Tíminn - 29.03.1968, Side 8
3
TIMINN
Innrás Israels-
hers í Jórdaníu
daginn og fram á kvöld að her
lið ísraelsmanna dró sig til
baka. Aðiium ber að sjálfsögðu
ekki saman um bardagana. Aft-
ur á móti má víst telja, að
sögn fréttamanna sem ferðazt
hafa um bardagasvæðin, að
fsraelsmenn hafi mætt mun
ákvdðnari andstöðu en þeir
bjuggust við, og beðið meira
tjón, bæði manntjón og her-
tækjamissi en þeir höfðu látið
sér til hugar korna fyrir inn-
rásina. Var það mikil andstaða
Jórdaníuihers, sem kom á óvart.
f Karameh sprengdu fsraels
menn fjöldamörg hús í loít
upp, m.a. aðalstöðvar skemmd
arverkamanna, að sögn tals-
manna stjórnarinnar í Tei Aviv
höfuðborg ísrael. Einnig munu
þeir hafa drepið á annað hundr
að skemmdarverkamenn. Sjálf
ir misstu ísraelsmenn tæpiega
100 menn, þar af um fjóvðung
fallna.
í fsrael var mjög um það
Þessi mynd er frá einu þorpanna, sem ísraelsmenn gerðu árás á og sýnir nokkur hús, sem eyðilögð-
ust f árásinni. Börn eru að leita foreldra sinna við eitt húsið. Óljóst er hversu margir hafa látið lífið
í árásinni. Sumir fullyrða að hermenn israelsrikls hafi lagt mlkla áherzlu á að skjóta ekki óbreytta tee
r»i«*a. Hvað sem því líður, falla óbreyttlr borgarar alltaf í hernaðarátökum sem þessum; báðir aðilar
gera sem minst úr mannfalli sínu og hrósa sigri manna sinna.
sýnt þeim það eitt, að enginn
geti alltaf sigrað.
Öryggisráðið
Strax á fimmtudag kœrði
fastafulltrúi Jórdaníu hjá Sam-
einuðu þjóðunum innrás fsraels
manna, og krafðist aukafund-
ar í Öryggisráðin-u um hana.
Skömmu síðar krafðist fasta-
fulltrúi fsraels hins sama.
Þegar jórdanski fastafulltrú-
inn, Muhammed H. el-Parra,
bað um aukafund strax, gat
hann þess að fyrr í vikunni
hefði hann látið Öryggisráðinu
í té upplýsingar um, að ísraeis
menn hefðu í hyggju að hefja
mikla innrás í austurhluta
Jórdaníu.
Miklar umræður urðu á
fundi Öryggisnáðsins, sem hófst
þá um kvöldið. Var Öryggis-
ráðið á fundi um þetta mál
fram á sunnudagskvöld, að sam
komulag náðist um ályktun,
sem samþykkt var samhljóða
Eru aðgerðir fsraels þar for-
daemdar, en einnig minnzt á
skemmdarverkastarfsemi Ara-
ba, og öll vopnahlésbrot for-
dæmd.
f umræðunum taldi el-Farra
að ástæðan fyrir skemmdar-
verkastarfseminni væri hernám
fsraelsmanna, og Jórdaníu-
stjórn gæti ekkert gert við
því, þótt menn færu yfir Jórd-
an-fljót. Fastafulltrúi fsraels,
Yosef Tekoah, fullyrti, að frá
þvá í janúar hefðu 37 skemmd-
arverk verið unnin í ísraelL
Slðustu dagarnir bafa verið
atburðarikir. Þróunin í frjáls-
ræðisátt hefur haldið áfram í
Tékkóslóvakíu, og Antonin
Novotny var loks neyddur til
að segja af sér fomsetaembætt-
inu s.l. föstudag. Um helgina
mun vætntanlega ákveðið, hver
verður eftirrtoaður hans, en
líklegt er að það verði Svo-
boda hershöfðingi, sem er nokk
urskonar þjóðhetja í Tékkó-
slóvakiu.
Þá tilkynnti Lyndon Jo'hnson
Bandarikjiaforseti, að William
Westmoreland, yfirmaður hei-
afla Bandaríkjan.na í Vietnam,
yrði gerður að yfirmanni her-
ráðs landshers Bandaríkjanna.
