Tíminn - 29.03.1968, Qupperneq 9

Tíminn - 29.03.1968, Qupperneq 9
FÖSTUDAGUR 29. marz 1968. Otgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsson (áb) Andrés (Crtstjánsson. Jón Relgason og Indrið) G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastjóri: Steingrlmur Gislason Ritstj.skrifstofur t Eddu- búslnu. símai 18300—18305 Skrifsofur: Bankastrætt 7 Af- greiðslusimi: 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, s£mi 18300. Ásikriftargjald kr 12000 á mán Innanlands — f lausasölu kT 7 00 eint. - Prentsmiðjan EDDA b. f. Neitun Ingólfs Eins og skýrt var frá í Tímanum í gær, hefur stjórn Stéttarsambands bænda, snúið sér til ríkisstjórnarinnar og óskað eftir ýmsum fyrirgreiðslum við landbúnaðinn sölcum þeirra erfiðleika, sem steðja að honum. Óskir sínar um þessar fyrirgreiðslur, byggði Stéttarsambandið á áiyktunum, sem voru samþykktar á aukafundi Stéttar- sambandsins 7.—8. febrúar síðastl. Höfuðatriðið, sem var farið fram á ,var það, að „bændum verði tryggt grundvallarverð á framleiðslu yfirstandandi verðlagsárs og á þær birgðir framleiðsluvara, sem voru til við upp- haf þess“. Stéttarsambandinu hefur nú borizt bréflegt svar ríkis- stjórnarinnar eftir að fimm manna nefnd frá þvi hafði rætt bæði við landbúnaðarráðherra og forsætisráðherra. Bréf þetta er undirritað af Ingólfi Jónssyni. í bréfinu segir m.a., að „ríkissjóður hafi ekki fé aflögu til þess að verða við óskum Stéttarsambandsins“ um að bændum verði tryggt grundvallarverðið. Þannig er hafnað þeirri meginósk sem Stéttarsambandið bar fram. Þá var einnig hafnað, í bréfinu, ósk Stéttarsam- bandsins um niðurgreiðslu á áburðarverði, en það hækk- ar stórkostlega, vegna gengisfallsins. í tilkynningu frá Stéttarsambandinu, sem hefur verið send blöðunum, ,segir um framangreindar niðurstöður á þessa leið: „Stjórn Stéttarsambands bænda hefur á fundi 25. þ.m. rætt um þá niðurstöðu af viðræðum við ráðherrana, sem kemur fram í bréfi landbúnaðarráðherra og þykir henni sýnt, að framundan eru vaxandi fjárhagserfiðleikar fyrir bændur, einkum í sambandi við óhagstætt verð á út- flutningsvörum, sem getur leitt til beinnar verðskerð- ingar á uppgjöri afurðanna á þessu ári“. Með neitun ríkisstjómarinnar á ósk bænda um trygg- ingu grundvallarverðsins, hefur skapazt mikill vandi, er bændasamtökin verða nú að horfast í augu við, hvernig bezt verði ráðið fram úr. En óhjákvæmilegt virðist, að þessi neitun verði til að skerða kjör bænda. Johnson og Novotny Tveir forsetar hafa átt í vök að verjast að undan- förnu, þeir Johnson forseti Bandaríkjanna og Novotny forseti Tékkóslóvakíu. Báðir hafa sætt harðrj gagnrýni, sem ekki verður rakin hér. Sá er hins vegar munurinn. að Johnson hefur fyllstu aðstöðu til að verja hendur sínar og túlka mál sitt í blöðum. útvarpi og sjónvarpi, en Novotny verður að sætta sig við þögnina. Eftir að hann missti yfirráðin í flokki sínum, hefur öllum áróðurs- tækjum landsins verið beitt gegn honum og fvlgismönn- um hans, án þess að þeir fengju minnstu aðstöðu til málsvarnar. Sumir hafa því framið sjálfsmorð, en