Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 5

Alþýðublaðið - 03.01.1990, Page 5
Miðvikudagur 3. jan. 1990 5 Laxinn hækkar í verði Norömenn tilkynna um aögeröir til aö skapa jafnuœgi á markaönum og koma í veg fyrir undirboö. Eldislax gæti hækkað í verði um 30—40% á árinu sem nú fer í hönd. Fyrirsjáanlegur er verulegur samdráttur ■ fram- leiðslu Norðmanna en auk þess hyggjast flest framleiðsluíönd standa saman um markvissar aðgerðir til að halda verðinu uppi. Veröhækkunar er reyndar þeg- ar tekið aö gæta. í byrjun desemb- er var verð á eldislaxi í New York komið niður 5,50 dollara fyrir hvert kíló, en hafði hækkað í rúma 7 dollara á síðustu dögum ársins. Norðmenn kynntu skömmu fyr- ir jól aðgerðir sínar til að skapa jafnvægi milli framboðs og eftir- spurnar á laxi. Verðlækkun þá sem að undanförnu hefur oröi<S á laxi, má að stærstum hluta rekja til áætlana um stóraukið framboð. Samkvæmt áætlunum Norö- manna munu þeir einungis setja á markað 120 þúsund tonn af laxi á þessu ári í stað 160 þúsund tonna samkvæmt fyrri ráðagerðum. Norðmenn hyggjast einnig tryggja ákveðið lágmarksverð á laxi og hafa undirbúið aðgerðir til að koma í veg fyrir undirboð. Þar- lendis eru þessar aðgerðir taldar hafa í för meö sér 15% hækkun strax og gert er ráð fyrir að sam- dráttur í framleiðslu muni valda a.m.k. 15% hækkun til viðbótar. A nýliðnu ári gerðu Norðmenn ráð fyrir að framleiða um 150 þús- und tonn af lax. Reyndin varð þó önnur og alls varð framleiðsla þeirra ekki nema um 110 þúsund tonn. Skýringarnar á þessu eru aö sögn þær helstar að afföll vegna sjúkdóma urðu meiri en gert var ráð fyrir og meðalþyngd slátur- fiska varð einnig minni en áætlað var, m.a. vegna kynþroska. í öðrum helstu framleiðslulönd- um er reyndin ekki ósvipuð og að öllu samanlögðu ættu þetta að vera nokkur gleöitíðindi fyrir ís- lenska fiskeldismenn sem að und- anförnu hafa átt í verulegum erfið- leikum. Áfengi og tóbak lækka! Fyrirsagnir af þessu tagi eru næsta hefðbundnar fyrsta dag aprílmánaðar. Að þessu sinni er engin aprílútsala á ferðinni hjá ÁTVR, heldur veldur tilkoma virðisaukaskattsins því að áfengi og tóbak lækka lítilshátt- ar í verði, nánar tiltekið um 0,4%. Algengustu sígarettur lækka um eina krónu og fara niður í 198 kr. pakkinn. íslenska brennivínið lækk- ar um heilan tíkall úr 1500 í 1490 krónur og flaska af gæðakoníaki (Henessy XO) lækkar um 30 krónur og kostar eftir lækkun 6230 kr. Verðlækkun áfengis er þó látin miðast við heilan tíkall og sú ákvörðun veldur því að verð all- margra léttvínstegunda verður óbreytt. Vegaframkuæmdir: Talsverð röskun við Arnarneshæð Talsverð röskun á umferð á sér stað þessa dagana vegna fram- kvæmda á Haf narfjarðarvegi um Arnarnesháls og við Kópavogs- læk. í gær var rofinn Arnarnes- vegur við Arnarneshæð milli tengirampa Hafnarfjarðarvegar. Við þetta verður ekki unnt að beygja úr Arnarnesi á Hafnarfjarð- arveg til norðurs, beygja af Hafnar- fjarðarvegi úr suðri inn í Arnarnes, beygja af Hafnarfjarðarvegi úr norðri inn á Arnarnesveg til austurs og aka Arnarnesveg yfir Hafnar- fjarðarveg. Til að leysa úr þeim vand^ sem skapast með þessu verða gerðar u-beygjur norðan Arnarneslækjar og svo við bæjarmörk Kópavogs. Viröisaukaskattur í gildi: MiKILVÆG MATVÆLILÆKKA Bensín lœkkar en olía hækkar Lög um virðisaukaskatt tóku gildi um áramótin. Vegna þeirra lækkar verð á ýmsum nauð- synjavörum, svo sem á mikil- vægum matvælum, bensini og fleiru. Kindakjöt í heilum og hálfum skrokkum, mjólk, fiskur og ferskt innlent grænmeti verða með ígildi 14% virðisaukaskatts og eiga að lækka við áramótin. Kindakjötið lækkar úr 462,30 krónum i 422 krónur kílóið eða um 8,7%. 