Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 2

Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 2
Miðvikudagur 3. jan. 1990 MMBUBLMB Armúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. NYTT AR MEÐ HÆKKANDI SÓL Nýtt ár er gengið í garð. Á áramótum strengja menn heit og vænta betri tíðar. Gamla árið kvaddi með óvenjulegum hætti. At- burðir í Austur-Evrópu riðluðu heimsmyndinni. Lýðræðið velti einræði úr stóli og kalda stríðinu lauk. * A íslandi minnkuðu verðmæti sjávarafurða miðað við árið áður og þar með versnuðu lífskjör þjóðarinnar. Vandamál okkareru þó smámunir hjá því sem þorri jarðarbúa þarf að kljást við, og okkar vandi er að mestu heimatilbúinn. Við vitum af gamalli reynslu að gengi okkar veltur á því að við fáum skikkanlegt verð fyrir sjávar- föng og okkur ber því að taka á þeim vanda. Stjórnmálamenn hafa látið hjá liggja að móta lífskjarastefnu í kjölfar nauðsynlegra breytinga í sjávarútvegi. Öðru hverju er látið undan þrýstingi og gripið til „aðgerða" sem ævinlega leiða til óbreytts ástands innan ekki langs tíma. Umgjörðin er nefnilega hin sama. Ytri aðstæður breytast ekki. Fiskurinn í sjónum stjórnar mannlífi í landi og hags- munaaðilar í sjávarútvegi stjórnmálamönnunum. Ár eftir ár hafa þeir síðarnefndu afsalað sér ákvörðun um helstu verðmæti þjóð- arinnar í hendur útgerðarmanna í landinu. Ef almenningur í landinu væri spurður að því við þessi áramót hvað kæmi sér best til að jaf na lífskjör og bæta hag, er enginn vafi á því að svarið yrði að ráðast að verðbólgu og koma verðlagi nið- ur. Vextirnir og vaxtaverkirnir sem hrjá atvinnulíf og eru að koma fjölskyldum á kaldan klaka, eru meiri byrðar á flestum en yfirvöld virðast gera sér grein fyrir. Það skiptir miklu meira máli fyrir þorra landsmanna að hemja verðlag og koma vöxtum niður, en að semja um óverðtryggðar krónur í launaumslag, eða að lofa at- vinnurekendum bót og betrun seinna meir. Misræmið milli launahækkana og útgjalda, sem er að sliga margar fjölskyldur, lagast ekki með fleiri krónum eða loforðum um bættan hag, þeg- ar efnahagur blómgast á ný. Hér á ekki síst við um þær stéttir sem hafa orðið að taka á sig lífskjaraskerðingu umfram þá sem þjóðarbúið eitt og sér hefur orðið fyrir. Fram að þessu hafa kaup- staðarbúar að mestu getað rétt sinn hlut með aukinni vinnu, en ekki verður sömu sögu að segja um þá sem búa á þeim stöðum, sem atvinna hefur dregist saman. Það hvílir ekki síst á jafnaðarmönnum að móta heillega þjóð- málastefnu fyrir næsta áratug. í núverandi ríkisstjórn eru ýmis veigamestu atvinnu- og félagsmálin undir verkstjórn ráðherra Alþýðuflokksins, og því vænta menn mikils af þeim. Formaður Alþýðuflokksins mun áfram glíma við það vandasama mál að tryggja hag okkar í viðræðum um mótun evrópskrar efnahags- samvinnu sem væntanlega mun enda með því að myndaður verði órofið efnahagssvæði í Evrópu. Iðnaðarráðherra vinnur að því að koma á samvinnu erlendra aðila og íslenskra um stóriðju á íslandi, og þar með renna styrkari stoðum undir atvinnulíf í landinu og bæta efnahag okkar. Félagsmálaráherra hefur sýnt í verki að hún ber hag almennings