aðrir flúið land. Sjálfur hefur Novotny að lokum valið þann kost að biðjast íausnar og bera við heilsubresti. Þrátt fyrir þessa meðferð, hafa Novotny og félagar hans litla samúð, því að meðan þeir höfðu völdin léku þeir andstæðinga sína á sama hátt. Hin ólíka aðstaða þeirra Johnsons og Novotnys sýnir Ijóslega þann reginmun, sem er á frelsi og ófrelsi. á lýðræði og einræði. Þeim reginmun mega menn ekki gleyma. TÍMINN ERLENT YFIRLIT Övæntir atburöir geta gerzt við forsetakjörið í Bandaríkjunum x r\_ Kemst Robert Kennedy í Hvíta húslð sem varaforseti? FYRIR nokkrum vikum, benti allt til þess, að það væri nokkurn veginn ráðið hver yrðu forsetaefni 1 kosningun- um í Bandaríkjunum á bom- andi hausti. Það vay talið næstum sjálfsagt, að Joihnson yrði forsetaefni demókrata, en Nixon forsetaefni repuiblikana. Nú er þetta orðið miklu óráðn ara, þótt því valdi óliíbar ástæð ur. Aðstaða Johnsons hefur stórlega veibzt vegna þess, að Robert Kennedy hefur gefið bost á sér sem forsetaefni og sæbir miál sitt af miblu' kappi, eins og er háttur þeirra Kenn edyanna. Aðstaða Nixons hefur hins vegar versnað vegna þess að hann hefur ekki lengur neinn til að keppa við í próf kjörunum. Allir keppinautar hans hafa dregið sig í hlé, svo að hann fær efckd tækiflæri til að sýna, að hann sé þeim sigur vœnlegri. Þett'a var Nixon nauðsynlegt til að styrkja þá tnú, að hann gæti sigrað í forsetakosningunum. Amerásk blöð tala nú um það í spaugi að hann eeti sigrað siv dauð- an í prófkjörunum, en þá eiga þau við, að hann getLunnið öll prófkjörin. án þess að trúin aukist á sigurmögúleika hans í sjálfum forsetabosningunum. Yfirleitt er það álit blaða manna, að hinir ólíklegustu hluti geti gerzt í þessu sam- bandi, þótt Johnson og Nixon virðist enn líklegastir til að verða valdir sem forsetaefnd. Það sfcapar ekki sizt óviss- una í þessum efnum, að próf- kjiör fara aðeins fram í lö af 50 ríkjum Bandaríkjanna. í 35 ríkjum eru fulltrúar vaidir á flokksþingin af tiltölulega fá mennum flokkssamtöbum. Þessi ríki voru flest talin á bandi Johnsons og Nixo.ns. Nú er þetta talið vafasamars en áður, heldur þykir líklegast að marg ir væntanlegir Mltrúar úr þess um ríkjum muni haliast að þeim manni, sem þykir sigurvænleg- astur, og það getur orðið vatn á myllu Rockefellers og Kenne dys, jafnvel einhvers alveg nýs manns. BINN af þekfctustu blaða- mönnum Bandaríkjanna. Russ- ell Baker, sem ritar stuttar gréinar í léttum tón i „New York Times“, hefur nýlega tek ið sér íyrir hendur að sýna, að hinir óvæntustu hluti geta gerzt í sambandi við forseta- bosningarnar. Hann sbrifaði um þetta efni ianga grein (The picking of the President Í 968). í „Saturdiay Evening Post“ 9. þ,- m. Hann rekur þar at- burðarásina, eins og hún muni verða, og þó öll frásögn hans sé hreinn skáldskapur, er hún rituð þannig, að allt það, sem gerist, gæti skeð. Frásaga hans er í höfuðatriðum á þessa leið: Hjá republifcönum keppa þeir Nixon og Romney í fyrstu prófkjörunum. Romney tapar og gefst upp eftir prófkjörið í Wisconsin. Rockefeller neitar Robert Kennedy