka á sig nauðsyn- legar byrðar, sem fylgja minnk- andi þjóðartekjum, en hinu verð- ur ekki unað að landshluti sem er háðari fiskvinnslu og fiskveiðum en nokkur annar verði látinn sæta óeðlilegri skerðingu á tekjumögu- leikum. Þingið skorar á Fjórðungssam- band Vestfirðinga og hagsmuna- aðila að halda áfram baráttunni á þessu sviði. Nauðsynlegt er að nú þegar verði skipuð nefnd manna er leiði þessa baráttu með form- legum hætti. Fjórðungsþing Fiskideildanna á Vestfjörðum lýsir sig reiðubúið að taka þátt í slíku starfi. Um ákvörðun heildarafla til lengri tíma: 49. Fjórðungsþing Fiskideild- anna á Vestfjörðum, haldið á isa- firði 23. september 1989, hvetur til þess að á næsta ári verði strax tek- in upp ný aðferð til að ákvarða há- marksafla einstakra tegunda botn- lægra fisktegunda á íslandsmið- um. Verði þá horfið frá þeirri að- ferð sem viðgengist hefur undan- gengin ár og hefur haft í för með sér óæskilegar og ónauðsynlegar sveiflur í afla og tekjum allra þeirra er eiga afkomu sína undir sjávarútveginum. Þingið ítrekar því fyrra sjónar- mið sitt þess efnis að ákvörðun um heildarafla verði nú tekin til lengri tíma. Er bent á að síðasta áratug hafi meðalafli botnlægra fiskteg- unda verið um 670 þúsund lestir árlega, 370 þúsund lestir af þorski og 300 lestir af öðrum tegundum. Því leggur þingið til að næstu fimm árin verði leyfilegur ársafli miðaður við þessa reynslu og ár- lega verði leyft að veiða 320 til 380 þúsund lestir af þorski og 280 til 320 þúsund lestir af öðrum botn- lægum fisktegundum, eftir ástandi fiskistofnanna og jafn- framt reynt að draga úr óæskileg- um sveiflum. Það er því Ijóst að þær raddir sem vilja afnema sóknarmarkið eru orðnar býsna háværar. Framsal veiöiheimilda Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi virðast nokkuð sammála um að ekki beri að setja auðlindaskatt á veiðheimilir eða selja kvótann til útgerðaraðila. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um hversu frjálst kvóta- höfum'skuli vera að framselja kvóta sinn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.