Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 31. okt. 1989 3 FRÉTTASKÝRING Vinnuálag fœlir konur frá sveitar- stjórnarstörfum. Kvennalistakon ur ekki ánœgdar med árangurinn á Al- þingi en ánœgdar meö sín óbeinu áhrif. Hafa ákveðið að taka sœti í bankaráðum ríkisbankanna: Þar er leyndardóma að finna sem vert er að kanna. Landsfundur Kvennalistans: Frá blaðamannafundi Kvennalistans í gær. l-ylgi listans hefur minnkað á ný eftir ævintýralega sókn. Þær viðurkenna að mikið fylgi á sínum tíma hafi að hluta til verið yfirlýsing um óónægju með aðra, en að öðru leyti segjast þær eiga erfitt með að ná eyrum fólks. A-mynd/E.ÓI. Afturkippur í sókn kvenna Kvennalistinn hélt sjöunda landsfund sinn í Ölfusi um síðustu helgi. Á fundinum komu fram nokkrar áhyggjur yfir versnandi stöðu kvenna í launamálum og svo virðist vera sem sökn kvenna í sveitarstjórnum sé í rénum og jafnvel að fjara út. „Það er umhugsunar- og áhyggjuefni, hversu margar konur, sem nú sitja í sveit- arstjórnum, hyggjast ekki gefa kost á sér til áframhald- andi starfa á þeim vettvangi samkvæmt nýlegri könn- un Jafnréttisráðs", segir í ályktun frá fundinum. Ástæðurnar eru skýrar að mati Kvennalistans: Vinnuálag þessara kvenna er of mikið, þær séu gjarn- an í þremur störfum í einu, fullri launaðri vinnu, sveit- arstjórnarstörfum og heim- ilisstörfum. Þessi afturkipp- ur, sígandi lukka í skoðana- könnunum og nokkur ein- angrun í stjórnarandstöðu vekja upp ýmsar spurning- ar. Ólík hlutskipti sigurvegaranna I sínum fyrstu alþingis- kosningum í apríl 1983 bauð Kvennalistinn sig fram í ,,aðeins“ 3 kjördæm- um af 8, en hann hlaut þó 7.125 atkvæði eða 5,5% at- kvæða af heildinni og þrjá þingmenn kjörna. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir í Reykjavík náði beinu kjöri sem dugði til uppbótar- þingsæta fyrir Guðrúnu Agnarsdóttur í Reykjavík og Kristínu Halldórsdóttur í Reykjanesi. Við tók „helmingaskipta- stjórn" Framsóknar- og Sjálfstæðisflokka næstu 4 árin. Á þeim tíma sýndu skoðanakannanir eilítið aukið fylgi kvennanna, en þó yfirleitt á bilinu 7—10% af þeim sem afstöðu tóku. Þetta breyttist þó undir það síðasta þegar kosningarnar 1987 nálguðust og fylgið tók að sveiflast í þeirra átt. í kosningunum síðustu hlaut Kvennalistinn síðan 15.470 atkvæði (aukning um 117%) eða 10,1% at- kvæða í heild — bauð sig fram að þessu sinni í öllum kjördæmum. Kosningalög höfðu breyst og nú náðu beinu kjöri í Reykjavík þær Guðrún Agnarsdóttir, Krist- ín Einarsdóttir og Þórhildur Þorleifsdóttir, í Reykjanesi Kristín Halldórsdóttir, í Norðurlandskjördæmi eystra Málmfríður Sigurð- ardóttir og síðasta sæti allra þingmanna, „flakkarann" svo kallaða, hlaut Danfríð- ur Skarphéðinsdóttir í Vest- urlandi. Kosningarnar 1987 voru mikill sigur fyrir ,,nýju“ flokkana, Borgaraflokkinn og Kvennalistann. Miðað við mælikvarða skoðana- kannana hafa hlutskipti þessara flokka orðið ærið misjöfn. Borgaraflokkurinn hefur þar misst mest allt sitt fylgi, hefur klofnað og gengið inn í ríkisstjórnina. Kvennalistinn hefur á stundum mælst með ótrú- lega mikið fylgi og getað í skjóli þess gert réttmætt til- kall til valda, en heldur sér í stjórnarandstöðu. Enginn einhlítur mælikvarði á árangur Sagt er að fylgi við Kvennalistann sveiflist vegna þess að hann telst heppilegur vettvangur fyr- ir óánægjuöflin. Að ef hegna eigi eigin flokki þá sé kjörið að varpa því tíma- bundið yfir á Kvennalist- ann. Kvennalistinn var á tíma- bili, fyrir 1—2 árum, í