Alþýðublaðið - 11.11.1989, Síða 12

Alþýðublaðið - 11.11.1989, Síða 12
Laugardagur 11. nóv. 1989 Alaskamidin heilla: 27 milljarða fjár- festing Norðmanna — og bankarnir grœöa Norðmenn hafa lagt nær 27 milljarða íslenskra króna í fisk- veiðar og fiskeldi í Norður Am- eríku. Einkum hafa fjárfestingar Norðmanna beinst að norðvest- ur Bandaríkjunum og hefur ásókn þeirra í þetta svæði verið líkt við gullæðið í Alaska um aldamótin. Fiskeldisævintýri Norðmanna á þessum slóðum hefur hins vegar komið út með umtalsverðu tapi, eirikum vegna nýrra tolla, um 50% verðfalls og fisksjúkdóma. Fiskveiðarnar hafa á hinn bóginn fært hinum norsku fjárfestingaraðil- um, sem eru bankar aðallega, tals- verðan gróða. Kredidkassen hefur þannig lánað um 18 milljarða og engu tapað. Nú ræða Norðmenn um að skipta um frá Kyrrahafslaxi yfir í Atlantshafslax. Veiðar út af ströndum Alaska verða æ meir freistandi, sérstaklega í Ijósi stækkunar fiskveiðilögsög- unnar þar í 200 mílur og efldra fisk- stofnanna. Um leið aukast mögu- leikarnir á því að selja þangað skip og fiskveiðibúnað. Ríkisbákniö bólgnar og bólgnar: Stœrstu fyrirtœki landsins: Yfirburðir SÍS ó enda Velta SIS hefur dregist saman um 9 milljaröa á tveimur árum. Samband íslenskra sam- vinnufélaga (SIS) ber ekki leng- ur ægishjálm yfir önnur ís- len.sk fyrirtæki. A síðasta ári velti SIS 16,3 milljörðum króna á verðlagi þess árs, en Sölumið- stöð hraðfrystihúsanna (SH) tæplega 14 milljörðum og Landsbanki íslands rúmlega 12 milljörðum. Velta SÍS milli ára minnkaði að raungildi um 22%. Þegar veltutölur stærstu fyrir- tækja landsins á nýjum lista Frjálsrar verslunar eru framreikn- aðar til núvirðis og bornar saman við framreiknaðar veltutölur fyrri ára kemur í ljós að velta SÍS minnkaði úr 29,7 milljörðum króna árið 1986 í 20,8 milljarða ár- ið 1988 eða um 9 milljarða króna á tveimur árum- eða um 30% að raungildi. Velta SÍS hefur ekki ver- ið minni um árabil. Um all langt skeið hafa önnur ís- lensk fyrirtæki ekki komist með tærnar þar sem SÍS hefur haft hæl- ana. Á timabilinu 1979—1988 náðu yfirburðir SÍS lengst árin 1981 og 1984 þegar velta SÍS var 71—72% meiri en velta næsta fyr- irtækis, SH. Síðan hafa hlutfalls- legir yfirburðir minnkað stöðugt, en mest þó á síðasta ári. Þá var velta SÍS „aðeins" 17,4% meiri en hjá næsta fyrirtæki, SH. Af öðrum fyrirtækjum má nefna að Hagkaup héldu 1988 áfram sókn sinni og hefur á síðastliðnum áratug eða meira breyst úr hóf- sömu fyrirtæki í áttunda stærsta fyrirtæki landsins, sé dótturfyrir- tækið Miklatorg talið með (IKEA). Önnur fyrirtæki í mikilli sókn voru íslenska Járnblendifélagið, Síldar- verksmiðjur ríkisins og Andri hf. Fyrirtæki sem lækkuðu áberandi í veltu frá 1987 voru t.d. íslenskir aðalverktakar, Mjólkursamsalan, SS, Grandi, Hagvirki, Áburðar- verksmiðjan og Bílaborg. 43% f jölgun á I jórum árum Á fjögurra ára tímabili hefur ríkisstarfsmönnum innan vé- band BHMR fjölgað um 43%. Á sama tíma fjölgaði ríkisstarfs- mönnum innan BSRB um 2% og innan Kennarasambands Is- lands um 6%. Ríkisstarfsmönn- um hefur í heild fjölgað um 1.707 á tímabilin 1. apríl 1985 — mars 1989. Það er 13% fjölgun i heild hjá ríkinu. Innan vébanda BHMR er fjöldi smærri félaga, af þeim hefur félög- um í Félagi háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga fjölgað hlutfalls- lega mest, um 170%. í Matvæla- og næringarfræðifélagi Islands hefur fjölgað um 148%. I HÍK hefur fjölg- að um 60% svo dæmi séu tekin. Þegar þessar tölur eru fundnar er tekið mið af þeim fjölda starfs- manna sem fá föst mánaðarlaun greidd hjá Launaskrifstofu ríkisins og í því sambandi veröur að hafa í huga að töluvert er um það að launagreiðslur sem áður hafa verið hjá sveitarfélögum, hafi færst yfir til launaskrifstofu ríkisins. Áætlað er að fjórðungur fjölgunarinnar stafi af þessu. Berlínarmúrinn illrœmdi hruninn: Vonandi endaiok skiptingar Evrepu — segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráöherra. A-Þýsk yfirvöld hafa ákveðið að opna Berlínarmúrinn ill- ræmda og telja menn að þar með sé grundvöllur hans hruninn. I fjölmiðlum hefur Svavar Gests- son menntamálaráðherra geng- ið lengra og sagt að kalda striðið sé nú hrunið. Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra fagnar þessari ákvörðun austurþýskra yfirvalda um að aflétta ferðafrelsi yfir til V-Þýskalands. „Ákvörðunin markar enn einn mikilvægan áfanga í við- leitni ríkja austurs og vesturs til að eyða þeirri tortryggni sem einkennt hefur samskipti þeirra á árunum eft- ir stríð og stuðla þannig að endalok- um skiptingar Evrópu" segir utan- ríkisráðherra. Umhverfismálamenn ræddu nýja ráðuneytið í gær var haldin ráðstefna um umhverfismálaráðuneyti að frumkvæði samtakanna Landvernd, í tengslum við að- alfund félagsins. Sérstakur gestur ráðstefnunnar var Oddmund Graham, ráðuneytisstjóri norska umhverfismála- ráðuneytisins, en hann lýsti uppbyggingu síns ráðuneytis, sem starfað hefur um 17 ára skeið. Júlíus Sólnes, vænt- anlegur umhverfismálaráöherra Islands, lýsti fyrirætlunum islenskra ráðamanna um nýtt umhverfismálaráðu- neyti hér á landi og sjást þeir Oddmund og Júlíus saman á fundinum á mynd E./ÓI. Stojö*

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.