Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 31.10.1989, Blaðsíða 2
2 Þriðjudagur 31. okt. 1989 f f MMÐUBUIDIÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 75 kr. eintakið. EVRÓPA OG VILJI ÞJÓÐARINNAR Félagsvísindastofnun Háskólans hefur birt skoðanakönnun sem stofnunin gerði á viðhorfum og þekkingu á málefnum er tengjast V-Evrópu. Helstu niðurstöður þeirrar könnunar eru þær, að þjóðin lýsir mjög jákvæðri afstöðu til samstarfs við þjóðir V- Evrópu. í könnuninni kemur hins vegarfram, að mikil vanþekking ríkir meðal þjóðarinnar um málefni Evrópu og þá sérstaklega um EFTA og EB. í könnuninni kemur einnig fram, að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar vill ekki leyfa veiðar EB-ríkjanna innan ís- lenskrar veiðilögsögu þótt á móti kæmi bættur aðgangur íslend- ingíSað Evrópumörkuðum. Þessi afstaða íslensku þjóðarinnar til eigin lögsögu er bæði réttmæt og skiljanleg. íslendingar háðu erfið þorskastríð og börðust áratugum saman fyrir stækkun land- helginnar í áföngum í 200 mílur. Undirstaða íslensks efnahagslífs og þar með lífskjara á íslandi er sjávarútvegurinn. íslenska þjóðin er ekki reiðubúin að deila með öðrum þessu fjöreggi þjóðarinnar sem veiðilögsagan er. Hins vegar verður okkur að vera Ijós sú hætta sem stafar af einhæfri atvinnuuppbyggingu. Hugmyndir Jóns Sigurðssonar iðnaðarráðherra um stækkun álversins og uppbyggingu orkufreks iðnaðar á íslandi eru fyrstu raunhæfu áformin um endurskipulagningu atvinnuveganna á íslandi. Með fjölþættri atvinnuuppbyggingu minnkar hættan á síendurtekn- um hagsveiflum og fjöreggjum þjóðarinnar fjölgar. A sama tíma og við búum við sjávarútveginn sem aðalatvinnu- grein og stöndum þar af leiðandi vörð um fiskimið okkar, er hætta á að íslendingar einangrist frá þeirri víðfeðmu þróun sem nú á sér stað í V-Evrópu. Það er því mikilvægt þegar við lítum til framtíðar, að við byggjum upp fjölþættar uppistöðuatvinnu- greinar og hefjum þegar undirbúning að víðtæku samstarfi við Evrópuþjóðirnar. Niðurstöður skoðanakönnunar Félagsvísinda- stofnunar gefa berlega í skyn vilja íslendinga til að auka tenglsin við V-Evrópu. Yfirgnæfandi meirihluti aðspurðra er því fylgjandi að Islendingum verði gert auðveldara að starfa í Evrópuríkjum, að íslensk fyrirtæki geti í auknum mæli nýtt sér þjónustu evrópskra fyrirtækja, bankastofnana og tryggingarfélaga og að dregið verði úr tollum og innflutningshöftum á evrópskum vör- um gegn niðurfellingu tolla á íslenskum útflutningi til V-Evrópu. Vilji íslensku þjóðarinnar er því skýr: íslendingar nútímans vilja út úr hinu lokaða hagkerfi, opna landið fyrir auknum tengslum við erlendar þjóðir og rjúfa þá einangrun sem landið hefur búið við t áratugi og aldir; menningarlega, félagslega og efnahagslega. Pað er mikilvægt að þeir sem við völd sitja á íslandi skilji þessi skilaboð frá íslensku þjóðinni. Að hagsmunum heildarinnar og vilja meirihluta þjóðarinnar sé ekki fórnað fyrir verndarpólitík og pólitíska hagsmunagæslu í þágu fárra. Evrópa öll stendur nú á tímamótum. ísland stendureinnig á tímamótum. 