Alþýðublaðið - 03.01.1990, Qupperneq 9
Miðvikudagur 3. jan. 1990
9
FRETTASKYRING
Islandsbanki tekur til
starfa í dag. Eftir langa
umræðu um nauðsyn þess
að fækka bönkum og hag-
ræða í bankakerfinu,
fækkar bönkunum nú loks
um þrjá með sameiningu
fjögurra banka. Upphafið
að sameiningunni var þeg-
ar þrír bankar ákváðu að
sameinast um kaup á Út-
vegsbankanum og lögðu
með því grunninn að nýj-
um banka sem hlotið hef-
ur nafnið íslandsbanki.
Bankarnir sem það gerðu
voru Alþýðubankinn, Iðn-
aðarbankinn og Verslunar-
bankinn.
Fækkun banka liefur ekki geng-
iö þegjandi og hljóðalaust fyrir sig.
Þó flestir væru talsmenn þess að
nauðsyn bæri til að fækka bönk-
um, stækka þá og gera þá öflugri,
gekk lengi vel treglega að koma
slíku í kring. Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra var harðlega gagn-
rýndur þegar hann féllst ekki á til-
boð samvinnumanna um að
kaupa Útvegsbankann á sínum
tima. Útgerðaraðilar og fleiri úr
einkageiranum hlupu til í kjölfar
tilboðs samvinnumanna í bank-
ann og vildu fá að kaupa hann að
því er virtist fyrst og fremst til að
koma í veg fyrir að hann lenti í
höndum Sambandsins. Út af þessu
spruttu svo miklar pólitískar deil-
ur og sýndist sitt hverjum í því
efni. Jón Sigurðsson tók þann
kostinn að hafna tilboðum beggja'
aðila og var af mörgum harðlega
gagnrýndur fyrir vikið. Var m.a.
sakaður um að hafa glutrað niður
einstæðu tækifæri til bankasam-
einingar. Jón stóð hins vegar fast-
ar fótunum á því að sala bankans
til umræddra aðila þjónaði ekki
hagmunum íslenskra bankamála.
Hann vildi bíða o^ finna hagstæð-
ari launs á sölu Utvegsbankans.
Það hlaut því að verða Jóni Sig-
urðssyni mikið kappsmál að koma
Útvegsbankanum í verð og stuðla
jafnframt að sameiningu banka
eftir alla þá gagnrýni sem hann
hafði orðið fyrir. Sameininginn
bankanna nú hlýtur því að teljast
sigur fyrir Jón Sigurðsson og hans
málsmeðferð á sölu Útvegsbank-
ans.
Sala Útvegsbankans
Sala Útvegsbankans gekk, þó
ekki andskotalaust fyrir sig. Ýmsir
héldu uppi báværri gagnrýni á
Jón Sigurðson og sökuðu hann um
að vera nánast að gefa bankann
eða selja hann langt undir sann-
virði. Ekki er nokkur leið að segja
til um hvað er nákvæmlega sann-
virði í slíku tilviki og hvert eigin-
legt markaðsverð bankans hafi
verið. M.a. deildu menn um hvern-
ig skyldi meta viðskiptavild bank-
ans. Ekki verður hjá því komist að
meta sölu bankans út frá þeim pól-
itísku markmiðum sem þorri ís-
lenskra stjórnamála- og banka-
manna höfðu lýst sig fylgjandi, þ.e.
sameiningu banka og aukinni
hagkvæmni í rekstri þeirra.
Kaup bankanna þriggja á 87%
lilut ríkisins í Utvegsbankanum
var upphafið að þeirri sameiningu
sem nú á sér formlega stað. Búið
er að bræða saman sjónarmið og
ganga frá stólaskiptingu milli
bankanna þriggja, bæði hvað
varðar bankastjóra og bankaráð
íslandsbanka. í bankaráði sitja Ás-
mundur Stefánsson frá Alþýðu-
banka formaður, Gísli V. Einarsson
frá Verslunarbanka varaformaður,
Brynjólfur Bjarnason frá Iðnaðar-
bankanum, Kristján Ragnarson,
Þorvaldur Guðmundsson, Magnús
Geirsson og Haraldur Sumarliða-
son. Bankastjórar nýja bankans
eru þeir Valur Valsson frá Iðnaðar-
banka og er hann formaður
bankastjórnar, Tryggvi Pálsson frá
Iðnaðarbanka og Björn Björnsson
frá Alþýðubankanum.
