Alþýðublaðið - 22.12.1989, Side 2

Alþýðublaðið - 22.12.1989, Side 2
2 Föstudagur 22. des. 1989 fLi>íi)iiiiifinii Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri; Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. I ATT AÐ SAMEINAÐRI EVRÓPU Akvöröun EB og EFTA um aö mynda sameiginlegan efnahags- markaö aöildarríkjanna markar upphaf að víötæku samstarfi í álf- unni. Umskiptin í Austur-Evrópu hafa opnað leiðina austur og því ekki aö tilefnislausu aö stjórnmálamenn eru farnir aö spá miklum breytingum á allra næstunni. Meöal þeirra er Villy Brandt, sem tjáöi sig um framtíð Evrópu í viðtali viö fréttamann ríkissjónvarps í fyrrakvöld og taldi ekki fráleitt aö sameinuö Evrópa liti dagsins Ijós á næstu áratugum. Leiöin virðist þó býsna löng og grýtt, en pólitískar og efnahagslegar breytingar í Austur-Evrópu stefna í rétta átt. Breytingarnar í löndum handan gamla járntjaldsins munu óhjá- kvæmilega hægja nokkuð á innri jsróun EB, og þar meö hafa for- sendur sameiginlegs efnahagssvæöis EB og EFTA breyst. Þetta kom fram á fundi ráðamannanna í Brussel í fyrradag, og þó aö formlegar samningaviöræöur hefjist þegar í byrjun næsta árs, er varaö viö því aö leggja áherslu á aö samningum Ijúki fyrir tiltekinn dag. Muni samningar EB og EFTA enda meö því aö sameiginlegt tollabandalag verði myndað, munu allir tollar milli landanna falla niöur og þar meö ættu íslendingar frjálsan aögang aö lang- stærsta útflutningsmarkaönum. Utanríkisráðherra hefur talið nauðsynlegt aö skoöa vandlega kosti tollabandalags, en eins og nú er háttaö standa óhögguö ákvæöi EB um gagnkvæmni í viö- skiptum. Fengjum viö meö tvíhliða viðræðum tollfrjálsan aögang aö EB-svæðinu krefst EB þess aö fiskiskip bandalagsins fái að- gang aö fiskimiðum okkar. Á þaö föllumst viö ekki, og því er þaö lífsspursmál fyrir okkur aö viö getum á grunni endanlegra samn- inga EB og EFTA um sameiginlegt efnahagssvæöi náö viðunandi kjörum. Ymsir óttast aö meö því aö sameinast í einu efnahagssvæöi muni ákvæöi er lúta aö samstarfi um félagsleg réttindi, neyt- endamál, vinnuskilyrði o.fl. ekki veröa okkur í hag. Evrópumark- aðurinn muni lúta lögmálum óhefts markaöar, þar sem minnsti samnefnari gildi. Þannig sé hætta á aö fjármagnið sem ráða muni ferðinni heimti óheftan aögang aö mannfólki sem peningum, og aö ekki veröi hægt aö taka meir tillit til réttinda en sem nemur því sem skemmst nær. Félagsleg réttindi vinnandi fólks verði því stórlega skert miöaö viö þaö sem nú er í þeim ríkjum sem lengst hafa náö á félagslegu sviði. í yfirlýsingu ráöherra EFTA og EB í Brussel í fyrradag segir m.a. að í væntanlegum samningum veröi aö tryggja gagnkvæma hagsmuni og viröa beri grundvallarhags- muni einstakra þjóöa. Ekki er ástæöa til aö ætla aö meö yfirþjóð- legri skipan veröi hægt að krefjast þess aö hvert aöildarlanda veröi skikkað til aö slá af réttindum heima fyrir, ef þau reynast meiri en meöaltal ríkjanna segir til um. Viö fjöllum hins vegar ákaflega lítiö um væntanleg umbrot í álfunni og gerum okkur engan veginn grein fyrir því hvers virði aukið samstarf verður, og hvernig eðlilegast er aö bregöast viö breyttum tíma. Evrópa er aö opnast. Viö megum ekki lokast í eigin skel. BANDARÍKIN