Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 8
Skoöanakönnun um EB/EFTA-mál íslend- ingar fáfróðir en vilia samti EB íslendingar eru næsta fáfróðir um bæði EFTA (Fríverslunarbandalag Evrópu) og EB (Evrópu- bandalagið), samkvæmt kðnnun sem Félagsvís- indastofnun hefur gert fyrir Samstarfsnefnd at- vinnulífsins um evrópska samvinnu. Aðeins 3% þeirra sem spurðir voru gátu nefnt öll aðildarríki EFTA, aðeins 2% öll aðild- arríki EB. Samt sem áður voru rúmlega 35% lands- manna á því að það væri æskilegt að ísland sækti um aðild að EB. f þeim hópi eru kjósendur Alþýðu- flokksins lang flestir, um 6 af hverjum 10 alþýðu- flokksmönnum telja æski- legt að íslendingar sæki um aðild að Evrópubanda- laginu. Aðeins um 20% þjóðarinn- ar virðist telja það beinlínis óæskilegt að íslendingar sæki um aðild að EB. Meira en helmingur aðspurðra sem afstöðu tóku voru hlynntir því að evrópsk fyrirtæki gætu tekið þátt í íslenskum at- vinnurekstri en rúmlega 36% því andvíg. Aðeins rúmlega 10% telja að til greina komi að leyfa Evrópubandalags- ríkjum veiðar innan íslenskr- ar landhelgi gegn bættum að- gangi íslendinga að mörkuð- um ríkjanna sem tilheyra EB. Yfir 60% þjóðarinnar veit ekki hvort einhver munur er á EFTA og EB, önnur 13% telja að munurinn sé ekki um- talsverður. Þess má geta að utanríkis- ráðherra telur ekki tímabært að ræða inngöngu íslands í EB, telur vænlegra að taka þátt í þeim samningaviðræð- um sem í gangi eru milli EB og EFTA. Sömuieiðis má geta þess að það tekur mörg ár að ganga í EB og verður ekki fyrr en í fyrsta lagi árið 1995 sem slíkt verður hægt. VEÐRIÐ ÍDAG Suðaustan og sunnanatt, stinningskaldi eða all- hvasst. Skúrir eða slydduél sunnan og vestanlands en úrkomu- litið í öðrum lands- Jhlutum. Hiti 2—8 stig. Þriðjudagur 31. okt. 1989 Kaupsýslumenn í Hong Kong: Reiðubúnir að greiða vel fyrir íslenskt ríkisfang íslenska vlðsklptaráðu- neytinu hafa að undan- förnu borist nokkrar fyr- irspurnir frá Kínverskum kaupsýslumönnum í Hong Kong þar sem þeir spyrj- ast fyrir um möguleika á því að setjast að á íslandi gegn því að þeir fjárfesti í íslensku atvinnulífi. Að sögn Björns Friðfinnsson- ar ráðuneytisstjóra hefur ráðuneytið svarað þessum fyrirspurnum og gert grein fyrir því hvaða regl- ur gilda um fjárfestingar útlendinga hér á landi. Kaupsýslumenn í Hong Kong eru margir hverjir ugg- andi um sinn hag þegar þeir hafa í huga yfirtöku Kínverja á borgríkinu árið 1999. Sér- staklega eftir að atburðirnir á Torgi hins himneska friðar sl. sumar áttu sér stað. í kjölfar þeirra atburða hafa kínversk stjórnvöld lýst því yfir að hert verði á boðun sósíalismans og breytingar í átt til vest- rænna viðskiptahátta séu ekki æskilegar. Björn Friðfinnsson sagði við Alþýðublaðið að honum væri kunnugt um að Kanada- menn tækju við kaupsýslu- mönnum frá Hong Kong og veittu þeim kanadiskt ríkis- fang með því skilyrði að þeir fjárfestu fyrir ákveðnar upp- hæðir í atvinnulífi þar. Hann sagði einnig að ráðuneytið hér myndi ekkert gera varð- andi fyrirspurnirnar sem bor- ist hafa frá Hong Kong annað en að svara þeim og gera grein fyrir þeim reglum sem hér eru í gildi um fjárfesting- ar erlendra aðila og eignar- hald þeirra á íslenskum fyrir- tækjum. Þróunarnefnd Háskólans: „Aðför að sjálfstæðinu" Takmörkun nýskrán- inga og skólagjöld gætu orðið afleiðingar af þeirri „aðför að sjálfstæði Há- skólans” sem fram kemur í fjárlagafrumvarpinu. Þetta er álit Þróunar- nefndar Háskólans, að því er fram kemur í yfirlýs- ingu sem nefndin sendi frá sér í gær. í fjárlagafrumvarpinu er samtals 87 milljónum af happdrættisfé Háskólans ráð- stafað til Þjóðarbókhlöðu, bókakaupa Háskólabóka- safns og tækjakaupa til stofnana á vegum Háskólans. Fram að þessu hefur Háskól- inn ráðstafað þessu fé sjálfur. í yfirlýsingu Þróunarnefnd- ar Háskólans segir að með þ.essu sé vegið að rótum Há- skólans og sjálfstæði hans ógnað. Svo gæti farið að tak- marka þyrfti nýskráningar, þannig að Háskólinn yrði í raun ekki opinn öllum stúd- entum og til að afla fjár gæti þurft að taka upp skólagjöld. Þróunarnefndin skorar því á ríkisstjórn og Alþingi að láta Háskólann ráða sjálfan yfir happdrættisfénu óskiptu. Starfsfólk dagvistarheimila: Islenskir dagar i BYKO og Byggt og búið Hátt í 50 íslenskir framleiðendur á sviði byggingarvöru taka þátt í sölu- og kynningarátaki á íslenskri byggingarvöru sem fram fer í verslununum BYKO og Byggt og búið dagana 30. október til 4. nóvember. Kjörorð átaksins er Veljum íslenskt líkt og var í matvælakynningu sem haldin var á vegum Félags íslenskra iðnrekenda og Miklagarðs fyrr á þessu hausti. Iðn- aöarráðherra, Jón Sigurðsson, opnaði hina fslensku daga með því aö saga sig i gegnum fjöi síðdegis í gær. A-mynd E.ÓI. 1.782 undir- skriftir færð- ar Steingrími Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag vistarheimila og foreldrar söf nuðust í gær saman fyr- ir utan Alþingi til að mót- mæla fyrirhuguðum flutn- ingi dagvistarmála úr menntamálaráðuneytinu í félagsmálaráðuneytið. Steingrími Hermannssyni var við það tækifæri fengnar í hendur undirskriftir 1.782 starfsmanna dagvistunar- heimila um land allt gegn breytingu þessari. Þess fyrir utan bárust fjöldi undirskrifta frá foreldrum og öðrum aðil- um. Á útifundinum flutti Selma Dóra Þorsteinsdóttir formaður Fóstrufélagsins ávarp og sömuleiðis Svan- hildur Kaaber formaður KÍ. Þá barst fjöldi stuðningsyfir- lýsinga á fundinn. Forsætisráðherra tók við undirskriftalistunum og taldi málalok möguleg sem starfs- fólkið gæti sætt sig við. ÍSLAND Nokkur hundruð fóstr- ur, aðrir starfsmenn dag- Hitastig iborgum Evrópu kl. 12 i gær að islenskum tima.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.