minningin um bróðu meginstyrkur hans harðlega að gefa kost á sér og Percy fellur úr leik Hins vegar fer Reagan á stúfana og Nixon fær því ekki nægan stuðning. Miklar svertingjaróst ur verða og Lindsay borgar- stjóri í New York vinnur sérstaka frægð vrir frainaöngu sína. Á flokksþinginu í Chica go fær ekkert forsetaefnið meirihluta í fyrstu umferðun- um, en þeir Rockefeller og Nixon reynast fylgissterkastir. Goldwater á mestan þátt í því, að Rockefeller fær ekki til- skilið fylgi og launar hann þar Rockefeller lambið gráa, e-n Rockefeller vildi ekki styðja hann í forsetakosningunum 1964. Endalokin verða þau eft- ir mikið þóf, að Lindsay verð- ur fyrir valinu sem forsetaefni og Tower öldungadeildanþing- maður frá Texas sem varafor- setaefni. HJÁ DEMÓKRÖTUM gengur þetta miklu rólegra. Elftir próf kjörið í Wisconsin kallar John son á Robert Kennedy og skýr ir honum frá þvi, að hann hafi látið Dean Rusk hætta sem utanrífcisráðherra og sfcipað Hubert Humphrey í stað hans. Til þess að geta gegnt embætti utanríkisráðherra, verður Humphrey að segja af sér sem varaforseti. Þannig verður sæti varaforsetaefniisins laust hjá demókrötum. Það er vanda- laust fyrir Johnson og Kenn- edy að semja um það, að Kenn edy taki þetf a sæti. Kosningabaráttan reynist hörð, m. a. vegna svertingja- óeirða, sem treysta mjög að- stöðu Wallace's, sem er þriðja forsetaefnið. Úrslitin verða þessi: Lindsay fær 34.705.656 atkv. og 266 kjörmenn. Joh.nson fær 34.301.5111 at- kv. og 21ð kjörmenn. Wallace fær 5.318.020 atkv. og 53 kjörmenn. Ekkert forsetaefnanan hefur því fengið meirihluta kjör- manna og leiðir af því samkv. stjórnarskránini, að fulltrúa- deild þingsins verður að velja forsetann. FORSIETA V ALIÐ gengur mjög illa í fu'lltrúadeildinni. Kjörinu er þannig háttað, að hvert hinna 50 rffcja hefur eitt atkvæði. Það er margkosið og að lokum standa leikar svo, að þeir Lindsay og Johnson hafa 25 atkvæði hvor. Þegar dregur að því, að kjörtímabil Johnsons renni út, án þess að forseti hafi verið kosinn, skerst öldungadeildin í málið, en samkv. stjórnarskránni ber henni að velja varaforseta und ir slíkum kringumstæðum. Þar gengur kjörið fljótt, því að demókratar eru ;. meirihluta. Robert Kenned\ er kjörinn varaforseti með 58. atkv. en Tower fær 40. í framhaldi af þessu vinnur Robert Kennedy embættiseið sinn sem varaforseti og tekur við forsetastörfum til bráða- birgða eða þangað til fulltrúa deildin hefur valið forseta. Bráðlega eftir að Kennedy er tekinn við forsetastörfum, ósk- ar Johnson -eftir áríðandi sam tali við hann. Erindi Johnson er það að Humohre\ sé bú- inn að komast að raun um, að hægt sé að breyta atkvæði Minnesota við forsetakjör í full trúadeildinni og tryggja John- son þannig 26 atfcv. Til þess þurfi ekki annað en að auka landbúnaðarstyrkina um eina biij. dollara. Kennedy svarar Johnson þvi, að hann sé þegar búinn að hafna þessu, _ og jafnframt muni hann leggja til við fulltrúadeildina. að hún fresti tilraunum sínum tl að Framliald é bls. 15

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.