ERU EKKI ALHEIMSLÖGREGLA Bandaríkjaher hefur gert innrás í Panama í Miö-Ameríku. Aö sögn Bush Bandaríkjaforseta er tilgangur innrásarinnar aö steypa Manuel Noriega einræöisherra af stóli til aö tryggja lýö- ræöi í landi og til að koma í veg fyrir áform um vopnaðar árásir. gegn Bandaríkjamönnum í landinu, og til að tryggja Pan- ama-skurðinn. Ferill Noriega einræðisherra er ekki glæsilegur. Hann er sakaður um kosningasvindl, eiturlyfjasölu og haröstjórn. Engu aö síður er þaö fordæmanleg afstaða Bandaríkjanna aö senda innrásarherlið í annáð, fullvalda ríki til beinnar íhlutunar í innri málefni landsins. Sovétríkin undirforystu Gorbatsjovs hafa snúiö baki viö Brésnjeff-kenningunni og lýst því yfir aö ríki Aust- ur-Evrópu og önnur leppríki kommúnista í Kreml ráöi yfir eigin, innri málefnum og Sovétríkin muni ekki hlutast til um innanríkis- mál þjóöanna. Hin mikla lýðræöisþróun í Austur-Evrópu byggist á þessari breyttu afstööu. Þaö er því þungbært fyrir lýðræðis- þjóöir heimsins aö horfa á sama tíma upp á Bandaríkin ráöast til innrásar í fullvalda ríki eins og hver önnur alheimslögregla til aö koma málum í þaö horf sem þeim hentar best. ÖNNUR SJÓNARMIÐ Árni: Keflvíkingur og Moskvubúi SKEMMTILEGT viðtal við Árna Bergmann ritstjóra Þjóðviljans er að finna í jólablaði Víkurfrétta i Kefla- vík. Eins og margir eflaust vita er Árni borinn og barnfæddur Keflvík- ingur. í lok viðtalsins er Árni spurð- ur hvort Keflavík eigi eitthvað í hon- um ennþá. Árni svarar: „Segir ekki Jón úr Vör í Þorp- inu „Stjúpmóðuraugað vakir alltaf yfir þér“. Eg hef allavega aldrei orðið neinn sérstakur Reykvíkingur. Miklu fremur er ég Moskvubúi og Keflvíkingur. Það hefur mikið að segja að alast upp á tveimur ólíkum stöðum á mótunaraldrinum. Ég hefði orð- ið eitthvað allt annað hefði ég alltaf verið á sama stað.“ Þá er það bara spurning hvar Árni kýs í næstu sveitarstjórnarkosning- um. HÖLDUM okkur við Keflavík. Út er komið glæsilegt jólablað Alþýðu- blaðs Keflavíkur með lesefni af ýms- um toga. Þar er m.a. að finna skemmtilegt og fróðlegt viðtal við Sigríði Narfheiði Jóhannesdóttur sem löngum hefur gegnt trúnaðar- störfum fyrir Alþýðuflokkinn og ein af fyrstu konunum í Keflavík sem höfðu afskipti af stjórnmálum. Á einum stað í viðtalinu rifjar Sig- ríður upp kynni sín af stjórnmála- mönnum. Grípum niður í þann kafla: alltaf virtist geta sannfært við- mælendur sína að hann færi með rétt mál. Gylfi Þ. Gíslason var einnig mjög athyglisverður, en hann var ekki fyrir Suðurnes- in. Gylfi var sérfræðingur í að bjóða upp á tölur sem hann átti auðvelt með að færa rök fyrir, hvort sem menn skildu hann nú eða ekki. Af þeim mönnum sem ég vann mest með hér í Keflavík er Ragnar Guðleifsson mér efst- ur í huga. Þá nefni ég Hannibal Valdimarsson. Ég var á Alþýðu- flokksþinginu þar sem hann gekk út, það var eftirminnileg stund. Á þessum árum voru margir sem gengu úr Alþýðu- flokknum og til liðs við Komm- únistaflokkinn, þar sem þeir töldu að hann gerði ekki nægi- lega mikið. Flestir þessara manna hættu síðan stuðningi sínum við þann flokk og ég held að þeir hafi alltaf verið alþýðu- flokksmenn í hjarta sínu,“ sagði Sigríður ennfremur um flokkinn og flokksstarfið fyrr á árum.