Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.11.1989, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 18. nóv. 1989 FRETTASKYRING W®* ; ' "¥ I ' ' 1 I þessum hluta Hafnarfjarðar er mengunarhættan talin mest. í baksýn sést Hvaleyrarholtið og upp úr því gægist álverið í Straumsvík. A-mynd/E.ÓI. Mengunardeila Hafnarfjaröar og Hollustuverndar: Norðmenn kveða upp dóminn Bæjaryfirvöld í Hafnarfiröi og Hollustuvernd ríkisins hafa komist aö sérstæðu samkomulagi í deilu þessara aöila um mengunarhættu á Hvaleyrarholti. Hollustuverndin haföi komist að þeirri niöurstöðu að mengunarhætta væri þar yf- ir viömiðunarmörkum og því lagst gegn áframhaldandi framkvæmdum. Hafnfirðingar, með forstjóra Vinnueftirlits- ins í fararbroddi, gagnrýndu skýrsluna harðlega sem ófag- mannalega og ranga. Samkomulagið felst í því að nú er beðið eftir nákvæmari rannsóknum norskra aðila i Ijósi hugsanlegs nýs álvers og á meðan leggst Hollustuvernd ekki gegn áframhaldandi þróun byggðar á Holtinu. I raun er þetta samkomulag þó verulegum annmörkum háð, ef niðurstaða Norðmannanna styður niðurstöðu Hollustuverndar og 'áframhaldandi þróun" þá dæmd óréttmæt eftir á. „Þetta er vissu- lega agnúi á samkomulaginu,” segir Olafur Pétursson forstöðu- maður mengunarvarna Hollustu- verndar. „En nákvæmari niður- ,stöður ættu á hinn bóginn að liggja fyrir innan 2ja mánaða, því vegna hugsanlegs nýs álvers verða gerðir dreifingarútreikning- ar á vegum norskra aðila, sem eru með fullkomnara módel en við. Menn horfa nú til þeirrar niður- stöðu' Hrópandi ósamræmi_____________ niðurstaðna i I skýrslu Hollustuverndar er tal- ið óráðlegt að bæta við íbúða- byggðina á Holtinu, en formaður heilbrigðisráðs bæjarins, Eyjólfur Sæmundsson forstjóri Vinnueftir- lits ríkisins, gagnrýnir skýrsluna harðlega sem ófaglega og ranga. Um leið telja bæjarfulltrúar í Hafn- arfirði að Hollustuvernd hafi farið út fyrir verkefnasvið sitt. í skýrslu Hollustuverndar ríkis- ins kemst Sigurbjörg Gísladóttir deildarefnafræðingur og starfs- maður stofunarinnar að eftirfar- andi niðurstöðu: „Þá er það mat mengunarvarna Hollustuverndar ríkisins að ekki sé ráðlegt að bæta við íbúðabyggð á Hvaleyrarholt- ið.“ Eyjólfur kemst að þveröfugri niðurstöðu. í greinagerð sem Eyj- ólfur hefur gert um málið segir: „Fyrirliggjandi upplýsingar benda sterklega til þess að mengun á fyr- irhuguðu íbúðarsvæði verði tryggilega undir loftgæðamörk- um sem gildi taka um næstu ára- mót. Þannig ætti hvorki heislufari íbúanna né gróðri á svæðinu að stafa hætta af mengun frá núver- andi starfsemi." Einföldun á raunveruleíkanum Um dreifiútreikninga Sigur- bjargar segir Eyjólfur: „Þessir út- reikningar byggja á svo mikilli ein- töldun á raunveruleikanum að úti- lokað er að nota þá eina sér til að draga ákveðnar ályktanir' I for- sendum skýrslu Hollustuverndar er einnig tekið mið af atvinnu- starfsemi sem ekki er hafin, óvist hvort verði og ekki hefur fengið starfsleyfi frá Hollustuvernd. í skýrslunni segir: „Þeir útreikning- ar sem hér hafa verið notaðir til þess að meta mengunarálagið á Hvaleyrarholti eru bundnir ann- mörkum vegna skorts á upplýs- ingum um fyrirhugaðan iðnað og vegna þess að takmarkað er til af mælingum á mengun á útblæstri frá