Alþýðublaðið - 22.12.1989, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 22.12.1989, Qupperneq 5
Föstudagur 22. des. 1989 5 FRÁ RAFMAGNSVEITU REYKJAVÍKUR Rafmagnsveitunni er það kappsmál að sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna straumleysis nú um jóiin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn um hátíðirnar vill Rafmagnsveitan benda notendum á eftirfarandi: IReynið að dreifa elduninni, þ.e. jafna henni yfir daginn eins og kostur er, einkum á aðfanga- dag og gamlársdag. Forðist, ef unnt er, að nota mörg straumfrek tæki samtímis, t.d. rafmagns- ofna, hraðsuðukatla, þvottavélar og uppþvotta- vélar - einkum meðan á eldun stendur. Farið varlega með öll raftæki til að forðast bruna- og snertihættu. Illa með farnar lausar taugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatnsþéttar og af gerð sem viðurkennd er af Rafmagnseftirliti ríkisins. í flestum nýrri húsum eru sjálfvör (útsláttar- rofar) en í eldri húsum eru vartappar (öryggi). Eigið ávallt til nægar birgðir af vartöppum. Helstu stærðir eru: 10 amper - Ijós 20-25 amper - eldav.él 35 amper - aðalvör fyrir íbúð. Ef straumlaust verður skuluð þið gera eftir- farandi ráðstafanir: - Takið straumfrek tæki úr sambandi. - Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr íbúð, (t.d. eldavélar eða Ijósa) getið þið sjálf skipt um vör í töflu íbúðarinnar. Ef öll íbúðin er straum- laus getið þið einnig sjálf skipt um vör fyrir íbúðina í aðaltöflu hússins. 5 6 Hafi lekastraumsrofi í töflu leyst út er rétt að taka öll tæki úr sambandi og reyna að setja leka- straumsrofann inn aftur. Leysi rofinn enn út er nauðsynlegt að kalla til rafvirkja. Tekið er á móti tilkynningum um bilanir í síma 686230 hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur allan sólarhringinn. Á aðfangadag og gamlársdag er einnig tekið á móti bilanatilkynningum til kl. 19 í síma 686222. Við flytjum ykkur bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á komandi ári, með þökk fyrir samstarfið á hinu liðna. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR (Geymið auglýsinguna) Aktu eins og þú vilt _ að aðrir aki! ÖKUM EINS OG MENN! IUMFERÐAR RÁÐ formanni Verkakvennafélagsins Framtiöar í Afmælisbarniö tekur hér á móti Guöriöi Elíasdóttur Hafnarfiröi. A.mynd/E.ÓI. Eiöur Guönason formaöur þing- flokks Alþýöuflokksins færöi Kjart- ani þennan blómvönd frá þing- flokknum. í baksýn má m.a. sjá eig- inkonu Kjartans, Irmu Karlsdóttur og Guömund Oddsson bæjarfull- trúa Alþýðuflokksins í Kópavogi. Meöal gesta voru þeir herramenn Ragnar Halldórsson stjórnarfor- maöur ísal, Halldór Ásgrimsson sjávarútvegsráöherra og Stein- grímur Hermannsson forsætisráð- herra. Samkvæmt heimildum Al- þýöublaðsins skiptust þeir þre- menningar á skoöunum um lax- veiði. Forseti Islands, frú Vigdís Finn- bogadóttir sést hér á tali viö tvo þingmenn Sjálfstæöisflokksins úr Reykjaneskjördæmi, þau Matthías Á. Mathíesen og Salóme Þorkels- dóttur. Halldór Ásgrímsson ráöherra og Jóhann Einvarðsson þingmaöur Framsóknarflokksins heilsa þeim hjónum, Kjartani og Irmu. Frá vinstri; Erlendur Einarsson yfir- þingvöröur Alþingis, Hreggviöur Jónsson þingmaöur og Páll Péturs- son þingflokksformaður Fram- sóknarflokksins. Kjartan Jóhannsson fimmtugur Kjartan Jóhannsson sendiherra Islands í Genf varð fimmtugur á þriðju- daginn var. Þá var Kjart- an hinsvegar staddur í Briissel í föruneyti utan- ríkisráðherra á ráðherra- fundi EFTA og EB. í gær hélt hann svo vinum og samstarfsmönnum hóf í Gaflinum í Hafnarfirði og ljósmyndari Alþýðublaðs- ins, Einar Ólason, tók þessar myndir við það tækifæri. Alþýðublaðið færir Kjartani heillaóskir í tilefni þessara tíma- móta.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.