skoð- anakönnunum með 28—30% fylgi af þeim sem tóku afstöðu. Síðar dalaði fylgið all verulega og er nú komið nálægt kosninga- fylgi hans fyrir tveimur ár- um. Betra er að átta sig á stöðunni ef fylgið er talið í kjósendum: Þeir voru 15.470 í kosningunum, fóru upp í nálægt 45 þúsund samkvæmt skoðanakönn- unum, en eru nú komnir í 15—16 þúsund á ný. Fylgið þrefaldaðist, en er nú þriðj- ungur af því er best lét. En eru Kvennalistakonur ánægðar eða óánægðar með uppskeruna af 6—7 ára setu á þingi? „Auðvitað hefðum við viljað mikið meira, en með tilliti til ýmissa þátta erum við samt nokkuð ánægðar," segir Kristín Halldórssóttir, starfsmaður Kvennalistans og fyrrum þingmaður. 'Þetta fer eftir því hvaða mælikvarða þú leggur á hlutina," segir Þórhildur Þorleifsdóttir þingmaður. „Ef þú spyrð hvort við sé- um ánægðar með hvað við höfum fengið margt sam- þykkt á Alþingi er svarið að við erum ekki ánægðar. Og hið sama má t.d. segja um borgarstjórn. En þetta er bara brot af starfinu, við höfum vonandi haft okkar áhrif í nefndum og stjórn- um og við höldum því fram að við höfum haft einhver áhrif á vinnubrögð í þing- inu. En aðaláhrifin eru ann- ars staðar. Það er afskap- lega mikilvægt fyrir konur að vera einhvers staðar þar sem það heyrist í þeim, þótt það gangi reyndar ansi illa á Alþingi núorðið." Stjórnarþátttaka veröur aö vera eftirminnileg Um óbein áhrif Kvenna- listans nefndi Kristín Hall- dórsdóttir dæmi af fisk- veiðistefnunni: Hann lagði fyrir tveimur árum fram til- lögur þar sem mikil áhersla var lögð á rannsóknarþátt- inn og „það er þó eitt lítið dæmi sem við finnum í þeim drögum að fiskveiði- stefnu sem nú eru að sjást, sem er ættað frá okkur — áhrifin leyna sér ekki." Þrátt fyrir sterka stöðu á stundum hefur Kvennalist- inn ekki enn fengist við framkvæmdavaldið — tek- ið þátt í ríkisstjórn. Þó var mikið biðlað til þeirra og sjálfar viðurkenna þær að margir stuðningsmenn list- ans hefðu viljað sjá konurn- ar í ráðherrastólum til að hafa bein áhrif á ýmsar mikilvægar ákvarðanir. „Auðvitað viljum við fara í ríkisstjórn", segir Þórhild- ur. „Við bíðum eftir því með óþreyju að fá nægilegt fylgi og nægilegan styrk til að fara í ríkisstjórn á þeim for- sendum að við getum skilið eftir okkur veruleg spor. Við höfum engan áhuga á því að fara í ríkisstjórn þar sem við erum aðeins eitt hjól undir vagni en megna ekkert — það yrði okkur ekki til framdráttar þegar til lengri tíma er litið. Skammtímasjónarmiðið væri auðvitað að rjúka inn í ríkisstjórn, en langtíma- sjónarmiðið hlýtur að segja okkur að það hefði ekki verið rétt ákvörðun af því við hefðum ekki getað gert það með nógu afgerandi hætti. Við verðum að bíða þangað til við metum það svo að það verði svo eftir- minnilegt að það fari ekki framhjá neinum að það muni um það að hafa Kvennalistann í ríkis- stjórn." „Við erum enn að plægja og sá. Uppskerutíminn er ekki kominn" bætir Kristín Halldórsdóttir við. Boriö saman viö Valhallarbákniö... Aðspurð um mikla fylgis- sveiflu til Kvennalistans á tímabili, en síðan „hrap" á síðustu mánuðum, allt und- ir kosningafylgi listans sagði Þórhildur að það væri skiljanlegt þegar sagt væri sem svo, að þegar Kvennalistinn ryki svo mik- ið upp í skoðanakönnunum væri hluti skýringarinnar yfirlýsing um óánægju með aðra, en ekki endilega ánægju með Kvennalist- ann. „Við erum klárar á því að það eru mjög margir sem urðu fyrir vonbrigðum með að við skyldum ekki fara í ríkisstjórn. Það viss- um við þegar við tókum þá