fyrir brjósti, en hvergi ætti að vera betra að ná meiri jöfnuði í lífskjörum en með réttlátri félags- málalöggjöf. Gífurleg verkefni eru framundan á því sviði. Hús- næðismál hafa um langa hríð verið í ólestri í landinu, en með breyttu húsnæðiskerfi sem ráðherra hefur dyggilega staðið að, opnast meðal annars leiðir til að byggja myndarlega á félagsleg- um grunni. Breytt verkaskipting ríkis og sveitarfélaga sem m.a. felur í sér aukið sjálfstæði sveitarfélaga eykur sjálfstæði þeirra og dregur úr miðstýringu. Það er engin,. ástæða til svartsýni á áramótum. Þjóðhagsstofn- un spáir nú betri hag eftir samdrátt í hartnær þrjú ár. Ríkisstjórn- inni gefst nú gullið tækifæri til að koma á samningum á vinnu- markaði sem myndu slá verðbólguna út af laginu. Bæði atvinnu- rekendur og forsvarsmenn launþega hafa lýst yfir fullum vilja til samninga sem gætu leitt til hraðminnkandi verðbólgu. Það væri óskynsamlegt að sleppa þessu tækifæri. ÖNNUR SJONARMIÐ JÓN Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra hefur vakið verðskuld- aða athygli alþjóðlegu pressunnar fyrir frábæra frammistöðu sem for- maöur EFTA-ríkjanna, ekki síst í samningaviöræðunum við EB. Nýveriö birtist grein á leiöarasíðu sænska stórblaðsins Dagens Nyhet- er, þar sem fjallað var um helstu nið- urstöður af samningum EFTA og EB hingaö til. í greininni var sérstak- lega vikið að Jóni Baldvin og farið um hann einkar lofsamlegum orð- um. Ljósmynd af íslenska utanríkis- ráðherranum birtist með greininni og undir Ijósmyndinni stendur: ,,Gaf EFTA nýjan prófíl: Jón Baldvin Hannibalsson frá íslandi." Á öðrum stað í greinni er Jón Baldvin kallað- ur ,, Hin nýja stjarna EFTA," og álíka lofsyrði sem verða að teljast óvanaleg þegar fjallað er um ís- lenska ráðamenn í alþjóðlegu press- unni, ef fjallað er þá um Islendinga yfirleitt. Álla vega er óhætt að segja íhaldsstrákunum á íslandi að Jón Baldvin^sr að verða að Kim II Sung íslands víðar en í Alþýðublaðinu. Grípum aðeins niður í leiðara- grein Dagens Nyheter, þar sem greint er frá hinum alþjóðlega blaðamannafundi í Brussel eftir lokaviðræður EFTA og EB á þessu ári. Og aö sjálfsögðu í íslenskri þýð- ingu: „Eftir ræðu Dumas (utanríkis- ráðherra Frakkiands), talaði hin nýja stjarna EFTA, Jón Baidvin Hannibalsson, utanríkisráð- herra Islands. Án allra orðaleng- inga, lagði hann fram kröfur og stefnu EFTA-ríkjanna. Aðrir ráð- herrar EFTA, þar á meðal Anita Gradin, fylgdust heillaðir og hrifnir með ræðusnilld hins glaðbeitta málsvara EFTA fyrir framan hinn evrópska blaða- heim. Það er ekki nema von, að Ttas gemensamma •"esskonferens i Bryssel. Det lar inget fel pá den verbala j’anska elegansen. Ljuden Itár för den franska varian- l*n (EEE) av europeisk eko- J omisk sfár. Dumas sekunderades av i)ftas nya stjárna, islándske latrikesministern Jón Baldvin ■ Hannibalsson (jo, han ser Ijust sá ut!). Utan större ' krusiduller presenterade han * Eftas krav och st&ndpunkter. ' Förtjusta och imponerade följde de övriga Eftaminist-' rarna, bland dem Anita Gra- din, denna frejdige talesmans k framfart inför den församla- Ide europeiska pressen. Undra pá att Wall Street llournal násta dag rubricera- | e sin artikel: "Efta gár med |á förhandlingar med EG"! L ' -mickrqn.