Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 31. okt. 1989 7 UTLÖND Kynþáttahahir eyksf meðal unglinga í Bandaríkjunum Gengi hvítra táninga myrti nýlega Yusef Hawkins — tán- ing af svertingjaættum. Þetta átti sér stað í Brooklyn, New York. Hvítu ungmennin sögðu að Yusef hefði ætlað að hitta stúiku, sem nýlega hafði slitið sambandi við einn úr genginu — það sem Yusef ætlaði að gera, var að kaupa sér notaðan bíl... Þaö er ekki stór hópur hvítra bandarískra táninga, sem hefur kynnt sér réttindabaráttu blökkumanna á árunum milli 1950 og '60 og því miöur viröast fordómar gegn þeldökkum vera ad fœrast í aukana, medal ungs fólks úr hópi hvítra. Kennarar og æskulýðsleiðtogar segja að umburðarlyndi milli kyn- þáttanna sé síminnkandi. Þeir kenna því um að þeim sem eru ungir í dag í Bandaríkjunum sé í rauninni ekki kunnugt um hina löngu og erfiðu baráttu þeldökkra Bandaríkjamanna fyrir almenn- um mannréttindum á undanförn- um áratugum. Þetta á að vísu ekki aðeins við um þá yngri og samhugur hvítra gagnvart frelsisbaráttu svertingja er lítill samanborið við fyrir 20—30 árum. Reagan-árin settu sinn svip á jafnréttisbaráttuna á neikvæðan hátt, þegar lagst var gegn því að menn ættu jafnan rétt til skólasetu eða í vinnu hvernig svo sem litur á húð þeirra væri. Nú nýverið urðu róstur í Virginia Beach milli hvítra og svertingja. I „Reagan kenndi okkur að sætta okkur við eigin fordóma án þess að skammast okkar,“ sagði hvítur maður í kosningabaráttunni á ár- inu sem leið. „Við getum kallað þau tíu ár, ár skinhelgi og sjálfum- gleði,“ var heiti sem þekktur mannvinur gaf þessum árum. Elstu og þekktustu samtökin sem berjast fyrir jafnrétti til handa svertingjum eru NAACP og hafa starfað í 80 ár. Þau hafa ekki látið deigan síga, vinna að réttindum svertingja í dómskerfinu og ekki síst í sambandi viö kosningarétt þeirra. Talsmenn þessara samtaka segja að andrúmsloftið fyrir jafn- rétti milli kynþátta sé nú þyngra en það hefur verið um margra ára skeið. Héraðsskrifstofurnar í Atlanta og aðalbækistöðvar sam- takanna í Baltimore hafa orðið fyrir sprengju og skotárásum. Eng- inn dó en bæði fullorðnir og börn slösuðust. Þetta leiðir svo af sér árásir þel- dökkra á hvíta og svo aftur hefnd- arárásir hvítra á kannski alsak- lausa aðeins ef húð þeirra er ekki hvít. Svo er leitað að blórabögglum. Á Flórida eru oft óeirðir milli spænskumælandi „ljósbrúnna" og svertingja og ekki virðist lát á erj- um milli minnihlutahópa og þá er afsökunin vanalega sú að „þeir taka frá okkur atvinnuna." Svo virðist sem Bandaríkjaþing ætli nú að gera róttækar ráðstafanir til að lægja þessar öldur og guð láti gott á vita. (Arbeiderbladet, stytt.) SJÓNVARP Stöð 2 kl. 15.30 LEIÐIN TIL FRELSIS ** (Song of the Open Road) Bandarísk bíómynd, gerd 1944, leikstjórí Sylvan Simon, adalhlut- verk Edgar Bergen, W.C. Fields, Jane Pöwell o.fl. Myndin segir af ungri stúlku, fjórtán 'ára gamalli nánar tiltekið, sem er stjarna í Hollywood, fyrir aldur fram ef svo má að orði komast. Hún þráir að vera eins og hver önnur stúlka en það gengur auðvitað ekki, m.a. vill hún gjarna fara út að skemmta sér en fær sjaldan tækifæri til. Jane Po- well lék þarna sitt fyrsta hlutverk í kvikmynd og sönghæfileikar henn- ar njóta sín býsna vel í þessari hálf- fimmtugu mynd. Sjónvarpið kl. 20.35 ATLANTSHAF- ÍIT VIÐ EYJAR BLÁAR (Atlantic Realm) Breskur fræðslumyndaflokkur í þremur þáttum um Atlantshafið, jarðfræði þess og lífið í þessu ógna- lega stóra úthafi. Mál sem okkur ís- lendingum