Hver á íslandsbanka?
Alþýðubankinn, Iðnaðarbank-
Aðalstöövar íslandsbanka í Húsi verslunarinnar.
Islandsbanki
opnaridag
Endanlegt eignamat ófrágengiö og eins hvaöa útibú veröa lögd niöur.
inn og Verslunarbankinn eiga
hver um sig 29% í hinum nýja ls-
landsbanka. Fiskveiðisjóður á um
10% bankans og aðrir aðilar sam-
tals 3%. Bankarnir þrír hafa stofn-
að eignarhaldsfélög sem munu
fara með umboð bankanna, sem
nú verða lagðir niður, á eign
þeirra i íslandsbanka. Eigendur
þeirra eru margir og munu eignar-
haldsfélögin koma fram sem sam-
eiginlegur fulltrúi hvers banka og
þau vera hinn formlegi eignaraðili
að íslandsbanka en ekki hver hlut-
hafi í gömlu bönkunum fyrir sig.
Þegar hefur verið frá því gengið
að Höskuldur Ólafsson verði í
framkvæmdastjóri eignarhaldsfé-
lags Verlunarbankaeigenda en
ekki mun frá þvi gengið í hinum
bönkunum tveimur. Bankaráð
viðkomandi banka breytast í
stjórnir viðkomandi eignarhalds-
félags. Núverandi eigendur bank-
anna þriggja verða því ekki með
beina eignaraðild að Islandsbanka
til að byrja með en hugsanlegt er
að þegar frá líði verði um beina
aðild þeirra að ræða.
Eins og fram hefur komið á Fisk-
veiðsjóður um 10% í bankanum
og aðrir aðilar samtals um 3%.
Með stofnun Islandsbanka verður
hann það einkafyrirtæki á íslandi
sem flestir eiga hlutdeild í.
Eignarstaða ókönnuð
Ekki hefur farið fram endanlegt
mat á eignarstöðu bankanna sem
sameinuðust í íslandsbanka. Ljóst
er þó að eignir Verslunar og Iðnað-
arbanka munu duga betur en því
sem nemur framlagi þeirra í hinn
nýja banka. Það sem afgangs
verður kemur í hlut eingnarhalds-
félaganna að ákveða hvernig með
skuli fara. Hins vegar dugðu eignir
Alþýðubankans ekki til að fjár-
magna sinn hlut i hinum nýja
banka og því urðu þeir að safna
nýju hlutafé upp á hundruð millj-
óna króna til að greiða fyrir sinn
hlut.
Endanlegt mat hefur ekki farið
fram á eignarstöðu hinna einstöku
banka enda flókið að gera upp við-
skiptakröfur þeirra á hendur hin-
um ýmsu aðilum. Verði kröfur ein-
staka banka taldar glataðar verða
þeir að bera kostnaðinn af þeim
sjálfir, þ.e.a.s. þær verða ekki
metnar sem eign. Því hafa bank-
arnir sem um ræðir lagt allt kapp
á að fá hreint borð og sett ýmsum
viðskiptavinum sínum úrslita-
kosti, þ.e. að gera upp skuldir eða
leggja fram fullnægjandi trygging-
ar. Eitthvað mun vera um að fyrir-
tæki geti ekki lagt fram fullnægj-
andi tryggingar hjá sínum við-
skiptabanka og verður þá sá bank-
inn að taka á sig hugsanleg áföll
en ekki íslandsbanki. Talið er að
uppgjörið á Stöð 2 sé tilkomið m.a.
vegna fyrirhugaðrar sameiningar.
Sérstök yfirmatsnefnd mun meta
eignir bankanna.
Verður sparnaður og
hvert fer hann þá?
Eitt af meginmarkmiðunum
með sameiningu bankanna er að
ná fram meiri hagræðingu og
sparnaði í rekstri. Bankarnir hafa
heldur verið að draga úr manna-
haldi og heldur það væntanlega
áfram. Til að byrja með verður úti-
búum ekki fækkað en ljóst þykir
að það verði þegar frá liður. T.d.
voru allir bankarnir með útibú á
Akureyri og á ýmsum stöðum
tveir þeirra.