Munu víst flestir vera þeirrar
skoðunar, að Westmoreland
hafi með þessu verið „sparkað
upp á við“. Flestum er Ijóst,
að Westmoreland hefur reiknað
skakkt í Vietnam. Sérstakiega
hefur hann vananetið andstæð
inga sína þar.
«» Talið er sennilegt, að Creign
ton W. Abrams, hershöfðingi,
taki við af Westmoreland, en
Abrams hefur verið pæst æðsti
maður Bandaríkjahers Viet
nam um langt skeið, og hefur
jafnfrJmt tekið meiri þátt í bar
dögum þar en flestir aðrir hátt
settir bandarískir hershöfðingj
ar.
Jahnson Bandaríkjaforseti
hefur fullyrt, að engin breyting
verði gerð á stefnunni í Viet
nam. Þau orð ber þó varla að
taka bðkstaflega, þótt ekkert sé
hægt að fullyrða á þessu stigi.
Aftur á móti er það hald
margra að einhverjar breyting
ar verði gerðar; er sennilegt,
að þær breytingar verði mikið
miðaðar við það, að forseta-
kosningar fara fram í Banda-
ríkjunum eftir nokkra mánuð'
En merkilegasti atburður vik
unnar var þó tvímælalaust inn-
rás ísraelsmanna í Jórdaníu,
eða austurhluta þess lands.
Forsaqan
í sex-daga-stríðinu í júní í
fyrra hertóku ísraelsmenn m.a.
allt jórdanskt landsvœði vest-
" an árinnar Jórdan. Er það nú
hernumið landsvæði, og þeir
Jórdanirp sem þar búa, lúta
yfirráðum ís^aelshers.
Fyrstu mánuðina eftir Sex-
daga-stríðið voru flóttaménn
mesta vandamálið. Fyrst flúði
mikill fjöldi fólks yfir ána
Jórdan til austurbakkans, sem
Jórdanir réðu yfir áfram.
Nokkrum mánuðum eftir að
styrjöldinni lauk, vildi fólkið
síðan í verulegum mæli fá að
snúa heim til fyrri beimkynna
sinna á vesturbakkanum. Fáir
fengu þá ósk sína uppfyllta.
Eins og annars staðar, þar
sem hermaður á sér stað, hefur
hernám ísraels á vesturba'kka
Jórdan-fljóts vakið mótspyrnu,
og nú upp á síðkastið „virka“
mótspyrnu, eða hryðjuverk.
Slíkri starfsemi hefur að vísu
verið haldið uppi gegn fsrael
frá stofnun landsins, en ýmsir
höfðu vonað að úr þeim myndi
áraga verulega eftir styrjöldina
ajn.k. fyrst um sinn. Aðrir
höfðu hins vegar óttazt að
hryðjuverkastarfsemi, og síðar
skæruhernaður, myndi eflast
mjö'g í framtíðwini.
Vopnahléslínan milli ísraels
og Jórdaníu er Jórdanfljót.
Eru þessi „landamæri“ löng,
og því m.a. er auðveldast að
hafa bæfcistöðvar skemmdar-x
verkamanna og skæruliða í
Jórdaníu. A*jk þess búa
fjölmargir Jórdanir á herteknu
svæðunum, og hver getur, að-
skilið jórdanskan skæruliða
frá hverjum öðrum Jórdana?
Það er sama vandamáiið og
hjá Bandaríkjarftönnum í Suður
Vietnam.
Nokkur skæruliðasamtök hafa
um nokkurra ára skeið starfað
í Arabalöndunum, og þessi ár
hafa hreyfingar þessar unnið
ýmis skenimdarverk í ísrael og
eins hryðjuverk. Aftur á móti
hafa hreyfingar þessar unnið
sitt i hvoru lagi og aðgerðir
þeirra verið ósamræmdar.
Svo virðist, sem þessi sam-
tök, þrjú talsins, hafi nú náð
samkomulagi um sameiginleg-
ar aðgerðir gegn ísrael. Hvort
þessi samtök megna að halda
uppi verulegum skæruhernaði
mun væntanlega sýna sig i
framtíðinni. Aftur á móti hefur
skemmdarverkum í fsrael þeg
ar fjölgað verulega upp á síð-
kastið.
