Alþýðublaðið - 06.01.1990, Síða 4
4
Laugardagur 6. jan. 1990
IÞROTTAVIÐBURÐIR FYRRITIMA
„Æfingar íslenska flokksins samanstóðu af hægum og viröulegum fimleikahreyfingum, sameinuöum af ströngustu kröfum danslistarinnar," sagöi m.a. í umfjöllun blaöamanns viö Aberdeen
Express um IR-stulkurnar.
Glæsiför ÍR-stúlkna til Frakklands og Bretlands 1928:
VIRÐULEGAR FIMLEIKAÆFINGAR
ÁSAMT MEÐFÆDDUM YNDISÞOKKA
Kvenflokkur íþróttafélags Reykjavíkur í fimleikum
fór í frækilega för til Frakklands vorið 1928 til
þátttöku í fimmtugustu minningarhátíð fimleikanna
þar í landi. Fararstjóri flokksins var Tryggvi
Magnússon, sem um árabil var einn besti
fimleikamaður landsins og m.a. íslandsmeistari,
a.m.k. tvívegis.
Flokkurinn tók sér far með (lull-
fossi oi> þann 17. maí var komið
við á Fáskúðsfirði og þar var geni>-
ið í land og æft, en samdægurs
haldið áfram til Reyðarfjarðar og
því næst áfram til Hskiíjarðar, þar
sem stúlkurnar sýndu fyrir fullu
húsi áhorfenda. Afram hélt Gull-
foss norður Austfirðina og fyrir
áskorun Norðfirðinga fór þar fram '
sýning á hryggju Sigfúsar Sveins-
sonar. Skipið beið í klukkustund
ineðan sýningin fór fram. Að
kvóldi sama dags var enn efnt til
sýningar og nú á Seyðisfirði, en
alla fyrirgreiðslu á staðnum ann-
aðist íþróttafélagið Huginn. Að
sýningu lokinni hélt Theódór
Blöndal flokknum veislu og um
miðnættið var Seyðisfjörður yfir-
gefinn og stefnan tekin á Skot-
land.
„Ströngustu kröfur
danslistar"
Að morgni 21. maí kom Gullfoss
til Aberdeen. Brytinn, Jónas Lár-
usson fór strax í land og tilkynnti
komu fimleikaflokksins blaða-
manni Aberdeen Kxpress. Kfnt var
til sýningar í ..Paláis de Dance”
fyrir milligöngu Jónasar. Sýningin
tókst með miklum ágætum og í
dómi áðurnefnds um sýninguna
segir m.a.: „Æfingar íslenska
flokksins samanstóðu af hægum
og virðulegum fimleikahreyfing-
um. sameinuðum með ströngustu
kröfum danslistarinnar. — Auk
þess kom berlega í ljós, að mikil
rækt hefur verið lögð við æfingar
þeirra. Þetta, ásamt meðfæddum
yndisþokka, gerir þær færar um
að veita ágæta skemmtun."
Ferðinni var nú haldið áfram og
til Calais kom ÍR-flokkurinn 25.
maí. Par tók á móti stúlkunum
H.C. Ingersleve, stöðvarstjóri Stóra
Norræna i Calais og hann var stoð
og stytta flokksins meðan á dvöl-
inni stóö í borginni. Um þessar
mundir voru 70 þúsund íbúar í
Calais, en þennan dag 25. maí,
voru um 50 þúsund gestir í borg-
inni. Alls voru mættir íulltrúar 400
félaga víðsvegar aö af Frakklandi,
sem gengu um göturnar undir
hljóðfæraslætti. Auk þess komu
þangað 17 belgískir flokkar, 7
ítalskir, 2 enskir og einn frá Dan-
mörku, Luxemburg og ÍR-flokkur-
inn.
20 þúsund áhorfendur
Hátíöahöldin stóðu yfir í þrjá
daga og daglega sýndu á annaö
hundrað flokkar, en þeir nutu sín
miður en skyldi vegna þregnsla.
Síðasta dag hátíðarinnar þann 2X.
maí gekk IR-flokkurinn um aðal-
götur borgarinnar undir íslensk-
um fána, en í broddi fylkingar fór
60 manna hljómsveit. Auk ís-
lenska hópsins var belgískur
flokkur og ótal margir franskir.
