Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 9
Laugardagur 18. nóv. 1989 9 Alþingi í vikulokin Er hugsanlegt að virðisauka- skatturinn fari i vaskinn? Viröisaukaskattinn (vsk) hefur boriö hæst í hinni pólit- ísku umræðu þessarar viku. Menn eru ekki allir á eitt sáttir um hvort hann skuli setja á meö eitt eöa tvö skattþrep. Þá eru líka uppi mismunandi sjónarhorn um hvort fresta beri gildistöku hans um sex mánuöi eður ei. Um síðustu helgi samþykkti flokksstjórnarfundur Alþýöuflokksins sam- hljóða aö skora á þingmenn flokksins að beita sér fyrir því aö gildistöku viröisaukaskattsins yrði frestað um hálft ár. Af því tilefni óskaði Halldór Blöndal alþingismaöur Sjálf- stæðisflokksins úr Noröurlandskjördæmi-eystra eftir utan- dagskrárumræðu um gildistöku viröisaukaskattsins. Ólafur Ragnar i góðum félagsskap á Alþingi Hann vill ekki sjá að fresta gildistöku virðisaukaskattsins sem fyrir- hugað er að taki gildi um næstu áramót. Óeining og klofningu? í máli Halldórs Blöndals í sam- einudu þingi kom fram aö sam- þykkt flokksstjórnár Alþýðu- flokksins staðfesti óeiningu og. klofing um málið innan ríkis- stjórnarinnar. Auk þess hélt hann því fram að umrædd samþykkt væri vantraustsyfirlýsing á fjár- málaráðherra, Ólaf Ragnar Gríms- son. Taldi hann að það væri óhjá- kvæmilegt að fresta gildistöku skattsins. Næstur tók til máls fjár- málaráðherra og ítrekaði að virð- isaukaskatturinn tæki gildi um næstu áramót. Sagði hann allan undirbúning málsins samkvæmt áætlun og því væri ástæðulaust að vera uppi með vangaveltur um að fresta honum. Ekki vantraust á fjármálaráðherra Jón Baldvin Hannibalsson sagði að samþykkt flokksstjórnar Al- þýðuflokksins væri á engan hátt vantraust á fjármálráðherra. Þó enn hefði ekki verið tekin ákvörð- un um ýmsa mikilvæga þætti um framkvæmd virðisaukaskattsins hefði hann enga ástæðu til að ætla að ekki næðist samkomuiag um þá hluti innan ríkisstjórnarinnar. Annað mál væri hvenær tækni- lega væri best að láta gildistökuna eiga sér stað og það væri álitamál hvenær kynning á máli sem þessu væri fullnægjandi. Tæknilega séð væri mun skynsamlegra að láta gildistökuna eiga sér stað á miðju ári þegar endurskoðerldur og starfsfólk Skattsins hefði rýmri tíma til að sinna leiðbeiningum og ráðgjöf til einstaklinga og fyrir- tækja sem á slíku þyrftu að halda. Aðalannatími þeirra aðila væri hins vegar upp úr áramótum. Hann lagði áherslu á að afar mikil- vægt væri að framkvæmdin við upptöku vsk tækist vel og ef undir- búningur og kynning málsins væri það vel á vegi stödd að engin vandkvæði væru á að gildistakan ætti sér stað um áramót, þá væri það af hinu góða. Eitt þrep-Tvö þrep A þingfundi þennan dag tjáðu ýmsir sig um gildistöku vsk og raunar framkvæmd hans og út- færslu. Sigríður Lillý Baldursdóttir Kvennalista kvað best að fresta gildistökunni til eilífðar. Þá snérist umræðan einnig út í það hvort skattþrepin ættu að vera eitt eða tvö. Stefán Valgeirsson sagðist telja að með því að samþykkja 26% almennan vsk hefði einnig verið samþykkt að taka upp tvö skattþrep. Síðan hafa ýmsir ljáð máls á því að fresta gildistöku vsk að því tilskildu að tekin verði upp tvö skattþrep en Alexander Stef- ánsson telur enga ástæðu til að fresta gildistökunni verði tekin upp tvö þrep. Samkomulag stjórn- arflokkanna kveður hins vegar upp á eitt skattþrep, með milli- færslum sem leiða af sér að á ákveðnar tegundir matvæla, m.a. kindakjöt og mjólk, vegi skattur- inn ekki meira en sem svara 13% skattlagningu. Þá kveður sam- komunlagið á um að vsk skuli taka gildi um í upphafi næsta árs. Þverstæðukennt og snúið Umræðan um vsk virðist nokk- uð þverstæðukennd. Alþýðuflokk- urinn hefur lagt höfuðáherslu á að skattþrepið verði aðeins eitt því íleiri þrep kalli á endalausar flækj- ur. A að greiða mismunandi skatt af sömu vöru á ákveðnu fram- leiðsiustigi með hliðsjón af hvar hún lendir á næsta framleiðslu- stigi eða jafnvel því þarnæsta? Sig- hvatur Björgvinsson hefur bent á að það skapi ómældan vanda að taka upp tvö þrep í vsk og útheimti óhemju vinnu á útfærslu og fram- kvæmdin verði erfið. Hins vegar virðist sem ályktun flokksstjórnar Alþýðuflokksins um frestun giidis- töku vsk hafði reynst vatn á myllu þeirra sem vilja taka upp tvö skatt- þrep. Ýmsir Borgarflokks-, Al- þýðubandalags- og Framsóknar- menn hafa lýst sig fylgjandi tveim- ur skattþrepum. Sjálfsagt hefur það verið mat flokksstjórnar Al- þýðuflokksins með sinni