fyrirtækjunum. Fyrirtækin hafa ekki öll fengið starfsleyfi, með ákvæðum um hámarksmagn mengunarefna í útblásturslofti, og ýmsir óvissuþættir eru bundnir við rekstur þeirra. Æskilegt hefði einnig verið að taka inn i dæmið eins og stöðugleika lofts. Þrátt fyr- ir að þessar upplýsingar skorti, þá gefa þessir útreikningar ákveðna vísbendingu um ástandið." Um vinnubrögð Hollustuvernd- ar segir Eyjólfur í greinargerð sinni: „ Ályktun Hollustuverndar er ekki byggð á viðteknum fagleg- um vinnubrögðum við mat á mengunarhættu að mati undirrit- aðs.“ Hann bendir meðal annars á eftirfarandi: Heilsufar eða________________ viökvæmur gróöur Ályktunin er byggð á grófum bráðabirgðaútreikningum sem ekki telst að mati Hafnfirðinga viðurkennd aðferð til grundvallar slíkri ályktun. Til viðmiðunar eru ekki notuð heilsufarsáhrif hugsan- legrar mengunar þó verið sé að meta staðsetningu byggðar, held- ur við mörk sem miða að verndun viðkvæmasta gróðurs við erfið skilyrði og eru mun lægri. Ekkert tillit er tekið til þess að þær vind- áttir sem flytja mengun frá álver- inu til Hvaleyrarholts eru lang sjaldgæfustu áttirnar á svæðinu og mengun því sáralítil megin- hluta ársins. Ekki er tekið tillit til rannsókna sem fyrir liggja á loftmengun í ná- grenni álversins, þar á meðal Hvaleyrarholti. Ekki er heldur reynt að draga lærdóm af ítarleg- Hafnfiröingar: Skýrsla Hollustu- verndar ófagmann- leg og röng. Hollustuvernd: Gagnrýni Hafn- firöinga óréttmœt. um rannsóknum á sambærilegri mengun við Grundartanga. Ekki er tekið tillit til fyrirliggjandi rann- sókna á áhrifum mengunar á við- kvæman gróður milli álversins og Hvaleyrarholts. Ekki er tekið tillit til þess að unnt er að hreinsa breinnisteinsdíoxíð úr útblæstri álversins ef á þyrfti að halda og skyldu fyrirtækisins til að gera slíkt, fari mengunin yfir viðtekin mörk, samkvæmt samningi þess við íslensk stjórnvöld. Ekki er í samantektinni fjallað neitt um þýðingu þess ákvæðis mengunarverndarreglugerðar, að í 5% tilvika megi mengun mælast meiri en uppgefin sólarhrings- mörk. Sú forsenda að mengun geti timabundið orðið meiri en kveðið er á um í starfsleyfum á lítt við í þessu tilviki. Marklaust er að slá slíkri almennri fuliyrðingu fram með þessum hætti, heldur verður að greina í hverju slík hætta er fólgin og leggja mat á hana. Ekk- ert bendir til að íbúum fyrirhug- aðrar byggðar geti stafað hætta af slíkum aðstæðum í þeim iðn- rekstri sem hér um ræðir. Álykt- unin er ennfremur dregin út frá vangaveltum um aukna umferð um Reykjanesbraut, hávaða og sjónmengun. Öll þessi atriði eru léttvæg nema e.t.v. hávaði frá fyr- irhugaðri stálbræðslu. Það fyrir- tæki fékk hins vegar staðsetning- arleyfi samkvæmt tillögu Holl- ustuverndar þrátt fyrir að staðfest skipulag um byggð á Hvaleyrar- holti lægi fyrir. Tæknilega virðist hins vegar unnt að setja upp full- nægjandi hávaðavarnir og vænt- anlega verður gerð um það krafa í starfsleyfi sem nú er í vinnslu hjá Hollustuvernd.' Ráðuneytiö hefur áminnt stofnunina Eyjólfur finnur að því að Holl- ustuvernd hefur ekki rækt eftirlits- hlutverk sitt sem skyldi á um- ræddu svæði. Hann segir: „Þetta er enn alvarlegra fyrir þá sök að Hollustuvernd hefur heldur ekki látið ertirlit með mengunarvörn- um