'nmar hins lok- aða hagkerfis eru að líða undir lok, þar sem óhagstæðum at- vinnurekstri hefur verið haldið uppi af ríkisfé og pólitískum fyrir- greiðslustofnunum. Þetta verða ráðamenn þjóðarinnarog stjórn- málamenn allra flokka að skilja. Sökinni á fáfræði íslendinga um málefni V-Evrópu sem fram kemur í niðurstöðum umgetinnar skoðanakönnunar, hefyr verið að stórum hluta skellt á fjölmiðla. Að þeir hafi brugðist úpplýs- ingaskyldu sinni. Það er rétt, að fjölmiðlar, einkum þeirstærstu og sterkustu, hafa sýnt þessum veigamiklu málaflokkum V-Evrópu allt of lítinn áhuga. Kannski er það eitt dæmi um ein- angrun íslands. En ástæðurnar eru fleiri. Jón Baldvin Hannibals- son utanríkisráðherra hefurgert skilvíslega grein fyrir þróun mála í V-Evrópu í ítarlegum viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum og einnig hefur ráðherrann skrifað fjölda greina um sömu mála- flokka sem birst hafa víða í dagblöðum, m.a. hér í Alþýðublaðinu. Hins vegar hefur mikið skort á, að aðrir ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar hafi fjallað um málefni EFTA og EB í víðu samhengi og að hin mikilvægu málefni V-Evrópu hafi verið í opinberri umræðu hjá al- þingismönnum eða embættismönnum þjóðarinnar. Hér þurfa allir að leggja hönd á plóginn. ÖNNUR SJONARMID TIMINN átti viðtal við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sem birtist s.l. laugardag þar sem ráðherrann var m.a. spurður um niðurstöður skoðanakönnunar Fé- lagsvísindastofnunar. í niðurstöðun- um kom fram, að fáfræði um mál- efni V-Evrópu væru geysilega mikil. Jón Baldvin taldi sökina liggja að stórum hiuta hjá fjölmiðlum, sér í lagi sjónvarpsstöðvunum, sem virð- ast vera mun uppteknari við að velta sér upp úr smásköndulum á ís- landi en að fjalla af þekkingu um stóra málaflokka sem skipta ís- lensku þjóðina miklu máli. Utanríkisráðherra segir orðrétt í viðtalinu við Tímann: „ „Hverjir eru nú áhrifamestu miðlar í fjölmiðlabyltingu sam- tímans — ef hún hefur ekki étið bðrnin sín? Það eru sjónvarps- stöðvarnar. En á hverju hafa þær haft áhuga? Hver hefur verið fréttastefna þeirra? Hafa þær haft mikinn áhuga á að miðla einhverjum upplýsingum um svona veigamikið og stórt mál? Nei. Þær höfðu hins vegar óskaplega mikinn áhuga á öðr- um málum, og get ég þar talað af eigin reynslu. Eg upplifði það á íslandi um daginn — eftir hálfs mánaðar umfjöllum á Stöð 2, þar sem reynt var að koma því inn hjá þjóðinni að ég væri bæði þjófur og alkóhólisti — að þá höfðu þeir skoðanakönnun þar sem í Ijós kom að 85% af svar- endum töldu að þetta hlytu að vera réttar fréttir. Nú mætti kannski beina því til þessarar stöðvar hvort þeir vildu nú ekki reyna að upplýsa þjóðina um hin meiri mál og hafa svo vandaðar skoðanakannanir á eftir,“ sagði Jón.“ MEIRA um fjölmiðla. Nú er fræði- maðurinn Hannes Hólmsteinn Giss- urarson háskólalektor búinn að skrifa bók um íslenska fjölmiðla. Og það eru ekki óhlutdræg vísindi ef marka má orð höfundar í viðtali við DV í gær. Ónei. Höfundur segir um þessa bók sína: „Það er aftökustíll á henni en ekki jarðarfarar." Það sem vekur hins vegar athygli er að Hannes Hólmsteinn sem ráð- inn hefur verið lektor skuli hafa tíma til að senda frá sér aðra bókina í ár. Hin fyrri var, eins og menn muna, saga Sjálfstæðisflokksins í 60 ár og fékk dreifingu á landsfundi flokksins. En lektorinn hefur skýringu á þessari athafnasemi einnig: „Ég færi samkennurum mín- um í stjórnmálafræði sérstakar þakkir í formálanum fyrir að hafa stillt kennslubyrði minni svo í hóf að ég hef nægan tíma til rannsókna og ritstarfa," segir hann.