Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 31. okt. 1989 Heildarupphæð vinninga 28.1 Ovar 4.750.573 3 höfðu 5 rétta og fær hver kr. 729.071 Bónusvinninginn fengu 2 og fær hvor kr. 189.884 Fyrir 4 tölur réttar fær hver 7.444 og fyri r 3 réttar tölu r fær hver um sig 530 Sölustaðir loka 15 mínútum fyrir út- drátt í Sjónvarpinu Jón Sœmundur Sigurjónsson alþingismaður: Athugasemdir við launafréttir Föstudaginn 27. október sl. birti DV fréttir af kauphækk- unum þingmanna skv. niðurstöðum kjaradóms og síðan hvaða kostnað landsbyggðarþingmenn fá sérstaklega greiddan. í tilefni af því sér blaðamaðurinn sérstaka ástæðu til þess að fjalla á afar ónákvæman hátt um búsetumál mín öðrum fremur. Laugardaginn 28. október birt- ast síðan ummæli sem ég mun hafa viðhaft um þessi mál, þar sem sömu ónákvæmni gætir og atriðum sleppt, sem breytt hefðu hinni upphaflegu „hasarfrétt", þar sem viðtalið var tekið áður en hún birtist. En það hefði sennilega dregið úr púðri fréttarinnar. Eg vildi því fá að gera eftirfarandi at- hugasemdir við þessa frétta- mennsku. Lögheimili mitt Þegar maður er kosinn á þing er oftast ætlast til að hann komi úr viðkomandi kjördæmi eða að hann samsami sig því með því að eiga þar búsetu. Þannig rennur m.a. afrakstur opinberra gjalda af launum hans til viðkomandi sveit- arfélags, sem er minnsta viðleitni þingmannsins til að standa vörð um þá hagsmuni sem hann er kjörinn til að sinna. Landsbyggð- arþingmenn ættu því að eiga lög- heimili í kjördæmum sínum. Ég hef átt lögheimili að Suður- götu 16 á Siglufirði í yfir 40 ár. Ég átti þar lögheimili er ég var kosinn á þing fyrir tveimur árum. Mér fannst sá viðburður síst gefa tilefni til að breyta um heimilisfang. Allir landsbyggðarþingmenn, nema Sunnlendingar og Suður- nesjamenn að ég hygg, eiga sitt „Ég hefátt lögheimili aö Suöurgötu 16 á Siglufiröi íyfir 40 ár. Ég átti þar lögheimili er ég var kosinn á þing fyrir tveimur árum. Mér fannst sá viöburöur síst gefa tilefni til aö breyta um heimilisfangsegir Jón Sœmundur Sigurjónsson m.a. í athugasemdum sínum. eigið húsnæði eða leigja á höfuð- borgarsvæðinu. Þannig á ég og fjölskylda mín raðhús í Hafnar- firði. Af því greiddum við kr. 51.350 í fasteignagjöid á þessu ári. Margir landsbyggðarþingmenn halda síðan einnig húsnæði í heimabyggð. Ég og kona mín eig- um einnig fasteignir á Siglufirði, þ.á m. stórt íbúðarhús með tveim- ur íbúðum sem engar tekjur eru af. Af þessum eignum greiddum við kr. 98.770 í fasteignagjöld á þessu ári. Ég hef ekki séð ástæðu til að flytja lögheimili mitt í eigið hús- næði á Siglufirði. Ég hef þægilega íbúðaraðstöðu í stóru húsnæði for- eldra minna sem kemur mér að fullum notum, þar eru allir mínir pappírar frá fornu fari og þar vita menn á Siglufirði og í kjördæminu hvar mig er að finna. Það er sjálfsagt allur gangur á því hjá landsbyggðarþingmönn- um hvort hús þeirra standa auð á þingtímanum, eða hvort einhver úr fjölskyldunni býr þar að stað- aldri. Alla vega fellur til rekstrar- kostnaður. Það er ekki öðru vísi hjá mér. Léleg blaðamennska Greinar blaðamanns DV eru óvenju ónákvæmar, bæði að formi og innihaldi. Fyrirsögnin á föstu- dagsgreininni var: „Tæpar 800 þúsund vegna lögheimilis hjá pabba". Síðan var sagt í iaugar- dagsfréttinni að ég finni ekkert at- hugavert við þessar aukagreiðslur. í hinu stutta og snubbótta viðtali við blaðamanninn að morgni föstudags vissi ég ekki, hvaða hug- myndir hann gerði sér um þessar tölur. Ég hef aldrei séð viðlíka upp- hæðir vegna þessa kostnaðar og mun ekki sjá þrátt fyrir síðustu hækkun kjaradóms. Ég skora á blaðamanninn að greiða mér per- sónulega mismuninn á þessum tæpu 800 þúsundum, sem hann segir mig fá umfram Reykjavíkur- landsbyggðarmenn, og því sem ég raunverulega fæ eins og AÐRIR landsbyggðarþingmenn, sem hafa kostnað af húsum og heimilum á landsbyggðinni. Þetta verða nokk- ur hundruð þúsund krónur sem blaðamaðurinn verður að punga út með, sóma síns vegna, til að standa við fleiprið. Síðan finnum við verðugan viðtakanda fjárins á Norðurlandi vestra til að njóta góðs af. Ég sting t.d. upp á sambýli fatlaðra, sem væntanlegt er að Gauksmýri í Vestur-Húnavatns- sýslu. Ef blaðamaður treystir sér ekki til þessa setur hann niður fyr- ir ómerkilega blaðamennsku. Eftirfarandi eru þessar stað- reyndir: 1. Kostnaður minn við hús og heimiii í heimabyggð og nálægt þingstað stenst alian sam- anburð við aðra þingmenn. 