-Jp missförstánd. ♦-ju ; ens overeiT som menas med ' "förhandling" eller "beslut". Efta anser att man redan förhandlar, EG har inte ánnu gett kommissionen ett for- mellt förhandlingsmandat. m Gav Efta en profiU Islands Jón Baldvin Hannibalsson. viii delta i beslutsfattan- inte tilláter — med beslut ?er). h. _ jegránsningarfkonv:; me» att finnas för mánftiskor att röra sig fritt i Vásteurop’a? Vissa Eftalánder vill iritp ha helt fri rörlighet ( • För vilka jordbrukspröduk- ter kommer EG att kráva ,tillgáng till Eftamarknaden (troligen frukter och grönsa- ker frán Sydeuropa)? | • Kommer EG att b'evilji j Norge och framför allt Islanc ] fri marknad för fiskeproduk- ter utan att hálla fast yid sitt ' nuvarande krav pá fri till- gáng tili dessa lánderá svárt j exploaterade fiskevatten? • Pá vilket sátt ska Eftalán- derna bidra till att föryerkli-1 ga den gemensamma press-r kommunikéns ord om atii minska ekonomisk och socia | ojámíikhet mellan regionerl Efta-inbetalningar till .EG f strukturfonder? Kan det sLJ utan att Efta fár vara mi| och bestámma ^ur pen^- ska ar** I leiðaragrein sænska stórblaðsins Dagens Nyheter er Jón Baldvin m.a. kallaður „Hin nýja stjarna EFTA." Wall Street Journal hafi birt eft- irfarandi fyrirsögn næsta dag: „EFTA samþykkir viðræður við EB.“ Hér er greinilega enginn Garðar Hólm á ferð! SKULDIR og ósjálfstæði fara sam- an. Það er alla vega niðurstaða Ein- ars Odds Kristjánssonar, forseta Vinnuveitendasambandsins í ára- mótagrein sem birtist í Morgunblað- inu sl. sunnudag. Einar Oddur skrifar: „Þjóð sem tekur erlend lán til þess að standa undir eyðslu sinni stefnir bara einn veg, til fá- tæktar. Við höfum ekki þýðst viðvaranir á undanförnum árum en endalaust er ekki hægt að skella skollaeyrum eða stinga höfðinu í sandinn. Þetta er blá- kaldur veruleikinn og engum á að líðast undan að líta. Skuldugt fólk er ófrjálst fólk, skuldug fyr- irtæki eru ófrjáls fyrirtæki, skuldug þjóð er ófrjáls þjóð.“ Þá er bara aö spyrja: Hvernig urðu allar þessar skuldir til komnar? EINNMEÐ KAFFINU Maður sat með kjölturakkann sinn í bíó. Hundurinn hló og hló. Þá sýr kona sér við og segir: „Þetta er furðulegur hundur sem þú átt." „Já," svaraði mað- urinn. „Það segirðu satt, hon- um fannst ekkert varið í bókina, sem myndin er gerð eftir." DAGATAL Markaösmaöur Noröurlanda leitar ásjár hjá Marteini Mosdal Aramótaskaupið í Sjónvarpinu var mjög fyndið. Þar gerðu menn óspart grín að yfirvöldum og köll- uðu Ólaf Ragnar „Skattmann" og svo framvegis. Þeir á Stöð 2 voru einnig að reyna að vera fyndnir en eitthvaö mistókst það. Fyndnari var öllu heldur fréttafölsunarann- áll Stöðvarinnar — reyndar alveg óvart. F yndnastur af öllu er þó veruleik- inn. Stöð 2 hefur í talsverðan tíma verið tákn sjálfstæðis og einka- framtaks. Þegar fjölmiðlabyltingin svonefnda sprakk út í öllum sínum blóma við afnám Ijósmiðlaeinok- unar ríkisins, spruttu upp útvarps- stöðvar á hverju horni. Og Stöð 2 fór með einföldum smekk af stað. Síðan hefur