Alþýðublaðið - 18.11.1989, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 18.11.1989, Qupperneq 3
Laugardagur 18. nóv. 1989 3 FRÉTTASKÝRING Fyrirhugaður björgunarleiðangur kostar um 800 milljónir á þremur árum. Heildar- skuldir loðdýraræktarinnar vel á þriðja milljarð. Áróður náttúruverndarsinna heldur loðskinnaverði niðri Heilsíöuauglysing úr erlendu blaði. „Hugsaðu þér, þú þarft aðeins 29 til viðbótar í pels." Neðanmáls fer svo auglýsandinn fram á að lesandinn sendi 15—20 dollara til styrktar viðkomandi náttúruverndarsamtökum. Áróður af þessu tagi hefur víða mikil áhrif til að draga úr notkun loðfelda. Loödýraræktin hefur ekki staðið undir þeim björtu vonum sem við hana voru bundnar í upphafi. Stærsta loðdýrabú landsins, Böggvistaðabúið, er þegar gjaldþrota og ef ekki koma til stórfelldar björgunaraðgeröir stjórnvalda, er fyrir- séð að fjöldagjaldþrot verði í þessari atvinnugrein. Fáein bú kunna að Irfa af en rekstrarafkoman í greininni mun um þess- ar mundir vera þannig að unnt sé að halda vel reknum búum gangandi, að því tilskildu að laun séu ekki greidd. Að núver- andi fóðurkaupastyrkjum meðtöldum, tekst þó fáeinum skuldlausum eða skuldlitlum bændum að Irfa á þessum rekstri. Vinnuhópur, skipaður af land- búnaðarráðherra, skilaði nýlega af sér tillögum um aðgerðir til bjargar loðdýrasbúskapnum í landinu. Tillögurnar skiptast í þrjá meginliði. Gert er ráð fyrir bein- um rekstrarstyrkjum og áætlað að þeir muni kosta ríkissjóð samtals um 100 milljónir á næsta ári. Þetta er talið nægja til að tryggja lífsaf- komu fólks í greininni, en þá er ekki tekið tillit til þeirra skulda sem búin hafa safnað upp á liðn- um tapárum. í megindráttum ger- ir vinnuhópurinn ráð fyrir að greiðslum þessara skulda verði slegið á frest, með því að skuld- breyta skammtímaskuldum og fresta afborgunum lengri lána í 3 ár. Nefndin leggur til að ríkið taki á sig ábyrgð á 60% lausaskuld- anna við skuldbreytingu, gegn því að lánardrottnar fallist á að skuld- breyta hinum 40% án annarra trygginga en þeirra sem bændur geta sjálfir lagt fram. Slíkar trygg- ingar eru að sjálfsögðu yfirleitt ekki fyrir hendi, þar sem allar eig- ur flestra loðdýrabænda eru löngu veðsettar upp í topp. Ríkið ábyrgist 420 milljónir Lausaskuldir loðdýrabænda eru áætlaðar um 700 milljónir um þessar mundir, þannig að ef gert er ráð fyrir að ríkissjóður þurfi að lokum að greiða þann hluta skuld- anna sem hann ábyrgist, mun það kosta samtals um 420 milljónir króna á núgildandi verðlagi. Til viðbótar lausaskuldunum eru svo lengi lán sem hvíla á bú- rekstrinum, einkum stofnlán frá Stofnlánadeild landbúnaðarins. Samtals munu þessar langtíma- skuldir loðdýrabænda nema um 1400 milijónum króna. Séu skammtímaskuldir og langtíma- skuldir lagðar saman eru heildar- skuldir atvinnugreinarinnar því nálægt 2,3 milljörðum króna. Mið- að við núverandi ástand á loð- dýramörkuðum eru ekki horfur á að loðdýrabændur hafi bolmagn til að greiða neitt af þessum pen- ingum til baka. Nefndin kemst greinilega að þessari niðurstöðu, því hún leggur til að engar endur- greiðslur verði lagðar á loðdýra- bændur næstu þrjú ár. Verð loðskinna hefur alla tíð sveiflast á heimsmarkaði. Nú er verðið í býsna djúpri lægð og trú- lega gera menn sér vonir um að verð fari hækkandi á næstu árum í samræmi við það sem áður hefur gerst. Grunnhugmyndin að baki fyrirhuguðum björgunaraðgerð- um virðist því vera sú að það beri að hjálpa loðdýrabændum til að þrauka uns sú lægð sem skinna- markaðurinn er nú í, sé að baki. Eftir það muni