2. Samanburður á mínum högum sérstaklega með þessum hætti og svo þeirra sem eingöngu halda heimili í Reykjavík eru vægast sagt ósanngjarn. 3. Þær tölur sem blaðamaðurinn nefnir eru skelfi- lega illa unnar og fjarri lagi og fréttin öll til þess eins að kasta rýrð á mig persónulega. Utanríkisráðherra er eini ráð- herrann sem hefur haldið kostn- aði ráðuneytis síns innan ramma fjárlaga. Það forðaði honum þó ekki frá því að lenda í Geirska æv- intýrinu vegna brots þeirrar upp- hæðar, sem blaðamaður DV kast- ar hér um sig. Ráðherrann spurði: „Af hverju ég einn? Hvar eru hinir níu?“ Mér datt það svona líka í hug. Er andlegt haardlífi ungra íhaldsdrengja virkilega svo fram gengið, að þeir hnjóta nú hver um annan þveran við að leggja krata í einelti, nú, þegar allir almennileg- ir skyttuliðar eru löngu farnir til rjúpna? Vidskiptaráduneytið: Gjaldeyrisreglur rýmkaðar 777 ad auka samkeppnisstööuna segir idnaðarrádherra Frá og með 1. nóvember verða rýmkaðar reglur um gjaldeyris- mál mvegna innflutnings með greiðslufresti og erlendrar lán- töku vegna innflutnings, inn- lendrar framleiðsiu og eignar- leigu á vélum, tækjum og búnaði til atvinnurekstrar og skipavið- gerða. Að sögn Jóns Sigurðssonar við- skiptaráðherra eru þessar breyting- ar gerðar til að bæta samkeppnis- stöðu atvinnurekstrarhér á landi, en þær eru og þáttur í fyrirhuguðu af- námi hafta á sviði fjármagnsvið- skipta milli íslands og annarra ríkja. í kjölfarið fylgja ýmsar fleiri breyt- ingar í áföngum á sömu lund. Þetta er í samræmi við ákvæði málefna- samnings ríkisstjórnarinnar um að íslenski fjármagnsmarkaðurinn verði aðlagaður breyttum aðstæð- um í Evrópu. Eftir þessar tilteknu breytingar verður heimilt að fiytja inn einstak- ar vörusendingar með allt að 360 daga greiðslufresti, ef ekki kemur til ábyrgðar eða endurláns viðskipta- banka, sparisjóðs, tryggingafélags, fjárfestingalánasjóðs eða annarra fjármálastofnana. Þá verður innlendum framleið- endum véla, tækja og búnaðar heimilt að taka erlend lán til að fjár- magna allt að 80% í stað 60% af inn- lendu verði framleiðslu sinnar eða allt að 70% í stað 50%, ef til kemur ábyrgð eða endurlán innlendrar fjármálastofnunar. Áfengisdrykkja á Noröurlöndum: Íslend- ingar drekka minnst Islendingar eru bindindissam- astir Norðurlandabúa, sam- kvæmt töflu sem Áfengisvarnar- ráð hefur sent frá sér. í töflunni koma fram upplýsingar um áfengisneyslu á mann, 15 ára og eldri miðað við hreinan vínanda á árunum 1970—1985. Græn- Iendingar drekka langmest. Áfengisneysla hefur aukist örlítið á íslandi á þessum eina og hálfa ára- tugi, ársneysla meðal-íslendingsins hefur verið um 4 lítrar af hreinum vínanda. Grænlendingar hafa hins- vegar náð að drekka á sama tíma allt að 19 lítrum á mann á ári. Iöntœknistofnun: Villandi skýrsla Ríkisendurskoðunar Iðntæknistofnun fór ríflega 9% fram úr fjárveitingu á síð- asta ári en ekki 31% eins og segir í skýrslu ríkisendurskoð- unar. Ýmislegt sem fram kem- ur um stofnunina í skýrslu rík- isendurskoðunar er villandi, segir Páll Kr. Pálsson, forstjóri stofnunarinnar í sérstakri fréttatilkynningu sem hann sendi fjölmiðlum í gær. Á fjárlögum ársins 1988 voru Iðntæknistofnun ætlaðar 65 millj- ónir króna, sem var verulegur nið- urskurður frá árinu áður. Iðn- tæknistofnun fékk hins vegar leið- réttingu upp á 18 milljónir á árinu og sértekjur vegna verkefna sem stofnunin vann fyrir ýmis fyrir- tæki urðu yfir 100 milljónir, eða um 13% hærri en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Rekstrargjöld urðu hins vegar 2,3 milljónum hærri en heildar- tekjur og samtals nam skuld stofn- unarinnar við ríkissjóð 7,7 millj- ónum um síðustu áramót og í fréttatilkynningu Páls segir að þessi skuld hafi verið gerð upp. Reiknað á föstu verðlagi hefur framlag ríkisins til Iðntæknistofn- unar staðið nokkurn veginn í stað síðustu ár en sértekjur þær sem stofnunin aflar með ýmsum verk- efnum, hafa hækkað úr ríflega 50 milljónum árið 1985 í ríflega 100 milljónir á síðasta ári.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.