Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 18. nóv. 1989 IÞROTTAVIDBURÐIR FYRRITIMA Hnefaleikaíþróttin er gömul íþrótt víða um lönd og m.a. hafa fundist úthöggnar myndir á eyjunni Krít allt að 4000 ára gamlar og bendir allt til þess að þá þegar hafi verið til hnefa- leikareglur. Keppt var í þess- ari íþrótt á Olympíuleikum Forn-Grikkja og talinn mikill heiður að hljóta sigur í hnefa- leikum á leikunum. Hér á ísiandi náðu hnefaleikar aldrei mikilli útbreiðslu, þar til íþróttin var bönnuð með lögum af Alþíngi íslendinga um miðjan sjötta áratuginn. Þessi samþykkt olli töluverðum deilum og m.a. mótmælti ÍSÍ þessum afskiptum löggjafans af málefnum íþrótta- hreyfingarinnar. Þó að bannað hafi verið að æfa og keppa í hnefa- leikum á Islandi og jafnvel að eiga áhöld og tæki til hnefaieikaiðkun- ar, er ekki bannað að skrifa um þessa íþrótt. Þessvegna ætlum við að rifja upp nokkur atriði úr hnefa- leikasögu okkar. Talið er að fyrsti íslendingurinn, sem lærir hnefaleika muni vera Vilhelm Jakobsson, hraðritari. Hann dvaldi í Danmörku á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar og lagði m.a. stund á hnefaleika. Vilhelm kom heim haustið 1916, fullur áhuga fyrir þessari íþróttagrein og tók að kenna. Flestir nemendurn- ir voru úr Sjómannaskólanum. Vilhelm kenndi ekki næsta vetur á eftir, en einn nemenda hans, Ei- ríkur S. Bech, stjórnaði æfingun- um. Meðal nemenda voru Einar Pálsson blikksmiður, Narfi Þórð- arson trésmiður, Ingólfur Abra- hams rafvirki og Sigurður Sýndu hnefaleik 28. sept. 1926. Frá vinstri: Peter Wigelund, Sveinn G. Sveinsson, Ólafur Pálsson og Lárus Jons son. ^ÉL \WL Í P W 1 k W%m, i 1 w Wá.,. •’ Jp: 1 I K' ' wf WmL ' - i i ^ M ' ^ ^ ' áJPr wkt' ^ 'Wm 1 11111 W&mM p \ ^ ? \ .-V ♦; M / - ~ ivv Æ Örn Eiösson skrifar ust æfingar alveg niður hjá KR og Armanni. Skömmu síðar var þó stofnað Hnefaleikafélag Reykja- víkur, þar sem Reidar Sörensen var aðaldriffjöðrin ásamt Bjarna Jónssyni lækni, Halldóri Björns- syni, Þorsteini Gíslasyni, Sveini Sveinssyni, Guðjóni Mýrdal og Pétri Thomsen. Stórt skref var þó fyrsta Is- landsmeistaramótið sem haldið var á Melavellinum 7. júní 1936 að viðstöddu miklu fjölmenni. Kepp- endur voru 12, 6 frá KR, 5 frá Ár- manni og 1 úr Fram. Fyrstu Islandsmeistararnir urðu: Flugu- vigt: Alfreð Elíasson, Á. Léttvigt: Hallgrímur Helgason, KR. Milli- vigt: Sveinn Sveinsson, Á. Léttþungavigt: Ingvar Ingvarsson, KR., sem sigraði Oskar Þórðarson Þegar HNEFALEIKARNIR komu til Islands Þórðarson slökkviliðsmaður. Haustið 1918 fór Eiríkur til Dan- merkur, en 1919 eftir heimkom- una tók hann til við kennsluna á ný. Það voru aðallega KR-ingar og skátar, sem nutu kennslunnar sem fram fór í gamla barnaskólanum. Áhuginn fór nú heldur minnkandi og lagðist smátt og smátt niður. Fyrstu opinberu hnefaleikarnir_______________ Haustið 1926 hefst annað vakn- ingatímabil hnefaleikanna hér á iandi og nú bæði hjá Ármanni og KR. Eiríkur Bech kenndi KR-ing- um og færeyskur maður, Peter Wigelund að nafni, sem hafði lært íþróttina í Kaupmannahöfn, kenndi hjá Ármanni. Meðal þeirra sem æfðu hjá KR var þáverandi forseti ÍSÍ, Benedikt G. Waage. Bæði félögin efndu til sýninga, Ármenningar í Iðnó 28. sept. 1926 og mun það vera í fyrsta sinn sem hnefaleikar eru sýndir opinberlega hér á landi. Þeir sem sýndu voru Peter Wigelund, Sveinn G. Sveins- son, Ólafur Pálsson og Lárus Jóns- son. KR-ingar sýndu einnig í Iðnó 12. febrúar 1927 og meðal þeirra sem sýndu voru Trausti Haraldsson og Emil Pétursson. Fyrsta hnefaleikmótið hérlend- is fór fram í Gamla bíói 22. apríl 1928 á vegum Ármanns. Kepp- endur voru 12, allir úr því félagi. Hringdómari var Jóhannes Jósefsson, en dómarar Eiríkur Bech og Reidar Sörensen. Húsfyll- ir var og mikill áhugi með leikj- unum. Mótið fékk þó harða gagnrýni í blöðunum sem þótti hnefaleikar líkari slagsmálum en iþrótt. Næsta opinbera mótið var haldið 14. apríl 1929 og kepptu nú bæði KR-ingar og Ármenningar. Mótið fór vel fram og virtust kepp- endur hafa tekið greinilegum framförum. Áhorfendur voru hinsvegar mun færri að þessu sinni. — I sambandi við mót þetta birtist í fyrsta sinn vinsamleg gagnrýni í íþróttablaðinu og var það í fyrsta sinn sem slík rödd heyrðist. Greinarhöfundur var Kjartan Þorvarðarson, sem kynnt hafði sér hnefaleika erlendis og var einn besti og áhugasamasti stuðningsmaður hnefaleika hér á landi. Barist á Melavelli Á ýmsu gekk í íþróttinni á fjórða áratugnum en árin 1930—31 lögð- á rothöggi. Loks varð Vilhjálmur Guðmundsson, KR meistari í þungavigt. Eftir þetta fyrsta ís- landsmót dofnaði enn einu sinni yfir íþróttinni og æfingar lögðust að mestu leyti niður hjá KR og til- tölulega lítil starfsemi var hjá Ár- manni og engin mót. í október 1939 tekur Guðmund- ur Arason við hnefaleikakennslu hjá Ármanni og færðist nú mikið fjör í starfsemina hjá félaginu. Segja má að allmikið hafi verið æft og starfað í hnefaleikaíþróttinni, bæði hjá Ármanni og ýmsum öðr- um félögum, þar til Alþingi íslend- inga veitti íþróttinni „rothögg” með samþykkt þeirri, sem getið er í upphaf þessa pistils. (Heimildir: Arbók íþrótta- manna 1946—47). Keppendur á hnefaleikamótinu 22. april 1928. Frá vinstri, fremsta röð (sitjandi): Pétur Thomsen, Sveinn Sveinsson og Jón Kristjánsson. Miðröð: Karl Jónsson, Guðm. Sigurðsson og Þórður Jónsson. Aftasta röð: Guðjón Mýrdal, Ólafur Pálsson, Ólafur Ólafsson, Óskar Þórðarson, Þor- valdur Guðmundsson og Guðm. Bjarnleifsson. Frá Hnefaleikameistaramóti Íslands 1936. Úrslitaleikurinn i millivigt. Frá vinstri: Reidar Sören sen (hringdómari), Sveinn Sveinsson og Halldór Björnsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.