“ Það er ekki amalegt. Að skrifa bækur um Sjálfstæðisflokkinn og frjálsa fjölmiðla og ríkið borgar vinnulaunin. Það eru bara útvaldir sem geta hugsað á kostnað skattgreiðenda. Hannes Hólmsteinn: Tvær bæk- ur á ári. Á kostnað skattgreið- enda. Einn með kaffinu — Gulrætur eru mjög góðar fyrir sjónina. — Ég trúi því ekki. .. — Jæja, hefurðu nokkurn tím- ann séð kanínu með gleraugu? DAGATAL Viötöl um miðjan dag t*essir fréttamenn eru alltaf á ferðinni og farnir að vera talsvert áberandi í bæjarlífinu. Hérna áður fyrr voru það einna helst Hafnar- strætisrónar og skringilegir per- sónuleikar sem settu svip sinn á miðbæinn. Nú eru það fréttamenn með sjónvarpsvélar og hljóð- nema. Ég verð nú að segja að ég sakna dálítið gömlu tímanna. * Eg var staddur niður í Austur- stræti fyrir nokkru þegar einhver fréttamaður á gallabuxum með skegg og úfið hár, klæddur í snjáð- an ullarfrakka, stakk hljóðnema undir hökuna á mér og spurði: — Hvað veistu um EFTA? Mér brá svo mikið að ég sagði bara: — Ég held að það sé í ágætu standi. Svo forðaði ég mér inn í næstu sjoppu, því ég segi það alveg eins og er, að mér er meiniila við þessa blóðhunda fjölmiðlanna. Þeir gætu alveg eins grafið upp að gamla lögheimilið mitt er í Kópa- vogi. En út um sjoppudyrnar fylgdist ég hins vegar með fréttamannin- um sem hélt áfram að spyrja veg- farendur. Nú var skeggjaði frétta- haukurinn búinn að króa af ungl- ingsstelpu með skólatösku. — Hvað veistu um EB? heyrði ég að fréttamaðurinn spurði. — Ha? Um hvað? spurði stúlkan brosandi á móti. — Hvað veistu um Evrópu- bandalagið? spurði fréttahaukur- inn óþolinmóður. — Ér það einhver ný hljómsveit? spurði stúlkan broshýra og fliss- aði. — Veistu eitthvað um EFTA? sagði fréttamaðurinn. — Nei, Guð nei, á maður að þekkja það? spurði stúlkan með brosleitu augun. — Veistu hver er utanríkisráð- herra íslands? spurði fréttamaður- inn hálfuppgefinn á svipinn. — Ja, er það ekki hann þarna Jón Óttar, eða hvað hann heitir, sagði stúlkan. — Klippa! sagði fréttamaðurinn. Næsta fórnarlamb fréttamanns- ins var öldruð kona sem gekk beygð við staf. — Hvað veistu um EB? spurði fréttamaðurinn og stakk míkró- fóninum niður á við að andliti gömlu konunnar. — Hvað segirðu, góði minn? spurði konan. Fréttamaðurinn endurtók spurninguna. — Hérna í gamla daga var nú vaninn að segja góðan daginn þegar maður ávarpaði fólk, sagði konan og gretti munnvikin í eins konar brosi. — Klippa! Við byrjum aftur, sagði fréttamaðurinn og endurtók spurninguna. — Ebé? hváði konan. Er það eitthvert nýtt tannkrem? Er þetta sjónvarpsauglýsing? — EB er stytting á Evrópu- bandalaginu, útskýrði fréttamað- urinn. — Já, Evrópubandaiagið, það er von að þú spyrjir, blessaður dreng- urinn. Nú komst fréttamaðurinn greinilega í bobba. Hann bjargaði sér með að spyrja næstu spurning- ar: — Veistu hver er utanríkisráð- herra? Konan dæsti og svaraði: — Já, það veit ég vel. En það er von að þú vitir það ekki. Hvernig ættuð þið fréttamennirnir að vita hvaða ráðherra gerir hvað. Þið fjölmiðlamennirnir hafið bersýni- lega enga hugmy nd um hvað þess- ir ágætu menn eru að gera í sínum störfum fyrir þjóðina. Þið fjallið um þá eins og þeir væru bara Mafíuforingjar og glæpahyski. En væri ekki nær að þið settuð ykkur inn í málin áðúr en þið vaðið með vanþekkinguna yfir alþjóð? Og finnst þér ekki niðurlægjandi að vera að spyrja gamlar kerlingar eins og mig um hluti sem þið eigið að vita? Svo haltraði gamla konan í burtu. Fréttamaöurinn stóð í smá- tíma og horfði á eftir henni. Svo sagði hann við tæknimanninn: — Pökkum saman. Það er ekki hægt að nota neitt af þessu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.