Hár rekstrarkostnaður í banka-
kerfinu kemur fram í hærri vaxta-
mun en ella og það eru viðskipta-
menn bankanna sem eru látnir
borga hann. Takist að ná fram
þeim sparnaöi sem menn vonast
eftir myndast grundvöllur fyrir að
minnka muninn á útlánsog inn-
lánsvöxtum. Spurningin er þá
bara hvert fer sá hagnaður. Hann
getur lent á þremur stöðum, hjá
eigendum bankans, hjá lántak-
endum í formi lægri útlánsvaxta
eða hjá sparifjáreigendum með
hærri innlánsvöxtum. Hvar hann
lendir eða hvernig hann kemur til
með að skipast ef af verður er
ómögulegt að segja fyrr en á reyn-
ir. Verði sparnaður gefur hann þó
aukna möguleika á að lækka út-
lánsvexti og minnka þannig fjár-
magnskostnað fyrirtækja og
heimilanna.
Staöa nýs banka
Hver stað íslandsbanka verður
og hver áhrif sameiningarinnar
kemur til með að hafa á íslenskt
efnahagslíf er erfitt að segja. ís-
landsbanki, sem verður með höf-
uðstöðvar sínar í Húsi Verslunar-
innar, verður með tæplega 30%
markaðhlutdeild af innlánum við-
skiptabankanna haldi hann
óbreyttu hlutfalli miðað við hvað
bankarnir sem að honum standa
höfðu á síðasta ári. Hins vegar
mun íslandsbanki verða fjárhags-
lega mun sterkari en hver bank-
anna um sig, sem í honum samein-
ast, höfðu og því geta tekið að sér
stærri verkefni en áður var. Lands-
bankinn sem hefur verið lang
stærstur og öflugastur banka fær
því væntanlega veglegan keppi-
naut.
Stór fyrirtæki sem hafa haft þörf
fyrir miklar lántökur hafa stund-
um kvartað yfir því að þeir séu
neyddir til að eiga viðskipti við
Landsbankann vegna þess að hin-
ir bankarnir hafi einfaldlega verið
of litlir til að geta veitt þá þjónustu
sem eðlileg er við slík fyrirtæki.
Þá hefur það loðað við ríkisbank-
ana að þeir hafi talið sig hafa þá
siðferðilegu skyldu að halda uppi
atvinnufyrirtækjum út frá m.a.
byggðasjónarmiðum og þá á pólit-
ískum forsendum. Það sjónarmið,
að bönkunum beri að hafa önnur
markmið aðTeiðarljósi en þau sem
eru viðskiptalegs eðlis, á sér sífellt
færri talsmenn.
Hvert verður framhaldið?
Menn spyrja sig sjálfsagt hvert
verði framhaldið í bankamálum
landsins. I deiglunni eru kaup
Landsbankans á Samvinnubank-
anum og ef það gengur eftir hefur
bönkunum fækkað um fjóra á
skömmum tíma. Fyrir utan ís-
landsbanka og Landsbankann
verða þá Búnaðarbankinn og
sparisjóðirnir. Sparisjóðirnir eru
margir hverjir litlir og hafa ekki
tök á því að vera með stóra aðila
í viðskipium. Þeir hafa verið að
auka samvinnu sín á milli síðustu
árin og nú vaknar sú spurning hjá
ýmsum hvort þeir muni myljast á
milli stóru bankanna eða hugsan-
lega auka sína samvinnu enn frek-
ar.
Eftir standa tveir ríkisbankar,
Landsbankinn og Búnaðarbank-
inn, og sjá ýmsir lítið vit í að ríkið
sé að halda úti tveimur bönkum
og þannig í samkeppni við sjálft
sig. Hvort hugmyndin um að selja
annan bankann og gera hann að
almenningshlutafélagi er óráðið
en sjálfsagt finnst mönnum nóg að
gert í sameiningarmálum bank-
anna, standi aðeins þrír þeirra eft-
ir auk sparisjóðanna.