ákvörðun. Svo eigum við hins vegar í miklum vanda með að koma okkar mál- stað í gegn, sem í raun er vandi kvenna í gegnum aldirnar, að vera ekki nógu sýnilegar. Við eigum af- skaplega erfitt með að ná eyrum þjóðarinnar í sama mæli og aðrir." „Ekki má gleyma því að við erum í stjórnarand- stöðu við hliðina á mjög stóru bákni sem Sjálfstæð- isflokkurinn er,“ segir Krist- ín Halldórsdóttir. „Þjóðin’ virðist vera fljót að gleyma og nú baðar sá flokkur sig í því sem þeir telja til vin- sælda fallið, eins og að af- nema nánast alla skatta að manni skilst, og þeir koma mjög sterkir fram. Það er mjög táknrænt að stilla saman okkar litla leiguhús- næði og síðan Valhallar- bákni Sjáifstæðisflokksins, sem sýnir okkar mismun- andi stöðu í stjórnarand- stöðunni. Þeir hafa stóran flokk, mikið fjármagn, stórt blað og svo framvegis." „Að öðru leyti sýna fjöl- mörg dæmi hversu skoð- anakannanir taka mikið mið af stund og stað. Eftir landsfund Sjálfstæðis- flokksins rauk Davíð Odds- son skyndilega á toppinn, en komst varla á blað yfir vinsælustu stjórnmála- mennina áður. Annað dæmi er af Jóni Baldvin og vínmálum hans — allt í einu var hann orðinn sið- spilltasti stjórnmálamaður landsins, en viku áður hefði það sjálfsagt verið einhver annar." í bankaráöum er leyndardóma aö finna Á landsfundinum voru samþykktar ýmsar álykt- anir. Meðal annarra um versnandi stöðu kvenna á vinnumarkaðinum, um sér- staka Kvennadeild innan Byggðastofnunar er fái a.m.k. 20% af framlagi rík- isins til stofnunarinnar, um mótmæli gegn fyrirhugaðri endurvinnslustöð fyrir kjarnorkuúrgang í Doun- reay og fleira. Hitt hefur vakið meiri athygli að Kvennalistinn hefur ákveð- ið þá stefnubreytingu að taka sæti í bankaráðum rik- isbankanna, í Seðlabanka, Landsbanka og Búnaðar- banka. Hvers vegna er þessu breytt nú? „Við fetum okkur af stað inn í þetta kerfi. Fyrir rúm- um 6 árum var það Alþingi. Auðvitað var fjöldamargt sem við áttum þá eftir að skoða og þetta er eitt af því. Með aukinni reynslu höfum við hreinlega komist að því að það sé nauðsynlegt fyrir okkur að vera inni í banka- ráðunum," segir Þórhildur. „Andstaða okkar var fyrst og fremst gegn pólit- ískt kjörnum nefndum og ráðum á öllum sviðum," segir Kristín. „Við erum nú að skoða afkimana," segir Þórhildur. „Við sögðum fyrst að við ætluðum ekki í þennan tiltekna afkima, en höfum komist að því að þar er líklega að finna leyndar- dóma sem vert er að kanna. Konur þurfa að fá stærri hlutdeild í fjármagni landsins og það streymir að hluta til í gegnum bankana. Á móti þessu getum við bent á, sem við teljum áhrif frá okkur, að það er orðið mjög útbreidd skoðun að það eigi ekki að vera pólit- ísk ráð t.d. á menningar- sviðinu. Það er nýbúið að samþykkja lög um Lista- safn lslands, þar sem ekki er lengur pólitískt ráð, hið sama má segja um Þjóð- minjasafnið og mér skilst að álíka sé í uppsiglingu í frumvarpi til útvarpslaga." „Ég held að karlarnir í bankaráðunum hafi ekki af mjög miklu að státa og ég hygg að við getum lagt þar eitthvað til,“ bætti Kristín við. Að lokum kafli úr álykt- un, sem lýsir erfiðleikum kvenna sem koma út á vinnumarkaðinn: „Konur koma inn á vinnumarkað- inn á allt öðrum forsendum en karlar. Þeim er þó ætlað að lúta sömu lögmálum og leikreglum og körlum sem hafa ákveðið allt eftir sínu höfði og þörfum, en það er í rauninni líkt og að api segi fiski að þeir skuli klifra upp í tré á jafnréttisgrundvelli."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.