atvinnugreinin geta séð um sig sjálf, e.t.v. með að- stoð einhvers konar sveiflujöfnun- arsjóðs. Áhríf_______________________ náttúruverndarsamtaka Ymsa annmarka má þó finna á þessum hugmyndum. Náttúru- verndarsjónarmið valda t.d. tals- vert miklu um minni eftirspurn eftir skinnum lopðdýra. Náttúru- verndarsamtök í útlöndum vilja sem sé ekki bara friða hvali, þótt við íslendingar höfum heyrt mest af þeirri áráttu þeirra að undan- förnu. Ýmis náttúruverndarsam- tök í Evrópu og Ameríku nota aug- lýsingaherferðir gegn loðfeldum sér til fjáröflunar. Rétt eins og íslendingar uröu varir við í hvalamálinu, eru nátt- úruverndarsamtök býsna sterkt þjóðfélagsafl á Vesturlöndum um þessar mundir. Meðan núverandi sinnuleysi um brýnustu náttúr- verndarmál heldur áfram að ein- kenna stjórnun heimsins, er ekki að búast við öðru en að náttúru- verndarsamtök haldi áfram að hafa umtalsverð áhrif. Það vill líka svo til að fyrir þessi samtök er auð- veldara að ná til almennings í fjár- öflunarskyni með því að birta mynd af helsærðum ref í dýra- boga, heldur en þótt birt væri mynd af gatinu í ósonlaginu. Af þessum sökum munu samtök eins og Greenpeace og ótal fleiri sam- tök umhverfisverndarsinna, halda áfram að reka harðan áróður gegn hvers konar illri meðferð dýra. í þessu sambandi skiptir auðvit- að engu hvort heldur loðdýrin eru veidd í dýraboga, skotin á færi eða alin í búrum. Ýmsum dýravinum þykir reyndar búreldið hin versta meðferð á villidýrum sem eðli sínu samkvæmt þurfa mikla víð- áttu í kringum sig og frelsi í náttúr- unni. Áróður náttúruverndarsinna og dýravina um allan heim hefur haft sín áhrif. Það þykir ekki lengur jafn fínt eða sjálfsagt að eiga pels. Nú orðið má finna stóra þjóðfé- lagshópa, þar sem það þykir bein- línis ófínt. Og fólk sem ekki lætur þennan áróður hafa áhrif á sig, en heldur áfram að ganga í pelsum, getur ekki lengur notað þá við al- veg jafn mörg tækifæri og lætur sér því nægja að eiga einum færri. Hækkar veröiö einhverntíma aftur? Af þessum sökum er það alls ekki sjálfgefið að verð loðskinna fari aftur hækkandi innan fárra ára. Við þetta bætist svo að það kann að gerast víðar en á Islandi að stjórnvöld ákveði að hjálpa loð- dýraræktinni yfir öldudalinn. Þetta þýðir auðvitað að framboð á heimsmarkaði minnkar ekki endi- lega að ráði þótt verð fari niður fyrir framleiðslukostnað um ein- hverra ára bil. Að öllu þessu athuguðu er því ails ekki víst að íslensk loðdýra- rækt eigi sér neitt tiltakanlega bjarta framtíð, þótt ríkissjóður komi henni til hjálpar um ein- hverra ára skeið. Þær björtu vonir sem íslenskir stjórnmálamenn bundu við þessa atvinnugrein fyr- ir áratug eða svo, hafa ekki ræst og kannski ekki horfur á að þær muni nokkru sinni rætast. Aö frelsa heiminn A sínum tíma mátti nánast ætla að loðdýraræktin væri þess um- JustThinkJouOnlyNeed 29 MorelbMake AGoat. Most pcopic don'f renii»- fhe tntc cost oí n fur. But the facl Ls, lo make a single coaf dozcns of animals nusst pay witli their livcs. AnimaLs who are mereilessiv trnpped. Drowned. Evca electrocufed or easscd on fur farms. So jf you've tlnnking about buying a fwr—dí>nT. Because no marter how many reasbns you have for wanting one. there are 30gvood reasons not to. StopBuymgFurs. lu VOu! kinpivjt\ IS* fu±r «fUml fm u«i;. ] ÆTAz i PeopJelbr’IlieHhical; j ThamentQfAnimals! Ui uí Ui uhi'ur.unt &\‘jx dd\ by couttcnhf. hui Ní.iriicw» PHTA (Dí)V7?0 7444;. komin að frelsa heiminn. Menn sáu í henni lausn á oframleiðslu- vandanum í landbúnaði. Bændur voru hvattir til að minnka fram- leiðslu