þjóðin verið afrugluð markvisst pg nú munu nokkur tugþúsund íslendinga eiga afrugl- ara til varanlegar eignar. Forráðamenn Stöðvar 2 hafa hins vegar ekki verið afruglaðir fyrr en um áramótin þegar Verslunar- bankinn lagði hald á hlutabréf forsprakka Stöðvarinnar, og ein- um þeirra varð að orði í einu dag- blaðanna, að betra væri að eiga helminginn í litlu fyrirtæki en allt í engu fyrirtæki. Það er einmitt svona lógík sem gerir það að verk- um að það er alltaf gaman að búa á íslandi. Eitt af sköpunarverkum Stöðvar 2 er Marteinn nokkur Mosdal. Hann er helsti erkifjandi Stöðvar- innar, enda ríkiseignarsinni. Fyrir jól lentu forsprakkar Stöðvarinnar í því erfiða máli, að glæsitímabili Stöðvarinnar virtist endanlega vera að Ijúka og skuldirnar að sliga einkaframtakið. Þetta fréttu landsmenn í ölium öðrum miðlum en fréttastöð Stöðvarinnar. Að vísu settist fréttastjórinn sem hef- ur einfaldan smekk, einu sinni eða tvisvar við fótskör meistarans Jóns Óttars og spurði Hans há- göfgi náðusamlegast auðveldra spurninga sem hvergi móðguðu sjónvarpsstjórann eða gerðu hon- um erfitt fyrir. Síðan hvarf frétta- stjórinn aftur í felur i fataskápinn sinn. Ólafur ógurlegi, slátrarinn á fréttastofu Stöðvarinnar var einn- ig víðs fjarri, sennilega á kafi í leit að spillingu í ríkisbákninu. Hvað um það. Þegar einkafurst- arnir voru komnir að fótum fram, hringdu þeir í Marteinn Mosdal og báðu um hjálp. Marteinn benti þeim á vini sína í ríkisstjórninni og þangað sendu forstjórarnir beiðni um ríkisábyrgð á erlendu láni. Ráðherrarnir treystu sér auðvitað ekki til þess. Það verður að vera einhver heil brú í geggjuninni. En einkakapítalið á Stöð 2 gafst ekki upp. Félagarnir báðu um að- stoð gegnum Hlutafjársjóð, At- vinnutryggingasjóð eða Þróunar- félagið. Marteinn Mosdal hlýtur að hafa verið þeirra helsti rekstrar- ráðgjafi. En allt kom fyrir ekki. Ríkið fann enga lagastoð sem heimilaði þeim slíka fyrirgreiðslu. Ólafur slátrari var enn í jólafríi eða að elta uppi spillinguna eins hvers staðar inni í bákninu með dyggri aðstoð embættismanna í Sjálf- stæðisflokknum og fréttastjórinn sennilega niðri í bæ að máta föt, þannig að landsmenn urðu að fylgjast með gangi mála annnars staðar, einna helst í málgagni einkaframtaksins, Morgunblað- Að lokum fór svo að Marteinn Mosdal og félagar hans í rikis- stjórninni sáu engan flöt á að bjarga glæsiliðinu á Stöð 2. Versl- unarbankinn sá aumur á einka- kapítalistunum og keypti meiri- hlutann í Stöðinni og höfðingjarn- ir komu með einhverja tryggingu á móti, aðallega heimanmund eins eigandans í jarðeignum. Það er ekki að ástæðulausu að menn hreppi markaðsverðalaun Norð- urlanda. Eftir þessa ráðstöfun er sýnt að sjónvarpsstjórinn getur áfram komið fram í Leiðurum og Ofurleiðurum og skammað ríkis- stjórnina og Marteinn Mosdal verður áfram aðal grínnúmerið á Stöðinni. Ólafur slátrari hlýtur að finnast í kerfinu og koma með nýj- ar uppljóstranir um sukk og svín- ari og fréttastjórinn er vís með að koma úr felum í fataskápnum. Lífið verður aftur skemmtilegt. Yfir til þín, Mosdal!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.