er skyldara en flest önn- ur enda hefur Atlantshafið verið okkar lífæð á þessari öld. Stöð 2 kl. 21.30 UNDIR REGN- B0GANUM (Chasing Rainbows) Kandadískur framhaldsmynda- flokkur í sex þáttum er þetta sá síð- asti. Þetta er fremur venjulegt allt saman og nú síðast var kirkjuklukk- unum hringt en enginn veit ná- kvæmlega hver var að gifta sig og þá hverjum. Yfirstéttargæinn er kominn á rétta hillu, öreiginn á í sál- arkreppu og fyrrverandi ástkona þeirra beggja hefur reynt fyrir sér sem rithöfundur en fengið háðulega dóma fyrir þær tilraunir. Semsagt, allt getur ennþá gerst. Stöð 2 kl. 23.10 KAMBÓDÍA í ÁRATUG (Cambodia Year Ten) Núverandi valdhafar hafa gefið landinu nafnið Kambódía á meðan að Útlagastjórn landsins, Rauðu khmerarnir, kalla það Kampútseu með fulltingi og viðurkenningu Sameinuðu þjóðanna. Fyrir ná- kvæmlega tíu árum var þáttur um þessa stríðsþjáðu þjóð sendur út í um 50 þjóðlöndum samtímis og sáu um 150 milljónir manna þann þátt sem vakti geysilega athygli. Talið er að um 250 þúsund manns í Kamb- ódíu eða Kampútseu eigi þessum 10 ára gamla þætti líf sitt að launa því viðbrögð almennings voru mikil og gagnyrt. Þessi þáttur sem nú verður sýndur er stórmerkilegur og mjög pólitískur og meðal annars er dreg- in fram í dagsljósið áætlun Banda- ríkjamanna um að fórna þessari 8 milljón manna þjóð fyrir samskipti við Kínverja. Stöö 2 kl. 00.00 ÓKINDINIV * (Jaws — the Revenge) Bandarísk bíómynd, gerd 1987, leikstjóri Joseph Sargent, adalhlut- verk Michael Caine, Lorraine Gary, Lance Guest, Mario Van Peeples, Karen Young. Þetta var fjórða hákarlamyndin og þessi er skyldust þeim sem komu númer eitt og tvö. Mynd nr. þrjú er eiginlega ekkert skyld hinum. Þarna leikur Lorraine Gary, sem lék eiginkonu aðalpersónunnar í fyrstu tveimur myndunum, áfram í sama hlutverki, nú er hún ekkja og er sannfærð um að hákarl nokkur sé í heilögu stríði gegn fjölskyldu henn- ar. Hún flytur því til Bahamaeyja, eftir að hákarl drepur yngri son hennar í upphafi myndar, en sjórinn nærri þeim eyjum á að vera þeirrar náttúru að hákarlar eru ekki mikið að þvælast þar um slóðir. Reyndin verður auðvitað önnur. Þetta er af- spyrnu léleg mynd, Michael Caine er í vægast sagt skrýtnu hlutverki sem áhyggjulaus ævintýramaður og flugkappi. Endirinn er líka algjör- lega fáránlegur og drepur það litla sem áður hafði verið upp byggt. 0 sröÐ 2 17.00 Fræðsluvarp - 17.50 Flautan og lit- irnir Kennsluþáttur í blokkflautuleik fyrir börn og fulloröna 1530 Leiðin til frelsis Song of the Open Road. Bíómynd. 17.05 Santa Barbara 17.50 Jögi Teikni- mynd 1800 18.05 Hagalín hús- vörður Barnamynd 18.15 Sögusyrpan Breskur barnamynda- flokkur 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Fagri-Blakkur Breskur framhalds- myndaflokkur 18.10 Veröld — Times Atlas mannkynsagan 18.40 Klemens og Klementína Barna- og unglingamynd — 7. af 13 1900 19.20 Steinaidar- mennirnir Teiknimynd um Fred og Barney og ævintýri þeirra 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veður 20.35 Atlantshaf 1. hluti i breskum fræðslumyndaflokki um jarðfræði Atlants- hafs 21.30 f dauöans greipum Lokaþáttur sakamálamyndaflokks 22.25 Haftur ríður hrossi 2. þáttur um samskipti fatlaðra og ófatlaðra í samfélag- inu — . 19.1919.19 20.30 Visa-sport 21.30 Undir regn- boganum Lokaþáttur ... . . .' . 2300 23.00 Ellefufróttir og dagskrárlok 23.10 Kambódia í ára- tug Sjá hér á siðunni 00.00 Ókindin IV Sjá hér á síðunni

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.