Alþýðublaðið - 06.01.1990, Qupperneq 9

Alþýðublaðið - 06.01.1990, Qupperneq 9
Laugardagur 6. jan. 1990 9 FRÉTTASKÝRING Aö Islendingar dragi úr sjóðum ,,þúsund milljón þroska“, eins og Halldór Laxness komst aö oröi, er kannski ofáœtlaö, a.m.k. ef miöaö er við ársaflann. En hvernig skyldi fiskast í ár og hvaö skyldi fólk úti í heimi vilja borga okkur fyrir aö draga allan þennan fisk úr sjónum? Horf- urnar hafa senni- lega stundum veriö verri. Fiskirólan sveiflast Sjávarútvegurinn er enn undirstöðuatvinnugrein ísiend- inga og á honum byggist lífsafkoma þjóðarinnar að lang- mestu leyti. Tvennt skiptir höfuðmáli í þessu sambandi; aflamagn og sölukjör á útflutningsmörkuðum okkar. Ein- mitt þetta tvennt hefur lengst af verið afar sveiflukennt og þrátt fyrir aratuga tal ráðamanna um aðgerðir til sveiflu- jöfnunar, hefur afrakstur góðæranna jafnan verið étinn upp á staðnum og síðan hefur þjóðin þurft að þrengja mittisól- ina um fáein göt þau ár sem afli hefur minnkað eða fiskverð fallið í útlöndum. Þegar skýrslur eru gerðar um liðnar ver- tíðir eða lögð á ráðin um efnahagsaðgerðir framtíðarinnar, er jafnan miðað við almanaksár. Eitt slíkt er nú að byrja veg- ferð sína og því kannski ástæða til að velta fyrir sér í hvora áttina fiskirólan sem þjóðin situr í, muni sveiflast á árinu 1990. Þaö er aö sjálfsögðu J)orskurinn sem mestu skiptir fyrir þjóöina. Talsverðar sveiflur hafa verið í þorskaflanum allan þennan ára- tug. Fyrir tíu árum veiddum viö yf- ir 430 þúsund tonn af þorski en á þessu ári eru mörkin sett viö 2(i() þúsund tonn, þótt fiskifræðingarn- ir vilji reyndar helst ekki leyfa nema 250. Þorskaflinn verður þó aö öllum líkindum talsvert meiri vegna skiptiheimilda milli teg- unda sem sjávarútvegsráðuneytið gerir ráð fyrir að geti hækkað þorskaflatöluna upp í 300 þúsund lestir. Úr 550 í 280 þúsund lestir Að því er þorskaflann varðar eru þannig horfur á að veiðin geti fariö niöur undir það sem hún hef- ur oröið minnst á þessum áratug. Það var 1984 þegar aðeins veidd- ust tæpar 284 þúsund lestir. Til samanburöar má geta þess að árið 1954 veiddust hér við land samtals nærri 550 þúsund lestir al þorski. Þetta er mesti þorskafli við landið frá því að skýrslugerð hófst, en það ber aö taka fram að á þessum tíma voru íslendingar nýlega bún- ir að færa fiskveiðilögsöguna út í 4 sjómílur og veiddu sjálfir innan við helminginn af þessum met- afla. Það er raunar ekki nýtt að sjáv- arútvegsráðuneytið heimili meiri þorskveiði en fiskifræðingar telja ráðlegt. Frá því opinber aflastjórn- un hófst, hefur aflinn alltaf verið yfir þeim mörkum sem fiskifræð- ingarnir hafa lagt til. Ástandið minnir óneitanlega á aðstöðu ým- issa forstöðumanna ríkisstofnana sem stundum hafa gripið til þess ráðs að gera fjárhagsáætlanir sín- ar þannig úr garði að útgjaldalið- irnir þyldu nokkra lækkun í með- förum fjármálaráðuneytis. Ef fiski- fræðingar Flafrannsóknastofnun- ar ætla að ná árangri í verndun fiskistofna, væri kannski athug- andi fyrir þá að grípa