“ DAGATAL ✓ Fimmti skemmtilegasti maður Islands Þeir i DV eru mjög frumlegir í skoðanakönnunum. Nú eru þeir búnir að láta gera skoðanakönnun yfir fyndustu og skemmtilegustu menn íslands. Og eins og lög gera ráð fyrir, lentu atvinnumenn í gríniðju í efstu sætunum. Efsti atvinnugrínistinn var auð- vitað Laddi. Enda varla hægt að opna fyrir fjölmiðil eða skella sér á skemmtistað án þess að Laddi sé á staðnum. Það fór einnig á þá leið að þjóðin valdi Ladda sem skemmtilegasta manninn. Sigurður Sigurjónsson leikari sem þekktari er sem Ragnar Reykáss, er næstskemmtilegasti íslending- urinn. Sigurður Sigurjónsson er einnig atvinnumaður í gríni. Næstir komu þeir Ómar Ragn- arsson og Hermann Gunnarsson. Báðir eru þeir atvinnugrínistar með meiru. Það verður sem sagt að teljast afar eðlilegt að nöfn þessara manna komi upp í hugann á almenningi þegar spurt er um grínista. Þessir menn eru jú grínistar að atvinnu. Pess vegna kemur nafn fimmta skemmtilegasta mannsins á óvart. Maður skyldi ætla að hann væri ekki grínisti að atvinnu. Það er Davíð Oddsson. Hann er borgarstjóri að atvinnu. Davíð er að sjálfsögðu dálítið bros- legur stundum, en að hann skuli vera svo skemmtilegur að fólk velji hann fimmta fyndnasta Is- lendinginn, hlýtur að teljast óskilj- anlegt. Nema aö Davíð þyki svo fyndinn í starfi að það veltist allir um af hlátri þegar hann stjórnar borg- inni. Sennilega hlær þó ekki gamla fólkið sem stendur í biðröð- inni og bíður eftir mannsæmandi húsnæði og aðhlynningu í ellinni. Og sennilega hlæja ekki foreldr- arnir sem geta ekki sett börn sín í dagvistun til að geta stundað störf sín, vegna þess að dagvistunar- rými er ekki fyrir alla. Og eflaust hlær ekki fátæka fólkið eða mæðurnar sem þurfa að fæða börnin og finna ekki Fæð- ingarheimilið fyrir einkalæknum í stórbissness, gerðan út á ríkissjóð. Þetta fólk hlær ekki. Hverjir hlæja þá? Af hverju er Davíð svona ofboðslega fyndinn? Nema að það sé vegna þess að fólk hlær að honum eins og það hlær að Ragnari Reykáss og Saxa lækni? Að Davíð sé svona skrípó-pólitíkus? Sennilega hafa vinsældir Davíðs sem skrípó-stjórnmálamanns vax- ið mjög eftir að hann kom fram í grínþættinum um daginn með fjármálaráðherra. Þar sagði Davíð hvern fimmaurabrandarann á fæt- ur öðrum, og eflaust hefur þjóðin velst um af hlátri. Davíð greip frammí, hann hunsaði stjórnanda og skipaði honum fyrir, sagði allt mögulegt um andstæðing sinrt og sagði síðan brandara inn á milli og ók sér í nýju, dökkbláu forsætis- ráðherrafötunum sínum. Þetta var nokkuð góður grín- þáttur. Vandinn er auðvitað bara sá, að þegar Davíð ætlar að fara að tala af alvöru, þá halda menn áfram að hlæja. Þeir hlæja sig alveg mátt- lausa. Alveg eins og þegar menn fara strax að hlæja þegar þeir sjá Ladda. Um leið og Davíð birtist, fara all- ir að hlæja. Sigriður: Þeir sem gengu úr Alþýðu- flokknum voru alltaf alþýöuflokks- menn í hjarta sínu. „Emil var kennari minn þegar ég var í Flensborgarskóla í Haf n- arfirði. Hann var ákaflega mikil- hæfur stjórnmálamaður sem Einn með kaffinu — Hvers vegna ertu svona öróttur í framan? „Mér gengur svo illa að borða með hnífi og gaffli!"

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.