Alþýðublaðið - 22.12.1989, Síða 4

Alþýðublaðið - 22.12.1989, Síða 4
4 Föstudagur 22. des. 1989 Horfurnar 1990: Árið í ár var þriðja sam- dráttarárið i röð, eins og þjóðhagsspá gerði ráð fyrir. Völvur vísindanna í Þjóð- hagsstofnun virðast hafa spáð nokkuð rétt um fram- vindu mála á árinu sem er að líða. Landsframleiðslan er talin minnka um 2,5% og þjóðartekjur um 4,5% sem er nánast eins og spáð var. Spáð var að atvinnutekjur myndu hækka um 12% en kaupmáttur lækka um 7,5%, en reyndin varð launa- fólki örlítið hagstæðari. Spár um verðlag og fram- færslu stóðust, en gengi lækkaði meir en reiknað var með. Einkaneysla dróst saman um 6% eins og gert var ráð fyrir. Vegna minni afla er fyrirsjáanlegt aö framleiösla sjávarafuröa muni minnka á næsta ári og miðar þjóöhagsspá viö 3 af hundraöi. Vegna heldur meiri verðhækkana á síðustu mánuðum en ráð var fyrir gert, er nú áætlað að framfærslu- vísitalan verði \6'/>% hærri á næsta ári en þessu. Samkvæmt þessum forsendum rýrnar kaupmáttur ráö- stöfunartekna á mann um 5V>% frá 1989 til 1990. Atvinnuhorfur 1990 Atvinnukönnun haustið 1989 bendir til þess að 1990 verði vinnu- aflseftirspurn að meðaltali hin sama og á líöandi ári. Hins vegar er búist við að atvinnuleysi fari vaxandi og um 3000 manns verði atvinnulausir að jafnaði, eða tæp 2,5% af vinnu- framboöi. Mest er talið að atvinnu- leysi verði i janúar eða 4—5%. Yfir sumarmánuðina er þess vænst aö atvinnuleysi verði l—2%, nái lág- marki í september, en fari síöan vax- andi út árið, þannig að í lok næsta Á næsta ári er enn gert ráð fyrir samdrætti, fjörða árið í röð. Reiknaö er með 5,5% rýrnun kaupmáttar ráðstöfunartekna, vaxandi atvinnu- leysi og minnkandi þjóðarútgjöld- um. Útflutningsframleiðsla__________ og viðskiptakjör Vegna minni afla er fyrirsjáanlegt að framleiðsla sjávarafurða muni minnka á næsta ári. Hér er miðað við að framleiðslan dragist saman um 3%. Athygli er hins vegar vakin á þeirri óvissu sem ríkir um fiskafl- ann á næsta ári vegna tregrar loðnu- veiði að undanförnu. íþessari spá er ekki reiknað með að loðnustofninn hafi orðið fyrir verulegum skakka- föllum. Önnur útflutningsfram- leiðsla ýmist stendur í stað eða fer vaxandi, sem vegur að hluta upp minni sjávarafuðaframleiðslu. Ut- flutningsframleiðslan í heild minnk- ar því um l% milli ára. Miðað við óbreytt raungengi og áframhaldandi samdrátt ráðstöfun- artekna má reikna með minni inn- flutningi á næsta ári og þar með áframhaldandi bata á vöruskipta- jöfnuði. Miðað við fyrirliggjandi for- sendur er því búist við að-vöru- skiptajöfnuðurinn verði hagstæður um 7,4 milljarða króna. Viðskipta- jöfnuðurinn verður þó áfram nei- kvæður vegna óhagstæðs vaxta- jafnaðar og er hér reiknað með við- skiptahalla upp á 7,6 milljarða sem svarar til 2,2% af landsframleiðslu.. Þegar á heildina er litið eru horfur á óbreyttum viðskiptakjörum á næsta ári, þótt búast megi við mis- munandi verðþróun á einstökum þáttum utanrikisviðskiptanna. Verð á sjávarafuröum gæti hækkað nokk- uð, en verð á áli og kísiljárni fer að líkindum lækkandi á næsta ári. Mik- il óvissa ríkir um olíuverð um þessar mundir og leiddar hafa verið líkur að hækkandi verði. Hér er gert ráð fyrir að verð á olíu haldist óbreytt á næsta ári. Þetta þýðir í raun verð- lækkun miðað við almennar verð- breytingar erlendis, sem spáð er 4—4'/2%. I heild vegur því óbreytt olíuverð og hækkun á sjávarafurð- um upp verðlækkunina á áli og kísil- járni og því er talið líklegast rð við- skiptakjörin í heild verði nánast óbreytt. Tekjur, verðlag, kaupmáttur og atvinnuástand Kjarasamningar flestra launþega- samtaka eru lausir eða renna út um áramótin og er því mikil óvissa ríkj- andi um launaþróun næsta árs. í þjóðhagsáætlun var sú forsenda lögð til grundvallar að ráðstöfunar- tekjur á mann myndu hækka um 11% frá 1989 til 1990 og þá gert ráð fyrir óbreyttri skattbyrði. í Ijósi þeirrar óvissu sem er um launaþró- un er hér gengið út frá sömu hækk- un, en vegna áforma um hækkun beinna skatta er hér gert ráð fyrir að ráðstöfunartekjur hækki um 10%. árs svari atvinnuleysi til um 3% af vinnuframboði. Þjóðarútgjöld Samkvæmt endurskoðaöri spá um kaupmátt ráðstöfunartekna á mann á næsta ári er gert ráð fyrir 5'/2% samdrætti í stað tæplega 5% í þjóðhagsáætlun. Af þessum sökum er nú spáð að einkaneysla dragist saman að raungildi um 2,5%, eða 3,5% 3 mann, borið saman við 2% í þjóðhagsáætlun. Samkvæmt þessu dregst sparnaður heimilanna nokk- uð saman. Spár um samneyslu og fjárfestingu eru óbreyttar frá þjóð- hagsáætlun, en þar var gert ráð fyr- ir 1% aukningu á samneyslu, en 1% samdrætti í fjárfestingu. 1 þessu felst 'að þjóðarútgjöld verða 1,6% minni. Verðlagshœkkanir hafa verið heldur meiri en stefnt var að og á naesta ári er reiknað með 16^5% hækkun fram- færsluvísitölunnar — og rýrnun kaupmáttar ráöstöfunartekna um 5.5%. Yfirlit þjóðhagsspár Þegar þær forsendur og áætlanir sem hér hefur verið lýst eru dregnar saman fæst sú niðurstaða, að lands- framleiðsla og þjóðartekjur verði rúmlega 1% minni 1990 en á þessu ári. Gert er ráð fyrir að þjóðarút- gjöld muni dragast saman helcfbr meira en þjóðartekjur, eða um l‘/2%. Þetta stafar einkum af sam- drætti í einkaneyslu. í þessu felst að viðskiptahalli minnkar á milli ár- anna 1989 og 1990, verður 2,2% af landsframleiðslu samanborið við 2,4% á þessu ári og 3,7% 1988. Áætlanir til lengri tíma benda til þess að samdráttarskeiðið í þjóðar- búskapnum, sem hófst 1988, muni standa fram á næsta ár, en eftir það muni hagvöxtur glæðast á ný og verða 1—2% á ári á tímabilinu 1991-1994. f jórða árið í röð

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.