Alþýðublaðið - 06.01.1990, Síða 1

Alþýðublaðið - 06.01.1990, Síða 1
Fiskirólan sveiflast Fátt mun jafn sveiflukennt hér í heimi eins og aflabrögð og fisk- verð á erlendum mörkuðum. Sjávarútvegurinn er undirstaða lífskjara okkar og jafnt velmeg- unarskeið sem krepputímar eiga rót sína að rekja til sveiflna í aðstæðum þessarar atvinnu- greinar. En hvert skyldi fiskiról- an sveiflast á nýbyrjuðu ári, dýpra inn í kreppuna eða til baka í átt að meiri afla og hærra verði? SJÁ BLS. 9. 100 millj. kr. getrauna- pottur! Isienskar getraunir og get- raunafyrirtæki í Svíþjóð, Dan- mörku og Finnlandi hafa ákveð- ið að vera með sameiginlegan getraunaseðil í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knatt- spyrnu, sem fram fer í Italíu í júní. Fyrsti vinningur verður sameiginlegur og má búast við 100 milljónum króna í sjóðinn! SJÁ BLS. 8. „Ég er aö láta kanna stjórnunarlega stööu húsnæöisstofnunar og frumvarp um þaö mun veröa tilbúiö i þessum manuöi. Bæöi veröur skoöuð staöa og verksvið Húsnæöisstofnunarinnar sjálfrar og stjórnar hennar," segir Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráöherra. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálarádherra uill takmarka ualdsvid stjórnar hásnœöisstofnunar: Húsnæðisstofnun hefur óeðlilega mikil völd „Staðreyndin er sú að Hús- næðisstofnun og stjórn hennar hafa óeðlilega mikil völd að mínu mati,“ segir Jóhanna Sig- urðardóttir félagsmálaráð- herra. I ítarlegu viðtali sem birtist við félagsmálaráðherra í dag, segir Jóhanna að ráðð- herra beri ábyrgð á þessum málaflokki en hafi í reynd lítið að segja um fjármálastjórn Húsnæðisstofnunar. ,,Ég er að láta kanna stjórnunar- lega stöðu húsnæðisstofnunar og frumvarp um það mun verða tilbú- ið í þessum mánuði. Bæði verður skoðuð staða og verksvið Hús- næðisstofnunarinnar sjálfrar og stjórnar hennar," segir félags- málaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir og stjórn Húsnæðisstofnunar hafa ekki allt- af verið sammála um það hver stefna Húsnæðisstofnunar skuli vera. Meðal annars deildu ráð- herra og stjórnin um hvaöa vexti húsnæðislán skuli bera. Lauk þeirri deilu með að vextir á al- mennum lánum voru hækkaðir um eitt prósent úr 3,5% í 4,5%. Á móti munu koma vaxtabætur sem verða tekjutengdar og í samræmi við greiðslubyrði hvers og eins. í viðtalinu við Jóhönnu kemur einnig fram að hún telur á vanta aö áherslur Alþýðuflokksins séu réttar og leggja beri meiri áherslu á félagshyggju. Þá vill hún að líf- eyrissjóðamálin verði tekin íastari tökum. SJÁ BLS. 5—6. Dreifð sala í jóla- bókaflóðinu Samkvæmt upplýsingum sem Alþýöublaðiö hefur afI- aö sér má ætla að metsölu- bækurnar á síðasta ári hafi selst í á milli 7 og 8.000 ein- tökum. Þetta er mun minna en t.d. síðasta ár. Raunaukn- ing varð ekki í bóksölunni, menn telja að hún hafi u.þ.b. náö að halda í við verð- bolgu, sennilegast hefur þó orðið einhver samdráttur. Margir titlar seldust vel, mjög fáir afburða vel. Það er annað megineinkenni næst- liðinnar bókavertíðar, hitt er gengisfall samtalsbóka og ævisagna. SJÁ BLS. 3.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.