álversins hafa eðlilegan for- gang þó að hún hafi þar eftirlits- skyldu. Þannig átti heilbrigðisráð Hafnarfjarðar frumkvæði að því að mæling var gerð á útblæstri ál- versins á þeim tima sem hún var gerð og þurfti til þess tilstyrk Heil- brigðisráðuneytisins. Ráðuneytið hefur a.m.k. tvívegis síðar áminnt stofunina bréflega um að eftirlit með álverinu eigi að hafa forgang vegna umkvartana heilbrigðis- ráðs.' í greinagerð sinni rekur Eyjólfur þær úrbætur sem unnið er að í ál- verinu og þær mengunarmæling- ar sem nú standa yfir. „Hafnar- fjarðarbær hefur þegar tekið í notkun mælistöð á Hvaleyrarholti til að fylgjast með mengun af völd- um brennisteinsdíoxíðs. Reynist slík mengun þrátt fyrir allt fara yf- ir viðtekin mörk ber álverinu skyida til að hreinsa þetta efni úr útblæstrinum samkvæmt aðal- samningi ríkisstjórnarinnar og Al- usuisse. Þetta er tæknilega fram- kvæmanlegt án óhóflegs kostnað- ar' Hollustuvernd: Öréttmœt gagnrýni Bæjarfulltrúar Hafnfirðinga hafa ekki einungis vefengt hina fræðilegu hlið málsins, heldur einnig framsetningu og þann skilning sem Hollustuverndin virðist leggja í hlutverk sitt. Einn bæjarfulltrúanna hafði eftirfar- andi um málið að segja: „Hollustu- verndin hefur heldur betur mis- skilið hlutverk sitt. Þeirra er ekki að dæma hvort mengun á ákveðnu svæði komi til með að verða það mikil að ekki sé rétt að byggja á því. Frá árinu 1983 hefur það legið fyrir að á Hvaleyrarholt- inu ætti að rísa ibúðabyggð. Það er hins vegar staðreynd sem Holl- ustuverndinni ber að taka tillit til og veita þá ekki fyrirtækjum starfsleyfi ef starfsemi þeirra sam- ræmist á einhvern hátt ekki þeirri byggð sem staðfest hefur verið að komi til með að rísa. Eins er það hlutverk Hollustuverndar að setja fram kröfur og staðla um hver há- marksmengun má vera og sjá til þess að þeirra kröfum sé fram- fylgt. Ef þeim er ekki framfylgt ber að neita viðkomandi fyrirtæki um starfsleyfi eða krefjast úrbóta og loka fyrirtækinu ella. Það má því segja að Hollustuverndin hafa tek- ið skakkan pól í hæðina' Hollustuvernd er ekki sammála um að skýrsla Eyjólfs hreki skýrslu stofnunarinnar. „Það hefur í sjálfu sér ekkert breyst. Skýrsla Hafn- firðinga er byggð á allt öðrum for- sendum, á niðurstöðum rann- sókna sem eru allt of fáar og því ekki marktækar. Við teljum þessa gagnrýni verulega óréttmæta og skýrslurnar algjörlega ósambæri- legar. Hann er að reyna að meta staðreyndir út frá því sem til er, um áreiðanieika okkar útreikninga, en upplýsingar eru það litlar og óáreiðanlegar að það er alls ekki rétt að nota þær í siíkum tilgangi," segir Ólafur. Völd í rangar hendur? Hafnfirðingar standa hins vegar fastir á sínu og hafa áhyggjur af vinnubrögðum stofnunarinnar í Ijósi þess að fyrir dyrum stendur að auka völd hennar til þvingunar- úrræða. „Skýrsla Hoilustuverndar getur hugsanlega grafið undan því trausti sem ýmsir aðilar hafa borið til Hollustuverndar. Nú á dögum aukinnar umræðu um umhverfis- mál og bættra samskipta manns við náttúru er mikilvægara en ella að þeir aðilar sem fara með mál tengdum þessum málaflokki sýni það að þeim sé treystandi og vinni á faglegan og heiðarlegan hátt," sagði einn viðmælenda blaðsins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.