Alþýðublaðið - 18.11.1989, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 18.11.1989, Qupperneq 7
Laugardagur 18. nóv. 1989 7 i ísland og Evrópa anna tveggja, Hatton-Rockall svæðið og endurvinnslustöðina í Dounreay í Skotlandi. 31. október — Jón heldur í opin- bera heimsókn til Ungverjalands og á þar fundi með helstu stjórn- málamönnum þarlendum, utan- ríkisráðherranum Gyula Horn, forsætisráðherranum Miklos Ne- meth og forseta landsins, Szuröz heitir sá. Einnig ræddi hann við Tamás Beck viðskiptaráðherra Ungverjalands og samningar eru undirritaðar um samstarf á sviði jarðvarmanýtingar í samvinnu ís- lenskra og Ungverskra fyrirtækja. Hin opinbera heimsókn stóð yfir í fjóra daga. 7. nóvember — Frakklandsfor- seti, Francois Mitterrand kemur í vinnuheimsókn til íslands og ræð- ir við utanríkisráðherra og forsæt- isráðherra um samskipti EB og EFTA. Tekur jákvætt í sérstöðu ís- Fundur með Franz Andriessen, framkvæmdastjóra EB, einnig eru á myndinni Hannes Hafstein sendiherra og Georg Reich, framkvæmda stjóri EFTA. lendinga og segist munu staðfesta þann skilning sinn bréfleiðis. 15. nóvember. Utanríkisráð- herra flytur skýrslu um könnunar- viðræður EFTA og EB á þingi Evr- ópuráðsins í Strassborg. Að auki eru haldnir fundir með utanríkis- ráðherrum Ungverjalands, Pól- lands og Júgóslavíu. Ungverjaland leggur fram umsókn um aðild að Evrópuráðinu, Pólland boðar sömuleiðis að þeir muni líka leggja fram umsókn að gengnum ákveðnum aðlögunartíma. Framundan; 30. nóvember — Sameiginlegur fundur utanríkisviðskiptaráð- herra Norðurlandanna í Osló. /7.-72. desember — Ráðherra- fundur EFTA-ríkjanna í Genf þar sem afstaða þeirra til samninga- viðræðna við EB verður endan- lega mótuð. 19. desember — Sameiginlegur ráðherrafundur EFTA og EB í Par- ís Brussel. Þar er búist við því að gefin verði út sameiginleg ályktun um að bandalögin ákveði að hefj- ast handa strax í byrjun næsta árs um svokallaðar undirbúningsvið- ræður (exploratory talks), sem ekki eru sama og samningavið- ræður en eru undirbúningur að samningaviðræðum sem væntan- lega hefjast næsta vor. Blaöamannafundur með Mitterrand Frakklandsforseta. Könnunarviðræður EFTA og EB 1989 Síðustu mánuði hafa staðið yfir könnunarviðræður milli EB og EFTA. Þessar viðræður má að nokkru leyti rekja til ræðu sem Jacques Delore, framkvæmda- stjóri EB, hélt á þingi EB í mars á þessu ári, þar sem hann kvatti til aukins samstarf við EFTA og þessu samstarfi yrði fundinn form- legur vettvangur. Tilgangur þess- ara könnunarviðræðna er að at- huga möguleika á því hvort hægt er að ná samstöðu milli EFTA og EB um sköpun svokallaðs Evróps Efnahagssvæðis, sem fæli í sér hið fjórþætta frelsi, á sviði fjármagns- flutninga, þjónustu, vöruviðskipta og vinnuafls. Það er að algert frelsi ríki í flutningum milli landanna á þessum sviðum. Á hinn bóginn hefur ekkert verið í þessum könn- unarviðræðum rætt um hin stærri mál EB, t.d. landbúnaðarmál, gjaldeyrismál o.fl. EFTA ríkin komu saman síðar í sama mánuði í Osló, að frum- kvæði Gro Harlem Bruntland, fyrrum forsætisráðherra Noregs. Þá hefst sá ferill sem kallaður er Osló-Brússel ferillinn en hann er heiti yfir þessar könnunarviðræð- ur sem ákveðið var að hæfust. í apríl var sett á laggirnar sameigin- leg stjórnarnefnd háttsettra emb- ættismanna sem hefur enska heit- ið High Level Steering Group (HLSG) og á vettvangi hennar hafa þessar viðræður farið fram. í stuttu máli má segja að þær hafi snúist um það sem kallað var á ensku „fact finding", eða stað- reyndaleit. Afstaða EFTA og EB sem heilda var könnuð til ýmissa mála, sem og afstaða einstakra landa og þannig verið að afmarka stöðu hvers lands og ríkjabanda- laganna sem heilda. Fimm undirnefndir HLSG hafa síðan fjallað um einstaka þætti innan þessara viðræðna. Sú fyrsta um frjáls vöruviðskipti, frjálst flæði vöru milli landa EB og EFTA, annar hópurinn hefur fjallað um frjálst og óhindrað fjármagns- flæði, sá þriðji um þjónustu og fjórði hópurinn um jaðarmálefni, en það eru mál eins og t.d. menntamál og umhverfismál. Fimmti hópurinn sem settur var á laggirnar síðastur fjallaði um stofnanaleg og lagaleg atriði, þ.e. með hvaða hætti hið formlega samstarf EFTA og EB ætti að vera. Fjórir fyrstu hóparnir luku starfi sínu um mitt sumar en þá hófst starf fimmta hópsins og um sama leyti tók Jón Baidvin við for- mennsku í ráðherranefnd EFTA. Þessu hiutverki fylgir að vera í for- ystu fyrir EFTA-ríkin í þessum við- ræðum við EE HLSG nefndin og fimmti hópur- inn (hópurinn un lagaleg og stofn- analeg atriði) luku síðan starfi sínu síðast í október.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.