1 lítri af mjólk lækkar úr 71,70 krónum í 65,40 krónur eða um 8,8%. Óvíst er hvað fiskur og grænmeti kemur til með að lækka vegna frjálsrar álagn- ingar. Verðlagsstofnun hefur verið falið að annast sérstakt aðhald með vöruverði á næstu vikum. í það heila tekið eiga matvöruendur- greiðslurnar vegna virðisauka- skattsins að lækka matvælalið fram- færsluvísitölunnar um 2—2,5% og framfærsluna í heild um 0,5—1%. Verð á lítra af blýlausu bensíni lækkar úr 49,90 krónum í 49,20 krónur, en lítri af súperbensín úr 54,10 krónum í 53,60 krónur. Verð á gasolíu fyrir bifreiðar hækkar á hinn bóginn úr 17,30 krónum í 22,50 krónur. Þorskaflinn á nýbyrjudu ári veröur væntanlega á bilinu 260—300 þúsund tonn. Botnfiskaflinn: 525 þúsund tonn í Botnfiskafli landsmanna verð- ur um 525 þúsund lestir á þessu ári, samkvæmt áætlunum og reglugerðum sem liggja fyrir um áramót. Rækjuaflinn á að verða um 23 þúsund lestir. Sjávarút- vegsráðuneytið gaf út þrjár reglugerðir fyrir jólin, þar sem kveðið er á um hámarksafla. Úthlutun heimilda til botnfisk- veiða miðast við að eftirgreindar hámarksaflatölur helstu fikstegund- anna (hér tilgreindar í þúsundum lesta): Þorskur 260 Ýsa 65 Ufsi 90 Karfi 80 Grálúða 30 Samtals verða þetta 525 þúsund lestir af botnfiski, en samkvæmt reglugerð um rækjuveiðar er gert ráð fyrir 23 þúsund lesta hámarks- afla á þessu ári. Ýmsar ástæður valda því þó að gera má ráð fyrir að heildarbotn- fiskaflinn á árinu verði nokkru meiri. í veiðiheimildum sem sjávar- útvegsráðuneytið gefur úr er tals- verður sveigjanleiki þannig að af þeim sökum gæti þorskaflinn farið upp í 300 þúsund lestir og grálúðu- aflinn aukist um heil 50% frá því sem þarna er gert ráð fyrir og farið upp í 45 þúsund tonn. Fólksflutn- ingarnir dýrir fyrir höfuðborg- arsvæðið Fólksflóttinn af lands- byggdinni hefur í för meö sér verulegan kostnaö fyrir höfudborgarsuœöiö, samkuæmt skýrslum Byggöastofn unar. Ibúar höfuðborgarsvæðisins munu þurfa að bera talsverðan kostnaðarauka af áframhald- andi fóiksfiótta af landsbyggð- inni á næstu árum. Þetta er ein af niðurstöðum skýrslugerðar Byggðastofnunar um þetta efni. Fólksflutningar til höfuðborgar- svæðisins hafa verið umfangsmiklir allan þennan áratug og þrátt fyrir vissar björgunaraðgerðir gagnvart atvinnufyrirtækjum landsbyggðar- innar á allra síðustu árum, virðast ekki horfur á því að fólksflóttanum linni. Byggðastofnun hefur nú sent frá skýrslu um kostnað þéttbýlismynd- unar og áhrif þessara öru fólksflutn- inga á höfuðborgarsvæðið. Skýrslan er unnin af Ársæli Guðmundssyni hagfræðingi og kemst hann að þeirri meginniöurstöðu að kostnað- ur höfuðborgarsvæðisins verði meiri en sem svarar auknum tekj- um. Til þessarar niðurstöðu liggja ým- is rök. Ársæll telur t.d. að vegna auk- innar umferðar þurfi að leggja út í gífurlegan kostnað. Nú þegar er fyr- ir hendi mikill uppsafnaður vandi í umferðarmálum höfuðborgarsvæð- isins og enn eykst umferðaröng- þveitið eftir því sem fólki fjölgar á svæðinu. Ársæll telur einnig að hraða þurfi framkvæmdum rafmagnsveitu og hitaveitu og kemst ennfremur að þeirri niðurstöðu að kostnaður við sorpeyðingu muni vaxa verulega. Sama gildir um kostnað við heilsu- gæslu, dagvistun og skólamál. Skattgreiðslur fjölskyldna og fyrir- tækja sem flytja til höfuðborgar- svæðisins munu einnig aukast sam- kvæmt niðurstöðum skýrslunnar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.