Tíminn - 12.05.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 12.05.1968, Blaðsíða 9
SUNNUDAGUR 12. mai 1968. ______TIMINN 9 I—SlmÉni—| Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Frairukvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson, Aug- lýsingastjóri: Steingrímur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræti 7. Af- greiSslusimi: 12323. Auglýsingasími: 19523. Aðrar skrifstofur, simi 18300. Áskriftargjald kr. 120.00 á mán innanlands f lausasölu kr. 7.00 eirnt. — Prentsmiðjna EDDA h. f. Frí umferðartrygging áskrifenda Tímans Tíminn skýrði frá því í gær, að blaðið hefði keypt umferðartryggingu hjá Samvinnutryggingum handa öll- um föstum áskrifendum sínum, og öllum þeim, sem ger- ast fastir áskrifendur að Tímanum. Gengur umferðar- tryggingin í gildi kl. 6 að morgni H-dags, en gildistími hennar er hinn sami og áskriftar, standi hún í styttri tíma en til næstu áramóta. Þótt það sé nýjung á íslandi, að blað gefi kaupendum sínum umferðartryggingu, þá hafa blöð víða erlendis haft þennan hátt á. Fyrirmyndin að umferðartryggingu handa áskrifendum Tímans er sótt til Politiken í Kaup- mannahöfn, sem Tíminn hefur haft margháttuð og ánægjuleg samskipti við um langa tíð. Eru skilmálar Politiken við Lloyds í London hafðir til hliðsjónar, og einnig bótaupphæðirnar. Ástæðan til þess að Tíminn kýs að hrinda þessari umferðartryggingu af stokkunum núna, er raunar aug- Ijós. Skipting yfir í hægri umferð er á næstu grösum hér á landi. Ekki er ástæða til að óttast annað en hún fari vel úr hendi. Hins vegar er því ekki að neita, að vegfarendur eiga meira í óvissu, þegar þessi breyting gengur í garð, heldur en ef umferðin væri með eðlileg- um hætti áfram. Moð þetta í huga fannst Tímanum ástæða til að taka upp fría umferðartryggingu handa föstum kaupendum sínum. Eins og fram kemur í skilmálum, þá eru þau slys bótaskyld, sem áskrifendur Tímans verða fyrir af völdum samgöngutækja á götum eða vegum úti. Tryggingin bætir slys, hvort sem áskrifendur eru fótgangandi, á reiðhjóli, vélhjóli, mótorhjóli, dráttarvél, í bifreið og á hestbaki. Einnig eru bætt slys, sem vegfarandi verður fyrir og stafa af hrapi flugvélar, svo og slys sem farþegi í venju- legu farþegaflugi verður fyrir og farþegi með skipum eða bátum milli hafna. Tryggingarbætur eru þær, að örorkubætur nema allt að 60 þús. kr., en dánarbætur 30 þús. kr. Bætur saman- lagt vegna eins og sama slyss eða tjónsatburðar eru takmarkaðar við eina milljón kr. Eins og sést á framangreindum upphæðum, sem sniðnar eru eftir umferðartryggingu Politiken, en eru þó töluvert rýmri, er umferðartrygging Tímans fyrst og fremst góð viðbót við aðrar tryggingar, sem í gildi eru, eða menn hafa fengið sér. í eldhúsdagsræðu sinni vakti Ólafur Jóhannesson, for- maður Framsóknarflokksins, athygli á þeim glundroða, sem hefur s'kapazt hjá núverandi ríkisstjórn varðandi fjárlögin. Á síðari hluta nýlokins þings var stöðugt verið að setja einskonar aukafjárlög eða viðbótarfjárlög. Með þeim starfsháttum er afgreiðsla fjárlaga fyrir áramót í raun og veru aðeins orðin sýndarmennska. Það getur enginn verið öruggur um, að það standi, sem í fjárlögum er samþykkt. Fjárveitingar, sem þar eru samþykktar eru teknar aftur. Nýjar álögur eru samþykktar, sem ráðstafað er utan fjárlaga. Þannig verða í reyndinni tvenn eða þrenn eða jafnvel fleiri fjárlög í gildi. ERLENT YFIRLIT Adolf von Tadden - leiðtogi nynazista í Vestur-Þýzkalandi MARGIR telja Adolf von Thadden, foringja þýzkra ný nazista, arftaka Hitlers í þýzk- um stiórnmálum. Svo mjög sverja nýnazistar sig í ættina við nazista á flestan hátt. Sjálf ur harðneitar von Thadden þessum áburði og heldur því fram, að flokkur hans sé aðeins íhaldssamur þjóðernissinnaður lýðræðisflokkur, eins og nafn hans bendi líka til, Þjóðlegi lýðræðisflokkurinn. Thadden harðneitar öllum fullyrðingum um, að hann hafi verið skráður meðlimur í nazistaflokknum gamla, eins og samtök Gyðinga telja sig nú hafa sannanir um. Sér til enn frekari réttlæting ar í þessum efnum, bendir hann á, að hálfsystir hans, Blísabet von Thadden, hafi verið tekin af lífi af nazistum á stríðsárunum fyrir andstöðu við þá. Hún mun hafa tekið þátt í samtökum þeirra. sem beittu sér fyrir því, að Þjóð verjar hættu styrjöldinni fyrr en raun varð á, þar sem þeir væru búnir að tapa og ósigur- inn yrði aðeins meiri með þvi að halda styrjöldinni áfram. ÞÓTT von Thadden afneiti þannig nazistum, trúa menn honum illa. Öfgamenn til hægri trúa því ekki heldur og skipa sér því undir merki hans. Þeir sætta sig við lýðræðisgrímuna, sem höfð er á flokknum, því ella á hann það á hættu að vera dæmdur ólöglegur, því að stjórnarskrá Vestur-Þýzkalands bannar starfsemi einræðis- fiokka. Hvað, sem áðurgreindum yfir lýsingum von Thadden líður, stefnir allur áróður hans að því að ala upp þjóðernisstefnu í anda gamla nazismans. Eitt helzta stefnumál flokks hans er að vinna aftur þau lönd, sem Þjóðverjar misstu í síðari styrjöldinni, eða m.