Eftir því sem skemmdarverk
unum fjölgaði, þeim mun
hræddari urðu Arabar um
hefndaraðgerðir af hálfu
Israelsmanna. Næst síðasta
mánudag hélt Moshe Dayan her
málaráðherra ísraels. blaða-
mannafund og skýrði þar frá
því, að ný alda skemmdar'erka
- v I
%
væri risin, og jafnframt að
skemmdarverkamenn kæmu
frá Jórdaníu. Fullyrti hann að
Jórdanir á vesturbakka fljóts-
ins væru friðsamir: 1500 hand
tökur hefðu séð til þess.
Sagði hann, að skemmdar-
verkamennirnir væru í El-
Fatah hreyffingunni, og væru
þeir þjálfaðir í Jórdaníu.
Hussein konungur yrði að
stemma stigu við þessu.
Jórdanir voru ekki á sama
máli. Afstaða þeirra var yfir-
leitt á þá lund, að Jórdamu-
stjórn hefði engan rétt til að
hindra Palestínu-Araba í að
frelsa land sitt undan^ hernámi
ísraels. En jafnframt kamu
jórdönsk blöð með áskoranir
um aðíítoð við Jórdaníu vegna
yfirvofandi árásar af háifu
ísraelsmanna.
Innrásin
Fáir virtust leggja trúnað á
þetta. En að morgni'-fimmtu-
dagsins 21. marz hóf ísraels-
her mikla innrás yfir ána
Jórdan á a.m.k. fjórum stöðum.
Var hér um að ræða land
göngulið, skriðdrekasveitir oa
fallhlífarhermenn.
Minniháttar 1 innrásir voru
gerðar á þremur stöðum sunn'
an Dauðahafs. En meginárásir
var gerð á nokkúr þorp austan
við Jeríkó og norðan við
Dauðahafið. Þýðingarmest þess
ara þorpa var Karameh. sem
fsraelsmenn fullyrtu að hefði
verið aðalstöðvar skæruliðs í
Tórdaníu. ' /
Innrásin stóð allan fimmtu-
rætt, hvort þessi innrás hefði
borgað sig. Moshe Dayan taldi
engan vafa á að svo hefði ver-
ið, og'lét jafnvel að því iiggja,
að fleiri innrása væri að vænta.
Aftur á móti ofbauð mö.-gum
fsraelsmönnum hversu dýr-
keypt þessi innrás var Þótt
flestir í ísrael væru sammála
um, að einhverjar ráðstafanir
þyrfti að gera gegn skemmdar
verkamönnum, þá efuðust marg
ir um viturleik slíkra hernaðar
aðgerða sem þessara.
Meðal Araba var bardögun-
um lýst sem miklum sigri full
yrt að ísraelsmenn hefðu verið
hraktir á flótta; innrásin h'efði
FIMMTUDAGUR 28. marz 1968.
Sáttamöguleikar
að engu orðnar
Gunnar Jarring, Svíinn sem
undanfarna mánuði hefur. sem
sérlegur fulltrúi U Tfcants,
framkivæmdastjóra Sameinuðn
þjóðanna, reynt að koma á
friði milli Araba og fsraels-
manna, hefur ekki náð miklum
árangri. Ýmsir hafa talið. að
ekki væri árangurs að vænta
í jiáinni framtíð, þótt deiiuaðil
ar hafi ef til vill verið smá-
vægilega að færast nær hvor
öðrum.
Aftur á móti munu flestir
vera' sammála um, að eftir
þessa innrás ísraelsmanna, eru
horfur á árangri af tilraunum
Jarrings að engu orðnar. Von-
laust er nú að Arabar og
fsraelsmenn nálgist friðarátt
á bráð. Má einnig búast við,
að skemmdarverkastarfsemi og
skæruhernaður verði frekar
aukinn heldur en hitt, og mikil
hætta var í gær talin á frekari
innrás fsarelshers.
Flestir eru einnig á þvi máli
að Hussein Jórdaníukonungur
sé sá Arabaleiðtoginn, sem
helzt vilji koma á friðarviðræð
um. Hann er aftur á móti ekki
traustur í sessi, sem varla er
von, þar sem hann hefur misst
stóran hluta konungsríkis jíns
i hendur fsraelsmanna. Þvi er
það, að Hussein getur ekk:
komið í veg fyrir starfsemi
skæniliða og skemmdarverka-
manna. Hann mun aftur á móti
enn síður geta það eftir þessa
innrás ísraelsmanna.
Hussein hað strax um funa
Framhald 6 btó. 15