til svipaðra bragða. Grænlandsþorskurinn Þorskveiðitölur næstu ára eru reyndar i óvenju mikilli óvissu. Þannig er mál með vexti aö 1984 árgangurinn hraktist á sínum tíma með straumi til Grænlands að stór- um hluta og hefur vaxiö upp þar. Hjá . Hafrannsóknastofnun gera menn sér vonir um að þessir fiskar muni koma til hrygningar á ís- landsmið á árunum 1991 og 1992. Nokkur fordæmi eru til fyrir slíkri hegðun þorska, síðast frá árunum 1980—81. Þá var það árgangurinn frá 1973semskilaðisérogþessiár veiddu íslendingar meira af þorski en þeir hafa nokkru sinni gert, vel yfir 400 þúsund lestir hvort ár. Tilhugsunin um Grænlands- þorskinn freistar manna auövitað til að horfa nokkuð bjartari augum til framtíðarinnar en ella. Hér er þó ýmislegt að athuga. í fyrsta lagi mun ekki geta talist fullkomalega öruggt að Grænlandsfiskurinn komi heim i jafn ríkum mæli og gerðist síðast. Þetta er að nokkru talið byggjast á skilyrðum við Grænland þegar kemur að hrygn- ingartíma. I öðru lagi er allsendis óvíst aö Grænlandsþorskinum okkar endist aldur til þess sækja heim æskustöðvarnar viö Island. Á Grænlandi vilja menn nefnilega ólmir veiða sem allra mes! af þess- um fiski sem allra fyrst, áður en þeir missa hann yfir í íslensku fisk- veiðilögsöguna. Þess ber einnig að gæta að hér er um talsvert stóran árgang að ræöa og ef hann kemur á íslands- mið til hrygningar á annaö borð, vilja fiskifræðingar gjarna nota tækifærið til að stækka þorsk- stofninn dálitið i stað þess að auka aflann í skyndihagnaöarskyni. „Sildin kemur og síldin fer" í beinni mótsögn við þessa milli- fyrirsögn hafa síldveiðar íslend- inga verið nokkuö árviss tekjulind upp á síökastið, eftir að stofninn náðist aftur upp i veiðanlega stærð. Hvarf síldarinnar fyrir ríf- um tveimur áratugum var stórt áfall, enda höfðu menn þá um all- margra ára skeið lagt sívaxandi áherslu á síldveiðarnar en upp- bygging botnfiskveiðanna veriö mun hægari. Hvarf síldarinnar hafði margvísleg áhrif, m.a. vökn- uðu þá margir til meövitundar um tilvist ofveiðinnar og að nauð- syn bæri til að vernda fiskistofna. E.t.v. mætti orða það þannig að ís- lenska þjóðin hafi þá farið að taka mark á fiskifræðingum. Siðan sildveiðar hófust að nýju hefur söltuð síld einkum verið seld til Sovétríkjanna. Viðskiptabókun sú sem sildarsamningar hafa verið gerðir eftir aö undanförnu er hins vegar að renna út því ríkir nokkur óvissa um áframhald þessara við- skipta, sérstaklega með tilliti til að erfiðleikar í samningagerð hafa verið nánast árviss viðburður. Síldarsamningarnir í haust munu flestum enn i fersku minni. Loðnan kom í leitirnar________ Loðnuvertíðin er enn í verulegri óvissu. Hafrannsóknastofnun gerði á sínum tima tillögu um að veiddar yrðu 900 þúsund lestir af loðnu á vertíðinni. Fyrri hluti ver- tíðarinnar brást gersamlega en nú er loðnan farin aö veiðast. Mæl- ingar verða geröar á loönustofnin- um á næstu vikum og eftir það ætti aö vera unnt aö gera sér nokkurn vegimrgrein fyrir loðnu- veiöum á árinu. Ef