ö.o. að Þýzkaland fái aftur sömu landa mæri og 1937. Sjálfur vill von Thadden halda því fpam, að þessi stefna minni meira á Bismark en Hitler. Eftir nýunninn sigur flokks ins í kosningunum í Baden- Wuttemberg, greindi von Thadden í þlaðaviðtali nokkur þau atriði, sem flokkur hans legði á megináherzlu. Þessi atriði voru m. a.: Ameríski herinn, sem nú dvelur í Vestur-Þýzkalandi verði fluttur þaðan. Vestur- þýzki herinn fái sjálfstæða yfir- stjórn, en hann hefur hana ekki nú. Vestur-Þýzkaland gangi úr Atlantshafsbandalaginu, en í staðinn komi sérstakt evrópískt öryggiskerfi, líkt og Gaullistar tala um. Hafnir verði beinir samning- ar við Sovétríkin um samein- ingu Þýzkalands. Hætt verði ölUim málsókn- um gegn fyrrverandi nazistum, þar sem öll önnur ríki en Vestur-Þýzkaland hafi lagt slíkt á hilluna. ADOLF VON THADDEN Þá ympraði von Thadden á því, að Vestur-Þýzkaland kynni að taka upp stjórnmálasam- band við Kína, því að gjarnan mætti gera Rússum ljóst, að Þjóðverjar gætu tekið upp nánari samvinnu við Kínverja, ef illa gengi að semja mdlli Rússa og Þjóðverja. ÞÓTT margt í málflutningi von Thaddens minni á Hitler, minnir hann vissulega einnig á þjóðernisstefnu Bismarks. Adolf von Thadden er líka sprottinn upp úr prússneskum jarðvegi, kominn af prússneskri aðalsætt eins og nafnið bendir til. Hann er fæddur í Trieg- loff, sem nú heyrir til Póllandi, 7. júlí 1921. Hann lagði stund á búnaðarnám með það fyrir augum að taka við stjórn á hinum stóru búgörðum ættar- innar. Áður en til þess kæmi, hófst styrjöldin. Hann var kvaddur í herinn og varð for- ingi í skriðdrekaherdeild. Hann gat sér þar gott orð. Hann hélt heimleiðis eftir stríðslokin til að sækja fjöl- skyldu sína, en Pólverjar tóku hann fastan og vann hann fangavinnu hjá þeim um skeið. Þeir slepptu honum þó fljót- lega og fluttist hann þá með fólki sínu til Vestur-Þýzka- lands. Hann hóf þá nær strax afskipti af stjórnmálum og náði kosningu sem óháður þingmaður í fyrstu þingkosn- ingunum, sem fóru fram í Vest- ur-Þý’zkalandi eftir styrjöldina. Síðar gerðist hann forustumað ur ýmissa þjóðernissinnaðra flokksbrota, sem ekki náðu verulegri fótfestu. Haustið 1964 sameinuðust þessi flokksbrot í Þjóðlega iýðræðisflokkinn, en svo nefnist flokkur nýnazista- Von Thadden var kjörinn vara formaður flokksins, en varð strax hinn raunverulegri for- ingi hans, sökum mælsku sinn ar og fleiri hæfileika. Síðastl. vor, lét hann víkja formanni flokksins, Fritz Thielen, úr sessi og tók sjálfur við for- mennskunni. Hann er nú hinn óumdeildi og dáði forustumað- ur nýnazista. Óneitanlega hefur von Thadden sitthvað til brunns að bera sem forustumaður í slík um flokki. Hann kemur vel fyrir og er öruggur í fram- göngu. Hann er hár vexti, silf- urhærður og hinn virðulegasti í sjón. Mælskumaður er hann í bezta Lagi. Hann er þægileg- ur í viðtölum við blaðamenn og er fús til að veita þeim áheyrn. Hann er allvel ritfær og skrifar mikið í blað flokks ins. Heimili hans er skammt frá Hannover, þar sem hann býr með konu sinni og dóttur. Hann er á|gður reykingamaður mikill og þykir bjórinn helzt til góð- ur. Nýlega var hann tekinn ölvaður við akstur, en slapp við varðhald sökum þess, að hann er fylkisþingmaður. Held ur þykir þetta honum til áfell- is, en ekki virtist það þó koma að sök í kosningunum í Baden- WUttemberg, en þær fóru fram rétt á eftir. Þar unnu ný- nazistar stærsta sigur sinn til þessa. Haldi nýnazistar sigurgöngu sinni áfram, geta þeir haft örlagaríkustu áhrff á stjórn- mál Vestur-Þýzkalands og raunar allrar Evrópu. Þess vegna er Adolf von Thadden nú sá vestur-þýzkur stjórnmála maður. sem veitt er hvað mest athygli. Þ. Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.