hefðbundinna landbúnað- arafurða eða hætta alveg og fara út í loðdýrabúskap. í þessu sam- bandi var líka talað um að nýta í fóður úrgang úr frysti og slátur- húsum, sem annars væri hent. Bjartsýnin var slík að stundum mátti halda að fóðrið ofan í þessar skepnur væri alveg ókeypis. Sú varð að vísu ekki raunin. Fóður- kostnaðurinn varð meiri en menn gerðu ráð fyrir í upphafi. Vextir og fjármagnskostnaður hækkuðu upp úr öllu valdi, rétt um það bil sem menn höfðu fjárfest í rándýr- um byggingum og rándýrunum sjálfum. Einvörðungu fjárfesting- arkostnaðurinn nægir til að koll- varpa heilbrigðum áætlunum. Það hefur sannast áþreifanlega í fleiri atvinnugreinum. Næst kol- féll svo verð á loðskinnamarkaði. Hátt raungengi krónunnar bætti gráu ofan á svart og afraksturinn varð sá vandi sem stjórnvöld og loðdýrabændur standa frammi fyrir um þessar mundir, — fyrirsjá- anlegt hrun þessarar atvinnu- greinar. Þær aðgerðir sem nú eru fyrir- hugaðar, leysa þennan vanda ekki til neinnar frambúðar, nema veru- leg verðhækkun komi á skinna- markaði á allra næstu árum. Að- gerðirnar kosta hins vegar óhjá- kvæmilega talsvert fé. Sé reiknað með þriggja ára tímabili og þeim rekstrarstyrkjum sem vinnuhópur lapdbúnaðarráðherra hefur út- fáert, verða rekstrarstyrkirnir sam- tals nálægt 350 milljónir miðað við óbreyttan fjölda dýra. Skuld- breytingar skammtímaskulda kosta um 420 milljónir samkvæmt niðurstöðum vinnuhópsins. Þá er gert ráð fyrir að Stofnlánadeild eða Framleiðnisjóður taki að sér að veita skuldbreytingarlán eins og hópurinn leggur til. Samtals eru þetta hátt í 800 milljónir á næstu þremur árum og er þá vaxtakostnaður vegna skuldbreyt- ingarlánanna ekki reiknaður með. 100 fjölskyldur f gjaldþrot Hinn kosturinn er að láta ríflega 100 fjölskyldur fara á hausinn. An aðgerða stjórnvalda er fyrirsjáan- legt að stærsti hluti loðdýrabú- anna verði gjaldþrota á næstu mánuðum. Talið er að um 100 fjöl- skyldur myndu þá verða gjald- þrota og missa allar sínar eigur. Auk þess myndu ýmsir lánar- drottnar loðdýrabúanna tapa stór- fé og sennilega fylgdu flestar fóð- urstöðvarnar með. lllgerlegt er að áætla tap Stofnlánadeildarinnar. Lán hennar eru yfirleitt tryggð með veði í húsum og jörðum, en þegar atvinnugreinin í heild er gengin fyrir ætternisstapann og ástandið í öðrum greinum land- búnaðar jafn slæmt og raun ber vitni, er hæpið að gera ráð fyrir háu söluverði á nauðungarupp- boðum. Gjaldþrotakosturinn er því greinilega ekki mjög glæsilegur heldur. Því heyrist líka haldið fram að hreinlegast væri að kaupa upp þessa dauðadæmdu atvinnugrein i heilu lagi og koma henni á haug- ana í eitt skipti fyrir öll. Að því er virðist gæti sú lausn kostað ein- hvers staðar á milli 2 og 3 millj- arða og þá er eftir að finna eitt- hvað að gera handa því fólki sem á sínum tíma var með stórum gylliboðum hvatt til að snúa sér að loðdýrarækt. Það er heldur ekki áhlaupaverk á tímum almenns samdráttar í atvinnulífi. Sá á kvöl; ina sem á völina, segir máltækið. í þessu tilviki, sem og mörgum öðr- um verða það þó sennilega þær fjölskyldur sem fyrirsjáanlega munu verða gjaldþrota, sem mest kveljast. Þeim björgunarleiðangri, sem nú er e.t.v. fyrirhugaður, er nefnilega ekki ætlað að bjarga þeim sem allra verst eru settir. Fyr- ir þá loðdýrabændur sem fyrir áratug lögðu fram skuldlausar eignir sínar í þágu landbúnaðar- frelsunarinnar miklu og hófu loð- dýrabúskap, hafa þessi litlu rándýr svo sannarlega staðið undir nafni. Þau urðu rándýr.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.