ástand stofns- ins reynist eðlilegt, má sjálfsagt reikna meö að loðnuaflinn verði meö allra mesta móti á þessu al- manaksári, vegna þess að veiði haustvertíðar flyst fram yfir ára- mót. Sé miðaö við síöasta ár, virðast aflahorfur á árinu sem nú fer í hönd vera a.m.k. allþokkalegar. Meö þessu er þó ekki allt fengiö. Verðlag á útflutningsmörkuðum skiptir líka miklu máli. Þar viröist ekki heldur nein ástæöa til svart- sýni. Fjölbreytnin hefur aukist Fiskútflutningur landsmanna er nú mun fjölbreytilegri en áður var. Þarna munar að sjálfsögðu mest um útflutning á ferskum íiski til markaða í Vestur-Evrópu, sem hefur margfaldast á síðustu árum, en fleira kemur þó til. Fyrir áratug eða svo var mestallur freðfiskur fluttur út á Bandaríkjamarkaö. Þessi markaður er að vísu enn sá stærsti en nú er íslenskur freðfisk- ur einnig seldur til Vestur-Hivrópu og Japans, auk Sovétríkjanna sem árlega kaupa héðan talsvert magn af frosnum fiski. Sovétmarkaður- inn hefur að vísu farið stórlega minnkandi á síðustu árum. Japansmarkaðurinn er að vísu fjarlægur, en engu aö síöur hafa verið gerðar tilraunir með aö flytja þangað ýmsar ferskar fiskaf- urðir og a.m.k. sumar þessara til- rauna virðast lofa góðu um fram- haldið. Spátregir útflytjendur Útflytjendur virðast almennt tregir til að spá neinu um verðlags- þróun á erlendum mörkuðum. En þótt menn séu a.m.k. ekki tilbúnir að láta hafa það eftir sér, virðist sem horfur séu almennt taldar góðar og jafnvel horfur á verð- hækkun á einhverjum mörkuð- um. E.t.v. má setja varkárni manna í spádómum í samband við kjarasamningana framundan. Á stærsta freðfiskmarkaðnum, Bandaríkjunum, hafa ýmsir sam- keppnisaðilar okkar veriö að hækka fiskverö aö undanförnu. I Morgunblaðinu á fimmtudaginn var hins vegar haft eftir Magnúsi Gústafssyni, forstjóra Coldwater Seafood í Bandaríkjunum, að þrátt fyrir þetta væri ekki ástæöa til að hækka verð á íslenska fiskinum að sinni. Hann kvaðst þó gera sér vonir um að þetta ár veröi tímabil nýrrar sóknar á markaðnum. Ef Magnús reiknar dæmið rétt, mega íslendingar kannski gera sér vonir um hækkandi söluverð á Banda- ríkjamarkaði á þessu ári. Úm aöra markaöi mun svipaöa sögu aösegja. Útflytjendur virðast telja stöðugleika ríkjandi á flestum mörkuöum og sjá almennt ekki ástæðu til að ætla að verð muni nokkursstaðar lækka, heldur haldast stöðugt eða jafnvel hækka eitthvað. Á uppleið? Ýmis rök má líka færa til þess að verö geti farið hækkandi. Nefna má aflabrest í Barentshafi og Norðursjó ásamt minni aflaaukn- ingu Kanadamanna en gert var ráð fyrir. Varðandi verð á laxi má minna á að Norðmenn hafa ákveðið vissar aðgerðir til að tryggja hækkandi verð. Þannig virðast samanlagðar horfur í sjávarútveginum hreint ekki slæmar á þessu nýbyrjaða ári. Ef ekkert óvænt gerist verður ekki betur séð en þessi undir- stöðuatvinnugrein hafi tekið stefnuna upp á við. Fiskirólan sveiflast, kannski óvenju hægt, en að því er virðist upp á við í ár.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.