frestun- arályktun að ríkisstjórnin hefði ekki efni á að illa tækist til við upp- töku vsk. Nú gæti hins vegar stað- an allt eins breyst þannig að Al- þýðuflokkurinn vildi hespa mál- inu af til að koma í veg fyrir málið sigli i eitt alsherjar strand. Þlngmál vikunnar Síðasta þingvika stóð heldur stutt yfir. Vegna fundar- halda hjá Norðurlandaráði voru engir þingfundir frá og með miðvikudegi. Engu aö síður voru ýmis mál lögð fram á þing- inu og verður gerð örstutt grein fyrir þeim hér í þessum pistli. Frumvörp Frumvarp til laga um eignar- rétt íslenska rikisins að auðlindum hafsbotnsins. Lagafrumvarpið fel- ur i sér að íslenska rikið verði eig- andi allra auðiinda á og í hafsbotn- inum utan netlaga og svo langt til hafs sem fullveldisréttur íslands nær. Flm. Hjörleifur Guttormsson og fleiri Alþýðubandalagsmenn. Þingsályktanir Tillaga um endurskoðun á út- reikningum þjóðhagsstærða. Ályktunin hljóðar svo: Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að láta endursloða grundvöll fyrir út- reikningi þjóðhagsstærða með hliðsjón af áhrifum framleiðslu- starfsemi og annarra mannlegra athafna á umhverfi og náttúruleg- ar auðlindir. Flm. Kristín Einarsdóttir og fleiri Kvennalistamenn. Tillaga um könnun á ofbeldi í myndmiðlum. Ályktun um að fela menntamálaráðherra að láta kanna sérstaklega tíðni og tegund þess pfbeldis sem sýnt er í dagskrá Ríkissjónvarps, Stöðvar 2, í Kvik- myndahúsum og myndabanda á myndbandaleigum. Könnunin skal einkum beinast að líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi, þar með töldu klámi. Flm. Guðrún Agnarsdóttir og fleiri Kvennalistamenn. Tillaga um íslenska heilbrigðis- áætlun. Álykun um hvert skuli stefna í heilbrigðismálum á íslandi fram til ársins 2000. Tekur m.a. til læknisþjónustu, heilsuverndar og heilsuræktar. Frá heilbrigðisráðherra. Tillaga um könnun á fjölþætt- um möguleikum Bláa lónsins við Svartsengi. Vill láta kanna nýting- armöguleika Bláa lónsins, einkum með tilliti til hvernig megi nýta lækningarmátt lónsins fyrir ís- lendinga og útlendinga svo og að fyrirhuguð starfsemi tengist ferða- mannaþjónustu almennt. Flm. Níels Árni Lund. Fyrirspurnir Til fjármálaráðherra um tekju-.og eignarviðmiðun við ákvörðun vaxtabóta. Hvers vegna ekki hafi verið farið að fyrirmæl- um meirihluta fjárhags- og við- skiptanefndar neðri deildar um að visa frumvarpi um vaxtabætur til milliþinganefndar um húsbréfa- mál. Frá Danfriði Skarphéðinsdóttur. Til heilbrigðisráðherra um mengunarvarnir í álverinu við Straumsvík. Hvernig er nú háttað framkvæmd og eftirliti mengunar- varna í álverinu í Straumsvík sam- kvæmt samkomulagi iðnaðar- ráðuneytis og heilbrigðisráðu- neytis. Frá Kristínu Einarsdóttur. Tii félagsmálaráðherra um fjárveitingar til sólarhringsheim- ila þroskaheftra. Spurt er: Hverjar hafa fjárveitingar til Skálatúns- heimilisins, Sólborgar og Sól- heima verið frá því að þær stofn- anir voru settar á föst fjárlög? Frá Hreggvið Jónssyni. Til heilbrigðisráðherra um fyrirhugaðar glasafrjóvganir á Landspítalanum. 1. Hvenær er áætlað að fyrstu glasafrjóvganir verði framkvæmdar hér á landi og hve langt á veg er undirbúningur kominn? 2. Hvaða fagaðilar verða ráðnir til starfa við Landspítalans vegna glasafrjóvgana? 3. Má búast við að Tryggingastofun ríkisins hætti greiðslum til þeirra kvenna sem kjósa að fara utan' í glasa- frjóvgun í stað þess að þiggja hana hér, og ef svo verður , þá hvenær? 4. Verður tilkoma glasafrjóvgana hér á landi til þess að konur þurfi að bera einhvern hluta af kostnaði við meðferðina? Frá Sigríði Lillý Baldursdóttur. Til fjármálaráðherra um starfskjör og réttindi starfsmanna eftir tilflutning milli ríkis og sveit- arfélaga. Hvernig verða starfskjör og réttindi þeirra tryggð sem flytj- ast milli ríkis og sveitarfélaga eftir að lög um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga taka gildi? Frá Guðrúnu Helgadóttur. Til menntamálaráðherra um hvaða hlutverki nýstofnaðri Sjáv- arútvegsstofnun Háskóla Islands er ætlað að þjóna. Frá Jóhannesi Geir Sigurgeirs- syni. Önnur mál Beiðni um skýrslu frá forsætis- ráðherra um framkvæmd álykt- ana Alþingis á síðastliðnum fimm árum. Frá Danfríði Skarphéðinsdóttur og fleirum frá öllum flokkum. Beiðni um skýrslu frá forsætis- ráðherra um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri á íslandi. Frá Hjörleifi Gottormssyni og fleirum úr ýmsum flokkum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.