Göngunni lauk við Ráðhúsið, þar
sem tugir þúsunda fögnuðu fim-
leikafólkinu.
Þennan dagsýndu IR-stúlkurnar
ásamt fjölmörgum öðrum flokk-
um. Sýningarnar drógust á lang-
inn, en það virtist aðeins hafa
áhrif til góðs á íslensku stúlkurnar,
sem stóöu sig með mikilli prýði og
fengu áberandi undirtektir þeirra
flokka, sem sýndu á þessu fim-
leikamóti. Þegar sýning stúlkn-
anna fór fram voru áhrofendur um
20 þúsund.
Hátíðarstund
Fararstjóri bresku fimleikafiokk-
anna, sem voru í Calais, fór þess á
leit við ÍR-flokkinn, að hann sýndi
í London á heimleiðinni. Var fast-
mælum bundið að hittast í millj-
ónaborginni. Sýning flokksins fór
fram í veglegri byggingu við Tott-
enham Court Road þann 28. maí.
Þetta var bjartur og rúmgóður sal-
ur, sem var fullsetinn ýmsum sér-
fræðingum fimleikaíþróttarinnar í
Bretlandi. Þetta var hátíðarstund.
segir fararstjórinn, Tryggvi Magn-
ússon og við skulum gefa Tryggva
orðið: „Framkomu flokksins
fylgdi prúðmennska svo mikil,
skilningur, öryggi, festa og vissa í
hinum mjúku og prýöilega sam-
stilltu æfingum þeirra. Þessi fyrsta
íslenska fimleikasýning í London
varð okkur til sóma." Að sýning-
unni lokinni var flokknum fagnaö
innilega, svo og hinum frábæra
stjórnanda hans, Birni Jakobssyni.
Vinsæiar fyrirsætur
Fróðlegt er einnig að birta hér
stuttan úrdrátt úr ritgerö, er birtist
í breska íþróttatímaritinu Physical
Kducation:
Sýningin hófst á nokkrum mjög
yndislegum, óþvinguðum æfing-
um, afbragðsvel samstilltum og
leiknum af óskeikulli nákvæmni,
án hljóðfærasláttar eða fyrirskip-
ana. — Jafnvægisæfingarnar voru
frábærlega vel af hendi leystar.
Sýningunni lauk meö nokkrum
frjálsmannlegum æfingum, sem
einnig voru prýöisvel samstilltar.
Loks gekk flokkurinn í hring á
leiksviöinu og kvaddi meö fána-
kveðju, og voru það viröuleg
leikslok á þessari glæsilegu sýn-
ingu.
Meöan flokkurinn dvaldi í Lond-
on komu fjölmargir ljósmyndarar
morgun einn og báöu stúlkurnar
að klæðast leikfimifötum sínum
og voru teknar fjölmargar myndir
af flokknum, m.a. þær sem birtast
hér meö þessari grein.
Komið var aö lokum þessarar
feröar, en síöasti viðkomustaður-
inn var Edinborg, þar sem flokkur-
inn sýndi 31. maí. Sömu alúölegu
móttökurnar voru þar og umsagn-
ir blaða lofsamlegar.
í fimleikaflokki ÍR þessi ár voru
eftirtaldar stúlkur: Vilborg Jóns-
dóttir, Anna Guðmundsdóttir,
Guðbjört Ólafsdóttir, Gyða Sigurð-
ardóttir, Haildóra Guðmundsdótt-
ir, Hanna Gísladóttir, Hólmfríður
Jónsdóttir, Jónína Jafetsdóttir, Jór-
unn Norðmann, Laufey Kinars-
dóttir, Margrét Guðmundsdóttir,
Sigríður Þorsteinsdóttir og Vil-
borg Ásmundsdóttir.
(Heimild: Aldarfjórdungs
Minningarrit ÍR)
Örn Eidsson
skrifar
„Sýningin hófst á nokkrum yndislegum, óþvinguðum æfingum, afbragósvel samstilltum og leiknum af óskeikulli
nákvæmni, án hljóðfærasláttar eða fyrirskipana," sagöi m.a. í grein um íslensku stúlkurnar í breska iþróttatímarit-
inu Physical Education.