Alþýðublaðið - 22.12.1989, Page 6

Alþýðublaðið - 22.12.1989, Page 6
6 Föstudagur 22. des. 1989 BÓKAFRÉTTIR Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Svartur sjór af síld — Síldarævintýrin miklu á sjó og landi eftir Birgi Sigurdsson rithöf- und. Þar endurvekur hann áhrif síldarinnar á mannlíf og þjóðlif í hundrað ár. Hér eru leiddir fram á sjónarsviðið síldarspekúlantar, stór- brotnir athafnamenn, afiakóngar, síldarstúlkur, hásetar, verkamenn. Bókin geymir ógrynni heimilda um þróun sílarútvegsins, frásagnir og samtöl um líf og störf karla og kvenna sem upplifðu síldarævintýr- in miklu. Síldarárin eru sveipuð ævintýra- Ijóma. Þau voru stórbrotin og spennandi með umsvifamiklum framförum og afdrifaríkum koll- steypum í þjóöfélaginu. Síldin var nefnd silfur hafsins, bjargvættur þjóðarinnar, gull Islands. Hún var óútreiknanleg kenjaskepna. Hún gerði menn að milljónerum og bein- ingamönnum, reisti og rústaöi bæi og byggðarlög, réð örlögum manna og efnahagsiífi þjóðarinnar. Bókaútgáfan Forlagið hefur gefiö út bókina Eins manns kona — minn- ingar Tove Engilberts eftir Jónínu Michaelsclóllur. Tove Engilberts var ung kona þegar hún yfirgaf heima- land sitt og fluttist til Islands ásamt manni sínum, listmálaranum Jóni Engilberts. í bókinni segir hún frá uppvaxtarárunum á auðmanna- heimili í Kaupmannahöfn og dregur upp óvenjulega og heillandi mynd af lífinu þar í borg á árunum milli stríða. Hún lýsir fyrstu kynnum þeirra Jóns en þau kynntust fyrst er þau voru bæöi við myndlistarnám. Síðan lýsir Tove langri sambúö við stórbrotinn listamann og lífi þeirra á íslandi af óvenjulegu innsæi og næmi á sérkenni samferðamanna sinna. I kynningu Forlagsins segir m.a.: „Minningár Tove Engilberts eru ógleymanlegur aldarspegill þar sem fjöldi þjóöfrægra manna og kvenna kemur við sögu. Hún lýsir á eftir- minnilegan hátt samskiptum lista- manna fyrr á árum, baráttu þeirra, vonbrigöum og sigrum. Þar skiptast á skin og skúrir, en umfram allt er saga Tove áhrifamikil lýsing á til- finningaríku samlífi tveggja elsk- enda og vina sem aldrei varö hvers- dagsleika og vana að bráð." Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér nýja bók eftir Gylfa Gröndalsem ber heitið Dúfa töframannsins, minningar Katrínar Hrefnu yngstu dóttur Einars Benedikts- sonar skálds. Hrefna kvaddi Island að loknu stúdentsprófi fyrir rúmum 60 árum og hélt í óþökk föður síns til Suöur- Ameríku ásamt ástmanni sínum. Með sanni má segja að líf hennar sé ævintýri líkast og líkist fremur skáldsögu en veruleika. Ætíð komst hún þó klakklaust úr hverjum hild- arleik. Á gamals aldri sneri Hrefna loks aftur heim til íslands til að eyöa hér síðustu ævidögunum. I bókinni varpar Hrefna nýju Ijósi á föður sinn, hið stórbrotna skáld og fram- kvæmdamann sem var langt á und- an samtíöinni í hugsjónabaráttu sinni. Hún lýsir honum á hispurs- lausan og áhrifaríkan hátt, ágæti hans og yfirburöum, en jafnframt veikleika og vanmætti. Bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér bókina Undir eldfjalli eftir Svövu Jakobsdótlur. Hún hefur fyrir löngu skipað sér í fremstu röð ís- lenskra rithöfunda með skáldsögum sínum, smásögum og leikritum. Skemmst ér að minnast lofsamlegra dóma sem síðasta bók Svövu, Gunnlaðar saga, hlaut fyrir tveim- ur árum en hún mun á næstunni koma út á fjórum Norðurlandamál- um og var nú í nóvember tilnefnd af Islands hálfu til Bókmenntaverð- launa Norðurlandaráðs. Þetta nýja sagnasafn Svövu Jakobsdóttur, og hið fjórða frá hennar hendi, hefur að geyma sex sögur. Yrkisefnin eru margvísleg og gædd þeim meistaratökum sem ein- ungis fáum skáldum eru lagin. Allar persónur sagnanna heyja baráttu sína undir eldfjalli þó í ólíkum skiln- ingi sé. Sumar þeirra takast á viö líf- ið, háska þess og hverfulleika, af þrautseigju og ástríki. Aðrar sögu- persónur glíma viö eyðingariifl valds og kúgunar sem brjótast upp á yfirborðið gegn góðum vilja og beinast gegn lífinu þegar minnst varir. Tónagjöf kallast ný bók, sem Fjölvaútgáfan sendir frá sér. Þetta er myndskreytt handbók um sígilda tónlist. Titill bókarinnar er tekinn eftir heitinu á tónverki sem Bach samdi og færði Friðriki mikla Prússakonungi að gjöf. í Tónagjöf eru rakin æviatriði 124 sígildra tónskálda af öllum tímum. Þeim er skipað niöur í stafrófsröö. Þar eru rakin í stuttu máli æviatriöi hvers tónskálds, þroski og tónlistar- ferill, lýst stílgerð og samskiptahópi og talin up og lýst helstu tónverkum í tímaröð. Til vitnis um, hve yfir- gripsmikið efni bókarinnar er, má nefna að í nafnaskrá, sem fylgir, eru tilgreind um 900 mismunandi tón- verk og koma þar þó aðeins þau sem bera heiti, en ekki þau fjöl- mörgu tónverk sem aðeins eru núm- eruð svo sem fjöldi sinfónía og konserta. Fjölvi-Vasa senda nú frá sér skáld- söguna Vaxtarverkir Dadda eftir Sue Townsend. Hún er einskonar framhald Dagbókar Dadda, sem kom út fyrir tveimur árum. Sögu- persónan Daddi heitir Adrian Mole og hefur hlotiö slíka frægð að kvik- mynd hefur veriö gerð um hann og sögunni jafnvel breytt í leikritsform, sem flutt hefur veriö á nokkrum stöðum hér á landi. Það er sérkennilegt við bækurnar um Dadda, að þær eru allar skrifaö- ar í dagbókarformi, svo það er eins og lesandinn sé að gægjast í dagbók tánings á vandræðaaldrinum og maöur les allar hans leyndustu hug- renningar og kenndir. Líf Dadda er oft æði tilbrigðaríkt sem markast m.a. af því að foreldrar hans eru til skiptis að skilja og taka saman og hann eignast meira að segja syst- kini, en sjálfur er hann trúlofaöur Pandóru, þó oft slettist þar líka upp á vinskapinn. Bjori> Thorarensen ís- lenskaöi. Hathayoga er heilsufræði Yog- anna, sem Fjölva/Vasaútgáfan hef- ur nýlega gefiö út. Er hún 3. bindið í ritsafni Yogameistarans Ramacha- ruka. Að vísu stefna Yogafræðin aðal- lega að þroskun andans, svo að mannssálin megi rísa upp á æðra stig, — en til þess að auðvelda þann þroska þarf líkaminn einnig að vera heilbrigður. Því leggja Yogar svo mikla áherslu á heilsufræði, aö líkaminn á að vera eins og göfugt musteri fyrir andann og því samdi Ramacharaka sérstak- an erindaflokk um ræktun líkam- ans. * Krossgátan □ 7""" 3 n — ■ □ 6 □ 7 9 10 □ íí □ 12 13 Lárétt: 1 blekkti, 5 hár, 6 frost- skemmd, 7 húð, 8 báturinn, 10 kall, 11 kerald, 12 ofnar, 13 stundar. Lóðrétt: 1 háð, 2 sléttu, 3 sem, 4 fífl, 5 hestsnafn, 7 berg, 9 Ijá, 12 keyrði. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 fóarn, 5 ráma, 6 ælu, 7 st, 8 kárína, 10 tt. 11 tað, 12 maga, 13 níska. Lóðrétt: 1 fálát, 2 ómur, 3 AA, 4 notaða, 5 ræktun, 7 snaga, 9 ítak, 12 MS HfMBI getraunir ALÞÝÐUBLAÐIÐ FJC REYNDIST GET- S PA KAST LEIKIR 26. DES. ’89 LMIÐL Z > ! 5: Q| h- .A! z z -D -1 > o o 2 SPÁ Q Q. CC I < I > cc! 3 cn s £ Qi oc BYLGJAN STÖÐ2 STJARNAN Q Q < -J m => Q ■> n. J <! HLJÓÐBYLGJAN SAMTALS I 1 X 2 Alþýðublaðið sigraði glæsilega í haustkeppni íslenskra getrauna meðal Asfon Villa - Man. Utd. 1 .2 X 1 1 1 1 ij 1 T T 9 1 1 11 fjölmiðla landsins. Að 15 erfiðum umferðum afloknum stóð Alþýðublað- « p „ -. . iö uppi sem sigurvegari meö samtals 87 rétta eöa 5,8 aö meöaltali. í ööru ' 2 2 2 2 2 X 2 1 2 2 1 2 1 8 sæti lenti Bylgjan með 85 rétta og næst komu DV og Dagur með 84 rétta. Derby - Everton 1 JL J 2 X J J j X J x 6 J ± Alþýðublaðið þakkar hinum sigruðu fjölmiðlum fyrir spennandi keppni. . „ p Verðlaunin eru ferð fyrir tvo á leik að vali í Englandi eða Þýskalandi. Til- Luion NOtl. 0 . 2 j 2 X 2 X X 2 X X X 2 0 6 5 högun mála var mjög lýðræðisleg og tóku 8 starfsmenn þátt í innbyrðis Man. City - Norwich 2 ! 2 2 2 2 2 X 1 1 2 1 3 1 7 keppni. Tveir efstu menn fara á viðkomandi leik og urðu efstir Friðrik Þör n D B r niirtmi mHccnn mprt Rfi8 að mpðaltali ng Krictján Þnrvaldccnn mpð 5 47 að U.r.H. - LOVentry J J X^ X X J J( 1 X 2 4 6 1 meðaitaii. Southampton - Arsenal 2 X 2 2 2 1 2 2, 1 1 X 3 2 6 Framundan eru tvær aukaumferðir en 6. janúar hefst ný fjölmiðlakeppni. Eftirfarandi spá gildir um leiki annan dag jóla. Seðillinn er nokkuð snúinn, lOttennam - Mlllwall 1 1 X 1 1 1 1 jJ 1 1 1 10 1 0 en Aston Villa, Tottenham og Wimbledon talin örugg um sigur. Wimbledon - Charlton 1 j 1 j J J J Jj J< J J 10 L 0 Ipswich - West Ham 2 1 1 X X J X 1 1 1 2 6 3 2 Sheff. Utd.-Leeds X X 1 2 1 2 1 2 X 1 1 5 3 3 Spá okkar: 1-2-1/X-2-X/1-1-1/M-1. Cu(ínrlnn DhílLh,im Korficcrvá-1 _Y9.i v/Y9.o.i y/i 9.1.1 n y.i Y9.1 Swnidon - Blackburn X 1 2 1 X 1 X 1 1 1 |X 6 T 1 RAÐAUGLÝSINGAR Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir nóvembermánuð 1989, hafi hann ekki verið greiddur í síðasta lagi 27. desember. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan reiknast dráttarvextir til viðbót- ar fyrir hvern byrjaðan mánuð, talið frá og með 16. janúar 1990. Fjármálaráðuneytið Alþýðuflokksfélag Kópavogs 40 ára Alþýðuflokksfélag Kópavogs býður til afmælis- fagnaðar 27. desember nk. í Félagsheimili Kópa- vogs 1. hæð. Opið hús frá kl. 17—19 Við bjóðum upp á „góðar" veitingar. Verið öll velkomin. Stjórnin Það er þetta með bilið milli bíla... iJ UMFERÐAR 'RÁO

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.