Tíminn - 04.04.1968, Qupperneq 13

Tíminn - 04.04.1968, Qupperneq 13
FIMMTUDAGUR 4. apríl 1968 ÍÞRÓTTIR TÍMINN 13 (Danska landsliðið kemur til Reykjavíkur annað kvöld. Myndin hér að ofan er frá leik Dana og Austur-Þjóðverja nýlega, en Danir unnu þann leik metrar. Irneð tveggja marka mun. Undanfarið hefur danska landsliðið verið í keppnisför í ísrael. ENGLAND VANN 1:0 Englendingar sigruðu Spánverja í landsleik í knattspymu i gaer- kvöldi, 1:0, í leik, sem er liður í Evrópukeppni landsliða. Leikur inn fór fram á Wembley og skor aði Bobby Charlton eina mark leiksins, 10 mín. fyrir leikslok. Síðari leikur landanna fer fram í Madrid innan tíðar. Ármann leikur til úrslita Ármenningar sigruðu Keflavík í 2. deild í handknattleik í fyrra kvöld 33:16 og munu nú leika til úrslita gegn ÍR, — ÍR-ingum næg ir jafntefli. þar sem þeir hafa einu stigi meira. HEIMSMET í ÞRÍSTÖKKI INNANHÚSS V-þýzki frjálsíþróttamaðurinn Miehaei Sauer, setti nýtt heims met i þrístökki innanhúss á v- þýzka meistaramótinu, sem háð var nýlega. Stökk hann 16,77 m.. en fyrra metið átti Art Walker. Bandaríkjunum, og var það 16.70 • • HOFUM EFNi A AD SKIPTA UM LANDSLID - standi liðiö sig ekki nógu vel í fyrri leiknum Á morgun, föstudags- kvöld, eru dönsku lands- liðsmennirnir í handknatt- leik væntanlegir til Reykja víkur, en landsleikirnir við Dani verða á laugardag og sunnudag. Það hefur lengi verið óska- draumur íslenzkra handknatt- leiksmánna að leggja Dani að velli á handknattleikssviðinu. Hvort það tekst í leikjunum um helgina, er óvíst, en alla vega ætti íslenzka liðið að hafa mikla möguleika, þegan tillit er tekið til þess, að hér verð- ur um heimaleikl að ræða. Það, sem allir óttast í sam- bandi við þessa landsleiki, er að íslenzka landsliðið falli í sömu gryfjuna og í síðasta leik gegn Dönum, haldi illa á spil- unum á lokamínútunum og glopri e.t.v. sigri niður Þessi slæma spilamennska á síðustu' mínútunum er eins og álög á liðinu og endurtekur sig æ ofan í æ. Erfitt er að finna skýringu á því, hvers vegna svona fer. Ekki er lélegu út- haldi um að kenna. Sennileg skýring á þessu er. að liðið búi ekki yfir nægilega mörgum ~ - -t- . - '• - - - — leikaðferðum. Og í annan stað er leikreynslan af skornum skammti, jafnvel þótt í liðinu séu leikmenn eins og Gunnlaug ur Hjálmarsson, maður með meira en 40 landsleiki að baki. En hvað ætlar landsliðsnefnd að gera, standi liðið sig ekki sómasamlega í leiknum á laug ardag? Á að stilla upp sama liðinu eða lítið breyttu? Að athuguðu máli, væri slíkt óskyn samlegt. Breiddin í íslenzkum handknattleik er, sem betur fer, svo mikil, að við ættum að geta teflt fram a.m.k. bveim ur nokkuð jafnsterkum liðum. Ef við tefldum nýju liði fram í síðasta leiknum, ættu Danir erfiðara með að átta sig á hin- um nýju leikmönnum — og ísl. liðið hefði nokkurt forskot að því leyti. \ ' Mergur málsins er sem sagt sá, að standi landsliðið sig ekki nógu vel í fyrri leiknum, tapi með 2ja til 5 marka mun, á óhikað að skipta um menn, gefa nýj- um mönnum tækifæri. — Landsliðsnefnd qæti hvort sem hún vildi teflt fram einstaklingaliði — skipað mörgum af pressuliðsmönn unum — eða byggt liðið umhverfis eitt ákveðið fé- lagslið og væri Hauka-liðið nærtækast. Núverandi landsliðsmönnum verður að skiljast, að tii þess að eiga rétt á landsliðssætum áfrám, verða þeir að sýna o; sanna, að þeir séu verðugn landsliðsménn, Þetta verðu landsliðsnefnd eínnig að ger þeim ljóst — m.a. með því a' tilkynna landsliðsmönnum, af skipt verði um leikmenn, stand beir sig ekki nógu vel. Svi oft erum við búnir að tapa landsleikjum með 2—3 mark: mun og þaðan af meira, a< engu væri að tapa með því a: skipta um blóð Leikirnir en hvort eð er ekki liður í heim; meistarakeppm — aðeins vin áttuleikir — og þess vegn óhætt að nota síðari leikinr til að prófa sig áfram me nýja ménn. Það gæti aldre farið verr en það. að við fengj um staðfestingu á. að liðið. sen teflt var fram fyrri dagin hefði verið betra. - alf. Blómleg íþrótta starfsemi HSÞ Mánudaginn 11. marz s. 1. boð- aði stjórn HSÞ til fundar að Laug um með formönnum sambandsfé- laganna og fleiri gestum. Mættir voru formenn frá öllum félögun- um að einu undanskildu. Formað ur HSÞ Óskar Ágústsson setti fundinn og talaði meðal annars um starfsemi sambandsins á síðasta ári, verkefnin á þessu ári og fleira. Verður nú rakið það helzta sem kom fram á fundinum. Haldinn voru 5 íþróttamót á sambandssvæðinu. ennfremur tók HSÞ þátt í 9 íþróttamótum utan héraðs. Sett voru 13 héraðsmet. þar af 1 íslandsmet í 4x100 m. boðhlaupi kvenna, 53,2 sek. Þátt takendur á íþróttamótum voru 225. Knattspyrna var mikið stund uð á félagssvæðinu. Völsungur og Mývetningur tóku þátt í III. deild ar keppni KSÍ Lið frá HSÞ tók þátt i undankeppni landsmóts , UMFÍ og sigraði í sínum riðli og keppir til úrslita á landsmótinu i sumar Ennfremur var sent lið á Norðurlandamót í knattspyrnu. Handknattleikur var lítið stundað ur nema á Húsavík og keppti Þór fyrir HSÞ i undanrásum fyrir landsmót UMFÍ. Skíðaíþróttin er lítið stunduð á sambandssvæðinu nema á Húsavik, en þax er mjög mikill áhugi fyrir henni og voru haldin mörg skíðamót, meðal ann ars sáu Völsungar um skíðamót Norðurlands. Mikill áhugi var á sundíþróttinni og haldið var hér aðsmót í sundi, ennfremur var handknattleikur stundaður á sam bandssvæðinu Haldið var bindind Framhald á bls 14 UL fær að æfa áfram Form. Knattspyrnudeildar Hauka, Jóhann Larsen. hafði samband við íþróttasíðuna i gær og sagði, að samkomulag hefði náðst viðunglinganefnd KSÍ um það, að nefndin fengi völlinn í Hafnarfirði til af- nota á fimmtudögum fram að páskum fyrir unglingalandsliðs æfingar, en þar eftir myndu Haukar nota völlinn á þessum tíma. Var þetta samkomulag gert í gær eftir að greinin um unglingalandsliðið birtist.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.